Nýja dagblaðið - 11.04.1934, Síða 2
2
H ♦ J A
DAOBLABIÐ
Stofnfundur
bindindisfélags fyrir eldri og yngri skólamenn
verður haldinn í kvöld kl. 8V2 í Menntaskólanum
Skorað er á alla áhugasama bindindismenn að
mæta á fundinum.
Undirbúningsneíndm.
SKINFAXI
TÍMARIT U. m. F. I.
Ritstjóri: AÐALSTBINN SIGMUNDSSON
Tímaritið er 10 arkir á ári, vönduð útgáfa, og kostar kr. 3,00.
Upplag 3500 eintök, og er útbreiðslan mest út um land.
Til að kynna ritið í Reykjavík eru boðin neðangreind
kostaboð: Þrír síðustu árg. ritsins fást fyrir kr. 2,00
á afgreiðslu Nýja dagblaðsins, Austurstræti 12, Reykjavík.
Skrifsiofuv okkar
verða lokaðar í dag, allan daginn,
vegna jarðarfarar.
G. Helgason & Melsíed h.f.
$ZcmÍBk fút&hrmmu o$ (itutt
54 ^imii 1300 <Hej|k)awtk.
Býður ekki viðskiptavinum sínum annað en fullkomna kem-
iska hreinsun, litun og pressun.
(Notar eingöngu beztu efni og vélar).
Komið því þangað með fatnað yðar og annað tau, er þarf
þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru bezt og reynsl-
an mest.
Sækjum og sendum.
Hitar, ilmar, heillar drótt,
hressir, styrkir, kœtir.
Fegrar, yngir, færir þrótt
Freyju kaffibætir.
mm
Bókmenntir — iþróttir — llatir
Veðráttan í febrúar
Veðráttan var óstöðug og
vindasamt. Úrkomur voru víða
afar miklar og hrakviðri. Á
Austurlandi var úrkomulítið og
tíð þar talin góð. Hlýindi voru
lengst af og snjólétt, einnig
voru víðast dálitlir hagar, en
nýttust illa vegna óveðra.
Gæftir mjög stopular og afli
misjafn þegar á sjó gaf.
Úrkoma var mikil, 63% um-
fram meðallag á öllu landinu.
Var tiltölulega mest á Vest- •
fjörðum. Á Suðureyri var úr-
koma 167% umfram meðallag,
en þreföld meðalúrkoma var á
Akureyri. Allmiklar skemmdir
urðu víða af vatnavöxtum.
Þoka var sjaldgæf.
Vindar voru tæplega umfram
meðallag. Suðvestan og vestan-
átt var tíðust í þessum mán-
uði.
Snjólagið var tiltölulega
minnst á Norðausturlandi,
Sunnanlands var það heldur
meira en venjulega, en í kring-
um meðallag á Vesturlandi.
Hagi var svipaður og venju-
lega.
Sólskin í Reykjavík var í
15,2 st. allan mánuðinn. Er það
6,5% af því sem mest gæti
verið. Meðaltal 10 undanfar-
inna ára er 51,2 st.
Hafíss varð vart ekki fjarri
landi. Þ. 1. sást hafísbreiða út
af Straumnesi. Þ. 5. var hafís
út af Isafjarðardjúpi. Þ. 6. var
ísbreiða mikil út af Kögri og
skemmdist enskur togari þar í
ísnum. Þ. 17. var hafís 14 mílur
norðvestur af Rit og austur
eftir. Þ. 20. voru hafísjakar
út af Hælavíkurbjargi og þ. 23.
var ísbreiða um 15 mílur norð-
vestur af Dýrafirði.
Landskjálfta varð tvívegis
vart í Reykjavík, 14. og 21.
mánaðarins. Hinn fyrri átti
upptök norðvestan við Filipps-
eyjar, en hinn síðari skammt
héðan í burtu.
(Skv. yfirliti Veðurst.).
Byggingar
í Englandi
Elnska stjórnin mun hafa í
hyggju, að leggja bráðlega
fram fimm ára áætlun um út-
rýmingu lélegra húsakynna og
byggingu nýrra íbúða í stað-
inn. Hefir verið gerð ítarleg'
rannsókn á húsakynnum ca.
90% íbúanna, svo hægt væri
að vita nákvæmlega um það,
hvað endurbætumar þyrftu að
vera miklar. Samkvæmt upp-
lýsingum, sem lagðar hafa ver-
ið fyrir um þetta, þarf að rífa
254.750 hús, sem ekki geta tal-
izt til viðunandi húsakynna.
Samanlögð íbúatala þessara i
húsa er 1 millj. 187 þús.
Áætlað er að kostnaðurinn
við hinar nýju húsabyggingar
verði um 150 milj. sterlings-
pund eða rúml. 3300 millj. ísl.
kr. Framlagi ríkisins á að
vera þannig fyrirkomið, að það
leggi fram 3 milj. sterlings-
punda árlega í næstu 40 ár.
Samsöngup
Kaplakórs Reykjavíkup
Karlakór Re.vkjavíkur hélt
fyrsta samsöng sinn á þessum
vetri í Gamla bíó á sunnudag-
inn fyrir fullu húsi. Á söng-
skránni voru tólf lög, og átta
þeirra eftir íslenzk tónskáld.
Er gleðilegt að sjá, hve stóran
hóp við eigum nú af efnilegum
tónskáldum, og sást það ljós-
lega á þessum hljómleikum,
að verk þeirra geta fyllilega
staðið mörgu af því á sporði,
sem sótt er út yfir pollinn. Og
víst er um það, að í þetta sinn
var söngskráin óvenjulega fjöl-
breytt og glæsileg.
Meira en helmingur við-
fangsefnanna var nú fluttur í
fyrsta skipti opinberlega hér,
þó að höfundar þeirra séu allir
áður kunnir, og jók það ekki
lítið á eftirvæntirtgu áheyrend-
anna.
Það er að vísu erfitt að átta
sig til fulls á lögum, sem menn
heyra í fyrsta sinn, og ekki
sízt þegar um allstór verk er
að ræða. En engum, sem á
hlýddu, gat þó blandast hugur
um, að þarna bættist okkur
góður fengur. Vil ég þá fyrst
nefna „Brennið þið vitar“, úr
Alþingishátíðarkantötu Sigurð-
ar Þórðarsonar, sem er glæsi-
legt og áhrifamikið lag, „Föru-
mannaflokkar þeysa“, eftir
Karl Runólfsson, og „Syngið
strengir“ eftir Björgvin Guð-
mundsson, hvorttveggja til-
komumikil og fögur lög. „Graf-
arljóð“ eftir Jón Leifs, sem
er samið í anda gamla tví-
söngsins og rímnalaganna, og
áreiðanlega gæti ekki verið eft-
ir neinn annan en Jón Leifs,
er afar einkennilegt, og skal
ekki lagður á það neinn dómur
hér. En í því er einhver hugð-
næmur seiður, sem ekki slepp-
ir auðveldlega tökum. Þórarinn
Jónsson átti þarna lítið og stíl-
hreint lag, við texta eftir
sjálfan sig, og Þórarinn Guð-
mundsson annað, við „ó, fögur
er vor fósturjörð“.
Síðasta lagið á söngskránni
var hinn yndislegi og alkunni
Vínarvals „An den schönen
blauen Donau“ eftir Johan
Strauss, í íslenzkri þýðingu
eftir Freystein Gunnai’sson.
Mun það vera í fyrsta sinn,
sem hann er fluttur af karla-
kór hér á landi.
Eins og sézt á því, sem hér
hefir verið talið upp, voru við-
fangsefnin bæði mikil og fjöl-
breytt, sem kórinn hafði að
bjóða. En hann hafði ekki
reist sér hurðarás um öxl.
Flest lögin voru prýðisvel sung-
in, og sennilega hefir kórinn
aldrei sungið betur. „Brennið
þið vitar“, og „Förumanna-
flokkar þeysa“ var sungið af
svellandi krafti og myndug-
leika. Og- meðferðin á „Mán-
anum“ eftir Helge Gad og
Józka danskvæðinu, var bi'áð-
skemmtileg. Vínarvalsinn er
efalaust mjög erfiður viðfangs
fyrir okkur íslendinga. Hin
leikandilétta stemning, sem ber
lagið uppi, ligg'ur fjarri okkur,
en glatist hún, verða áhrifin
aðeins daufur skuggi. Með-
ferð kórsins var framar öllum
vonurn, en nokkuð virtist þó
skoi’ta á það sólskinsskap, sem
þai’f til þess, að laginu séu
gerð full skil. — Einsöngvarar
voru Daníel og Sveinn Þorkels-
synir og Erling Ólafsson. Ung-
frú Anna Péturss aðstoðaði á
pianó. — Söngnum var mjög
vel fagnað, og varð að endur-
taka mörg lögin. 1 tilefni af
því, að söngstjórinn átti af-
mæli þennan dag, i’isu allir upp
úr sætum sínum og hylltu
hann með húri'ahrópum.
Sú nýbreytni hafði verið
tekin upp í þetta sinn, að gefa
út stóra og vandaða söngskrá.
Eru í henni myndir af öllum
íslenzku tónskáldunum og
æfiágrip þeirx-a, auk söngtext-
anna. Einnig voru þar greinar
eftir Árna Thoi’steinsson, Pál
ísólfsson og Sigurð Skúlason.
Yrðu slíkar söngskrár vafa-
laust vinsælai’, ef menn ættu
þeiri'a framvegis kost. X.
Tilkynning
Með því að nægileg þátttaka hefii' fengist til áfram-
haldandi starfsemi Sölusambands íslenzkra fiskframleið-
enda, hefir undirrituð stjórn þess ákveðið að halda áfram
starfsemi sinni með sölu á fiskframlelðslu þessa árs.
Sölusamband
íslenzkra íiskiramleiðenda
f. h. Riohard Thors,
Thor Thors,
Olafur Froppé, Kristján Rinarsson
Helgi Gj-uðmnndsson, M&gnús Sigurðsson.