Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 11.04.1934, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 11.04.1934, Qupperneq 3
N Ý J A DAOBLAÐIS S NÍJADAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Dr. .phil. JJorkell Jóhannesson. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: áusturstrœti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriítargj. kr. 2,00 á mánuði. 1 lausasölu 10 aura oint. Prentsmiðjan Acta. Mjólkurmálið Mjólkurmál Reykjavíkur og Hafnarfjarðár hefir lengi verið í stöku ólagi. Mjólkin í þessum bæjum er mjög dýr fyrir neytendur, en þó fá framleið- endurnir herfilega lágt verð íyrir vöru sína og vinnu. Þegar lítri af mjólk er seldur á 42 aura, fær bóndinn austanfjalls- á bezta ræktunarsvæðinu stundum ekki nema 12—14 aura. fskipulagsleysið og óþarf- ir milliliðir gleypa meir en helming af söluverðinu. Forráðamenn Reykjavíkur hafa lítið gert til að bæta úr þessu. En nú hafa þeir fundið ráð virkilega gott: Að láta bæinn setja upp nýja mjólkur- hreinsunarstöð, til að vinna úr mjólk þeirra, sem ekki vilja vera í hinum fjórum, sem fyrir eru. Sér er nú hver búmennskan. Vesalings neytendur í Reyk- javík eiga nú að bæta fimmtu stöðinni ofan á allan þann kostnað, sem fyrir var. Og ekki verður bændunum það meiri búbót, að fá enn aukinn kostn- að, án þess að af því leiði auk- inn markað. 1 stað þess að bæta við nýrri stöð, ætti að réttu lagi að vera ein stöð, sem hreinsaði alla mjólk fyrir bæinn. Og í staðinn fyrir 100 mjólkurbúðir, sem eru að sliga bændurna í um- hverfi Reykjavíkur, ætti að vera ein höfuðútsala á mjólk fyrir bæinn, með hæfilega mörgum undirdeildum til að fullnægja sanngjarnri þörf Lolksins. Fundur kaupfélagsstjóra, sem nýlega var haldinn í Rvík, tók þetta mál til ítarlegrar meðíerðar. Og þar voru lagðir frumdrættir að skipulagi, sem vonandi tekst að koma í fram- kvæmd innan skamms. Samkv. því er ætlazt til að verði alls- herjar félagsskapur milli allra mj ólkurframleiðenda á því svæði, sem flutt getur sölu- mjólk til bæjarins, og verðið jafnað í réttum hlutföllum við aðstöðu og framleiðslukostnað. Það eru sjaldan góð mál, sem Alþ.bl. og Mbl. eru sammála um. En þau álíta afarnauð- | synlegt að búa til fimmtu hreinsunarstöðina handa Reyk- 1 víkingum. Þeim dettur ekki í hug að bæta skipulagið, heldur að auka á glundroðann og vandræðin. Myndarbóndi einn í Árnes- sýslu sagði nýlega á fundi eystra, út af mjólkurmálinu: „Ef ég fengi 20 aura fyrir lítrann gæti búskapurinn borg- J Fjársvikin í Landsbankanum Ávísanamál • Mjólkurfélags Reykjavíkur hefir vakið meiri athygli hér í bænum og um alk landið en nokkuð annað mál, sem á dagskrá hefir komið hér á landi langa hríð. Vöru íhaldsblaðanna Hin þöglu svik Umræður þær, sem orðið hafa um máíið, meðan á rann- sókn stóð, eru reyndar ekki síð- ur eftirtektarverðar. Öll íhalds. blöðin, að Morgunblaðinu frá- töldu, hafa, eins og eftir einni skipun, farið hamförum að verja málstað þeirra manna, sem sakbornir eru í málinu. Ekkert hefir verið sparað til þess að svívirða þá menn, sem dirfzt hafa að skýra frá ein- stökum atriðum málsins. Það er sök sér um Jakob MÖller, banka„eftirlits“mann, þótt hann reyni að skýla misíerlum sínum í „embættis“rekstrinum með skömmum og rangfærsl- um. Hitt er alvarlegra, þegai' blöð íhaldsflokksins standa saman um það að verja hin al- varlegustu misferli í fjármál- um, sem fyrir hafa komið hér á landi langa hríð. Það verður að vera krafa þjóðarinnar til opinberra málgagna, þótt íhaldsmálgögn sé, að þeim sé ekki beitt vísvitandi og blygð- unarlaust til þess að breiða yfir og afsaka opinber fjársvik og látin 1 þokkabót rægja og svívirða þá menn, sem vilja að slík afbrot sé opinber gerð og þoli lög og dóm. Sú spilling, sem Reykvíkingar hafa nú nógu lengi og nógu vel kynnzt af látlausri baráttu íhaldsmál- gagnanna undanfarið til varnar fjársvikum þessum er brenni- mark á þann flokk, sem lætur slíkt viðgangast eða jafnvel gengst fyrir því að þetta sé gert — brennimark á íhalds- flokkinn. Þögn Morgunblaðsins í gær um þetta mál, eftir að því hafði borizt skýrslan um rannsóknina, sýnir afstöðu blaðsins, þótt hingað til hafi , það haft sómatilfinningu til þess að taka ekki virkan þátt í baráttunni fyrir fjársvikunum. Það hefir kosið sér hin þöglu svik. En um afstöðu þess þarf enginn að efast lengur. „Gagukvæm viðakiíti* Málið liggur nú ljóst fyrir, eftir skýrslu þá um rannsókn- ina sem blaðið birti í gær. Þó skal hér drepið á höfuðatriði. 1. Með sviknum ávísunum liefir Mjólkurfélag Reykjavík- ur náð í veltufé hjá Lands- bankanum, tryggingarlaust, heimildarlaust og vaxtalaust. 2. Til þessa hefir það notið aðstoðar gjaldkera bankans. 3. Gjaldkerunum, sem tekið hafa á móti þessum ávísunum, geymt þær í sjóði tímum sam- an og leyft Mjólkurfélaginu að endurnýja þær, til þess að hilma yfir greiðsludráttinn — þeim hefir Mjólkurfélagið lán- að ávísanir til þess að dylja þurrð í kassanum hjá sér. Hér er um skipulögð svik tveggja aðila að ræða. Og við- skiptin eru gagnkvæm. Það mun leitun á jafn- grófgerðri spillingu í fjár- málum og fram kemur í þessu. Og þetta hefir átt sér stað við sjálfan þjóðbankann, ekki einu sinni eða tvisvar. Ekki snöggvast. Nei. Þetta hefir ver- ið leikið árum saman, þótt far- ið hafi vaxandi og líklega náð hámarki 1. okt. í haust. Það er þetta athæfi sem íhaldsblöðin hafa nú tekið und- ir verndarvæng sinn. En þau hafa gert meira. í ákafafumi sínu að breiða yfir þetta mál hafa þau reynt að koma skuldinni af þeim seku yfir á bankastjóra og banka- ráð. að sig“. En hann fékk ekki nema 14—16 aura. Þess vegna var hann óánægður. Vegna slíkra manna er stungið upp á að auka hinn óþarfa kostnað, í stað þess að spara óþörf út- gjöld, samræma framleiðsluna og geta látið bóndann fá a. m. k. 50% af því verði, sem mjólkin er seld fyrir. Sú krafa er ekki hörð. Menn geta miklu fremur undrast langlundargeð bændanna, sem unnið hafa að mjólkurframleiðslunni og látið leika sig svo grátt af forráða- mönnum Rvíkur. En þetta mál á ekki að detta niður með hinni fávísu ósk um fimmtu stöðina. Það á að bjarga bændum og neytend- um úr þeim mikla vanda sem þeir hafa verið settir í. Skipu- lagstillögur kaupfélagsstjór- anna eru fyrsti ljósglampi sem brugðið hefir verið yfir það vanrækta mál. J. J. Þetta minnir á söguna um manninn, sem var kallaður þjófur af því að það var einu sinni stolið frá honum. Því að það er upplýst eins og skýrslan um rannsókn máls- ins ber með sér, að þessum að- ilum var ókunnugt um þetta mál, og hlaut að vera ókunnugt um það eftir málavöxtum og allri starfstilhögun bankans meðan endurskoðun leiddi ekki svikin í ljós. Og það var líka fyrsta verk bankaráðs og ' bankastjórnar, þegar upp komst um málið, að láta hina brotlegu starfsmenn víkja úr starfi og láta rann- saka málið. Er það í samræmi við aðgerðir bankastjórnarinn- ar í öllum áþekkum málum, sem fyrir hafa komið í bankan- um nú undanfarið. Þau mál eru sorglega mörg. Þau væri færri orðin, ef ekki hefði nú um langan tíma undanfarið sú Frá Hacodate. Bruninn mikli í Japan í fyrra mánuði varð í Japan einhv.er sá mesti stórbruni er sögur fara af. Hafnarborgin Hakodate brann að 4'/r, hlutum til kaldra kola. Bruninn mun hafa átt upp- tök sin þannig, að afskaplegt mikið af fólki, að vandræði ætl. uðu að hljótast af. Skip, sem send voru til hjálpar, komust ekki nærri strax á vettvang, sökum of- veðursins. Um 2000 manns fórust af Haeodate. völdum brunans. Um 20 þús. hús hafa eyðilagst. Eignatjón- ið er metið á 9 millj. sterlings- punda eða sem svarar 200 millj. íslenzkra króna. Hakodate er 10. stærsta borgin í Japan. Hún er sunnan á eyjunni Jeru. Utanríkis- verzlun var leyfð þar fyrst 1854. Aðalútflutningsvörumar eru fiskur, þang og kol. Verzl- unin þar hefir verið blómleg, vöxtur borgarinnar ör, sem sézt á því, að íbúatalan hefir meira en tvöfaldazt seinasta aldarfj órðunginn. Hötnin í fárviðri geysaði þar á strönd- inni. Fuku reykháfar af húsum og kviknaði út frá þeim. Of- viðrið gerði jafnframt allar slökkvitilraunir árangurslitlar og á skammri stund varð meirihluti borgarinnar eitt eld- haf. íbúar borgarinnar eru nál. 200 þús. Langsamlega mestur hluti þeirra varð húsnæðislaus og geta allir gert sér í hugar- lund, við hvaða ástand þeir hafa átt og eiga að búa. Þeir, sem gátu, flúðu út- í skipin í höfninni og tróðst í þau svo venja þróast hér í skjóli ís- landsbankaóreiðunnar að láta mönnum haldast uppi óráð- vandleg meðferð fjár bótalaust eða með málamyndaryfirklóri. Lögfull ábyrgð á slíku athæfL er það eina, sem læknað gæti þessa soi'glegu meinsemd. En viku eftir viku, meðan stóð á rannsókn þessa ávísana- máls, hefir íhaldið unnið leynt og ljóst að því að breiða yfir það, og hætt sér svo tæpt, að varanlegt hneyksli er að orðið. Því slíkt mál sem þetta verður ekki svæft. Jafnvel Magnús Guðmundsson mun ekki treysta sér til að láta breiða yfir það. Þolinmæði landsmanna væri ofboðið með því. Úr bréfi. Merkur bóndi í Skagafirði skrifar m. a.: „Hér mun lítið breytast afstaða til hinna gömlu flokka. -----Sá var háttur Rómverja hinna fornu, að beita hertekn- um foringjum fyrir vagn sinn. Það er illt og ömurlegt að sjá nú íhaldið nota Tryggva með líkum hætti“.--- IþiO viíýið »0 teU8 wi rd eftir auglýsingum ykk- ar, þá skuluð þi5 helzt auglýsa f Nýja dagblaðinu

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.