Nýja dagblaðið - 18.04.1934, Page 2

Nýja dagblaðið - 18.04.1934, Page 2
2 N ♦ 3 A DAGBLAÐIÐ Reiðhjól Fermingar- og aumargjafir Reiðhjól okkar, svo sem „Fálkinn11, „Armstrong“, „Con- vincible“ og „Philips11 eru fyrir löngu viðurkennd hór á landi fyrir gæði sín, sem hin beztu sem á markaðnum eru. Verð lægra en á sambærilegum teg. hjóla annarsstaðar. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Reidhjólaverksm. »Fá!kínn« Dansskemmtun verður haldin i Mýrarhúsaskólanum í kvöld kl. 9 m Nýtízku- mnustur Skinandi góð verk. Beztu hlutir til tækifærisgjafa, eins og allir sjá. Bezt úrval hjá Jóni Sigmundssyni gullsmiði Laugavegi 8 Efnalaugin Lirnlin, Frakkastíg 16, Reykjavík. Sími 2256 Kemisk hreinsun á karlmannafatnaði kr. 7,50. — Stórkostieg verðlækkun á kemiskri hreinsun á kvenkjólum og kvenfatnaði, t. d. áður 5—6 kr., en nú 4—5 kr. — Hattar hreinsaðir og gerðir sem nýir. — Nýtízku-vélar, áhöld og aðferðir. Alls konar fataviðgerðir eru leystar af hendi fljótt og vel--Sími: 2256. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. E.s. Hekla tekur vörur til flutnings beint til Reykja' víkur frá: NAPOLI kríngum 23. þ. m. GENCA „ 28. „ Afereiðsla á báðum stöðunum er hjá: Northern Shipping Agency Símn. „Korthship1. Allar frekari upplýsingar hjá: Faaherg- & Jakobsson Islenzkir leirmunir til sumargjafa. í Listvinafélagshúsinu og hjá Árna B. Björnssyni, Lækjarg, 2. Bálför Finns Jénssonar Með Finni Jónssyni er fallinn frá einn hinn merkasti íslendingur og duglegasti fræðimaður í norrænum fræðum um nær hálfrar aldar skeið. Líkami hans var brenndur með mikilli viðhöfn 5. april á bálstofunni í Bispebjerg, að viðstöddu míklu fjölmenni. Eins og frá var skýrt í ís- lenzkum blöðum fór bálför Finns prófessors Jónssonar fram í Kaupm.höfn fimmtu- daginn 5. apríl, að viðstöddu fjölmenni. Var þar mættur mikill fjöldi Hafnar-lslendinga og ýmsir hinna merkustu fræði- manna danskra, er verið höfðu vinir og samverkamenn Finns Jónssonar. Höfuðræðurnar, sem þarna voru fluttar,, héldu þeir Ásgeir Ásgeirsson forsætisráð- herra af íslendinga liálfu, en próf. Erik Aarup flutti ræðu af hálfu Dana. Fer hér á eftir minningarræða ' Ásgeirs Ás- geirssonar forsætisráðherra: Vér erum hér saman komin við -bálför Finns Jónssonar pró- fessors til að færa honum þakk. upphafi, sögulegur réttur, ætt- g'öfg’i og manndómur forfeðr- anna, snilld og mannvit. I skrælnuð blöð sögunnar hafa yngri kynslóðir sótt þor og þrek og metnað til að.meta sína þjóð til jafns við stærri og voldugri. Hinar fornu bókmenntir skópu oss tilverurétt meðal Jijóðanna. Fræðimenn, sem að útgáfu þeirra og skýringum hafa unnið, hafa að sínu leyti um langt skeið farið með utan~ rikismál íslenzku þjóðarinnar, unnið henni það álit, sem hún nýtur erlendis og vakið þann áhuga, sem ágætir menn er- lendir hafa sýnt á að kynna sér nútíð þjóðarinnar og styðja hana í baráttunni fyrir sjálf- átæði og bættum lífskjörum. Frá útlararathöfninni. — Forsætisráðhcrra Ásgeir Ásgcirsson flytur minningarræðuna. Kistan i bálstofunni. Krans frá konungshjónum fremst við kistunn. ir fyrir langt og' mikið starf í þjónustu íslenzkra fræða, tjá hinum mikla drengskaparmanni virðingu vora og flytja honum hinnztu kveðju íslenzku þjóð- arinnar. Fræðistörf hafa jafnan verið í miklum metum á íslandi. Þau voru stunduð af höfðingjum og höfuðklerkum. í skinnbókum og pergamentsblöðum hefir varð- veitzt saga þjóðarinnar frá Mestur þeirra er Jón Sig- urðsson. Hann gerði hvort- tveggja að skrá fortíðina og skapa framtíðina. Til jafns við hann kemur enginn. En um fræðistörf stendur Finnur Jónsson honum næstur, og ég hygg um drengskap og mann- dóm, þeirra íslendinga, sem starfað hafa hér í Kaupmanna- höfn um langan aldur. Finnur Jónsson hefir um tæp Próf. Finnur Jónsson. 60 ár unnið að íslenzkum fræð- um af svo miklum kröftum og þoli að fádæmum sætir. Hann hefir rýnt í torlesin handrit, borið saman sæg af heimildum og samið yfirlitsrit, sem létta þeim kynslóðum, er á eftir koma, stórlega öll störf. Á þeim grunni, sem hann hefir hlaðið, byggja nú allir vísinda- menn norrænna fræða. Hann er kennifaðir þeirrar kynslóðar, sem nú leggur stund á norræn vísindi. Um það ber hið mikla afmælisrit, sem út var gefið í tilefni af 70 ára afmæli hans, skýran vott. Um langan aldur mun vart verða stungið svo skóflu í jarðveg íslenzkra fræða, að ekki komi niður á hleðslur, sem hann hefir lagt. Að vísu mun oft þurfa að taka upp stein og færa til svo traustlega verði byggt ofan á. En þó mun betur standa verk hans en venja er til, því hugarflug bar hann ekki af- vega. Og þó einkum vegna þess, að hann hafði ást á við- fangsefnum sínum og bar fyrir þeim dýpstu lotningu. Finnur Jónsson lagði þegar í æsku út á þær brautir, sem honum var áskapað að halda. Til æfiloka hélt hann svo beina stefnu. Æfi hans er eins og þungur straumur, sem fellur í föstum farvegi frá upptökum til ósa. Það eru engir fossar né hávaðar í æfistraumi hans. Það er öðrum ætlað að leika á fiðlu fossbúans og ná litum regnbogans, sem myndast í úða sögunnar. En göngu Finns Jónssonar fjdgir þungur niður, sem er öruggur leiðarvísir fyr- ir þá, sem reyna að ná hljómi og litskrúði liðinna tíma. Finnur Jónsson er hinn rammíslenzki fræðiþulur, sem vinnur erlendis sitt meginstarf. Af hvorutveggju hafði hann ávinning. Hann stóð föstum fótum á íslandi og aftur í öld- um, þó hendumar, sem penn- anum stýrðu, hvíldu á dönsku borði og hugsunin klæddist búningi danskrar tungu. Að- Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.