Nýja dagblaðið - 10.04.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 10.04.1934, Blaðsíða 1
NVJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 10. apríl 1934. 83. blað. Stðan 1931 hefir Mjólkurfélaa Reykjavíkur gefið út öðru hvoru ávisanir á enga innstæðu. Ávísanir hafa legið hjá gjaldkera óinnleystar, jafnvel allt að þvi 6 mánuði, og verið endumýjaðar hvað eftir annað. 1. okt. 1933 námu ávisanir þessar alls 64.500 kr. Mjólkurfélagið gefur gjaldkerum bankans ávísanir frá sér til þess að dylja þurrð í sjóðnum hjá þelm. ÍDAG Sólaruppkoma kl. 5,20. Sölarlag kl. 7,40. Flóð árdegis kl. 2,50. Flóð siðdegis kl. 3,15. Veðurspá: Hæg vestauátt og ský- að, en úrkornuiaust. Söfn, skrifstofur o. IL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðminjasafnið ....... opið 1-3 Náttúrugripasafnið .... opið 2-3 Alþýðubókasafnið .. ..opiö 10-10 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 Útveg'sbanFinn opinn 10—12 og 1—4 Útbú Landsb., Kiapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7þ2 Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landssíminn ............. opinn 8-9 Skriístofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 14 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Skipaútg. rikisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið .......... opið 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 14 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 14 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 14 Skrifst. lög/.ianns opin 10-12 og 14 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 14 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Rikisféliirðir .............. 10-3 Hefmsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspitalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali ..... kl. 12*4-2 Vífilstaðaliælið 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Kleppur ................... kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar..................kl. 3-5 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Ellihéimilið ................ 1-4 Hefmsóknartímt sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 34 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali .... kl kl. 12*4-2 Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 3y24y2 Kleppur .................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar .............. opið 3-5 Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4 Elliheimilið ................ 1-4 Næturvörður í Reykjavikurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Kristin Ólafsdóttir Tjarnargötu 10. Sími 2101. Dagskrá útvarpslns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 13,15 Dráttur í happ- drætti I-Iáskólans. 15,00 Veðurfregn- ir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veður- fregnir. Tilkynningar 19,25 Ensku- kennslu. 19,50 Tónleikar. Auglýs- ingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 F.rindi: Uppruni og þróun tónlistar, IV. (Páll ísólfsson). 21,00 Kvennakór Hallgríms þorsteins- sonar. 21,20 llpplestur (Guðm. Friðjónsson). 21,35 Grammófónn: a) Bach: Konsert fyrir tvær fiðlur (Kreisler og Efrem Zimbalist). b) Danslög. Símar Nýja dagblaðslns: Ritstjóri: 4373. Fréttaritari: 2353. Aigr. og augl.: 2323. Eftirfarandi skýrslu hefir blaðinu borizt frá lögreglu stjóra, um rannsóknina í ávís- anamálinu: „í tilefni af blaðaskrifum þyk- ir rétt að gefa eftirfarandi skýrslu um rannsókn þá, sem fram hefir farið um seðlahvarf. ið úr Landsbankanum eða Úti- búi hans 1. f. m. og það sem upplýst hefir í sambandi við þá rannsókn. Um seðlahvarfið sjálft hefir ekkert vitnast enn sem komið er. Við rannsókn kom hinsvegar í ljós, að gjaldkerar Lands- bankans höfðu um langt skeið keypt og legið með í kassa sín- um ávísanir frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, sem ekki fengust greiddar í banka þeim, sem þær voru stílaðar á eða ekki var ætlazt til að yrðu sýndar þar til greiðslu, vegna þess að engin inneign var fyrir hendi. Virðist þetta hafa byrjað síðari hluta árs 1931 og mést kveðið að því síðastliðið sumar og haust. Endurskoðöndunum, Bimi Steffensen og Halldóri Sigfús- syni var falið að fara yfir bók- hald félagsins að því er við- kemur ávísananotkun þess. Hafa þeir gert ítarlegar skýrsl- ur um það, sem bókhald fé- lagsins ber með sér um málið. Þó hefir ekki reynzt unnt að finna með vissu hve háar upp- hæðir í ávísunum frá félaginu hafa verið seldar á þennan hátt og legið í kassa hjá gjáld- kerunum á hverjum tíma. En samkvæmt framburði endur- skoðanda félagsins hefir upp- hæðin hinn 1. okt. s. 1. verið kr. 64.500,00 og hinn 31, des. kr. 12000,00. Sumar þessar ávísanir hafa verið endumýjaðar hvað eftir annað, til þess að dagsetning yrði aldrei gömul og geymsla þeirra 1 kassa ekki grunsamleg. Nokkrar hafa og verið gefnar út ódagsettar. Til dæmis skal hér rakin upphæðin kr. 9.674,85. Hinn 20. jan.' 1933 gefur félagið út ávísun á Út- vegsbankann til sjálfs sín fyr- ir þeirri upphæð. Þessi ávísun virðist endumýjuð 20. febr., 27. febr., 3. marz, 3. apríl, 19. apríl, 17. maí og loks í byrjun júlí og þá er hún fyrst innleyst af Útvegsbankanum. Virðist hún þangað til hafa legið í Landsbankanum. Hinn 23. nóv. s. 1. veitti end- urskoðunarskrifstofa bankans því eftirtekt við sjóðtalningu, að hjá Steingrímí Björnssyni^ sem þá var aðstoðargjaldkeri, lá ávísun frá félaginu að upp- hæð kr. 15.000,00 gefin út 30. okt. og ennfr. að nýjar ávís- anir höfðu verið keyptar af félaginu, þótt þessi væri ekki ennþá gx-eidd. Gjaldkerarnir gáfu þá x-anga skýringu á þessu og sötgðu, að þetta væri af van- gá og aðalféhirði Guðmundi Guðmyndssyni væri þetta ókunnugt. Var þessu þegar kippt í lag, og í það skipti varð því ekki annað vitað en þetta væri einstakt tilfelli. Gjaldkerar þeir, sem þannig hafa legið með ávísanir félags- ins eru þeir, Guðmundur Guð- mundsson, aðalféhirðir, Stein- grímur Bjömsson og að til- hlutan aðalféhirðis Sigurður Sigui’ðsson. Einnig er upplýst, að þeir Guðm. Guðmundsson og Stein- grímur Bjömsson hafa fengið ávísanir lánaðar hjá félaginu til að taka út á þær peninga úr sínum eigin kassa og dylja það með því að láta ávísaniraar liggja í kassanum í stað pen- inganna. Guðmundur Guð- mundsson fékk þannig snemma árs 1932 ávísun að upphæð kr. 5000,00, sem hann lét síðan liggja í kassa hjá sér og var nokkrum sinnum endui'nýjuð af félaginu og stundum innleyst og loks færð Guðm. til skuldar hjá félaginu í haust. Steingrím- ur fékk 1932 ávísun að upphæð kr. 1800,00 er einnig var nokkr- um sinnum endumýjuð og síð- an hækkuð upp í kr. 2500,00 og loks innleyst af félaginu í nóv. í haust. Ennfremur hefir aðal- féhirðir fengið ávísanir lánaðar hjá nokkrum öðrum mönnum til að láta liggja í kassa hjá sér, en þær voru allar greiddar þeg- j ar hann skilaði kassanum af j sér og fékk hann lán til þess um það leyti er hann fór frá starfi“. Rannsóknardómarinn hefir nú skilað skýrslu sinni um frumx-annsókn þessa máls fyrir um viku síðan. En eftir þeii'i'i skýrslu er tekin frásögnin unx málið hér að ofan. Nýja dag- blaðið hefir leitt hjá sér að ræða þetta mál meðan á rann- sókn stóð. En því hefir þótt sjálfsagt að skýra lesöndum sínum frá í-annsókninni jafn- skjótt og unnt var. Eins og vonlegt er hafa menn beðið þess með óþx-eyju að fá að heyra um gang þessa mesta hneykslismáls. Að sjálfsögðu lætur dómsmálaráðherra höfða mál gegn forstjóra Mjólkui’- félagsins, Mjólkurfélaginu og gjaldkerunum hið bráðasta, Nokkra furðu vakti það fyrir skömmu, er menn úr stjórn Mjólkux-félagsins gáfu forstjói-a félagsins traustsyfii'lýsingu og létu prenta í blöðum hér í bæn- um. Sannast að segja munu þess fá dæmi, að manni sé gef- in ti-austsyfirlýsing meðan yf- ir honum vofir sakamálsákæra fyrir athæfi í þágu þeixra rnanna, er traustsyfirlýsinguna gefa. Á að skilja þetta svo að Eyjólfur Jóhannesson hafi gef- ið út falsaðar ávísanir í um- boði og með vitund þessara manna? Eða hefir þeim verið skýrt freklega rangt frá ? LRP 9/4. FÚ. í Genf gera menn sér nú góðar vonir um það, að Rúss- ar muni ganga í Þjóðabanda- lagið á fundi þess í sept. n. k. Málið verður rætt þegar Lit- vinoff kemur til Genf innan skamms til þess að ræða af- vopnunarmálin. Alvarlegustu hindrunir þess, að Rússar Landráðamál Alþýðublaðsins Dómur var í gær kveðinn upp í landráðamáli ritstjóra Al- þýðublaðsins og Þórbergs Þórð- ai'sonar. Þeir voru í haust eftir ósk þýzka utanríkisráðuneytis- ins ákærðir fyrir landráð út af gi’einum, sem Þórbergur skrif- aði um Nazista í Þýzkalandi. Finnbogi Rútur Valdemars- son x-itstjóri og Þórbergur Þórðarson ritliöf. voru báðir sýknaðir. Málskostnaður allur gi-eiðist af almannafé og þar að auki málsvai’narlaun talsmanns þeix-ra ákærðu. Enska Parlamentí ð tekur til starfa. London kl. 18 9/4. FÚ. Neðri málstofa enska þings- ins kom saman í dag eftir páskafi'íið. Fyi-sti þingmaður- inn kom urn miðnætti, og fannst í morgun sofandi í hæg- indastól í reykingarsal þing- hússins. Þeir næstu komu í býtið í morgun, en fáir voru þó komnir í fundai’byrjun. Virðast þingmenn ætla að njóta vel páskafríisins, en búast við nxörgum vökunóttum og erfið- um deilum á þeim þingsetu- tíma, sem framundan er. gangi í bandalagið er það, að sumar bandalagsþjóðir eru ósammála ýmsum aðgerðum þeirra, og að Svisslendingar taka sífelt þvert fyrir það, að viðurkenna sovétstjórina. Allt um þetta er talið að alvarlegar umræður urn inngöngu Rússa í Þjóðabandalagið muni hefjast innan skamms. Eldstöðvarnar kannaðar Á sunnudagsmorguninn fóru fjórir menn héðan úr Reykjavík á leið austur í Fljótshverfi. Þaðan ætla þeir að fara inn á Vatnajökul og reyna að komast á eldstöðvarnar. Munu þeir hafa komizt í Fljótshverfið í gæi'kvöldi. Þeir senx fóru voru Guð- nxundur fx'á Miðdal og Sveinn bi'óðir hans og Jóhannes Ás- kelsson, menntaskólakennari og þýzk koha, L.Zeitner. Höfðu þau með sér skíði, skíðasleða, svefn- poka og mat til nokkurra daga og yfirleitt allan nauðsynleg- asta útbúnað, sem til svona jöklaferða þarf. Ef þeir eru heppnir, segir Pálmi í’ektor Hannesson í við- tali við blaðið, komast þeir úr Fljótsliverfinu á 3 dögum inn að eldstöðvunum, en vitanlega má ekki mikið út af bregða með veður ef það á að takast. Rússar og Þjóðabandalagið

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.