Nýja dagblaðið - 13.05.1934, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Hóíel Borg
Tónleikav i dag frá kl. 3—5 e h.
Dr■ D. Zakál og ungverjar hans
Leikskrá lögö á boröin
Dr- Zakál leikur einnig á hverju kvöldi
5hb meö sveii sinni, ftá kl. 71/*—9.
Eftir kl. 9 á hverju kvöldi út þennan mánuð Mr. Jack
Quinet með 8 manna hljómsveit, og alltaf eitthvað nýtt
Komið á Bovg — Borðið á Borg
Búið á Borg.
Hafnarskrifstofan
er flutt í
Hafnarhúsið
inngangur frá Geirsgötu
I>efr sem vifja gera góð kaup
á allskonar málningarvörum komi á Laugaveg 25. Þar fæst
t. d. löguð málning í öllum litum, distemper í öllum litum,
mattfarvi fjölda litir, lökk fjölda tegundir.
Lang ódýrast í bænum.
Málning og jjárnvörur
Laugaveg: 25
Simi 2 8 7 6 Simi 2 8 7 6
Verzlunin J a v a
t gær, laugardaginn 12. maí, opnaði ég undirritaður verzl-
un með allskonar nýlenduvörur, hreinlætisvörur, tóbaksvör-
ur og sælgæti, á Laugavegi 74.
Sel einungis góðar og vandaðar vörur.
Reynið viðskiitin.
Virðingarfyllst.
Sími: 4616. — „Verzlunin Java“. — Sími: 4616.
Árni Ó. Pálsson.
Atvinna
Um n. k. mánaðamót verðui bætt við nokkurum
stúlkum til frammistöðu. Þær stúlkur, sem hafa sér-
menntun, t. d. 1 tungumálum, gagnfræða. eða verzlun-
arskólapróf, ganga fyrir öðrum umsækjendum. Eigin-
handar umsóknir sendist fyrir 16. þ m. í Hressingar-
skálann, Austurstræti 20.
Gellin & Borgström|
nýteknar plötur, spilað-
ar af hinum vinsælu
dönsku harmonikusnill-
ingum komu með síð-
ustu skipum.
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ
htt
rrr i
Yermenn, staddir í
Reykjavík, sem þurfa
að fá skipsferð á Húua-
flóa eðaSkagafjörðgeta
snúið sér til skrifstofu
vorrar (í Hafnarhúsinu)
kl. 2-4 síðdegis.
Sinmarskóli
Guðspekinema
verður haldinn að Reykholti 1
Reykholtsdal og liefst að
kvöldi hins 21. júní og er lokið
hinn 28. s. m. Kennarinn er
mr. E. C. Bolt, eins og í fyrra.
Það þarf ekki að lýsa hæfi-
leikum hans sem fyrirlesara
fyrir þeim, sem á hann hafa
hlýtt, hann er þar miklu meiri
hæfileikamaður en almennt
gjörist. En auk þess er þekk-
ing hans á guðspekifræðum
nær ótæmandi. Hann er einn
þeirra manna, sem er fær um
að rannsaka sjálfur hin duldu
öfl náttúrunnar, hann er dul-
spekingur. Og hann miðlar ó-
spart af þekkingu sinni þeim,
sem eru fúsir að hlusta.
AJlur þátttökukostnaður er
kr. 60.00 fyrir manninn. Er þar
talið fæði, húsnæði, skólagjald
og ferðir frá Reykjavík og
heim aftur. Kr. 10.00 greiðist
við innritun, og verður ekki
endurgreitt þó viðkomandi
hætti við að fara, nema því að-
eins að veikindi hindri.
Aðgangur að skólanum er
heimill jafnt fyrir guðspekifé- !
laga sem utanfélagsmenn.
Menn tilkynni þátttöku fyrir
5. júní.
Form. sumarskólanefndar
Martha Kalman
Tjarnargötu 3c (sími 3476).
önnur blöð eru vinsamlega
beðin að birta þesa tilkynningu.
Keppni um fimleikabikar
Framh. af 1. síðu.
fram og stigatala þeirra er
fremstir hafa orðið.
1927:
Magnús Þorgeirsson 338,00
Tryggvi Magnússon 320,00
Ósvaldur Knudsen 270,00
1928 (keppendur 6) :
Magnús Þorgeirsson 419,65
Tryggvi Magnússon 415,45
Jón Jóhannsson 368,00
1929 (keppendur 8) :
Tryggvi Magnússon 300,40
Magnús Þorgeirsson 292,41
1930 (keppendur 3):
Tryggvi Magnússon 451,54
Jón Jóhannsson 437,96
Eagnar Kristinsson 417,57
1931 (keppendur 4):
Ósvaldur Knudsen 492,12
Tryggvi Magnússon 484,66
Jón Jóhannsson 477,10
1932 (keppendur 9):
Jón Jóhannsson 439,76
Ósvaldur Knudsen 417,80
Mag-nús Þorgeirsson 385,53
1933 (keppendur 3):
Karl Gíslason 489,82
Gísli Sigurðsson 485,42
Sigurður Nordal 475,79
Ef að dæma má eftir stiga-
fjölda, þá eru framfarirnar
miklar, en þátttakan í þessari
keppni er ennþá of lítil og er
vonandi að úr því bætist á
næstu árum.
Magnús Stefánsson.
Eltingaieikur
Pólskur smyglarabátur
eltur uppi í Eyrarsundi.
Auk tollbátsins taka flug
vél og kafbátur J>átt í
eltingarleiknum.
I rúmlega ár hafa dönsku
tolleftirlitsmennirnir orðið var-
ir við mjög liraðskreiðan mótor
bát, sem þeir höfðu fengið vit-
neskju um, að hefði aðalbæki-
stöð sína í pólsku höfninni
Gdynia. Lék grunur á, að hér
væri um vínsmyglara að ræða
og reyndi því tolleftirlitið að
hafa njósnir um ferðir bátsins.
Fyrir stuttu síðan fékk toll-
eftirlitið upplýsingar um það,
að báturinn hefði sést í smá-
firði á Sjálandi, norðan við
Eyrarsund. Þótti sennilegt, að
tilgangurinn með ferð hans
hefði verið sá, að smygla þar
áfengi í land að næturlagi.
Tollskútan „Ellen“, undir for-
mennsku Thomsens skipstjóra,
sem er vanur að fást við þess- j
háttar störf frá fornu fari, var .
sendur á vettvang. „Ellen“ j
sigldi fyrst nokkrum sinnum i
fram og aftur um sundið, og
stuttu eftir hádegið sást til
ferða smyglarabátsiris. Nokkru
seinna virtust skipverjar þar
hafa tekið eftir tollskútunni,
því ferð bátsins jókst skyndi-
lega að miklum mun. Thomsen
skipstjóri lét þá gefa stöðvun-
armerki, en því var engu
gegnt. Hófst nú áköf kappsigl-
ing og miðaði smyglarabátn-
um stórum betur. Þó gekk
honum hvergi næni eins vel og
tollmennirnir höfðu heyrt af
látið. Orsökina til þess fengu
þeir að vita seinna.
Smyglararnir myndu ekki
hafa orðið handsamaðir að
þessu sinni, ef tollbátnum
hefði ekki borizt óvænt hjálp.
Kafbáturinn „Ran“ var á æf-
íngaferð þarna úti á sundinu,
o g fengu tollmennirnir hann
sér til hjálpar. Fór einn þeirra
um borð í kafbátinn og skyldi
hann vera ábyrgur fyrir þeim
afleiðingum, sem þetta kynni
að hafa. Til þess að tryggja
það enn betur, að smyglararnir
gætu ekki sloppið, sneri toll-
stjórnin séi’ til flotamálaráðu-
neytisins og skömmu síðar var
Heinkel-flugvél send á stað,
sem skyldi hjálpa til að hand-
við smyglara
sama smyglarana.
Eftir hálfs annars klukku-
tima kappsiglingu mílli smygl-
arabátsins og kafbátsins var
fjarlægðin milli þeirra næstum
óbreytt og voru þeir þá komn-
ir inn íyrir sænsku landhelgis-
línuna. Skipstjóri kafbátsins
sendi því skeyti til flotamála-
ráðuneytisins þess efnis, hvort
leyfilegt væri, að lialda eltinga-
leiknum áfram í sænslcri land-
lielgi. Var því svarað játandi.
Nokkru seinna skaut kafbátur-
inn nokkrum aðvörunarskot-
um. Það bar tilætlaðan árang-
ur. Smyglarabáturinn stöðvaði
ferðina og eftir nokkurn tíma
lá hann við hlið kafbátsins og
nokkru síðar kom tollskútan.
Tollmennirnir hófu nú rann-
sókn. Áfengi fannst ekki, enda
voru öll líkindi til að þeir hefðu
losað sig við það á ílóttanum.
Formaður skipsins var þekktur
smyglari, sem venjulega geng-
ur undir nafninu Kölle. Alls
voru 6 menn á bátnum. For-
mennska Kölle og að báturinn
hafði haldið ferð sinni áfram,
þrátt fyrir ítrekuð stöðvunar-
merki, var talin næg ástæða
til að taka alla þessa náunga
fasta.
Thomsen ákvað að draga
bátinn inn til Kaupmannahafn-
ar, en Kölle og hásetar hans
neituðu að hjálpa nokkuð til
við það ferðalag. Fyrst eftir að
lagt var á stað reyndu þeir
að höggva sundur festarnar
milli skipanna, en heppnaðist
það ekki. Voru þá 7 hermenn
sendir yfir til þeirra og höfðu
þeir þá hægara um sig, það
sem eftir var leiðarinnar.
Orsökin til þess, að smygl-
arabátnum hafði gengið ver en
venjulega, var sú, að einn af
mótorunum hafði sprungið af
völdum ofmikillar kyndingar.
En báturinn gekk fyrir þrem-
ur mótorum og var hver 265
hestöfl.
Þessi eltingaleikur við
smyglarana þótti stór frétt í
Danmörku og mikið frá þessu
sagt í dönskum blöðum. Hafa
smyglarar að vísu oft verið
teknir þar áður, en sjaldan
sýnt jafnharða mótstöðu eða
kafbátar og flugvélar tekið
þátt í eftirleitinni.