Nýja dagblaðið - 13.05.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 13.05.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A 8 DAGBLAÐIÐ NtJA DAGBLAÐIÐ Utgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjai-nargötu 39 Sími 4245. R itst j ómarskj-i f s to f u r: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 232,3. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Sparnaðarhjal spekúlantaana Andstæðingar samvinnu- manna bei'jast nú með ýmsum íurðulegum vopnum. Þeir finna, að hér er um það barizt, hvort fjármagn það, sem ríki og bánkar hafa yfir að ráða, eigi að ganga til heilla alþjóðar eðahverfa í hít íhalds. forkólfanna. Enn á ný er hafið upp í blöðum þeirra blekkingaspan- gólið um það, að þeir ætli að „rétta við fjárhaginn“. Að þeir vilji og ætli að spara fé hins opinbera. Að þeir skuli sjá um, að dregin séu saman útgjöld ríkis og bæja. Lítið þá, lesendur, htla stund á staðreyndir málanna í þeirra eigin verkahring. Hafið þið heyrt að form. í- haldsílokksins, borgarstjórinn í Rvík, vilji ólmur spara bænum eitthvað af þeim 17 þúsund kr., sem honum er goldið fyrir að vera „til viðtals" 3 klst. á viku, en hafa annan mann til þess að gegna störfum embætt- isins, líka hálaunaðan af bæn- um? Hefir það lieyrst, að hafn- ararstjóri sé ólmur eftir því, að bærinn spari við sig eitthvað af þeim 18 þús. kr., sem til hans hrjóta árlega? Hefir rafmagnsstjóri sótt það fast, að eitthvað yrði spar- að af þeirri óveru (laun hans eru 22 þús. kr. á ári), sem í hans hlut drýpur frá gjald- endum bæjarins? ' Er ekki sá Thórsbróðirinn, sem kvað taka 2 þús. kr. á mánuði fyrir að selja lífsbjörg fátækra fiskimanna, bráðsólg- inn eftir því, að eitthvað verði sparað af þessum 24 þúsundum árlega? Og veit einhver til þess að Ólafur Thors sé farinn að spara við sig eitthvað af því ágóðafé, sem fátækir sjómenn innvinna honum á Kveldúlfs- togurunum? Og svona mætti lengi spyrja. Nei! Háu hrópin um að spara fé hins opinbera, þau hafa allt aðra merkingu. Þau þýða að almenningur skuli spara og umfram allt, að við alþýðuna til sjávar og sveita skuli sparað. Sparnaðar- hróp íhaldsmanna þýða sparn- að á ríkisfé til verklegra fram- kvæmda, minna fé tii styrktar menningu og fræðslu, minna til lífsframfærslu vinnandi fólks- ins í landinu. Sé svona stjórnað, er lítil hætta á skatti liárra tekna. Meðan Jón Þorl., Ólafur Námsefftirlit Eftir Sigurð Helgason skólastjóra á Klébergi. Allmikil brögð hafa þótt að því, að kennarar og skóla- nefndir hér á landi beri ekki þá gæfu til samstarfs, sem æskilegt væri. Þessum aðilum er falið vandasamt og ábyrgð- armikið starf í þágu fræðslu og uppeldis, og er því allmikið undir því komið, að hvorir- tveggja leysi hlutverk sín sem bezt af hendi, og illt til þess að vita, ef misklíðarefnin eru lítils eða einskis virði, eins og oft er látið í veðri vaka. — En því miður virðist þessi ágrein- ingur eiga sér dýpri rætur — alstaðar þar, sem hans verður vart — en venjulegt dægur- þras og hversdags-nöldur. Það virðist meira að segja furðu gegna, að ekki skuli enn meir hafa borið á átökum milli þessara tveggja aðila, en raun ber vitni um. Sú fullyrðing liggur nærri, að kennurum hætti of mikið við að láta ekki til sín taka margskonar van- rækslur skólanefndanna á ský- lausum fyrirmælum og reglum fræðslulaganna, jafnvel þó að þær skaði starfsemi þeirra með ýmsu móti, og komi mest og verst niður á þeim. En þrátt fyrir það þó þetta megi segja um ýmsa menn í kennarastétt- inni, þá eiga þeir jafnframt margt til afsökunar. Það er til dærnis augljóst hversu margir kennarar hafa slæma aðstöðu til að láta til sín taka á þessu sviði, og kjósa þá frekar að hafa frið við aðra menn, held- ur en árangurslitlar eða jafn- vel árangurslausar deilur. Þar að auki eru sumir kennarar svo í sveit komnir, að skóla- nefndirnar hafa ráð þeirra í hendi sér að miklu leyti, svo að þeir eru bundnir í báða skó, þrátt fyrir samtök kenn- arastéttarinnar og aðrar endur- bætur á aðstöðu, sem komið hefir með vaxandi hörku lífs- baráttunnar á síðustu árum. Þögn og aðgerðarleysi þeirra kennara, sem þannig eru í sveit settir, hefir við eðlileg rök að styðjast. Svo eru auð- vitað í kennarastétt nokkrir menn þannig af guði gerðir, að þeim vex ekki í augum, þó ekki sé allt sem heppilegast í fram- kvæmdum og hugarfari skóic- Thors og þeirra sálufélagar hafa 17—30 þús. kr. árslaun, á bóndinn að spara við sig brýn- ustu nauðþurftir, menntun við böm sín, endurbætur á bæ sínum o. s. frv. Og méðan af- urðasalinn nælir sér í 24 þús. kr. fyrír að fást við sölu fiskj- ar, á sjómaðurinn, sem fisk- inn veiðir^ að láta sér nægja nauman skamt og skorinn, sér og sínum til framfærslu. Þetta er sparnaðarpólitík í- haldsmanna, sú raunverulega og rétta, sönnuð með dæmum úr þeirra eigin verkahring. nefndanna, sem þeir starfa með. Og að lokum njóta margir þeirrar heppni, að starfa með víðsýnni og áhugasamri skóla- nefnd, sem metur mikils vöxt og viðgang fræðslumálanna, og finna þá síður hvar skórinn kreppir að, þegar ekki er við eigin i-eynzlu að st.vðjast. Og það virðist mér einsætt, að ein- mitt frá kennara, sem svo vel er settur, sé helzt að vænta gagnrýni á gerðum skólanefnd- anna. Og þó að það sé illa farið, að kennarar og skólanefndir skuli ekki bera þá gæfu til sam- þykkis, sem æskilegt væri, get- ur það ekki á nokkurn hátt talizt furðulegt, svo ólík sem viðhorf kennaranna og skóla- nefndanna eru að mörgu leyti, að minnsta kosti í sveitum. Kennarar eru að jafnaði á- hugamenn. Bætt alþýðumennt- un er hugsjón þeirra og tak- mark, sem flestir þeirra eru staðráðnir í að helga starf sitt og krafta. Þeir taka því við stöðum sínum með þeim ein- læga ásetningi, að rækja þær vel og láta störf sín fara mynd- arlega úr hendi. Fáir kennarar líta á starf sitt eingöngu sem tekjustofn, þeim til fæðis og klæðis. Þeim er það ljóst, að það krefst meira en almennrar skyldurækni, árvekni og allmik. illar sjálfsafheitunar. — Þeir eru því yfirleitt í andstöðu við allt það, sem hindrar þá í störfum þeirra og dregur úr árangri þeirra, enda þótt þeir íai tilskilda borgun fyrir þau. Kennarar eru auk þess að jafn- aði sæmilega að sér í því, sem að kennslu og skólamálum lýt- ur. Þó er algengt að gengið sé framhjá tillögum þeirra eða þeir ekki spurðir ráða í slík- um efnum. Enda ber skóla- nefndunum engin skylda til að taka þær til greina, en það at- riði í fræðslulögunum verð- skuldaði nánari athugun. En það eru menn af allt öðru sauðahúsi, sem oft gerast nán- ustu samverkamenn kennar- anna, þegar þeir taka við störf- um sínum. Það eru þeir menn, sem mestu ráða í sveitum og kauptúnum, betri bændur til sjávar eða sveita, kaupmenn eða prestar, menn, sem stund- um eru áhugasamir um fram- farir alþýðumenntunarinnar en stundum ekki. Oft hafa þessír menn ótrú á kennurum og gagnsemi skólanna og líta svo á, að börn séu í skólanum af því að það er borgaraleg skylda, en ekki af því, að þau hafi gag-n af því. Öll aðbúð fræðslumálanna lijá slíkum mönnum fer eftir þessari grundvallarskoðun. Framlög til skólanna eru svo nánasarleg', að því verður naumast trúað að óreyndu. Skólarnir eru þar af leiðandi allslausir af Framh. á 4. síðu. Iðnaamband byggingamanna Reykjavik Tilkynning Þriðjudaginn 15. þ. m. tekur skrifstofa vor til starfa í húsi Mjólkurfélags Reykjavíkur, Ilafnarstræti 5 þriðju hæð. Frá þeim degi að telja ber öllum þeim sambandsfélögum er verk taka að sér, sem fer yfir kr. 500.00, hvort heldur er tíma- eða ákvæðisvinna, að gjöra skriflegan samning, þar að lútandi við þann er verkið kaupir, ’ og sýna samninginn á skrifstofunni áður en byrjað ei' á verkinu. Slíkar samningsgjörðir annast skrifstofan, sé þess óskað. Rvík, 14. maí 1934. F. h. skrifstofu Iðnsambands byggingamanna. Ólafnr Pálsson. flj w • W -j " i» r _ in s S 41 P bt }h > 4» O. _ ” 2 o S OT3 10 | fi 0> O) a s s 3 - LITUN - HRftÐPREfíUN-l -HRTTRPRE/7UN KEMI/K FBTR OG JKINNVÖRU = HRE.IN/ UN ~ Afgreiðsla og hraðpressun Laugaveg 20 (inngangur frá Klapparstíg). — Verksmiðjan Baldursgötu 20. Sent gegn póstkröfu um allt land. Sími 4263. — Pósthólf 92. Móttaka hjá Hirti Iljartarsyni, Bræðraborgarstíg 1. Sími 4256. — Afgreiðsla í Hafnarfirði í Stebbabúð, Linnetsstíg 1. — Sími 9291. Ef þér þurfið að láta gufuhreinsa, hraðpressa, lita eða kemisk-hreinsa fatnað yðar eða annað, þá getið þér verið fullviss um, að þér fáið það hvergi betur né ódýrara gert en hjá okkur. — Munið, að sérstök biðstofa er fyrir þá, er bíða meðan föt þeirra eða hattur er gufuhreinsaður og pressaður.. Sendum. — Allskonar viðgerðir. — Sækjum. Höfum til: arðyrkjuáhöld ýmiskonar, meðal annars g-arðsprautur til að sprauta með vökva, og físibelg-i til að dreifa með dufti, til varn’ar gegn k artöf lu m y gl unni. Samband ísl. samvinnufélaga Yalið spaðkjöt fyrirliggjandi hjá . samvinnufélaga Simi 1080.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.