Nýja dagblaðið - 13.04.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 13.04.1934, Blaðsíða 1
NYJA 2. ár. ÍDAG m ,■ DAGBIAÐIÐ Reykjavík, föstudaginn 13. apríl 1934. 86. blað. Henderson talar um afvopuunar- málin London 12/4. FÚ. Árthur Henderson kom aft- ur til London í dag eftir að hafa stýrt fundi framkvæmda- Hcnderson. ráðs afvopnunarráðstefnunnar í Geneve. I viðtali, sem hami leyfði blaðamanni að hafa við sig á járnbrautarstöðinni í London, við heimkomu sína, lýsti hann því yfir, að í höfuð- borgum Evrópu væri vaxandi skilningur á því, að alvarlega tilraun yrði að gera til þess að leiða ráðstefnuna farsællega til lykta. Samsæri gegn Rúmeníukonungi LRP 12/4. FÚ. Frá Búkarest kemur sú fregn, að upp hafi komizt um samsæri, er stofnað skyldi til í þ\í skyni að ráða Carol kon- ung af dögum, og nema vin- konu hans, frú Lupescu, á brott. Opinberlega er tilkynnt, að 11 foringjar í hernum hafi verið teknir fastir. f Rúmeníu eru æsingar miklar yfir þessu máli. 'Þýzkir flóttamenn fá embsetti í Saar Berlín 12/4. FÚ. St j órnarnef nd Þ j óðabanda- lagsins í Saar hefir á síðast- liðnu ári sett allmarga flótta- menn um stundarsakir í em- bætti í landinu. f gær fengu all- margir þessara manna veitingu fyrir embættum sínum, meðai þeirra eru Max ilögreglustjóri í Saarbruclien og yfirmaður leynilögreglunnar í Saar, en þeir eru báðir jafnaðarmenn. Ráðstöfun þessi vekur nokkra gremju hjá blöðum Nazista í Saar. Mótmælafundir Berlin kl. 8 12/4. FÚ. Mótmælafundum franskra embættismannagegn launalækk- unum heldur enn áfram. Meðal annars gerðu póstmenn í Lyon nokkurra stunda mótmælaverk- fall í gær. Sólaruppkoma kl. 5,07. Sólarlag kl. 7,51. Flóð ái'degis kl. 4,50. Flóð síðdegis kl. 5, 10. Veðurspá: Hægviðri og skýjað, úrkomulaust að mestu. Söín, skrifstoíur o. fL: Laridsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 Alþýðubókasafnið .. . .opið 10-10 Landsbankinn ......... opinn 10-S Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 Útvegsbanþinn opinn 10—12 og 1—4 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7þ2 Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landssíminn ............. opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 14 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið .......... opið 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda opið 10—12 og 1—6 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 14 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 14 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Ríkisféhirðir ................ 10-3 Lögregluvarðst opin allan sólarhr. Baðhús Reykjavtkur .... opið 8-8 Hæstiréttur kl. 10. Helmsóknartiml sjúkxahúea: Landsspítalinn .........*.. kl. 34 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali ....... kl. 12^-2 Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 3y24y2 Kleppur .................. kl. 1-5 Fæðingarli., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar.............,. ..kl. 3-5 Sjúkrahús Hvílabandsins .... 2-4 Elliheimilið ................. 1-4 Næturvöröur í Reykjavikurapótaki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Gísli Fr. Petersen, Barónsstíg 59. Sími 2675. Skemmtanir: Iðnö: Meyjaskemman, kl. 8. Samgöngur og póstíerðir: Magni til Borgarness. I fyrrasumar byrjaði Nor- ræna félagið á því að gangast fyrir ódýrum skólaferðum héð- an frá íslandi til Noregs. Fé- lagið hefir ákveðið að gangast fyrir samskonar ferðum í sum- ar, bæði fyrir skólafólk og fé- lagsmenn Norræna félagsins, ef nægileg þátttaka verður. Skólaferðirnar verða þá farnar til Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Noregsferðin. Farið verður til Bergen með Lyru 28. júní. Dvalið verður þar í tvo daga og síðan farið til Oslo, með viðkomu í Voss. I Oslo verður dvalið í 2 eða 3 daga og síðan farið til Lille- hammer, þaðan til Guðbrands- dalsins og staðnæmst þar í seli einn eða tvo daga, þá upp til Þrándheims og þaðan með skipi innan skerja til Bergen og svo heim. öll ferðin tekur 26 daga, með 17 daga dvöl í Noregi, og mun kosta 200 krónur islenzk- ar, fæði og gistingar innifalið. Svíþjóðarferðin. Farið verður með Lyru 12. júlí til Bergen, með Bergens- brautinni til Oslo og þaðan til Karlstad í Vermalandi með járnbraut. Frá Karlstad verð- ur farið með bílum lengra norður í Vermaland, upp að Márbacka, þar sem Selma Lagerlöf býr. Þar næst verð- ur farið til Dalarna, Leksand, þaðan með gufubát eftir Siljan til Mora, þar sem listasafn Zorns er. Frá Mora verður farið með járnbraut til Upp- sala, þar sem konungahaug- arnir gömlu eru. Þá verður farið til Stokkhólms og dvalið þar í 2 eða 3 daga. Stokkhólm- ur er, sem kunnugt er, talinn fegursti bær á Norðurlöndum, hefir fagrar byggingar eins og t. d. ráðhúsið og konungs- höllina, og umhverfi Stokk- hólms er einnig fagurt, enda er gert ráð fyrir ferð út í Skerjagarðinn. Loks verður farið til Gautaborgar og þaðan heim aftur yfir Bergen. Ferðin öll tekur 26 daga, með 14 daga dvöl í Svíþjóð, og kostar um 250 krónur. Danmerkurförin. Farið verður með Gullfossi 3. júlí og komið heim aftur þann 4. ágúst. Gert er ráð fyr- ir 3 daga dvöl í Kaupmanna- höfn og ferð út á Fjón og' til Jótlands. Formaðurinn í Dansk-Is- landsk Samfund, dr. Arne Möller, hefir lofað að greiða fyrir ferð þessari og hjálpa til með að gera hana eins ódýra og skemmtilega og hægt er. — Framh. á 4. síðu. vér eigum að gæta sjálfra vor, og ekki blanda okkur í málefni annara Evrópuríkja, en vér megum ekki snúa baki við Ev- rópu. Friður verður ekki tryggður með einangrun, held- ur með almennri viðurkenningu þeirrar staðreyndar, að árásar- þjóð er óvinur allra annara þjóða. Það mun taka nokkurn tíma, að slíkur skilningur festi rætur. Það þarf langan tíma til þess að ala upp almennings- álitið. Einasta vonin fyrir okk- ur og aðra er viðurkenning hinnar sameiginlegu ábyrgðar, sem aliir hafa, um það, að varð. I veita fi’iðinn eins og áskilið er I í þjóðabandalagssáttmála“. í fyrradag lögðu leiðangurs- menn af stað upp á jökulinn. Hannes Jónsson bóndi á Núps- stað fylgdi þeim á leið með hesta. Gekk ferðin vel. Hannes sneri aftur með hestana þegar ekki var hægt að fara með þá lengra en leiðangursmenn héldu áfram með farangur sinn á skíðasleða inn á jökulinn. Tveir menn úr Hverfinu eru með þeim. Ekkert fréttist af ferð þeirra í gær, sem ekki var von, þar eð þeir ei’u uppi á jökli. Ætluðu þeir að fara inn að eldstöðvun- um í gær. Munu ferðalangarnir hafa fengið afbragðsveður all- an daginn í gær. Hvenær þeir koma aftur er ekki gott að segja. Fer það eftir því hve lengi þeir verða við eldstöðv- arnar. Ekki er það heldur víst hve langt er að eldstöðvunum, og getur það vel verið mun lengra en gert er ráð fyrir. 1 skeyti sem útvarpinu barst frá leiðangursmönnum í gær, var sagt, að þrír þeirra myndu þá leggja á stað inn að eld- stöðvunum, ef veður yrði gott og heiðskýrt. Þeir voru þá staddir í 620 metra hæð og var hiti þar 3 stig. Bretar grennslast um herbúnað þjóðverja London 12/4. FÚ. Brezki sendiherrann í Berlín hefir nú sent skýrslu sína, um fjárveitingar Þýzkalands til hers, flota og’ loftflota. Hafði brezka stjórnin boðið honum að grennslast eftir því við þýzku stjórnina, livað byggi undir hinni miklu aukningu fjárveitinga til þessara fram- kvæmda. Skýrsla sendiherrans er nú komin í hendur Sir John Simon, en efni hennar hefir enn ekki verið gert heyrum kunnugt. Dagskrá útvaxpsdns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,25 Erindi: Jarð- vegsrannsóknir, III. (Hákon Bjarnason). 19,50 Tónleikar. Aug- lýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Kvöldvaka: a) Guð- mundur Friðjónsson: Upplestur. b) Vigfús Guðmundsson: Hjarð- ínannalíf i Klettafjöllum. c) Kjart- an Ólafsson: Kvæðalög, — íslenzk :ög. Simar Nýjn dagblaðslns: Rltstjóri: 4373. Fréttarltari: 2353. Aigr. og aagl.: 2323. Englendingar ræða um ])j óðabandalapð Londoa 12/4. FÚ. Ráðstefna var haldin til varnar Þjóðabandalaginu í London í dag og voru þar sam- ankomnir fulltrúar hvaðanæfa úr landinu. í ræðu, sem að Cecil lávarður hélt í fundarbyrjun komst hann svo að orði, að ef Þjóðabandalagið færi út um þúfur, þá væri það augljóst, að hið úrelta skipulag stjórnmála- legrar einangrunar væri þegar í stað komið á aftur. Sir Austin Chamberlain talaði ennfremur í sömu átt: „Einangrun Bret- lands er bæði ómöguleg og óæskileg“, sagði hann, „ég veit að það bólar á þeirri skoðun, að

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.