Nýja dagblaðið - 01.05.1934, Side 1
NyJA DAGBIAÐIÐ
2. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 1. maí 1884. 100. blað
Hæstaréttardómurinn í gœr
í máli Lárusar Jóhannessonar
gegn Afengisverzlun ríkisins
Dómurinn féll klukkan 10 í grarmorgun. Forstjóri Afengisverzlun-
arinnar og fjárraálaráðherra voru algerlega sýknaðlr. — Lárus Jó-
hannesson hefir þar með tapað mólinu fyrir fullt og allt.
ágreiningur um það, að út-
reikningur áfrýjanda á álagn-
ingu Áfengisverzlunar á um-
ræddum tímabilum umfram
75% af kostnaðar- eða útsölu-
verði sýni eigi of háar tölur, og
að hinar umkröfðu upphæðir
séu því eigi út af fyrir sig eigi
of hátt settar. Ágreiningur að-
ilja varðar þar á móti það
tvennt, hvort Áfengisverzlunin
hafi verið bundin við ákveðna
hundraðstölu við álagningu
sína á hin svonefndu Spánar-
vín, og hvort hinum stefndu
væri, ef svo reyndist, að Áfeng-
isverzluninni hafi verið settar
slíkar skorður, skylt að endur-
greiða áfrýjanda það af and-
virði úttektar hans, er uinfram-
álagningunni nemur samkvæmt
framangreindum kröfum hans.
Um fyrra atriðið athugast,
Yiðtal við Guðbrand Magnússon forstj.
Dómsniðurstaðan hljóðarsvo:
Því dæmistrétt vera:
Hinir stefndu, Guðbrandur
Magnússon, f. h. Áfengisverzl-
unar ríkisins og Ásgeir Ás-
geirsson fjármálaráðherra, f.
h. ríkissjóðs, eiga aðverasýkn-
ir af kröfum áírýjanda, Lárus-
ar Jóhannessonar, f. h. Guð-
mundar Þórarinssonar, í máli
þessu. Málskostnaður, bæði í
héraði og fyrir hæstarétti falli
niður.
Hér fara á eftir:
forsendur dómsins
Áfrýjandi hefir krafizt þess
fyrir hæstarétti, aðallega að
hinir stefndu verði in solidum
dæmdir til að greiða honum
umstefndar kr. 1812,18 með
vöxtum eins og í hinum áfrýj-
aða dómi segir, en til vara, að
hin dæmda upphæð verði kr.
1760,55 með 6% ársvöxtum af ;
kr. 47,03 frá 31. dez, 1928 til
81. dez. 1929 til 31. dez. 1930,
kr. 1167,21 frá 81. dez. 1930 til
31. dez. 1931 og af kr. 1760,55 I
frá 31. dez. 1931. Er varakrafa
þessi miðuð við það, að end-
urgreiðsla kynni að verða
dæmd af andvirði úttektar hans
aðeins frá 24. ágúst 1928 til 81.
dez. 1931. Til þrautavara krefst
áfrýjandi, að hin dæmda upp-
hæð verði ákveðin kr. 1703,55
með 6% ársvöxtum af kr.
47,03 frá 81. dez. 1928 til 31.
des. 1929, af kr. 630,32 frá 81.
dez. 1929 til 31. dez. 1930, af
kr. 1167,21 frá 31. dez 1930 til
6. nóv. 1931, og af kr. 1703,55
frá 7. nóv. 1931. Er þrauta-
varakrafan miðuð við það, að
honum yrði aðeins dærnd end-
urgreiðsla af ancivirði úttektar-
innar frá 24. ágúst 1928 til 6.
nóv. 1931. Loks krefst áfrýj-
andi málskostnaðar fyrir báð-
um réttum.
Hinir stefndu hafa krafizt
staðfestingar á hinum áfrýj-
aða dómi og málskostnaðar fyr-
ir hæstarétti.
1 máli þesiu er enginn
Blaðið hafði í gærdag tal af
Guðbrandi Magnússyni forstj.
Áfengisverzlunar ríkisins.
— Gerðuð þér ráð fyrir
þessum úrslitumí?
— Já, ég hefi gert ráð fyrir
því frá upphafi, að ríkið myndi
Guðbrandur ISagnússon.
vinna þetta mál. Mér hefði
satt að segja þótt það nokkuð
hastarlegt, ef dómstólamir
hefðu úrskurðað það ólöglegt,
að ríkissjóður væri látinn njóta
hagnaðar, sem fenginn var
með því eingöngu, að lækka
innkaupsverð vínanna með því
að kaupa þau beint, frá fram-
leiðendum.
— Hefir þá útsöluverð vín-
anna alls ekkert hækkað hér í
yðar tíð?
— Nei, útsöluverðið hefir
staðið í stað að heita má og þó
heldur farið lækkandi. Aðeins
ein tegund af kampavíni hefir
verið hækkuð til samræmis við
aðrar.
— Voru nokkrar ráðgtnfan-
ir gerðar til verðlækkunar,
þegar málshöfðun Lárusar Jó-
hannessonar koni fram í fyrra-
sumar?
— Nei. Að vísu lagði dóms-
málaráðherrann fyrir mig,
bréflega, að gæta þess, að á-
lagning á vínin yrði ekki hærri
en „lög stæðu til“, og mun
hann þar hafa átt við 75%.
Vegna þessara fyrirmæla var
byrjað að flytja vínin inn á
flöskum. Og af því að með því
móti reiknast af þeim hærri
tollur, og á hann er einnig lagrt,
þá varð þessum fyrirmælum
dómsmálaráðherrans fullnægt
án þess að söluverð vínanna
þyrfti að breytast og með þvi
móti var ríkissjóði forðað frá
tapi að mestu leyti.
— Gjörið þér ráð fyrir, að
þessum innflutningi á flöskum
verði haldið áfram, eftir að
dómur er fallinn um, að álagn-
ingin hafi verið lögleg?
— Nei, að sjálfsögðu flyfj-
um við vínin inn á tunnum
eins og áður, svo að greiðslan
fyrir vinnu við aftöppun fari
ekki út úr landinu.
— Meðal annara orða: Hefir
Pétur Zophóníasson þurft að fá
nokkuð af áfengisbókumj verzl-
unarinnar til vísindalegra rann-
sókna síðan málið var höfðað
í fyrra?
— Nei, Áfengisverzlunin
hefir ekkert orðið vör við Pét-
ur í þeim erindum síðan.
— Ég vil nota tækifærið til
þess, segir forstjórinn að lok-
um, að taka það fram, að verj-
andinn Pétur Magnússon
hæstaréttarmálaflm. hefir lagt
mikla og góða vinnu i þetta
mál.
Tíl lesenda
Dr. Þorkell Jóhannesson hef-
ir í gær látið af ritstjóm Nýja
dagblaðsins, en heldur áfram
ritstjóm fylgiritsins „Dvöl“.
Með þessu blaði tekur Gísli
Guðmundsson við ritstjórn
Nýja dagblaðsins.
Utgáfustjórnin.
að 1. gr. laga nr. 62/1921 bann-
ar öllar öllum nema ríkisstjórn.
inni, að flytja inn í landið
áfengi og vínanda, sem í er
meira en 2^4% af alkóhóli að
rúmmáh. Eftir 7. gr. sömu laga
skal leggja á áfengi þetta
25%—75% af verði þess, kom-
ins í hús að viðbættum tolli og
eftir 11. gr. þeirra skal ríkis-
stjórnin ákveða hámarksverð í
smásölu á áfengisvörur þessar.
Verður að skilj a ákvæói þessi
þannig, að í 7. gr. sé átt við
álagningu á vörur þessar í
heildsölu, en í 11. gr. sé ríkis-
stjórninni auk þess veitt heim-
ild til álagningar á vörurnar í
smásölu. Eftir orðum sínum
tekur fyrsta gr. nefndra laga til
hverskonar áfengis, er þá var
leyfilegt að flytja inn í landið
eða síðar kynni að verða leyfð-
ur innflutningur á, enda mátti
þá þegar snemma á árinu 1921
búast við því, að ekkj yrði kom-
izt hjá því að leyfa innflutning
á vínum frá þeimc löndum, þar
sem aðalmarkaður fyrir íslezk-
an salt fisk var. Með lögum nr.
9/1922 sbr. tilsk. nr. 10 s. á.
var svo leyfður um eitt ár að
sinni og síðar með lögum nr.
3/1923 um óákveðinn tíma,
innflutningur hinna svonefndu
Spánarvína, og í reglugjörð nr.
65 frá 18. júlí s. á., er svo
ákveðið í 1. gr., að Áfengis-
verzlun ríkisins, er þá var ný-
stofnuð, annist um innflutning
þeirra vína, og í 4. gr., að hún
ákveði útsöluverð þeirra, er
eigi megi fara fram úr inn-
kaupsverði með áföllnum kostn-
aði, að viðbættum venjulegum
verzlunarhagnaði. Sölutilhögun-
in var sú, að Áfengisverzlunin
lét einstaka menn annast smá-
söluna á nokkrum tilteknum
stöðum á landinu í sínu nafni.
og á sína ábyrgð gegn V6 af
útsöluverðinu, en í Reykjavík
rak Áfengisverzlunin smásöl-
una í eigin nafni. Það er að
vísu óglöggt hvort ætlazt hefir
verið til þess í öndverðu, að
verðlagsákvæði 7. og 11. gr. áð-
umefndra laga nr. 62/1921
tækju til Spánarvínanna, en
gera verður þó ráð fyrir að átt
sé við þessi álagningarákvæði
í hinum áðumefndu óákveðnu
ákvæðum 4. gr. reglugjörðar nr.
65/1922, og að minnsta kosti
er þessu nú slegið föstu með
lögum nr. 69/1928, svo sem
Framh. á 4. gíðu.
Fascisminn
lögtestur í Austurriki
með nýrri stjórnarskrá
London kl. 18, 30/4. FÚ.
Ilin nýja stj órnarskrá Aust-
urríkis gengur í gildi á morg-
un, og verður Austurríki þar
með Fasistaríki en ekki sam-
Fey varakanzlarí,
sem stjórnaði blóðbaðinu í Wien-
arborg í vetur.
bandslýðveldi, eins og verið
hefir. Stjórnin samanstendur
af forseta, ráðuneyti hans og
4 ráðum, sem skipuð eru af
íorsetanum, ríkisráði, mennta-
málaráði, sem fjallar um trú-
mál, listir og menntamál, fjár-
málaráði og ráði, sem fjallar
um málefni hinna einstöku
landshluta, og verður það skip-
að landsstjórum og ráðgjöfum
þeirra. Þessi 4 ráð kjósa svo í
sameiningu 5. ráðið, sem nefnt
er sambandsráð, og hefir það
aðeins rétt til þess, að fallast
á eða hafna frumvörpum
stjórnarinnar, en ekki að gera
neinar breytingar né eiga frum.
kvæði að málum. Ef sambands-
ráðið hafnar einhverju frum-
varpi stjórnarinnar, er henni
samkvæmt stjórnarskránni
heimilt að lýsa yfir hernaðar-
ástandi í landinu. Stjórnarskrá-
in í þessari mynd var sam-
þykkt í einu hljóði á þingi
Austurríkis í dag og er þingið
í rauninni þar með úr sögunni.
Ospektír
á Whíte-Star
Spaneknr sjómaður
settur inn
Kl. 10,05 á sunnudagskvöld-
ið var lögreglan kölluð frá
kaffihúsinu „White Star“ og
beðin að koma og stilla þar til
friðar. Koni lögreglan og tók
þar spánskan sjómann, er var
með óspektir, og var honum
fengin gisting í steininum.
Hann var sektaður um 50
kr. í gærmorgun og látinn
laus.