Nýja dagblaðið - 12.05.1934, Page 3

Nýja dagblaðið - 12.05.1934, Page 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 NYJA dagblaðið Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f." Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39 Sími 4245. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Simar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Vegawinnukaupið Það varð að þjóðfrægu máli í haust sem leið, er tveir þing- menn úr bændakjördæmum brutust úr hópi Framsóknar- manna yfir til íhaldsins út af því, að í ráði var að semja um vegavinnukaupið í landinu, al- veg eins og kaupmenn og tog- araeigendur hafa samið um verkakaup, sem þeim kom við, um mörg undanfarin ár. Hér var að vísu um yfir- varpsástæðu að ræða frá hálfu þessara manna. Sjálfir eru þeir mjög frekir um kaup við rík- issjóð. Annar þeirra skammtar sér 20 kr. á dag, ef hvíldardag- ar eru meðtaldir. Hinn hefir ríkissjóðsgreiðslur fyrir fimm vinnutegundir samtímis. En þessum mönnum fannst alveg óhæfilegt að geta ekki haldið verkamönnum í sveit á 5 kr. dagkaupi við erfiða og hættu- lega vinnu fyrir ríkissjóð. Hin sanna ástæða til þess að hinir kaupfreku menn Jón og Hannes yfirgáfu Framsóknar- flokkinn, var samt ekki ástin á lága kaupinu til handa vega- vinnumönnum, heldur löngun þeirra að komast úr ábyrgum umbótaflokki og geta rekið „einkaverzlun11 sína án tillits til almennra hagsbóta. Vega- vinnumálið var aldrei annað en yfirskyn. Falsið í þessum hugsunar- hætti Jóns og Hannesar er orðið augljóst af viðhorfi bændanna sjálfra, þeirra, sem vinna vega- og brúavinnu, en lifa ekki af bitlingum. Jón í Stóradal og félagar hans hafa í þessu máli beðið hvern ósigurinn af öðrum. Skömmu eftir áramót var sam- þykkt á almennum bændafund- um í Rangárvalla- og Ámes- sýslu öflug mótmælatillaga frá Sigurþór í Kollabæ, þar sem þess var krafizt, að sveitamenn fengju sama kaup og bæja- menn fyrir sömu vinnu á sama -stað. Félagar Jóns í Stóradal stóðu hnípnir og úrræðalausir á báðum fundunum. Enginn lagði þeim liðsyrði. Bændur á Suðurlandi eiga heiðurinn fyr- ir að hafa fyrstir risið á móti árás hinna kaupháu bæjar- manna á mannréttindi sveita- manna. Hvergi á landinu -hefir nokkur fundur skipaður bænd- um fengist til að lýsa ánægju yfir kenningu Jóns í Stóradal og spekúlanta kaupstaðanna, um að bændur skyldu vinna sömu vinnu á sama stað fyrir lægra kaup en bæjamenn. Næsti áfellisdómurinn var kaupskýrsla Geirs Zoéga sjálfs, tekin af einum af endurskoð- Á Miðnesjum hafa verið starfræktir tveir bamaskólar síðustu áratugi — í Sandgerði og á Hvalsnesi, og sinn kenn- arinn við hvom þeirra. Þeir eru byggðir eins og margir sveitaskólar hér á landi, með einni kennslustofu og gangi íyrir öðrum enda, sem nær þó ekki um þvert húsið, því kola- geymsla og áhaldageymsla eru í öðrum enda hans. Skólar þessir voru upphaflega byggðir handa 12 bömum hvor, en verið gert ráð fyrir nokkurri fjölgun. Nú hefir tala skóla- skyldra barna (10 til 14 ára) í Sandgerði meir en fjórfald- azt frá því sem áðu^ var, en fækkað á Hvalsnesi. Síðastlið- inn vetur voru 50 skólaskyld böi'n í Sandgerði, en 8 á Hvals- nesi og fækkar þar niður í 6 næsta vetur. Kennarinn á Hvalsnesi varð að kenna annan daginn í Sandgerði í vetur og hjóla á milli, en það er klukku- stundargangur. Af þessu má sjá, að ekki er orðið neitt starf fyrir kennara á Hvalsnesi. Barnafjöldinn í Sandgerði ger- ir nú kröfu til krafta hans ó- skiptra. Þar hefir einn kenn- ari kennt 37 bömum síðustu árin og hefir því ekki verið um að ræða nema hálfan skóla — þrjár stundir annan daginn, en 2 hinn. En í Sandgerði er til aðeins ein kennslustofa í skóla, sem ekki er kennsluhæfur eins og liann er. Ástandið er því þannig, að Miðnesingar sjá nú, að ekki má lengur svo búið standa og hefir því verið haf- izt handa til þess að koma í framkvæmd skólabyggingu á þessu ári, og hefir fræðslu- málastjóri verið þess mjög hvetjandi, því að hann veit ekki síður en Miðnesingar sjálfir, hvar skórinn kreppir í skólamálum Miðnesinga. Það er orðið svo glöggt eftirlit með fræðslu- og skólamálum lands- ins, að fræðslumálastjóri veit gjörst hvar skórinn kreppir mest að, og hvar helzt þurfi aðgjörða við, svo ekki hljótist alvarlegt tjón af. Það er fyrirsjáaniegt, að það verður lítt hægt að uppfylla kröfur íræðslulaganna — sízt betur en verið liefir — fáist ekki greitt úr þessu vandamáli. Jafnframt því, að byggður verður skóli, þarf að færa skólaskylduna niður í 8 ára aldur. Skólinn hefir starfað sex mánuði, en til þess að nota sem bezt krafta kennaranna, má lengja skólatímann og hafa vorskóla íyrir smábömin. Und- irbúningsleysi hefir gert þenn- an hálfa sex mánaða skóla enn- þá afkastaminni, en annars. Það er margt sem mælir með því, að ráðandi menn — bæði um menntamál og fjármál — leggist nú á eina sveif með Miðnesingum til þess að koma því í framkvæmd, sem hefði átt fyr að vera, en þolir nú enga bið. Það er fyrst og fremst skylda þjóðfélagsins, að hjálpa þegnum sínum til þess að upp- íylla þau lög, sem það setur þeim. Kunnugir vita það, að sárafáir Miðnesingar njóta annarar fræðslu en barna- fræðslunnar og ætti því að vanda til hennar betur en ver- ið hefir. I Sandgerði berast á land auðæfi hafsins í tuga- þúsunda skippundatali árlega af fiski. Ríkissjóður fær þar af sínar löglegu tekjur; en hvað greiðir hann svo til Framh. á 4. aíðu. K HIÐ G0ÐA 0G ÓDYRA IH0LLENZKAI reyktobak) ÍICHIÍ sem kostar aðeins kr. 6.90 pr. enskt pd. Hálf-punds dósin kostar kr. 3.45. Sunnudagsmatur Norðlenzkt dilkakjöt og' hangikjöt af Hólsfjöllum. Nautakjöt í buff og steik. Allskonar grænmeti. Miðdegispylsur og vínarpylsui-, Skinke- og spegepylsur og allskonar áleggspylsur. Kiötverzl. Herðubreið (við íshúsið Herðubreið) Frikirkjuveg 7. Simi 45 65 Norður á Holtsvörðuheiðu verða ferðir sunnudaginn 13., þriðjudaginn 15. og fimmtu- daginn 17. maí. Burtfarartiími kl; 8 árdegis. Aðeins nýjar og traustar 1. flokks bifreiðar verða í förum. Pá.11 Sigurðsson Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. ATHS. 1 síðustu ferð reyndist færð norður ágæt. endum landsreikninganna, frá Þverárbrúnni í Rangárvalla- sýslu sumarið 1932. Þar voru heilir hópar af sveitamönnum, sem unnu fyrir kr. 6,50 á dag sömu vinnu og aðkomumenn fengu fyrir tvöfalt hærra kaup eða jafnvel allt að þreföldu kaupi. Úr þeim heimildum verða birt dæmi með nöfnum einstakra verkamanna úr sveit og bæ til að sýna og sanna áþreifanlega bændaánauð Jóns í Stóradal og Þorst. Briem. Þriðja nýungin í þessum efn- um gerðist norður í Mývatns- sveit fyrir liðlega hálfum mán- uði. Ég var þar staddur með bændum! og bændasonum frá flestöllum heimilum í hreppn- um. Þegar talið barst að áhuga- málum sveitarinnar flutti einn af yngri bændum sveitarinnar ræðu og síðan tillögu, sem sam- þykkt var í einu hljóði um að bændur í Mývatnssveit krefð- ust, að íbúar hvers hrepps sætu fyrir opinberri vinnu, sem þar er framkvæmd, að þvi leyti, sem nægilegur mannafli væri til. Samskonar tillaga var sam- þykkt á almennum fundum al- staðar í sýslunni, þar sem ann- ars var minnst á vegamálið. Vafalaust skilja allir að hér er á íerðinni önnur jafnréttis- 1 krafa frá hálfu bænda í vega- vinnumálinu, hliðstæð við kröfu Sunnlendinga. Með sinni kröfu. sýna bændur í Þingeyjarsýlu, að þeir álíta, að opinbera vinn- an sé og eigi að vera fastur tekjuliður í búreikningi bænda I í hverri sveit. Með þeirri til- lögu fylkir bændastéttin liði móti bændaánauð Jóns Jóns- sonar og Þorst. Briem. Fjórða óhappið fyrir „bænda- vinina“ er tillaga sú, sem Jón bóndi Fjalldal á Melgraseyri flutti á sýslufundi í Norður- ísafjarðarsýslu nú í vor, þar sem hann fordæmir með föst- um og ómótmælanlegum rökum þá aðferð að beita sveitamenn | misrétti um kaupgjaldsmál við opinbera vinnu. Skyldu verkamenn ríkissjóðs, þeir sem mest hafa lagt sig eftir bitlingum fyrir sína opin- beru vinnu, fara að skilja að botnvarpa staðreynrlanna er að lokast utan um þá? J. J. Saumavélarnar HUSQVAHNA og JUNO eru áreiðanlega beztar. Samb. ísl. samvinnufélaga !■ =J

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.