Nýja dagblaðið - 10.04.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 10.04.1934, Blaðsíða 3
W Ý J A 3 Ð NÝJA DAGBLAÐIÐ Úígefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jóluinnesson. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Simar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: áusturstrœti 12. Sími 2323, Framkv.stjóri: Vjgfús. fluðmundsson. Áskriftargj., kr. ,2,00 á mámtði. 1 lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. ■| ! Bændaflokkurinn — míllisporið til að sam- einast Sjálfstæðisflokkn- um í „anda, sannleika og starfi*. — Svo segir í Heimdalli. 1 Heimdalli, blaði ungra í- haldsmanna, birtist laugardag- inn 5. þ. m. grein með yfir- skriftinni: „Stéttarflokkar“. — Greinin er eftir þekktan íhalds- mann í nágrenni Reykjavíkur. Greinarhöfundur gerir að umtalsefni . hið nýja einka- fyrirtæki Tr. Þ. & Co. og grein Sem ólafur Thors ritaði í vet- ur í Morgunblaðið. Eftirfarandi kafli er tekinn orðréttur og úr- fellingalaus upp úr greininni í Heimdalli: „Það gladdi mig mikið að finna hinn hlýja anda ólafs Thórs til T. Þ. í nefndri grein, því hann átti það skilið*) á- samt þeim, sem sögðu sig úr Tímaklíkunni, og þeim, sein vikið var úr henni. Þessir menn allir hafa ekki einungis gjört skyldu sína gagnvart þjóðinni, sýnt þar með drenglyndi og þjóðrækni, heldur líka gefið þar með átakanlegt og fagurt íordæmi, í því að forðast póli- tískt samneyti við hina svoköll- uðu rauðliða. Það er því síður en svo, að ég lái T. Þ. eða hans göfugu félögum, þó þeir til að byrja með stofnsetji bænda- flokk með alíslenzku hugarfari, og með því reyni að bjarga þeim bændum til lands og sjáv- ar, sem enn ekki styðja sjálf- stæðið, frá rauðu hættunni, og skoða ég þessa bændaflokks- stofnun þeirra sem nauðverju í bili, og millispor í þá átt að sameinast í anda, sannleika og starfi, utan þings og innan, Sjálfstæðisflokknum, sem þeir líka fyrirfram vita að er eini pólitíski flokkurinn hér á landi, sem starfar með lífi og sál að þeirra bænda áhugamálum á- samt allra stétta og þegna landsins“. Svona lítur hreinskilinn í- haldsmaður á stofnun „bænda- ílokksins“. Það mætti sýnast ekki óskemmtilegt fyrir þá Jón í Stóradal, Hannes og Tryggva að fá svonalagað siðferðisvott- orð frá íhaldinu, sömu vikurn- ar og þeir eru að dufla við íhaldskjósendur að fylgja sínu „átakanlega og fagra íordæmi“ Gallinn er bara sá, að þessir dáleikar eru mest á yfirborð- inu. Ihaldsmenn reynast tregir á „millisporinu“, engu síður en framsóknarbændur. A Kveldúlíur að stjórna síldar verksmiðj u ríkisins? Frá því var skýrt hér í blað- inu í vetur, að Magnús Guð- mundsson hefði sett tvo nýja menn í stjórn síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði. Setning- þriðja mannsins, Þormóðs Eyj- ólfssonar, sem hafði verið sett- ur formaður stjórnarinnar síð- an 1932, var látin haldast. Það var þá þegar harðlega átalið í þessu blaði, hvernig hinir nýju menn hefði verið valdir. Annarsvegar er Sveinn Benediktsson, sem 1932 varð að hröklast úr verksmiðjustjórn- inni, bókstaflega vegna þess, að honum varð ekki vært á Siglu- firði sökum óvinsælda hjá al- menningi þar. llinsvegar er Jón Þórðarson umboðsmaður Kveldúlfs á Sigluíirði. En Kveldúlfur er svo sem kunnugt er, annar höfuðkeppinautur ríkisverksmiðj unnar í síldariðn. aðinum. Síðan hafa þau tíðindi gerzt, að Sveinn Benediktsson hefir tekið sér ferð á hendur á kostn- að verksmiðjunnar norður til Siglufjarðar. Átti hann að vísu ekkert sjáanlegt erindi og hafði ekki verið boðaður af formanni verksmiöj ustj órnarinnar. V ar að vísu látið svo heita, að Sveinn færi til að gera kaup- samning við verkafólk verk- siniðjunnar. En engin þörf var að hann skipti sér af því máli, því að formaður verksmiðjunn- ar var búinn að ganga frá því áður við verkafólkið, að samn- ingarnir frá í fyrra yrðu fram- lengdir áfram. En þegar búið var að undir- rita samninginn, kom Sveinn fram með tillögu um það á stjómarfundi, að kjósa skyldi nýjan formann. Mun honum hafa þótt ráðlegra að hreyfa þessu ekki í'yrr en búið var að ganga frá samningunum af hálfu siglfirzkra verkamanna. Þormóður Eyjólfsson mótmælti og kvaðst skoða sig settan for- mann af ríkisstjóminni, þang- að til sú setning yrði afturköll- uð. Var ágreiningurinn bókað- ur og skotið undir úrskurð Magnúsar Guðmundsonar. En formannskosningin fór fram eigi að síður og var Jón Þórð- arson kosinn formaður með' sínu atkvæði og Sveins Bene- diktssonar, en Þormóður mun hafa setið hjá við athöfn þessa. Úrskurður ráðuneytisins er nú fallinn þeim félögum í vil, enda vafalaust öll ráð á lögð áður en Sveinn fór að sunnan. Formannskosning þessi er vægast sagt gersamlega óverj- andi ráðstöfun. Umboðsmaður Kveldúlfs á Sigluíirði, 25 ára, reynslulaus íhaldsunglingur, á að vera æðsti yfirmaður ríkis- fyrirtækis> sem oft á tíðum á að gæta andstæðra liagsinuna við Kveldúlf. Undir þessu fyrir- tæki er komin lífsafkoma mörg þúsund manna og í það er rík- ið búið að leggja fram nokkuð á aðra miljón króna. En vonandi verða kjósend- umir búnir að hreinsa til í stjórnarráðinu áður en verk- smiðjan tekur til starfa og Sveinn kemur á Siglufjörð aftur. Námsskeið Norræna félagsins í sumar Leturbr. gerðar hér. Flest al' þeim námskeiðum og mótum, sem Norræna fé- lagið gengst fyrir í sumar, eru nú ákveðin. I Danmörku verður mót ! fyrir verkfræðinga frá öllum 1 Norðurlöndum. Mót þetta hefst 1 í Kaupmannahöfn 23. maí og 1 stendur til 31. s. m. Farið verður út á Fjón, til Hinds- gavl og til Jótlands. Fimm verkfræðingum héðan frá Is- landi er boðið á mótið, og verða þeir gestir Norræna fé- lagsins meðan dvalið verður á Hindsgavl. Fulltrúafundur félagsins verður einnig í Danmörku í á- gúst- I Noregi verður kennaranám- skeið í Oslo — Hurdals Verk og í Lillehammer, og stendur það frá 1.—13. júlí. Mót þetta er fyrir kennara og kennslu- kónur við barnaskóla og æðri skóla. — 10 þátttakendum er boðið frá íslandi. Allur kostn- aður við námskeiðið er 105 norskar krónur, þar í innifald- ar ferðir meðan á námsskeið- inu stendur, bæði til Hurdal og Lillehammer og nokkrar bílferðir að auki. I Svíþjóð verður mót fyrir bóksala og starfsmenn bóka- búða 1.—10. júlí. Mót þetta verður bæði 1 Uppsölum og í Stokkhólmi. Ýmsir þekktustu rithöfundar og vísindamenn munu flytja þar fyrirlestra. Nokkrar skemmtiferðir verða i'amar í sambandi við mótið. Dvölin ásamt kostnaði við ferðimar, sem farnar verða meðan mótið stendur yfir, kost- ar kr. 50.00. Námskeið fyrir banka- og verzlunarmenn v.erður haldið í Stokkhólmi 4—9. júlí. — 5 þátttakendum er boðið frá Is- landi. Ýms stærri verzlunar. og bankafyrirtæki verða heimsótt. Fyrirlestrar verða fluttir um atvinnumál Svía og rætt um verzlunarviðskifti milli Norð- urlandanna. Allmikinn afslátt á fargjöld, um bæði á milli landa og með jámbrautunum, fá þátttak- endur í öllum þessum mótum og námskeiðum. Nánari upplýsingar veitir ritari Norræna félagsins, Guðl. Rósinkranz, sími 2503. Umsóknir um þátttöku í mót- um þessum þurfa að vera komnar til ritara félagsins fyr- ir 1. júní, að undanteknum umsóknum um verkfræðinga- mótið, sem verða að vera komnar fyrir 10. maí. Jarðaríör drengsins okkar Þorláks N. Arasonar fer fram miðvikudaginn 11. þ. m. og hefst kl. 3 e. h. með bæn að heimili okkar Laugavegi 138. Jarðsett verður í gamla garðinum. Kransar afbeðnir. Kristiana og Ari K. Eyjólfsson. •$? itiit»itjif;if£Ífe.4? Jarðarför Guðm. Helgasonar stórkaupmanns fer fram frá dómkirkjunni miðvikudaginn 11. apríl kl. Wi e. h. Fyrir hönd aðstandenda. H- Hákon Helgason. Vigfús Helgason. a'* .'K -i i* •’ í-t' • <4 • ais aíí a&í í ■ aíA J^ ^ J^ Jf* Jfr. JfJ JiJ Jfþ Jfc JfJ þ. JfJ JfJ )3ý •^4 &4 Húsgagnameistarar þeir sem hafa nemendur, er gera eiga prófsmíði í vor, tilkynni það til undirritaðs fyrir miðvikudagskveld næstkomandi. Friðrík Þorsteinsson, Skólavörðustíg 12. fæst leigð á Svalbarðseyri kom- andi sumar, ásamt bryggju, fólks* íbúð og ef til vill geymsluhúsi. Listhafendur snúi sér til Evíirðinga Aknreyri um mtámtKr ^CiMNMASC CUNK‘ ^ n ' •8 - c » 3 - LITUN - HRaÐPRhfíUN- -HRTTRPREÍ/UN KEMIÍK FRTR OQ iKINNVÖRU = HRE.INJ UN - At'greiðsla og hraðpressun Laugaveg 20 (inngangur frá Klapparstíg). — Verksmiðjan Baldursgötu 20. Sent gegn póstkröfu um allt land. Sími 4263. — Pósthólf 92. Móttaka hjá Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1. i g b0!3 Sími 4256. — Afgreiðsla í Hafnarfirði í Stebbabúð, -g °| Linnetsstíg 1. — Sími 9291. 1 | | Ef þér þurfið að láta gufuhreinsa, hraðpressa, lita J.S $ eða kemisk-hreinsa fatnað yðar eða annað, þá getið js a þér verið fullviss um, að þér fáið það hvergi betur 12 .cí ódýrara gert en hjá okkur. — Munið, að sérstök | -c biðstofa er fyrir þá, er bíða meðan föt þeirra eða § § | hattur er gufuhreinsaður og pressaður.. Sendum. Allskonar viðgerðir. — Sækjum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.