Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 01.05.1934, Qupperneq 3

Nýja dagblaðið - 01.05.1934, Qupperneq 3
n ♦ a a DAGBLABI» 3 Fjáraflaplan Lárusar jóhannessonar Kosningarógsmál íhaldsmanna írá i iyrrasnmar á hendnr Gudbrandi Magnússyri er nú að engn orðiö og hlýtnr að snúast gegn þeim sjálium. NÝJADAGBLAÐIÐ ÍTtgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39 Sími 4245. Ritst j ómarskri f stof ur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura oint. PrentsmiÖjan Acta. I dómsalnum Það er vafalaust, að ekkert mál, sem komið hefir fyrir hæstarétt í langan tíma, hefir vakið jafn mikla eftirtekt og mál það, sem Lárus Jóhannes- son hafði höfðað á hehdur Á- fengisverzlun ríkisins. Forsaga þess máls hefir ver- ið rakin það ítarlega hér í blað- inu, að þar þarf litlu við að bæta. Málsflutningur í hæsta- rétti fór fram fyrra mánudag og þriðjudag, og var þá jafnan fullskipað það takmarkaða húsrými, sem áheyrendum er ætlað. Dómur í málinu var kveðinn upp í gær kl. 10 fyrir hádegi. Áður en dómsalurinn var opn- aður, hafði safnazt saman þar á ganginum hópur af mönnum, sem voru komnir þangað til að heyra dómsúrslitin. Báðir málafærslumennirnir, Pétur Magnússon og Lárus Jó- hannesson, voru mættir þarna og í fylgd með Lárusi, Jó- hannes fyrrum bæjarfógeti, Eggert Claessen, Jón Kjartans- son og einhverjir fleiri. Meðal annara, sem þama voru staddir var Þorsteinn Gíslason ritstj., Magnús Stefánsson verkstjóri, Guðm. Kr. Guðmundsson skrif- stofustjóri, Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Gissur Berg- steinsson fulltrúi, Árni Bene- diktsson bókari, Sigurvin Ein- arsson kennari, Garðar Þor- steinsson vara-vara-borgarstj., Sveinbjöm Jónsson hæstarétt- annálaflutningsm., Pétur Jak- obsson málfærslumaður, Tómas Jónsson lögfr. o. fl. 1 slíkum málum eru forsend- ur réttarins oft ekki lesnar upp, aðeins dómsúrskurðurinn einn. 1 þetta sinn voru dóms- forsendumar þó einnig lesnar. Eitt málsskjalið, sem Lárus Jóhannesson lagði fram í hæstarétti í máli sínu við Á- fengisverzlunina var svolátandi vottorð frá P. L. Mogensen: „Að gefnu tilefni, skal ég lýsa því yfir, að meðan ég var forstjóri Áfengisverzlunar rík- isins, taldi ég engan vafa á því, að Áfengisverzlunin væri bundin við álagningarákvæði 7. gr. einkasölulaganna, að því er snertir svonefnd spánarvín, þannig að hámarks álagning á þau mætti vera 75% af verði þeirra komið í hús að meðtöld- um tolli, og hagaði ég álagn- ingunni eftir því. Þetta álit mitt kom heim við álit dómsmálaráðuneytisins, sem Áfengisverzlunin heyrði undir“. Það var alveg vafalaust, að málshöfðun -Lárusar Jóhannes- sonar í fyrra gegn Áfengis- verzlun ríkisin s vakti nokkuð almenna andúð í landinu. Til þess var stofnað á þann hátt að óviðkunnanlegt mátti telj- ast, svo að ekki sé meira sagt. Skýrslur áfengisverzlunarinnar um vínsöluna fékk Lárus í sín- ar hendur með lúalegu móti, þannig, að Pétur Zophóníasson fyrv. stórtemplar var látinn biðja um skýrslurnar í ,,vís- indalegum tilgangi“, til að safna hagfræðilegum upplýs- ingum um vínneyzlu. Pétur lét svo Lárus hafa skýrslurnar — leyfislaust — en Lárus hélt starfsfólk til að afrita þær á laun. Um vinnubrögð Lárusar og samninga að öðru leyti fer ýmsum sögum. En talið er, að Lárus hafi tekið að sér kröfur einstakra viðskiptavina Áfeng- isverzlunarinnar „upp á hlut“, þannig að þeir og Lárus skiptu á milli sín því, sem innheimt- ist, ef málið ynnist. Ennfremur er talið, að ýmsir kunningjar Lárusar hafi lagt „áhættufé“ í fyrirtækið með þeim skilmál- um, að þeir fengi framlagið tvöfallt, þrefallt og í einstöku tilfelli allt að fimmfalt aftur, ef Lárus ynni, en að endur- greiðsla aftur á móti yrði með mjög vægum skilmálum, ef mál- ið tapaðist. Tiltæki eins og þetta, að gera tilraunir til að hafa fé af ríkissjóði á þennan hátt, er í sjálfu sér alveg fordæmalaust og furðuleg hugmynd. Og hvernig svo sem málið hefði farið, þá er það víst, að al- menningsálitið myndi alltaf hafa talið slíka endurgreiðslu' óviðkunnanlega og rangláta. Og það því fremur sem fé það, sem um var að ræða hafði ríkissjóði áskotnast eingöngu með því að taka upp bætt fyr- irkomulag á verzluninni, en ekki með því að hækka verð, enda aldrei áður komið nein kvörtun um það frá kaupend- unum, að verðið væri hærra en það mætti vera. Það er líka á allra vitorði, að jafnframt því að vera fjár- öflunaraðferð hjá Lárusi Jó- hannessyni, var málið öðrum þræði af pólitískum rótum runnið. Um það báru gleggstan vott ræður þær, er Lárus flutti í hæstarétti, sem voru fullar af persónulegum árásum á forstjóra Áfengisverzlunar- innar og fyrverandi ríkis- stjórn. En fyrir réttinum lá skýrsla Björns E. Ámasonar, löggilts endurskoðanda, sem sannaði,að þegar árið 1925 var álagning Mogensens 105,88%. íhaldsmenn hafa líka alveg á sérstakan hátt gerzt samá- byrgir með Lárusi um þessa fjáröflunarherferð hans á hendur ríkissjóðnum. Þeir gerðu hann að frambjóðanda sínum á Seyðisfirði rétt um sama leyti og málið var að hefjast. Blöð íhaldsins réðust á Guðbrand Magnússon með hroðalegasta munnsöfnuði um sömu mundir, nefndu hann „rummung“ og öðrum þvílíkum viðurnefnum. Og það kom ó- tvírætt fram í ýmsum kjör- dæmum í fyrra, að frambjóð- endur íhaldsflokksins töldu þetta eitt af sínum glæsileg- ustu kosninganúmerum. Það er því ekki Lárus Jó- hannesson einn, sem hefir beð- ið ósigur við úrskurð dómstól- anna. Ihaldsflokkurinn, e. t. v. að fáum mönnum undantekn- um, hefir þar orðið jafn hart úti og Lárus. Afleiðingin af þessum málar ferlum á því ekki að verða sú ein, að Lárus Jóhannesson hætti við að bjóða sig fram á Seyðisfirði. Hún á að falla eins og skuggi á þann flokk í heild, sem gerir slík mál að sínum málum — og hún mun líka gera það að einhverju leyti, þegar kjósendurnir kveða upp sinn dóm. ísverðirnir i Atlantshafi 12. apríl síðastliðixm voru liðin 22 ár síðan Titanic rakst á ísjaka á siglingaleiðinni milli Englands og Ameríku og fórst, og 1498 menn týndu lífinu. Síð- an hefir ekkert skip farizt af árekstri á jaka, og er það sök- um þeirrar miklu gæzlu, er höfð hefir verið á ísjökum á siglingaleiðum milli Norður- Ameríku og Evrópu. Á vorin, þegar fer að hlýna í veðri, koma þessi risavöxnu ísbjörg siglandi norðan úr höf- um og rekur þau inn á sigl- ingaleiðir skipanna. Talið er að í meðal ári nái um 300 jakar suður á siglingaleiðina, þó síð- astliðið ár ræki varla nokkum jaka svo langt suðui. Því er spáð af ísvörðunum að um 630 ísjaka reki suður á skipaleiðir á þessu vori og sumri. Eru flestöll.milliálfuskip farin að sigla suðlægari leið nú, er fram á vorið kemur, til að forðast hættuna. Ameríkumenn hafa 2—3 skip á þessum stöðum, sem kort- leggja jakana, og hafa á þeim tölu, og er afstöðu þeirra hættulegustu jafnan útvarpað með tveggja klst. fresti. Ef einstaka jaka skyldi reka að því er þykir of langt suður á bóginn, þá fylgir honum jafn- an eftirlitsskip og skýtur hann sundur með fallbyssum ef þess er nóklcur kostur. Kostnaður við þessa gæzlu er oft um 180 —140 þús. dollara á ári, og borga Bretar sem næst Vs þess kostnaðar. Látið fagmann laga garðinn yðar það borgar sig. Hefi einnig rósir, tré og margskonar blóm. Hringið í síma 2216. Jón Arnfinnason garðyrkjumaður. AVOM eru viðurkennd með beztu dekk- um heimsins. Sérlega þægileg í keyrslu. Aðeins bezta tegund seld. Nýkomin. Verðið lækkað. Flestar stærðir fyrirliggjandi. Aðalumboðsmaður: F. OLAFSSON Austurstræti 14. Sími: 2248. Símanúmer á lækningastofu minni er 3020 Jónaa Bvelnsson, læknir 'mv/L/V/m * iðjan GEFJUN Aknreyrl framleiðir beztu innlendu fataefni, sem völ er á. A saumastofu Gefjun- ar í Reykjavík er saumaður allskonar karlmannafatnaður og frakkar eftir nýjustu tízku. Drengjaföt og telpukápur eru afgreiddar með mjög stuttum fyrirvara. Avallt fyrirliggjandi allar stærðir af drengjafötum og pokabuxum. Ge^junar band og lopar er unnið úr valinni fyrsta flokks norð- lenzkri vorull. Allar tegundir fyrirliggjandi. Verðið hvergi lægra. Hvítt band einfalt kr. 2,90 pr. V, kg. tvinnað — 3,75 71 77 77 Blágrátt band þrinnaö — 3,90 71 77 77 — — tvinnaö — 3,75 77 77 77 Rauðk. — — — 3,75 77 77 77 Grátt — þrinnað — 3,55 77 77 77 Mórautt — — — 3,55 77 77 77 Sauðsv. — — — 3,55 77 77 77 Svart, litað band — — 4,65 77 77 77 Nærfatalopar — 1,65 77 77 77 Sokkalopar . . — 1,50 71 77 77 Sjóvettlingalopar • • • • — 1,25 77 77 77 Verzlið við Gefjuni, með því gerið þór beztu og hagkvæmustu inn- kaupin um leið og þór styrkið innl. iðnað. Tökum ull í skiptum fyrir vörur. Vörur sendar gegn póstkröfu um land allt, beint frá verksíniðjunni eða útsölunni í Reykjavík. G E F J U N, Laugaveg 10, sími 2888. /VfZ/I/fZ/ mVflírVfVh

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.