Nýja dagblaðið - 13.04.1934, Page 3

Nýja dagblaðið - 13.04.1934, Page 3
If Ý J A DAGBLABIB S NtJADAGBLAÐIÐ Utgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: . Dr. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: áusturstrœti 12. Sími ?323. Framkv.stjóri: Vigíús Guömundsson. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Sundhöllin og sundlaugarnar Svo illa þoltkað er nú að- gerðaleysi og slóðaskapur í- haldsmeirihluta bæj arstj órnar Reykjavíkur orðið, að íhaldið hefir ekki lengur kjark til þess að bera hönd fyrir höfuð sér í sínum eigin blöðum, enda munu vera litlar málsbætur, sem frambærilegar séu í því máli. En í þess stað hefir í- haldinu tekizt að koma flugu- manni inn í Alþýðublaðið, til þess að nöldra þar um áhuga- leysi landsstjórnarinnar íyrr og síðar í sundhallarmálinu. Það er öllum kunnugt, að það var ríkisstjórn Framsókn- arflokksins, studd af jafnaðar- mönnum, sem knúði sundhall- armálið fram gegn vilja 1- haldsins. Mótþrói íhaldsins var aðallega byggður á því fyrst og fremst, að þetta væri sérmál Reykjavíkur og síðar, að Rvík nyti hlunninda fram yfir aðra landshluta, ef hún ætti að fá 100 þús. krónur til sundhallar- byggingar. Það er ennfremur kunnugt, aö íhaldið hefir alltaf gert allt sem það heíir getað til þess að tefja fyrir sundhallarmálinu og drepa það og eftir að íhald- ið var knúð til að byrja á sundhöllinni og húsið var steypt upp, þá var íhaldið komið á fremsta hlunn með að breyta byggingunni í „öl- sjoppu“ og er langtrúlegast að það sem nú vakir fyrir íhald- inu, sé að draga sundhallar- málið fram yfir kosningar, í trausti þess, að það fái þá að- stöðu til að koma þessari hug- sjón sinni í framkvæmd. Það væri sjálfsagt heldur óá- nægjulegt og ekki sársauka- laust fyrir jafnaðarmenn, sem hafa áhuga fyrir sundhallar- málinu, ef Alþýðublaðið ætlar að „sussa“ við málið fyrir í- íhaldið, eða á annan hátt leggja íhaldinu hð til að þrjózkast í þessu stóra menningarmáli Reykjavíkur og alls landsins. Það voru veittar 100 þús. krónur til sundhallarbygging- arinnar á fjárhagsáætlun bæj- arins fyrir árið 1934. Til hvert á að nota þá peninga, ef ekki til þess að fullgera sundhöll- ina? Þeir peningar eru víst til og því þá ekki að nota þá. — Eða voru þeir bara settir á pappírinn vegna bæjarstjórnar- kosninganna, og í þeirri trú að þeir töpuðu meirihlutavaldinu í bæjarstjórninni, en að þessi mikla fórnfýsi yrði þeim til sáluhjálpar eftir sinn pólitíska dauða. Mjélkurmálið Arásir íhaldsmaimaBna og jafnaðarnianna á samyinnufélög mjólkurframleiðenda Ætlar Alþýðublaðið að halda uppi vörnum íyrir „verktallsbrjóta” ? Mestur hluti af mjólk þeirri, sem seld er í Iteykjavík, er framleidd af bændum, sem stofnað hafa með sér sam- vinnufélög til mjólkurvinnzlu og mjólkursölu. Samvinnufélög þessi eru þrjú: Mjólkurbú Flóamanna, Mjólkurbú Ölfus- inga og Mjólkurfélag Reykja- víkur. I ýmsum greinum hefir skipulagi á sölunni verið áf-átt, meðal annars hefir dreifingar- kostnaður verið alveg óhæfilega hár. Bændur þeir, sem búa austan heiðar, hafa átt óhægra með sölu hingað þegar færð er slæm að vetrarlagi. Þeir hafa því átt nokkuð erfitt um sam- keppni við M. R. af þessum á- stæðum. En nú er hafin bar- átta fyrir því, að bæta skipu- lagið. Félögin hafa myndað með sér samband, og á nýaf- stöðnum fundi, sem haldinn var af fulltrúum flestra sam- vinnufélaga landsins, var mjólkursölumálið tekið til sér- stakrar meðferðar, og var þar samþykkt, að vinna að því að koma á löggjöf um verðjöfnun- arskatt á mjólk, og verði skatturinn notaður til uppbót- ar á vinnzlumjólk. Engum mótmælum var hreyft gegn þessu, enda er það varla hægt, því með þessu móti er viðhöfð sú sjálfsagða verkaskipting, að þeir, sem örðugra eiga með að- ílutninga, en geta þó notfært sér mjólkurmarkaðinn mestallt árið, noti sem allra mest af mjólk sinni til vinnslu, en þeir, sem nær búa selji mjólkina nýja til neyzlu. Ilvorirtveggja fá sama verð, þó að sjálf- sögðu verði tekið tillit til mis- munandi flutningskostnaðar. Þessa leið hafa nágrannar okkar Norðmenn og Svíar farið. Er nú komin nokkurra ára reynsla á þetta skipulag og hefir það gefizt ágætlega. Þegar búið er að koma þessu skipulagi á mjólkursöluna hér og Mjólkurbandalagið, hefir sett upp sölumiðstöð 1 bænum með mjög fáum sölubúðum í stað þeirra 100 sölubúða, sem nú eru, þá verður hægt að gera kröfu til þess, að dreif- ingarkostnaður mjólkurinnar færíst niður úr ca. 20 aurum á lítra, sem hann er nú, í 6—8 aura á lítra, sem telja má hæfi- legt. Sparnaðurinn á svo að koma neytendum og framleið- endum til góða. Þetta er hægt. Á Akureyri var allur dreifing- arkostnaður (þar með talin hreinsun, flöskur o. fl.) árið sem leið, 5.58 aurar á lítra. Það er ofur skiljanlegt, að Mbl. fjandskapist við þessi samtök mjólkurframleiðenda hér sunnanlands. Það hefir æf- inlega gert samvinnufélögun- um allt það illt, sem þess litlu kraftar hafa leyft. Og í fagn- aðarvímunni yfir þeim fáu villu- ráf andi mj ólkurf ramleiðend- um, sem ekki vilja ganga í samvinnufélögin, en selja vör- urnar þó í skjóli þeirra fyrir miklu hærra verð, en mögulegt væri að fá, ef engin félög væru til, vill Mbl. láta bæinn koma upp mjólkurhreinsunarstöð! Það er víst í fyrsta skiftið, sem það blað, og íhaldsmenn í bæjarstjórn Reykjavíkur, liafa boðizt til að „hjálpa“ bændum. En hjálpfýsin er skiljanleg, þegar það er athug- að, að með þessu er reitt rot- högg að þeim samvinnufélög- um bænda, sem nú hafa með höndum mjólkursölu hér sunn- anlands. Alþýðublaðið stærir sig af því, að jafnaðarmenn í bæjar- stjórn hafi borið fram tillög- una um þetta nýja íhalds- og j af naðarmanna m j ólkurf élag, sem eingöngu virðist eiga að skifta við bændur, sem ekki hafa fengizt til þess að vera í félagsskap með stéttar- bræðrum sínum um vinnslu og sölu afurða sinna. Líklega má telja jafnaðarmönnum fá- kænsku til afsökunar, því þeir látast þó vera fylgjandi sam- vinnufélagsskap og margir þeirra eru einlægir samvinnu- menn. En fákænskan getur ver- ið þess eðlis, að hún sé ekki afsakanleg, og það er hún ekki að þessu sinni. Jafnaðarmenn í Rvík eru lítt vanir að fást við aðra félags- málastarfsemi en kaupkröfufé- lög. En vegna þeirrar starf- semi kannast þeir við menn, sem kallaðir eru verkfallsbrjót- ar. Það eru verkamenn, sem ekki vilja vera í félögum stétt- ai’bræðra sinna og eru jafnan reiðubúnir að svíkjast aftan að þeim, þegar verst gegnir. Hvað ætli jafnaðarmenn í Reykjavík segðu um það, ef í- haldsmeii’ihlutinn í bæjar- stjóm setti upp vinnustöðvar í bænum fyrir verkfallsbrjóta (og ,,hvítliða“) ? Þegar Dags- brún eða Sjómannafélagið sæju sig tilneydd að gera verk- föll, væri nóg til af „óháðum“ verkamönnum til að hlaupa í skörðin. Bændurnir, sem íhaldið og jafnaðarmenn í bæjarstjórn Reykjavíkur, ætla að safna undir verndarvængi sína, eru „verkfallsbrjótar" í samvinnu- félögum bændanna. Og þeir eru þar engu betur séðir en aðrir verkfallsbrj ótar. Það er alveg áreiðanlegt, að íbúar Reykjavíkur græða mest á því, að gi’eiða fyrir því, að bændunum takizt að skipuleggj a m j ólkursöluna gegnum samvinnufélögin. Með því einu er hægt að minnka dreifingai'kostnaðinn og lækka mjólkina í verði, og engu öðru. XX. M Hljómsveit Reykjavíknr 2. hlfómleikar Iveturinn 1933—34. sunnudaginn 15. apríl kl. 5i/2 í Iðnó. Aðgöngumiðai- fást í Bókaverzl. Sigf. Eymunds- sonar og hjá Kátrínu Viðar. Meyja- skemman sýnd í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó (sími 3191) í dag eftir kl. 1. Kynnið yður söngvana. Kaupið leikskrána. Nótnahefti með vinsæl- ustu lögunum fást í leik- húsinu, Hljóðfærahúsinu og hjá K. Viðar. Utvarpsnotendum hefir, slðan Út- varpsstöð Islands tók til starfa, fjölg- að örar liér á landi en í nokkru öðru landi álfunnar. Einkum hefir fjölgunin verið ör nú að undanförnu. Island hefir nú þeg- ar náð mjög hárri hlutfallstölu út- varpsnotenda og mun, eftir því sem nú horfir, bráðlega ná hæstu tölu útvarpsnotenda, miðað við fólksfjölda Verð viðtækja er lægra hér á landi en í öðrum löndum álfunnar. Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hag- kvæm viðskipti, en nokkur önnur verzlun myndi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp ber að höndum. Ágóða viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkvæmt eingöngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta fyrir útvarpsnotendur. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert heimili. Viðtækjaverzlun Ríkisins Lækjargötu 10 B — Sími 3823

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.