Nýja dagblaðið - 04.04.1934, Síða 2
a
N Ý 3 A
DACB&iABlB
Nýtízku-
mnnstur
Skínandi góð verk. Beztu hlutir til tækifærisgjafa, eins og allir sjá.
Bezt úrval hjá
Jóni Sigmundssyni
gullsmiði Laugavegi 8
Kúaeigendur!
Höfum enn tíl, og blöndum dag-
lega, fóðurblöndu sem i eru
12°|o af fyrsta flokks síldarmjöli
Samband isL samvinnufélaga
Brúðkaup Sigvards prins
Myndin hér að ofan var tekin þegar þau Sigvard prins
og Erica Patzek, kaupmannsdóttirin þýzka komu út af gift-
ingarskrifstofunni í London, þar sem hjónavígslan fór fram.
Gifting þessi vakti afarmikla athygli og þyrptist mikill
mannfjöldi saman, er það vitnaðist hvað hér átti fram að
fara, og varð Lundúna lögreglan að slá hring um brúðhjónin
tíl að verja þau fyrir fjöldanum, sem þama var kominn til
þess að árna þeim hamingju.
K YNNIÐ ykkur hvern-
ig þið getið notið arðs hjá
Kaupfélagi Reykjavíkur til
jafns við félagsmenn.
Sími kaupfélagsstj. 1245.
8 kr. daglaun er hægt að
hafa við saum og sölu á á-
teiknuðum útsaum. Vinnusýn-
ishorn send hvert sem er.
Haandgerningshuset Aalborg,
Danmark.
Hljómsveit Reykjavíkur.
Meyjaskefflman
verður sýnd annað kvöld
(fimmtudag) kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir í
Iðnó (sími 3191) í dag
kl. 4—7 og á morgun
eftir kl. 1.
Kynnið yður söngvana.
Kaupið leikskrána.
Nótnahefti með vinsæl-
ustu lögunum fást í leik-
húsinu, Hljóðfærahúsinu
og hjá K. Viðar.
Nýlegt, vandað og óskemmt
harmonium
óskast til kaups nú þegar.
Verðtilboð og aðrar upplýs-
ingar óskast gefnar í síma
2950 kl. 12—1 og 7—8 e. h.
Ferðamenn
ættu að skipta við Kaupfélag
Reykjavíkur. — Þar hafa þeir
tryggingu fyrir góðum og ódýr-
um vörum.
Bifreiðarsiys
I morgun klukkan 8 rakst
bifreiðin RE 898, bílstjóri Þor-
steinn Jóhannesson, á síma-
staur á hominu á Ásvallagötu
og Blóinvallagötu.
Frammi í bílnum við hliðina
á bílstjóranum sat Björn lækn-
ir Gunnlaugsson. Ekki voru
aðrir í bílnum er áreksturinn
varð. Við áreksturinn kom
svo mikill hnykkur á bílinn,
að Björn hrökk fram á rúðuna
og lenti með höfuðið í gegnum
glerið. Skarst hann allmikið á
enninu, en þó ekki hættulega,
að því er talið er. Var hann
fluttur á sjúkrahús Hvíta-
bandsins. En hann var á leið
þangað til þess að aðstoða við
holdskurð, er slysið vildi til.
Honum leið vel eftir atvikum
er blaðið hafði fréttir af líðan
hans í gærkvöldi.
Bókmenntir — iþróttir •
Skautamót íÞrándheimi
milli Norðmanna og
Finna.
Hér í blaðinu hefir öðru
hvoru verið skýrt frá því
helzta, sem frændþjóðir okkar,
Norðurlandabúar, afreka á
sviði íþróttanna. Eru það eink-
um vetraríþróttirnar, sem um
er rætt, enda eru þeir þar
jafnan í broddi fylkingar. Það
hlýtur að vera íþróttamönnum
okkar hvatning, að heyra
hverju snjallir menn fá áork-
að, og aðstaðan til vetrarí-
þrótta er víða svo góð hér á
landi, að við ættum ekki að
þurfa að vera eftirbátar ann-
ara, ef viljinn væri góður. I
ýmsum sveitum, einkum norð-
anlands, hafa skautafélög ver-
ið starfandi áratugum saman,
þó að með mismunandi fjori
hafi verið, og stundum á kapp-
mótum hefir náðst svo góður
hraði, að furðu gegnir, þegar
þess er gætt, hve lítið menn-
irnir hafa verið þjálfaðir og
útbúnaður allur lélegur, saman-
borið við það, sem tíðkast er-
lendis. Á skautakappmóti í
Þingeyjarsýslu í fyrra vetur,
varð mestur hraði í 500 m
hlaupi 46,5 sek. Geta menn
borið það saman við«tölur þær,
sem hér fara á eftir.
1 byrjun þessa mánaðar var
skautakappmót í Þrándheimi
milli Norðmanna og Finna. Var
margt snjallra manna á kepp-
endaskránni, t- d. Bemt Even-
sen í sveit Norðmanna og
Thunberg af hálfu Finna, sem
báðir eru heimsfrægir hrað-
hlauparar. Ýmsir fleiri kunnir
menn voru meðal keppendanna,
svo sem Ballangrud, Harald-
sen, Pedersen (norskir), Ek-
man og Wassenius (finnskir).
Var því eftirvæntingin mikil
og búizt við miklum afrekum.
Nokkuð dró það þó úr ánægj-
unni, að veðrið var ekki í
listir
bezta lagi og ísinn slæmur.
Varð að bæta hann hér og þar
með aðfluttum ísjökum, enda
segja norsk blöð, að skauta-
mennirnir hafi orðið að þræða
beztu blettina, og því ekki náð
eins góðum hraða og annars
mundi hafa orðið. Úrslitin urðu
sem hér segir:
500 metrar: Sek.
1. Haakow Pedersen (N) . 45
2. Bemt Evensen (N) . . 45,3
3. Thunberg (F).........45,5
4. Friman (F)...........45,6
5. Ballangrud (N) . . . . 45,7
6. Ekman (F)............46,5
7. Haraldsen (N)........46,5
8. Wassenius (F)........46,8
5000 metrar: m.
1. Ballangrud...........8,36
2. Evensen..............8,44
3. Ekman................8,45
4. Wasenius.............8,46
5. Haraldsen............8,50
6. Thunberg.............8,55
1500 metrar: m.
1. Haraldsem* . . .. « . • • 2,22
2. Ballangrud...........2,23
3. Ekman................2,24
4. Evensen..............2,24
5. Thunberg.............2,25
6. Wasenius.............2,26
3000 metrar: m.
1. Ballangrud...........5,07
2. Haraldsen............5,14
3. Ekman................5,14
4. Wasenius.............5,17
5. Evensen..............5,18
6. Paananen (F).........5,28
7. Bergholm.............5,30
8. Thunberg.............5,30
Norðmenn báru því glæsileg-
an sigur af hólmi. Telja þeir
Ballangrud nú snjallasta hrað-
hlaupara heimsins. Evensen
virðist vera í afturför, en vel
má hann við það una, því að
hann á glæsilega sigurbraut að
baki sér. X.
^ounnacC aummsJMI
■X I
I S-C
_ .to g
S o P
bn U >
v e.__
53 2
o »1
“O c 2
+- í c
03 g. 3
2 03
rt .5
c S «
15 Æ «§■
1-1
I § I
- LITUN - HRRÐPRLÍfUN *
-HRTTRPREÍJUN KENUK
FRTF\ OQ JKINNVÖRU =
HRt IN/ UN -
Afgrtíðsla og hraðpressun Laugaveg 20 (inngangur
frá lvlapparstíg). — Verksmiðjan Baldursgötu 20.
Sent gegn póstkröfu um allt land.
Sími 4263. — Pósthólf 92,
Móttaka hjá Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1.
Sími 4256. — Afgreiðsla í Hafnarfirði í Stebbabúð,
Linnetsstíg 1. — Sími 9291.
Ef þér þurfið að láta gufuhreinsa, hraðpressa, lita
eða kemisk-hreinsa fatnað yðar eða annað, þá getið
þér verið fullviss ura, að þér fáið það hvergi betur
né ódýrara gert en hjá okkur. — Munið, að sérstök
biðstofa er fyrir þá, er bíða meðan föt þeirra eða
hattur er gufuhreinsaður og pressaður..
Sendum. — Allskonar viðgerðir. — Sækjum.
Auglýsifi í Nýia dagMaðínn!
WV Anglýsingar í Nýja dagblaðinu auka viðskiftin.