Nýja dagblaðið - 13.04.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 13.04.1934, Blaðsíða 4
4 tt t J A DAðBLAÐlÐ Anná.11 Hjarðmannalil. Vigfús Guð- mundsson flytur erindi í útvarpið í kvöld er hann kallar: Frá Amer- íku. Hjarðmannalíf í Klettafjöllum o. fl. Hefir V. G. dvalið sem úti- legumaður í fleiri ár þar vestra. Mun vera fátítt að íslendingar hafi lifað hjarðmannalífi erlendis og er sennilegt að marga fýsi að heyra Irásagnir Vigfúsar um það, Alurftasala lnudbúnaðarins. Hík- isstjómin hefir skipað 5 manna milliþinganefnd í þeim málum. í nefndinni eru: .Tón Árnason frkv- stj., af hálfu Samb. ísl. samvinnu- félaga, Egill Thorarensen kfstj., af hálfu Mjólkurbandalags Suður- lands, Helgi Bergs frkvstj., af hálfu Sláturfélags Suðurlands, Guðm. Jónsson bóndi, Hvítárb'akka, af hálfu Iíaupfélags Borgfirðinga og Hannes Jónsson alþm. útnefnd- ur formaður af rikisstjóminni. Karlakór Reykjavíkur söng aftur í gœrkvöldi fyrir fullu húsi í Gamla Bíó við mikinn fögnuð áheyrenda. Má það viðburð telja, að þarna skuli vera fœrst í fang að syngja annað eins lag og Vín- arvals Strauss, An der schönen blauen Donau. Mun enginn söng- flokkur íslenzkur áður hafa ráð- izt á jafnháan garð. Og sýnir það þroska og þjálfun söngflokksins, hversu góðum tökum hann þegar hefir náð á þessu yndislega lagi og hafa þó ekki tekið það til œf- inga fyr en á síðastliðnu hausti. Má vœnta þess, að karlakór Reykjavíkur eigi eftir að flytja landsmönnum þetta dáða sönglag Vínarbúa enn um mörg ár, mœtti það orka nokkru um að létta lund og limaburð landans, sem um of hefir farið á mis við áhrif söng- listarinnar allt til þessa. þótt ekkert vœri annað á söngskránni mundi engan iðra þess að hafa sótt söngskemmtun Karlakórs Reykjavíkur að þessu sinni. Hefir sérhver sá skyldu við sjálfan sig, að láta nú ekki tœkifœrið ónotað, sem á annað borð á þess kost að njóta fagnaðar fyrir greitt gjald. Ferðafól. íslands byrjar skemmti- ferðir sinar í ár með ferð upp í Skálafell og að Tröllafossi, á sunnudaginn kemur. Lagt verður upp kl. 8 árd. frá Bifreiðastöð Steindórs og ekið upp að Svana- stöðum, en þar snúa bílarnir aft- ur. Verður svo gengið upp á Skálafeil ef veður og færð leyfir, en þaðan er ágœtt útsýni í björtu veðri. Af Skálafelli verður gengið niður á Svinaskarð og þaðan um Haukafjöll að Tröllafossi. En þeir sem eigi vilja leggja á sig fjall- göngu, fara frá Svanastöðum vest- ur með Leirvogsá að Tröllafossi og hitta þar fymefnda hópinn. Frá Tröllafossi verður gengið niður á þjóðveginn við Varmadal, en þang- að sækja bifreiðar fólkið. Ráðgert er að koma til bæjarins aftur á sjöunda tímanum. Farmiðar fást í dag og fram eftir deginum á morg- un á afgreiðslu Fálkans, Banlca- stræti 3, og kosta kr. 4,50 fyrir íélagsmenn og kr. 5,00 fyrir aðra. Rannsókn fór fram í gær út af blöndun eit.ursins í lyfin í Ingólfs- apóteki. Ekkert upplýstist í mál- inu framyfir það, sem upplýst var með skýrslu lyfsalans P. L. Mo- gensens, sem hann sendi land- lækni og birtur var útdráttur úr í gær. Málið verður aftur sent stjómarráðinu. Sennilega verður ekkert mál höfðað, þar eð þetta var greinilegt óhapp. Tf ungra Framsóknarmanna Síðasti verður fundur félagsins á þessum vetri haidinn í Sambandshúsinu kl. 81!* í kvöld. Aðalverkefni fundarins: Stjórnmálaflokkarnir og næstu kosningar Málshefjandi Eysteinn Jónsson alþm. 0 Ódýrn 0 auglýeing’8 rnar. Kaup og 8aia Vil kaupa útungunarvér 175 —260 eg-gja. Sími 4486._____ Kryddsíld, saltsíld, súr sviða- sulta og súr hvalur Kjötbúð Reykjavíkur. Sími 4769. Vantar miðstöðvarketil no. 3. Má vera notaður. Tilboð send- ist afgr. blaðsins merkt „3“. SPAÐKJÖT af úrvalsdilkum alltaf fyrir- liggjandi. S. 1. S. — Sími 1080. Af veiftum kom togarinn Kári i gær með 80 tn. lifrar. Próf eru nú að byrja í þeim skólum hér í Reykjavík, sem hætta um næstu mánaðamót. Matreiðslunámskeið heldur Helga Sigui'ðardóttir liér innan skamms. Brúarfoss íór t.il ísafjarðar i gær- kvöldi. Aðrir hljómleikar Hljómsveitar Beykjavíkur verða næstkomandi sunnu dag í iðnó. í hljómsveitinni eru nú 34 menn. Stjórnandi er dr. Mixa. Viðfangsefni eru að þessu sinni verk eftir Schubert, Tschai- kowsky og Mendelsohn. Félag ungra Framsóknarmanna heldur íund kl. 8% í kvöld. Ey- steinn Jónsson alþm. talar um stjórnmálaflokkana og næstu kosningar. þetta er seinasti fund- urinn í vetur. Ef tími vinnst til, verður rætt um sumarstarfsemi félagsins. Hún hefir verið lítil und- anfarið, en nú er í ráði að auka hana að miklum mun. Er það lika full nauðsyn og þarf að ræða og undirbúa það starf rækilega. Væri æskilegt að sem flestir félagsmenn létu til sín heyra um það mál. peir, s.eni gerast nýir kaupend- ur að Nýja dagblaðinu i dag fá sérstaklega góð kjör. Framför. Mbl. er að smálaga á sér útganginn og taka upp eftir Nýja dagblaðinu bæði efnisniður- röðun o. fl. Og það er eins og Val- týr sé að minnka skammimar og læra mannasiði. Eru þetta góð tíð- indi, a. m. k. ef framförin verður nokkuð varanleg. Meira að segja liggur við að Mbl. flökri við að taka málstað ávísanasvikaranna, eins og það er þó vant að gera með flestan ósóma, sem upp kemst í þjóðíélaginu, en láti Vísi það ein- um eftir. — Allt er þetta framför. Farþegar með e.s. Brúarfoss til Vestfjarða og Breiðafjarðar í gær: Magnús Guðmundsson, Haraldur Guðmundsson Elías Jónsson og frú, Elín Samúelsdóttir, Bjöm Hjaltested, þráinn Sigurðsson, Ól- afúr Proppé, Matthías Sveinsson, Óskar Ámason, Bjarni Jónassori, Bjarni Sigurðsson, Ingibjörg Guð- brandsdóttir, Evlalía Kristjánsdótt- ir, Aðalbjörg Aðalsteinsdóttir, Ing- ólfui' þórarinsson, Guðm. Krist- jánsson, Jón Bjarnason, Arthur Nielsen, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Anna Pálmadóttir, Kristín Hall- dórsdóttir, Svava Gísladóttir, Inga Sigurðardóttir, Margrét Júlíusdótt- ir, Kristín Eiríksdóttir, Kristin Guðmundsdóttir, Ólafur Pétursson, Guðm. Einarsson, Andrés Karlsson, Jóhann Gíslason. Fólagflstlórnin. Nýkomid: Asparges í dósum (ítalskar). Asíur í glösum. Agurkur í glösum. Appelsínu-marmelaðe (ítalskt). Sýróp í glösum. Capers í glösum. Gerduft í stömpum. Jarðarberjasulta (ítölsk). Kaupfélag1 Bankaetrœti 2 Kirsuber Cocktail í glösum. Marmite Extract, 2 oz. og 4 oz. Maccarónur, ítalskar. Ferskjur, niðursoðnar. Perur, niðursoðnar. Apricosur, niðursoðnar. Blandaðir ávextir, niðursoðnir. Reykjavíknr Sími 1245 Verzlið að öðru jötnu viö þá sem auglýsa í Nýja dagblaðinu Clóð bók I er einhver bezta tækifæris- gjöfln. Flestir bókamenn lesa Nýja dagblaðið. pað er því heppilegt að minna á góðar bækur í Nýja dagblaðinu, nú fyrir sumardaginn fyrsta. Nefnd liefir ríkisstjórnin skipað sér til aðstoðar til þess að leið- ]>cina um val á stað fyrir hina nýju síldarverksmiðju, sem í ráði er að reist verði á Norðurlandi. í nefnd þcssari em: Guðm. IJlíðdal landssímastjóri formaður, Krisfján Bergsson form. Fiskifélagsins, Trausti Ólafsson efnafr., Loftur Bjarnason útgerðarmaður, Sveinn Benediktsson framkvstj., og Svoinn Árnason fiskimatsmaður. Magni fer kl. 10 í Borgarnes í staðinn fyrir Suðurland, sem er vestur á Breiðafirði. Guðspekifélagið. — Reykjavíkur- stúkan, fundur í kvöld kl. 8%' — Efni- Magnús Gíslason les nokkra kafla úr ræðum Mr. Botli. Gestir. Skipafréttir. Gullfoss var í Kaup- mannahöfn í gær. Goðafoss var i gær á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Brúai'foss fór til Vestfjorða og Breiðafjarðar í gærkvöldi. Dettifoss fer til Hull og Hamborgar í kvöld kl. 8. Lagarfoss var í Kaup- mannahöfn í gær. Selfoss var í Antwerpen í gror. Norræna félagið Framh. af 1. síðu. Áætlað er að ferð þessi kosti 230 krónur. Þátttakendur eiga að vera á aldrinum 13—18 ára. Gert er ráð fyrir að skóla- fólkið fari á II. farrými með Lyru, sem er mjög gott. Skemmtiferðir Norræna félagsins. Skemmtiferðum félagsmanna verður líkt fyrir komið og ferðum skólafólksins, að öðru leyti en því, að gert er ráð fyrir ferð um Hardangerfjörð- inn í ferðinni fyrir félagsmenn. Ferðaáætlunin í Svíþjóð verð- ur í öllum aðalatriðum eins. Ferðirnar fyrir félagsmenn j verða nokkru dýrari en fyrir j skólafólkið, og stafar það af því, að ekki fæst jafnmikill af- sláttur á fargjöldum fyrir full- orðna og fyrir unglinga, og gert er ráð fyrir, að félagsmenn búi á hótelum, en skólaung- lingarnir í skólunum. Verð Noregsferðarinnar er áætlað kr. 300—375 en Svíþjóðarferð- arinnar 375—440 kr., eftir því hvort farið verður á I. eða II. farrými á skipinu. Svíþjóðar- ferðin hefst 12. júlí, en Nor- egsferðin 26. júlí. Umsóknir um þátttöku þurfa að vera komnar til ritara fé- lagsins, Guðl. Rósinkranz, Tjarnargötu 48, fyrir 1. júní. (Nánari upplýsingar viðvíkj - andi ferðunum er hægt að fá hjá ritara félagsins, sími 2503). *ft 'Allt með íslenskiiiii skipnm! *fi Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjamabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfél. Reykjavikur. Sími 4562. Rósastilkar, afar fallegt úr- val fæst á Vegamótum við Kaplaskjólsveg. Bökun í heimahúsum, eftir Helgu Sigurðardóttur er ný- komin út í annari útgáfu, auk- in og endurbætt. Fæst hjá öll- um bóksölum. Ágætt píanó til sölu með tækifærisverði. Uppl. í síma 4484. Vegna burtflutnings vil ég selja lítið notuð svefnherberg- ishúsgögn, með tækifærisverði. I-Iúsgagnavinnustofan Einar & Júlíus, Vatnsstíg 3. Óviðjafnanlega góðar norð- lenzkar gulrófur fást nú í Flóru, Vesturgötu 17. Sími 2039. Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. „Komi ríki þitt“ fæst hjá öllum bóksölum. Kostar aðeins 4 kr. bundin, en 3 kr. óbundin, Munið lága vöruverðið á TÝSGÖTU 8 Tilkynningar Sníð allan kvenfatnað eftir máli, er að hitta alla virka daga frá kl. 1—5 e. h. á heim- ili mínu, Laufásvegi 12. Láretta Hagan. Sími 4247. Ef þú villt að af sé máð óhreinkan í tíma: 3—1—8—3 er ráð, þá að hringja í síma. Sníðum og mátum kvenkáp- ur og dragtir. Saumastofan Tízkan, Austurstr. 12, 1. hæð. Húsnœði Herbergi í eða nálægt mið- bænum óskast 14. maí eða fyr. Fyrirframgreiðsla. A. v. á. Lítil íbúð á góðum stað í bænum til leigu frá 14. maí. Uppl. á skrifstofu S. I. S. Sími 1080, Tvö herbergi og eldhús ósk- ast 14. maí, má vera í góðum kjallara. A. v. á. 2 herbergi og eldhús óskast 14. maí handa manni í fastri stöðu yfir árið ef um semur. Tilboð sendist Nýja dagblað- inu merkt „Skilvís“.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.