Nýja dagblaðið - 25.03.1934, Síða 2
a
■ Ý J A
DA«BAABXB
Ásgrímur Jónsson
opnar
Málverkasýningu
í dag kl. 10 í Austurstræti 10 (áður Vífill) og verður
hún opin daglega frá kl. 11 f. h. til 10 e. h.
Menntaskólinn í Reykjavík
Inntökupróf í fyrsta bekk verður haldið dagana 14—17.
maí. Umsóknir ásamt fyrirskipuðu vottorði, skulu koninar til
mín undirritaðs fyrir fyrsta mai. Gagnfræðapróf og stúdents-
próf byrja mánud. 4. júní
PÁLMI HANNESSON, rektor.
o
Matreiðslutennsla
4. apríi byrj ar næsta matreiðslunámskeið, sem stendur
yfir frá 3—7 e. h. Kennd verður framreiðsla kaldra og
heitra rétta, bakstur o. fl.
Kristín Thoroddsen
Fríkikjuveg 3. Sími 3227.
ByggingarsBmvlDpqfélag Reyklaviknr
Aðalfundur
félagsins verður haldiim fimmtudaginn 29. þ. m. kl. 4 síðd.
í Kaupþingssalnum.
Dagsskrá 'samkvæmt félagslögunum.
Stj órnin
Tilkynning.
Að gefnu tilefni vill nefndin vekja athygli á því, að
/
reglugerð um gjaldeyrisverzlun frá 2. október 1931 og viðbót--
arreglugerð um sama frá 17. febrúar 1932 eru enn í gildi
og að bankarnir, samkvæmt þessum reglugerðum, selja
ekki erlendan gjaldeyri eða afgreiða innheimtur í erlendum
gjaldeyri nema gegn gjaldeyrisleyfum.
Verða innflytjendur því framvegis, eins og undanfarið, að
sækja um gjaldeyrisleyfi fyrir öllum vörum, sem fluttar eru
til landsins, og auk þess um leyfi til innflutnings á þeim vör-
um, sem taldar eru í reglugerð um innflutning o. fl. frá 8.
þ. m.
Gjaldeyrisnefnd
Viðtxlii
Nokkur viðtæki af eldri gerðum höfum vér enn til sölu
með tækifærisverði.
Allar nýjustu gerðir fyrirliggjandi.
Vidtækjaútsalan
Tryggvagötu 28.
Málverlcasýning
Jóns Þorleifssonar
í vinnustofunni að Blátúni við
Kaplaskjólsveg (rétt við Hring-
braut) opin daglega frá 10. f.
m. til 7 e. m.
Trúlofunarhringar
alltaf fyrirliggjandi.
HARALDUR HAGAN.
Sími 3890. Austurstræti 3.
Nýlegt, vandað og óskemmt
harmonium
óskast til kaups nú þegar.
Verðtilboð og aðrar upplýsing-
ar óskast gefnar í síma 2950,
milli kl. 12—1 og 7—8 e. h.
Fasisminn
a bpam
Nú undanfarið hafa verið að
berast fréttir frá Spáni, s em
benda til þess, að þaðan megi
búast við stærri tíðindum.
Mannaskipti hafa orðið í stjóm
Lerroux, sem mynduð var eft-
ir kosningarnar í haust með
stuðningi miðflokkanna og
sumra hægri flokkanna.
Spænsku stjómmálaflokkarn-
ir eru margir, en eftir kosning-
amar hefir einkum borið mikið
á tveimur þeirra. Annar er
hinn kristilegi fasistaflokkur
undir forystu Gil Robles. Hann
vill auka kirkjuvaldið og nýtur
þvi stuðnings kirkjunnar. sem
er áhrifamikil á Spáni. Þessi
flokkur vann mikið á í kosning-
unum’. Og hann á mikið undir
sér við Lerrouxstjómina, sem
sækja verður styrk til hægri
flokkanna.
Gegn einræðisstefnu Gil Rob-
les hefir jafnaðarmannaflokk-
urixm risið, undir forystu Ca-
bellero. En hann og Gil Robles
eru nú mest áberandi stjóm-
málamennimir á Spáni. Jafn-
aðarmenn urðu hart úti í kosn-
ingunum vegna ákvæða hinna
nýju kosningalaga. Bar þeim
eftir atkvæðamagni 140 þing-
sælti, en fengu ekki nema 58.
Eftir kosningamar, þegar þeir
komust í fulla stjómaraðstöðu
hefir barátta þeirra hneigst
nokkuð yfir lögleg takmörk.
„Lýðræði, án matar, hjálpar
ekki þeim, sem svelta“, er haft
eftir Cabellero. Nú í seinni tíð
hafa jafnaðarmenn stundum
ógnað með allsherjarverkfalli
og hótað byltingu, ef Gil Robles
eða nánir samstarfsmenn hans
kæmust í stjómina.
Stjóm Lerroux á því óhæga
aðstöðu. Hún hefir hlotið það
mikla verkefni að vemda ný-
fengið lýðræði þjóðar; sem bú-
ið hefir við tinræði kynslóð
fram af kynslóð. Hið unga
spánska lýðvei li virðist í nokk-
urri hættu. En vonandi tekst
því að standa hana af sér.
Bókmenntir — fþróttlr •
Ingeborg Sigurjónsson:
Mindernes Besög
Það hefir verið furðu hljótt
um þessa bók. Og sem sjálf-
stætt ritverk hefir hún að vísu
ekki mikið gildi. En Islending-
um ætti að vera skylt að fagna
öllu því, sem fjallar um ein-
hvem allra gáfaðasta skáldsnill-
ing okkar, Jóhann Sigurjóns-
son. Og vissulega ætti konan
hans ekki sízt að geta kvatt
sér hljóðs.
Þessi litla bók, er æfisaga
frú Ingiborgar og segir frá
æsku hennar og uppvexti og
sambúð hennar við eiginmenn
sína. En hitt fær heldur ekki
dulizt, að það sem knúið hefir
hana af stað, er minningin um
seiimi mann hennar, Jóhann.
Og nafn bókarinnar, Mindernes
Bespg, er frá honum ættað, því
að hann hafði eitt sinn í
hyggju að skrifa leikrit, sem
héti svo.
Það má að vísu segja, að bók
þessi bregði ekki upp neinu
nýju ljósi yfir skáldið Jóhann
Sigurjónsson, en hún gefur
okkur mynd af manninum, rek-
ur upp fyrir okkur þætti úr
einkalífi hans og kynnir okkur
starf hans og baráttu. Og hún
skýrir frá hugarástandi hans
og aðstöðu, þegar ýms af hin-
um ódauðlegu listaverkum voru
að skapast. Þar er einnig sagt
frá því, sem fæstum mun vera
kunnugt um, að Jóhann var oft
í tómstundum sínum að fást við
smáuppfinningar, og skömmu
áður en hann dó, var hugur
hans mjög upptekinn af því, að
koma af stað stórfelldum verk-
legum framkvæmdum hér
heima, til hagsbóta fyrir síld-
arútveginn. öllum þessum hlið-
um Jóhanns er vert að kynn-
ast. Það eru ofurlítil brot, sem
þarf að raða saman og bæta
við myndina, sem menn hafa
gert sér af honum, til þess að
hún verði lifandi og sönn.
Ég vil leyfa mér að þýða hér
llstir
niðurlag bókarinnar, sem segir
frá síðustu stundum Jóhanns.
„Einn morgunn sagði Jóhann
við mig, að hann vissi, að sér
mundi ekki auðnast að skrifa
meira. Hann hafði dreymt, að
hann væri dáinn og var stadd-
ur inni í háum, björtum sal,
þar sem öll framliðin skáld,
sem hann mundi eftir, sátu í
stórum hálfhring. Björnstjeme
Bjömson reis á fætur, gekk á
móti honum og rétti honum
gullhring, sem þrír skínandi
steinar voru greiptir í. Hvert
skáldið hafði sinn hring á hend-
inni.
„Sjáðu nú til, Ib“, sagði Jói.
„Þessir þrír steinar eru Fjalla-
Eyvindur, Galdra-Inftur og
Lyga-Mörður“.
Ég kyssti vininn minn og
sagði: „Það eiga eftir að koma
margir fleiri steinar í hringinn
þinn“, en hann varð hrýggur.
Svo var það einn morgunn,
að Jóhann bað mig að opna alla
gluggana að fornum, íslenzkum
hætti, svo að sálin gæti flogið
óhindruð brott.
Við höfðum talað saman um
heiðarnar íslenzku og fjöllin
bláu, og horft ástúðlega hvort
á annað alla nóttina. Rauða
liljan, sem var eina blómið, sem
hann vildi hafa inni hjá sér,
breiddi út blöð sín fyrir fram-
an okkur og frá lampanum sló
grænleitum bjarma um her-
bergið. Svo kom hinn miskunn-
arlausi dauði, en Jóhanni varð
hann mildur og blíður. Hann
fékk hægt og rólegt andlát.
Ég bað mennina, sem lögðu
hann í kistuna að lofa mér að
hafa hann um nóttina. Alla
þessa síðustu nótt sat ég og
horfði á hið undursamlega
fagra andlit, sem ekki bar nú
lengur neinar menjar veikind-
anna.
Það var svo margt, sem ég
þurfti að segja við vininn minn
þessar síðustu stundir áður en
þeir komu og sóttu hann“.
X.
illi a.m. Morris
A.lc3.a.j:inixm.in.g-
William Morris, enska skáld-
ið og listamaðurinn er fæddur
1834, 24. marz. Hann andaðist
1896. Morris var hinn ein-
kennilegasti maður. Hann var
vel lærður, skáld gott og ó-
venjulega listfengur maður og
svo duglegur og snjall starfs-
maður, að þess munu fá dæmi
og er þá ótalið eitt í fari hans,
sem mestri heill stýrði, en
það var það, hve vel honum
varð til vina og hvað vinfeng-
ið, sem hann batt við nokkra
mestu snillinga Englands, eink-
um í málara- og skrautlist,
varð affarasælt. Gáfur hans,
hugkvæmni og brennandi
starfsþrá lyfti öðrum mönnum
til afreka, sem áttu hæfileika
en skorti fremur framkvæmd
og dug. Það, sem eftir Morris
liggur í skáldskap, málaralist,
skrautlist o. s. frv., er ótrúlega
mikið og merkilegt. Sá þáttur,
sem hann átti í verkum annara
mánna, er þó ef til vill ekki ó-
merkari.
En betri skáld hefir England
átt og eigi myndi Islendingar
halda því mjög á lofti, þótt
minningardaga þeirra sumra
bæri að höndum. Um Morris
er það aftur að segja, að hon-
um eiga Islenzkar bókmenntir
ákaflega mikið að þakka og
mikill vinur var hann ýmsra
merkra Islendinga og styrkti
þá á ýmsan hátt og varð það
aftur þjóðinni til góðs. Eink-'
um! má hér nefna Eirík Magn-
ússon, er var um hríð sam-
verkamaður Morris. Þýddu
þeir saman Gunnlaugs sögu,
Eyrbyggja sögu, Heimskringlu,
Völsunga sögu o. fl. En yrkis-
efni tók Morris úr Laxdælu
og Völsunga sögu meðal ann-
ars, og er það talið með því
Framh. á 4. síðu.