Nýja dagblaðið - 13.04.1934, Blaðsíða 2
2
M t 3 A
DAOBLABIB
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekninyu við jarðarfttr
bróður okkar Guðmundar Helgasonar stórkaupmanns.
Hókon Helgason, Kristjón Helgason,
Vigfús Helgason.
Innilega þttkkum við ttllum þeim, sem á einn eða annan hátt
hafa sýnt vináttu og samúð við andlát og jarðarfttr drengsins
okkar, porkels N. Arasonar.
Kristiana og Ari K. Eyjólfsson.
ÁTVINNA
Nokkrar stúlkur, helst vanar frammistöðu eða búð-
arafgreiðslu, geta fengið atvinnu þ. 1. og 14. maí.
Eiginhandar umsóknir ásamt mynd, sendist fyrir
15. þ. m. í
Hressingarskálann,
Austurstræti 20.
Heimstískan
Hvergi munu tískudrotningar stórborganna leggja sig
eins í líma til að fullnægja fegurðarkröfum kvenfólksins, eins
og í kventöskuiðnaðinum. Nú höfum við fengið stærstu send-
ingu ársins af kventöskum, sem valdar hafa verið í hinum
heimsfrægu verksmiðjum í Berlín, Wien, París, London og
Bruxelles. Tízkuefnin núna eru: Panama, saffian, croco, ca-
meleon, calf-long, kristal og lakk. — Aðaltízkulitimir eru
beige, marine, bromber, að ógleymdu svörtu, sem alltaf held-
ur velli, sígilt og hentugt. —
Kventaska er bezta tækifærisgjöfin!
IiEÐUR V ÖRUDEIIiDIN
Bankastræti 7. Laugavegi 38.
HLJÓÐFÆRAHÚ8IÐ. ATLABÚÐ.
Kúaeigendur!
Höfum enn til, og blöndum dag-
lega, fóðurblöndu sem 1 eru
12°|o af fyrsta ílokks sildarmjöli
Samband isl. samvinnufélaga
Hurðar=
höfum við fengið af öllum gerðum
Járnvöruverzl. Björn & Marinó
' Laugavegi 44 — Sími 4128.
Efnalau§*in Lindin,
Frakkastíg 10, Reykjayík. Sími 2256
Kemisk hreinsun á karlmannafatnaði kr. 7,50. —
Stórkostleg verðlækkun á kemiskri hreinsun á
kvenkjólum og kvenfatnaði, t. d. áður 5—6 kr., en
nú 4—5 kr. — Hattar hreinsaðir og gerðir sem
nýir. — Nýtízku-vélar, áhöld og aðferðir.
Alls konar fataviðgerðir eru leystar af hendi fljótt
og vel-Sími: 2256.
S. G. T.
Eldri dansarnir
Laugardag 14. apríl.
Bernburgsfl. spilar. 5 menn.
Áskriftarlisti í G. T. húsinu. —
Sími 3355. .— Aðgöngumiðar
verða að sækjast fyrir kl. 8 á
laugardagskvöld.
Til hreingerningaima:
Gólfbón, dósin 1,00
Gólflakk 1/2 kg. 1,60
Bónolía J/4 kg. 1,50
3 gólfklútar 1,00
Teppabankarar 1,00
Hreingerningarkústar 1,50
20 metrar snúrusnæri 1,00
50 gormklemmur 1,00
Kaupbætir.
Ef keypt er fyrir 5 krðnur
af ofantöldum vörum eða öðr-
um vörum í verzlun minni, gef
ég sem kaupbæti
1 pakka (öold Dust
þvottadnft
Notið þetta tækifæri í dag.
Signrður Kjartansson,
Laugaveg 41. Sími 3830.
Mynda og rammaverzl.
1 FREVJUG. 11 Sími 2io?
(SLENZK MBLVERK
Konnrnar og
kosningin i London
Nýlega fóru fram bæjar-
stjómarkosningar í London.
Jafnaðarmenn unnu mikið á og
fengu hreinan meirihluta. Er
það í fyrsta sinn, nú um langt
skeið, sem íhaldsmenn tapa þar
kosningu.
Þátttaka kvenna í þessum
kosningym var mjög mikil,
hlutfallslega miklu meiri en
verið hefir víðast hvar annars-
staðar: Af þeim 124 bæjar-
fulltrúum, sem sæti eiga í bæj-
arstjóminni, eru 22 konur.
Fimm af þeim eru í íhalds-
flokknum, en hinar 17 eru í
j afnaðarmannaflokknum.
1 London fara bæjarstjómar-
kosningar ekki fram á sama
hátt og hér, að kosið sé um
lista og borgin öll eitt kjör-
dæmi. London er skipt niður í
margar deildir, og hver deild
velur sér 2 fulltrúa. í einni
deildinni höfðu jafnaðarmenn
tvær konur í kjöri, en engan
karlmann.
Þess má geta, að við næst
seinustu bæjarstjómarkosning-
ar þar, fékk kona hæstu at-
kvæðatöluna. Það var ísabella,
dóttir Macdonalds forsætisráð-
hema. Hún bauð sig þá fram
fyrir jafnaðarmenn, en er nú
gengin úr flokknum.
Békmenntir — iþróttir ■
Iþróttairéttir
viðsvegar að
í síðastliðnum mánuði fór
hópur finnskra íþróttamanna
til Brasilíu til þess að keppa
þar í frjálsum íþróttum. Finn-
ar hafa lengi staðið þar mjög
framarlega og höfðu í þetta
sinn ýmsum frægum mönnum
á að skipa. Einkum hefir verið
mikill ljómi um nafn hlaupar-
ans Iso Holla, og nú átti hann
að mæta ólympska maraþon-
sigurvegaranum, Argentínu-
manninum Zabala í fimm kíló-
metra hlaupi. Hlaup þeirra er
talið að hafa verið mjög glæsi-
legt, og lauk með sigri Iso
Hollo. Rann hann skeiðið á
14,47 mín., en Zabala á 14,47,8.
— Finninn Matti Járvinen sigr_
aði í spjótkasti. Hann kastaði
60,05. Landi þeirra Kotkas
vann hástökkið og stökk 1,90,5
m. Hann vann einnig kringlu-
kastið, kastaði 48,49 metra. í
10000 m. hlaupi gafst Iso Hollo
upp. Argentínumaðurinn Ca-
balla sigraði á 33,34 mín.
Seinast í febrúar fór fram
innanhúskeppni um meistara-
tign í frjálsum íþróttum
í Bandaríkjunum. Þar voru
sett fjögur ný heimsmet — í
langstökki, kappreið með hindr.
unum, 1500 m. hlaupi og kapp-
göngu. í langstökki með at-
rennu sigraði Jess Owens, stökk
7,85 m. í hindrunarreið, 3000
m. vann Joe McCluskey á 8
mín. 50 sek. 1500 metra hlaup
listir
vann Glew Cunningham á 3
mín. 52,3 sek. og í 1500 metra
kappgöngu sigraði Charles
Eschenbai’k á 6 mín 14,8 sek.
Japaninn Kentaro ICavatsus
setti fyrir skömmu heimsmet í
baksundi. Hann synti 400 m. á
5,37,6 mín.
Á sama tíma setti Ameríku-
maðurinn Georgo Kojac heims-
met í 440 yards baksundi, tím-
inn var 5,34,8 mín.
4. marz setti hin fræga,
pólska íþróttakona, Stella
Walsh, heimsmet í 60 metra
spretthlaupi. Rann hún skeiðið
á 7,2 sek.
Síðast í febrúar setti hol-
lenzka sundkonan Willy den
Ouden nýtt met í 100 metra
hraðsundi. Synti hún vega-
lengdina á 1,05,4 mín. Fyrra
metið átti hún sjálf.
Ameríski þolhlauparinn Mc.
Cluske.v setti fyrir skömmu
nýtt Ameríkumet í 5000 metra
hlaupi. Tíminn var 14,48,4 mín.
11. marz síðastl. kepptu Hol-
land og Belgía í knattspyrnu.
Sigraði Holland með 9 : 3.
Seinast í febrúar setti Am-
eríkumaðurinn Walter Savell
nýtt heimsmet í 100 m. bringu-
sundi. Synti hann vegalengd-
ina á 1,13,4 mín. Gamla metið
var 1,13,6, sett af Jacques
Cartounet árið 1932.
Nokkrum dögum seinna setti
landi hans, Peter Fisck, heims-
met í 100 m. sundi með frjálsri
aðferð. Ilraðinn var frábær,
55.8 sek. X.
frmsti liioiiu likil
Það hefir oft verið býsna ó-
rólegt í franska þinginu í vet-
ur og þá sérstaklega í sam-
bandi við þær umræður, sem
verið hafa um Staviski-málið.
Umræðurnar hafa oft orðið
heitar og persónulegar og sum-
ar ræðumar kafnað í ópum og
háreysti, sem gert hefir verið
af þingmönnunum sjálfum. Æs-
ingin, sem um tíma ríkti á
Parísargötunum náði greinilega
inn til þingsins.
Því er ekki að neita, að
Doumergue hefir tekið nokkuð
fastara á hlutunum, en fyrir-
rennarar hans. Aðstaða hans
hefir líka verið ólíkt betri. Á-
rásirnar, sem þingið hefir
fengið og hættan, sem þing-
ræðinu stafaði af götuæsing-
unum, hefir þrýst flokkunum
saman til meiri samheldni.
Doumergue hefir því tekizt að
fá fjárlögin afgreidd og jafn-
framt heimild handa stjórn-
inni til að spara rneira útgjöld
‘ en ætlað er í fjárlögum.
í
Nú hefir þinginu verið slit-
ið fyrir skömmu og búizt við
að það verði ekki kallað saman
fyrst um sinn. Áður en það
lauk störfum, var kosin sér-
stök nefnd, til að gera breyt-
ingar, ef nauðsynlegar þættu,
við stjórnarskrána, en hún er
orðin nokkuð gömul, síðan frá
1875. Hér í blaðinu hefir áður
verið sagt frá einni breytingu,
sem! Doumergue hafði áður
fært til tals, að gera þyrfti á
henni. Hún er sú, að gefa
stjórnunum vald til að rjúfa
þingið og skjóta þannig deilu-
málum undir dóm þjóðarinnar.
Slíkt er nú ekki hægt. Telur
Doumergue, að það myndi gera
þingmenn ófúsafi til að fella
stjórnir, sem nú er gert æði
oft. En hin tíðu stjórnarskifti
valda eðlilega mikilli óreiðu í
stjórnmálalífinu og hindra það,
að á málunum sé tekið föstum
tökum, því stjórnin má alltaf
búazt við, að verða að fara
frá. Framkvæmdir þeirra mið-
ast því fyrst og fremst við
daginn í dag, en ekki framtíð-
ina.
Eftir að þinginu lauk hefir
stjórnin lagt fram víðtækar
sparnaðartillögur viðkomandi
starfsmannahaldi ríkisins. Er
þar bæði gert ráð fyrir lækk-
un launa og færri starfsmönn-
um. Eins og við var að búast
hefir þetta mætt hörðum mót-
mælum þeirra, sem í hlut eiga
og hafa sum starfsmannafélög-
in haft í hótunum með verk-
fall. Er því ekki gott að segja
hvernig þessu áfonni stjómar-
innar reiðir af.