Nýja dagblaðið - 12.05.1934, Qupperneq 2
2
N Ý J A
DAGBLABIÐ
Víðbætír víð sálmabök
til kirkju- og heima-söngs
G-efin út að tilhlutuu
Kirkjuráðs hinnar íslenzku þjóðkirkju.
Þessi viðbætir við sálmabókina er 196 blaðsíður í sama
broti og sálmabókin. Eru þar 144 frumsamdir sálmar og
76 þýddir, eftir 55 nafngreinda höfunda og 4 óþekkta.
Þarna eru sálmar eftir t. d.: Davíð Stefánsson, Einar
Benediktsson, Einar H. Kvaran, Freystein Gunnarsson, sr.
Fr. Friðriksson, Grím Thomsen, Guðm. Guðmundsson, Hall-
grím Pétursson, Hannes Hafstein, Hannes Blöndal, Bólu-
Hjálmar, Jakob Smára, dr. Jón Helgason biskup, Jón
Magnússon, Jónas Hallgrímsson, Ólínu Andrésdóttur, Svein-
bjöm Egilsson, Unni Benediktsdóttur, Valdimar Snævarr,
Þorst. Gíslason og marga fleiri.
Bókin kostar, í fallegu bandi, 2 krónur.
Fæst í öllum bókaverzlunum.
„Brúarfoss“
fer 1 kvöld kl. 11 til
Breiðafjarðar og Vest-
fjarða. Pantaðir far>
seðlar óskast sóttir fyr-
ir hádegi í dag, verða
annars seldir öðrum.
l^ottueyding'
Kvörtunum um rottugang í húsum er veitt móttaka
á skrifstofu minni, Vegamótastíg 4, alla virka daga frá
8.—18. þ. m., kl. 10-12 og 2—7. — Sími 3 2 10.
Heilbrigdisiulltrúinn.
Norðleazkt
DILKAKJðT
Nautakjöt
í buff og steik
Húsmæður!
Verið hyggnai- og kaupið allt á sama stað. Við bjóðum yður
með lægsta verði allskonar grænmeti. Allsk. hreinlætisvörur
Nýtt kjöt.
Hangikjöt.
Fars.
Pylsur.
Niðursoðna ávexti.
Nýja ávexti.
Gráfíkjur.
Döðlur.
Ennfremur allt í hátíðabaksturinn o. m. fl. Allt sent heim um
leið og pantað er. — Verzlið ávalt á réttum stað, við
Kjöie & Nýlenduvöruverzlun
Hangikjöt
hrátt og soðið
Frosin svið
Ostar og smjör
frá Akureyri
Salöt 2 teg.
Ennfremur margskonar
áleggspylsur
Kjötbúð Reykjavíkur
Vesturgötu 16 Sími 4769
Jóns & Geira
Vesturgötu 21. Sími 1853.
Alll tneð islensktnu skipum!
Nýtt Gryðingaland
í Afríku
Undanfarið hefir verið
unnið að því, að koma
upp nýlendu fyrir Gyð.
inga í Vestur-Afríku.
Málið er nú komið vel á
rekspöl. Merkir stjórn-
niálamenn, John Simon,
Robert Cecil o. fl. eru
taldir því mjög fylgjandi
Eitt af erfiðari viðfangsefn-
um þjóðabandalagsins og ýmsra
annara alþjóðlegra nefnda, eru
Gyðingamálin. Eins og kunnugt
er, hafa Gyðingar mætt hinum
áköfustu ofsóknum eftir valda-
töku nazista í Þýzkalandi og
tugir þúsunda orðið að flýja
land. Þessir menn hafa hvergi
átt athvarí og flestar þjóðir
vilja losna við slíka aðkomu-
menn á atvinnuleysistímum.
Gyðingahatrið fer líka stöðugt
vaxandi allsstaðar þar sem fas-
isminn ryður sér til rúms, t.
d. í Austurríki, Póllandi og víð-
ar. Gera má því ráð fyrir að
þetta valdi enn meiri örðugleik-
um þegar fram líða stundir.
Það hefir því verið tekið til
rækilegrar íhugunar, að koma
upp nýlendu, þar sem landflótta
Gyðingar gætu sezt að. Hefir
Gyðingaland þá oftast verið
nefnt í því sambandi, en ein-
hvern veginn er það svo, sem
Gyðingum sé mörgum ærið á
móti skapi að taka þar bólfestu.
Þeir sem mest hafa beitt sér
fyrir þessum málum, hafa því
ákveðið að reyna að útvega
þeim annan stað. Helzt hefir
þá komið til tals Angora-ný-
lendan í Vestur-Afríku, sem er
eign Portúgala. Er það nú kom_
ið svo langt á veg, að sérstök
nefnd hefir verið valin til að
annast samninga þessu viðkom-
andi við Portúgölsku stjórnina.
En sú stjórn er sögð hafa mik-
inn áhuga fyrir þessu máli.
Ýmsir merkir stjórnmála-
menn, John Simon, Robert Cec-
ii og fleiri hafa lýst sig mál-
inu hlynnta. Ameríska neyð-
hjálparnefndin hefir einnig lát-
ið hafa það eftir sér, að hún
væri fús til að veita 50 milj.
kr. til nýlendustofnunarinnar,
ef af framkvæmdum yrði.
Þeir sem mest hafa beitt sér
fyrir þessu, hafa ætlast til, að
nýlendan hefði sjálfstjórn und-
ir eftirliti Þjóðabandalagsins,
Er talið, að það atriði geti orð-
ið hinn stærstí þröskuldur í
vegi, því portúgalska stjórnin
gerir kröfu um það, að mega
hafa íhlutuna/rétt. Hinir fyrir-
huguðu samnmgar við portú-
gölsku stjórnina munu fyrst og
fremst snúast um þetta.
Áður en ákveðið var að vinna
að nýlendustofnun á þessum
stað, hafði verið gerð athugun
um það, hvort þetta væri ger-
| legra á öðrum stöðum, m. a. í
Suður-Ameríku, en svo hafði
ekki þótt. Niðurstaða þeirrar
athugunar var sú, að Angora-
nýlendan væri bezti staðurinn.
Mynda og nammavepzl.
FREYJUG. 11 Sími 2105
Í5LENZK MÁLVERK
Yerzlið
að öðru jötnu viö þá
sem auglýsa í
Nýja dagblaðinu
RAUÐA HÚSIÐ.
úr um það, hvað gerðist með bræðrunum inni í
herberginu. Hvernig átti hinn dauði að hafa verið
myrtur? Læknisvottorðið sannaði það ótvírætt, að
Robert Ablett hafði dáið sökum þess, að hann hafði
fengið skot í höfuðið. En hver var valdur að skot-
inu? Hefði það verið af völdum Roberts Ablett
sjálfs, myndi dómurinn úrskurða sjálfsmorð, og ef
það væri þannig, hvar var þá byssan og hvað var
orðið af Mark Ablett? En væri hér ekki um sjálfs-
morð að ræða, hvað þá? Var það slys, dráp í sjálfs-
vörn eða morð'? Gat þetta verið slys? Til þess var
möguleiki, en hvers vegna átti þá Mark að hafa
horfið ? Samkvæmt vitnaframburðinum var það
greinilegt, að hann hafði farið burtu vegna þessa
atburðar. Frændi hans hafði séð hann fara inn í
herbergið, Else Wood hafði heyrt hann tala við
bróður sinn þar inni, dyrunum hafði verið læst að
innan og merki sáust þess, að einhver hefði farið
í gegnum kjarrið fyrir utan opna gluggann. Hver,
ef það Var ekki Mark? Dómurinn yrði að íhuga það
rækilega, hvort hann myndi hafa flúið, ef hann var
ekki valdur að dauða bróður síns. Vitanlega kom
það fyrir saklausa menn, undir slíkum kringumstæð.
um, að skynsemin var borin ofurliði. Ef það sann-
aðist síðar, að Mark Ablett hefði skotið bróður sinn,
gat það líka sannazt, að hann hefði verið tilneyddur
að gera það og að hann, þegar hann yfirgaf hinn
dauða líkama bróður síns, hafi ekkert þurft að
óttast frá laganna hálfu. í sambandi við það þurfti
ekki að minna dóminn á, að hann var ekki úr-
slitadómstóllinn og þó að hann nú dæmdi Mark Ab-
lett sekan um morð, hefði það ekki minnstu áhrif á
réttarhöldin gegn honum, ef það kynni að nást í
hann seinna ... Kviðdómurinn gat íhugað sinn úr-
skurð.
Það gerði hann líka. Úrskurður hans féll þannig,
að hinn dáni hefði verið skotinn og sá, sem hefði
skotið, væri bróðir hans, Mark Ablett.
Bill leit til Antony. En Antony var farinn. Ilann
sá Andrew Amos og Parsons ganga saman eftir
herberginu og út og á milli þeirra var Antony.
Mr Beverley sýnir kænzku sína.
Yfirheyrzlan hafði farið fram á „The Lamb“ í
Stanton. 1 Stanton átti að grafa Robert Ablett
næsta dag. Bill stóð fyrir utan húsið og beið eftir
vini sínum og var hugsandi yfir því, hvert hann
hefði farið. Þá datt honum í hug, að Cayley mýndi
bráðum fara út að bílnum, sem beið eftir honum
og að kveðjusamtal við hann gæti orðið nokkuð
örðugt. Hann gekk dálítið um og síðan inn í garð-
inn hjá húsinu, kveykti í vindling og fór að at-
huga sundurrifna og illa meðfarna auglýsingu á
veggnum. „Skemmtilegur sjónleikur“ átti, sam-
kvæmt því sem þar stóð, að vera sýndur „mánudag-
daginn hinn .... desem .. .. “. Bill hló með
sjálfum sér, meðan hann skoðaði auglýsinguna, því
hlutverk Joes, málugs bi'éfbera, hafði leikið „Willi-
am B. Beverl . . . . “ eins og leifamar af auglýs-
ingunni gáfu ljóslega til kynna, en hann hafði
talað minna en höfundurinn ætlaðist til, — hann
hafði bókstaflega gleymt því, sem hann átti að
segja, en samt sem áður hafði það verið mjög
skemmtilegt. Svo hló hann að lokum, því nú var
lokið hinni skemmtilegu veru hans í Rauða húsinu.
— Afsakaðu, hafi ég látið þig bíða, heyrðist
Antony segjafyrir aftan hann. Góðkunningjar mín-
ir, Amos og Parsons, vildu endilega bjóða mér upp
á hressingu.
Hann tók undir handlegginn á Bill og hló fram-
an í hann.
— Hvers vegna varst þú svona ákafur að ná í
þá, spuröi Bill dálítið óþolinmóður. Ég gat ekki skil-
ið, hvert þú hefðir farið.
Antony svaraði ekki. Ilann horfði á auglýsinguna.
— Iivenær var þetta?
— Hvað? Jhýjjj
Antony benti á auglýsinguna.
— Já, það. Um jólaleytið. Það var verulega
skemmtilegur leikur.
Antony fór að hlæja.
— Lékst þú vel?
— Illa. Ég vil ekki ábyrgjast, að ég sé fæddur
leikari.
— Lék Mark vel?
— Já, sannarlega. Iiann fylgdist með af lífi og
sál í öllu þesskonar.
— Henry Stutters, prestur .... mr Matthew
Cay. .. . las Antony. Var það vinur okkar Cayley?
— Já.
— Var hann góður?
— Að minnsta kosti miklu betri en ég gat bú-
ist við. Ilann var ekki góður fyrst, en Mark hætti
ekki fyrr en hann var orðinn það.
— Miss Morris hefir ekki verið með, þykist ég
vita.
— Góði Tony, hún hefir þetta fyrir atvinnu. Hún
gat því alls ekki verið með.
Antony hló aftur.
— Tókst þetta afbragðs vel?
— Já, það getur maður sagt.
— Ég er heimskingi, hrseðilegur heimskingi,