Nýja dagblaðið - 01.04.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 01.04.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. ByiaMESFsaw^^ I dag- vil ég reyna að tala I við ykkur um mann. I hönd hans hefi ég aldrei | tekið, og eigi heldur hefi ég horft í augu hans. Við hlið hans hefi ég ekki staðið, og ekki hefi ég í návist hans hrif- izt af kærleik hans eða kappi baráttu hans.Ég hefi ekki heyrt vonina eða kvíðann í andar- drætti hans. Ég hefi hvorki séð ; ijóma fagnaðarins né heldur ■ sorgina og kvölina í svip hans. ! En yfir margar aldir hafa orð ■ hans til mín borizt, og ég hefi | skilið, að hann er bróðir minn. . Ég hefi skilið, að hann hefir | fagnað eins og ég hefi fagnað, ; grátið eins og ég hefi grátið, byrgt inni harm sinn og raun eins og ég. Eftir hundruð ára eru orðin, sem hann skrifaði í sandinn, guðspjall gleði okkar og sorga, þáttur af sjálfum okkur, eins og þau orð, er við skrifum í sandinn, verða guð- spjall komandi kynslóða og þáttur í þeirra gleði og sorg. Rödd hans hefi ég aldrei heyrt. En frá þeim orðum hans er löngu horfnir menn geymdu okkur, andar meiri fögnuði en orðum annara manna, því að hann sá ljómann yfir iífinu skýrar en allar aðrir menn: „Sælir eru fátækir, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hreinhjartaðir, því að þeir munu guð sjá. Sælir eru friðflytj endur, því að þeir munu guðs synir kallað- ir verða. Sælir eru þeir, sem ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru þér, þá er menn atyrða yð- ur og ofsækja og tala ljúgandi allt illt um yður mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil í himnin- um. ----------Þér eruð salt jarð- ar.------Þér eruð Ijós heims- ins, borg er stendur uppi á fjalli fær ekki dulizt. Ekki kveikja menn heldur ljós og setja það undir mæliker, held- ur á ljósastikuna, — og þá lýsir það öllum, sem eru í hús- inu---------- Enn getur þessi fögnuður hans snortið okkur eins og ilmur frá nýlaufguðum skógi, og enn getur hann orðið okkar fögnuður, þegar vorblærinn andar um okkur. Enn getur ljóminn, sem var í augum hans íyrir 19 öldum brugðið birtu yfir alla jörð og allt líf. Enn getur neisti af kærleik hans tendrað okkar kærleik og bar- Reykjavík, á páskadaginn 1934. M A Ð U R átta hans hrifið okkur til nýrr- ar heilagrar baráttu. Enn get- ur bjarmi af von hans gefið okkur nýja von og nýtt líf, og kvíði hans orðið okkar kvíði. Enn getur sorg hans og kvöl dýpkað skilning okkar á rökum lífs og dauða. Því að hann er bróðir minn og bróðir þinn og bróðir systur minnar og systur þinnar. Hann át og drakk með öðr- um mönnum og hann skildi þá. Fögnuð þeirra þekkti hann af eigin þraut. En þó var kross þeirra og þyrnikóróna léttari en hans, af því að þeir höfðu séð minna af ljóma jarðarinn- ar og himinsins heldur en hann. Freistingar þeirra og fall skildi hann. Að baki átti hann reynslu og raunasögu hins vaknandi afreksmanns. Frá því hefir okkur aðeins ver- ið sagt í líkingu: í 40 daga og 40 nætur hafði hann fastað úti á eyðimörkinni og barizt við freistarann í sinni eigin sál, freistarann, sem bauð honum í hungri hans eftir brauði að lifa á brauði einu saman, freistar- ann, sem vildi kenna honum að trúa með lokuðum augum og freista guðs síns á þakbrún musterisins í borginni helgu í stað þess að taka kross sinn viljandi og bera hann á veik- um' herðum meðal veikra manna og fyrir veika menn, og freistarann, sem hét honum valdi og munaði harðstjórans og fánýtum sýndarsigrum, ef hann vildi afsala sér kærleik- anum til veikra bræðra sinna og þeim konungdómi, er hann dreymdi um og honum bar. Og -af því að hann skildi freistingar og fall annara manna af eigin raun, sá hann og dýrð lífs þeirra um leið og hann sá ósigra þeirra. Sínar fallegustu sögur sagði hann um tapaðan sauð og týndan pening og glataðan son. Og hann trúði því, að hver verka- maður í víngarði föður hans á himnum fengi sinn denar, þó að hann hefði ekki komið fyrr en á 11. stundu til vinnu sinn- ar. Bersyndugri konu fyrirgaf hann, og hann blessaði hana, af því að hún elskaði mikið. I-Iann samneytti tollheimtu- mönnum og syndurum, af því að þeir, sem sjúkir voru, þurftu læknis með, og hann var eigi kominn til að kalla réttláta heldur syndara. Þó að bræður hans og systur biðu ó- sigra á ósigra ofan, örvænti hann ekki um þau, fyrr en allri baráttu hlaut að vera lokið: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Og hann kom og leitaði ávaxta á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðsmanninn: „Sjá, nú hefi ég í þrjú ár komið og leitað ávaxta á fíkjutré þessu og ekki fundið. Högg þú það upp! Iiversvegna á það einnig að gjöra jörðina arðlausa?" En víngarðsmaðurinn svaraði og sagði við hann: „Herra, lát það vera enn þetta árið, þar til ég hefi grafið um það og bor- ið að áburð, ef það skyldi bera ávöxt framvegis. En verði það ekki, þá heggur þú það upp“. Víst er hann bróðir minn og bróðir þinn í fögnuði sínum yf- ir dýrð lífsins og í sigrinum, sem í þraut hans er ofið. Og hann er bróðir minn og bróðir þinn í trúnni á guðsríkið, er hann hugði að mundi gróa eins og mustarðskorn, sem er hverju sáðkorni smærra, en verður að miklu tré, svo að fuglar himinsins koma og hreiðra sig í greinum þess. Hann er þó fyrst og fremst bróðir minn og bróðir þinn í þrautinni, sem ofin er í sigur hans og í ósigrinum, sem fylg- ir konungdómi hans og upp- risu, eins og skugginn fylgir ljósinu. Og þrautin, sem ofin er í sigur hans, og ósigurinn, sem ofinn er í konungdóm hans, er þyngri en þrautin í sigri nokkurs annars manns, eins og ljóminn í auga hans var meiri en ljóminn í auga nokkurs ann_ ars rnanns. Sagan hans er saga um bróð- , ur minn og bróður þinn, æfin- j týrið um manninn, uppreisn I hans, baráttu hans, fall hans ! og sigur. Þjóð hans átti forna sögu um 40 ára þrautagöngu um eyðimörk inn í fyrirheitið land. Á þeirri þrautagöngu hafði hún eignazt lögmál sitt. Undir því lögmáli hafði hún unnið sigi-a sína og undir því lögmáli hafði hún öðlazt þrek til að þola ósigra sína, herleið- inguna til Babylon og margar furðulegar þrautir aðrar. Enn var hún á þrautagöngu um eyðimörk, þar sem rómverskt vald rétti henni steina í stað þess brauðs, er hún þráði, að Drottinn rétti henni með frjó- sömum komstöngum. Og þó að lögmálið væri eigi lengur heil- ög eigind hennar, heldur miklu fremur snið þeirra klæða, sem hún bjó sig í, ekki lengur sátt- málsörk hennar, brauð hennar og vatn, heldur steinar, sem var haglega raðað, þá trúði hún því að það væri vegurinn, sem guð hefði rutt henni inn í fyrirheitna landið. Það var einingarbandið í fylkingu hennar. Hún trúði að það gæti ,veitt henni sigurinn og þrekið til að þola ósigurinn. Svo kom hann með trúna á lífið en ekki lögnjálið, menn- ina en ekki skipulagið, kær- leikann en ekki regluna, hjartalagið en ekki yfirvarpið. I Og hann gat gefið blindum 1 sýn og daufum heyrn og dumb- um mál, sjúka gat hann lækn- að, og dauða gat hann látið upp rísa. Honum fannst hann vera sáðmaðurinn, sem breytti eyðimörkinni í akur. Og á stundum varð hann furðu bjartsýnn: „Svo er um guðs- ríki, sem maður kasti sæði á jörðina og sofi og fari á fætur nótt og dag, og sæðið grær og vex, hann veit ekki með hverjum hætti. Af sjálfri sér ber jörðin ávöxt, fyrst stráið, þá axið, þá fullt hveitikorn í axinu“. Og þó að sumt sæðið félli við götuna og fuglar him- insins ætu það, og sumt í grýtta jörð og skrælnaði, er sól kom upp, sumt meðal þyrna, er kæfðu það, þá „féll sumt í góða jörð og bar ávöxt, sumt hundraðfaldan, sumt sextug- faldan, en sumt þrítugfaldan“. Jafnvel þegar reynsla hans var dapurlegust, trúði hann hik- laust á draum sinn: „Líkt er himnaríki manni, er sáði góðu sæði 1 akur sinn. En meðan fólkið svaf, kom óvinur hans og sáði illgresi meðal hveitis- ins og fór síðan burt. En er grasið spratt og bar ávöxt, þá kom og illgresið í ljós. Þá komu þjónar húsbóndans og sögðu við hann: „Herra, sáðir þú ekki góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur honum þá ill- gresi?“ En hann msélti við þá: „Þetta hefir óvinveittur maður gjört“. En þjónai'nir segja við hann: „Viltu þá að vér förum og tínum það?“ En hann seg- ir: „Nei, svo að þér eigi, er þér tínið illgresið, reytið hveit- ið upp ásamt því —“. Og forráðamenn þjóðar hans dæmdu hann dauðasekan fyrir það, að hann mundi brjóta niður musteri þeirra, er með höndum var gjört, og' á þrem dögum reisa annað, er ekki var með höndum gjörf. Er hann sagðist ekki vera kominn til að brjóta niður lögmálið, heldur til að fullkomna það, þá skildi hann það á allt annan | veg en þeir. Helgi hvíldai’- * dagsins rækti hann á annan 77. blað veg en þeir. því að hann sagði, að hvíldardagurinn varð til mannsins vegna en ekki mað- urinn vegna hvíldardagsins. „Og hann gekk öðru sinni inn í samkunduhúsið, og var þar maður, er hafði visnaða hönd. Og þeir höfðu gætur á honum, hvort hann mundi lækna hann á hvíldardegi, til þess að þeir gætu kært hann. Og hann segir við manninn, er visnu höndina hafði: „Gakk hér fram!“ Og hann segir við þá: „Hvort er leyfilegt á hvíld- ardegi gott að gjöra eða illt, bjarga lífi eða deyða?“ En þeir þögðu. Og hann renndi augum yfir þá með reiði, angr- aður yfir harðúð hjartna þeirra og segir við manninn: „Réttu fram hönd þína“. Og hanh rétti hana fram og hönd hans varð aítur heil“. Eins og liann rækti boðorðið um helgi hvíldardagsins með því að lækna visna hönd bróður síns, gera hana sterka og starfhæfa, svo vildi hann, að rækt væru öll önnur boðorð. Meðal bræðra hans og systra skyldi ráða kærleikur, lifanda líf, ekki dauður bókstafur. Gegn dauða lögmálsins reis hann með óg- urlegu valdi: „Vei yður, fræði- menn og Farisear, þér hræsn- arar. Þér gjaldið tíund af myntu, anis og kúmeni, og skeytið eigi um það, sem mikil- vægara er í lögmálinu: rétt- vísina og miskunnsemina og trúmennskuna. En þetta ber að gjöra en hitt eigi ógjört að láta. Þér blindir leiðtogar, sem síið mýfluguna en svelgið úlf- aldann. Vei yður, fræðimenn og Farisear, þér hræsnarar. Þér líkist kölkuðum gröfum, sem að utan líta fagurlega út, en eru að innan fullar af dauðra manna beinum og hverskonar óhreinindum. Þann- ig sýnizt þér og hið ytra rétt- látir fyrir mönnum, en hið innra eruð þér fullir af hræsni og lögmálsbrotum“. — Víst var þetta að brjóta niður „must- I erið, sem með höndum var ! gjört“, og reisa annað, sem ekki var með höndum gjört. Það var ekki undarlegt, að andstæðingar hans dæmdu hann dauðasekan, og það ok j var bært. Hitt var miklu þyngra, að þeir, sem hann hafði læknað og reist upp frá , dauðum, og þeir, sem hann treysti bezt, brugðust honum allir, er á reyndi. Jafnvel Sím- on Pétur, bjargið, sem hann ætlaði að reisa á musterið sitt, guðsríkið, afneitaði honum þrisvar, áður en haninn gól tvisvar, þrautamorguninn, er allt brast. Einn drakk hann bikar þrauta sinna í botn. Enn heyrum við í síðustu orðum hans sárustu þraut nokkurs manns: „Guð minn, guð minn, hví hefir þú yfir-

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.