Nýja dagblaðið - 16.05.1934, Side 3

Nýja dagblaðið - 16.05.1934, Side 3
N Ý j A BAGBLAÐIÐ 8 ( NfJADAGBLAÐIÐ | Útgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“ f Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39 Sími 4245. Ritstjómarskrif stofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. ÁBkriftargj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura oint. | Prentsmiöjan Acta. | Löggjöf um vínnudeilur Sá ofbeldis hugsunarháttur og virðingarleysi fyrir lögum og rétti, sem þróast heíir hér á landi 2—3 allra síðustu ár- in, er eitt. hið ískyggilegasta fyrirbrigði í íslenzkum stjórn- málum. Ef ekki lánast að kveða niður þann ófögnuð, er ný Sturlungaöld yfirvofandi og sjálfstæði landsins í voða. Og þó að til kunni að vera menn, sem láta sér fátt um finnast íslenzkt þjóðerni, ætti það þó að vera sameiginlegur vilji allra viti borinna manna, að forða sjálfum sér og afkomend- um' sínum frá því að komast í klærnar á erlendu peninga- valdi, sem færi með þjóðina eins og gert var verst á fyrri öldum. Af slæmum tíðindum má stundum mikið læra, og svo er nú. Það sýnir sig, að það er ekki hættulaust fyrir þjóðfé- lagið að búa við dáðlausa, í- haldssama landstjórn og spillt réttarfar. Það er enginn gæfu- gróður, sem upp af því sprett- ur, að láta fjárgiæframenn og svikara ganga lausa til spotts og svívirðingar réttvísinni og hafa dæmdan mánn í dóms- málaráðherrasæti. Það er dýrt að búa við það 'stjómarfar, sem méð skilningsleysi og rangsleitni leiðir fljótlega ung- méimi til skaðlegs fjandskapar gegn þjóðfélaginu. Það er lýð- ræðinu dýrkeypt stjórnar- ástand, sem hefir sexfaldað kommúnistalið höfuðstaðarins. á tveim síðustu árum. — Og það er dýrt, að íáta þann flokk komast í valdaaðstöðu, sem nú tekur uppivöðslu kom- múnista sem kærkomið tilefni til að efla sinn eigin óaldar- lýð, þingræðinu til höfuðs. Það er enginn vafi á því, að fólskuverk hinna æstu kom- múnista í kaupstöðum norðan- lands þessa dagana, eru sann- kölluð gróðrarskúr fyrir það pólitíska illgresi, sem nú er að vaxa upp í skjóli íhaldsflokks- ins. Sérhver atburður eins og þeir, sem nú hafa gerst á Ak- ureyri, Siglufirði og Húsavík, eykur svörtu hættuna á íslandi. Framferði kommúnista, æs- ingjaseggjanna fyrir norðan, hefir með réttu vakið almenna andúð. Sú andúð er sízt of sterk. Almenningsálitið hefir kveðið upp sinn dóm. Lang- þreyttur almenningur hefir tekið til sinna ráða til að sýna þessum mönnum, að þeim sé ekki allt leyfilegt, þó að þeir Námseff irlit Ettir SigurÖ Helgason skólastjóra & Klébergi Sjúkrasamlag Reykjayíkur Iðgjöldin lækkuðu 1. þ. m. um 50 aura á mánuði. Lækkun þessi nær ekki til þeirra iðgjalda, sem fallin voru í gjald- daga fyrir 1. maí. Að gefnu tilefni eru samlagsmenn ámixmt- ir um að hafa gjaldabækumar ávallt með sér þegar þeir fara • til læknis, annars geta þeir átt á hættu að fá ekki afgreiðslu. Framh. Það fylgir með, sem sjálf- sagður hlutur í slíku umhverfi, að stöðugt er verið að bauka við að brjóta fræðslulögin. Stundum á að láta bömin sleppa einu ári, pörtum af skólatímanum árlega eða öðr- uni hvoruni degi, af því að for- eldrar þeirra eru fátækir og þörf fyrir vinnu barnanna heima fyrir. Stundum af því, að börnin geti ekki lært svo mikið, að það geti borgað sig fyrir aðstandendur þeirra að láta þau vera í skóla, einkum ef þau eru komin yfir skóla- skyldualdur og liafa fallið við próf. Stundum eiga þau að fara úr skólanum fyrir tímann, af því, að aðstandendur þeirra halda, að þau séu búin að læra allt það, sem kennarinn getur leiðbeint þeim um. Loks á stundum að veita börnunum undanþágu, af því að foreldrar þeirra séu svo efnuð, að lík- legt megi telja, að þau geti kostað börn sín í skóla síðar, til að mynda alþýðu- eða ung- lingaskóla. Sama máli gegnir um eftir- litið með fræðslu ðskóla- skyldra barna, þar sem skóla- skyldan miðast við 10 ára ald- ur. Það er víða minna en ein- skisvirði. En það er, sem kunn- búi í landi, þar sem réttvísin er fótum troðin af dómsmála- stjórninni. En hinar svokölluðu „vinnu- deilur“, sem kommúnistar hafa stofnað til fyrir norðan, vekja nú upp gamalt, áður vanrækt, viðfangsefni. I blöð- um Framsóknarmanna hefir hvað eftir annað verið vakið máls á því, að hér á landi vanti lög um vinnudeilur. Slík löggjöf er löngu fyrir hendi í nágrannalöndunum, svo sem Englandi og Danmörku. Slík löggjöf verður að vera til og ákveða um það fyrirfram, hverjar vinnudeilur séu lög- legar og hverjar ekki. 1 Dan- mörku, þar sem verkamenn eru við stjórn, var fyrir fáum dög- um dæmt ólöglegt kommún- istaverkfall, sem stofnað hafði verið til að óvilja mikils hluta verkamanna. Og þeir, sem dæmdir voru, urðu að beygja sig fyrir þessum lögum, sem viðurkennd hafa verið af allri þjóðinhi. Eitt enn: Ríldsstjórnin er búin að eyða 340 þús. kr. af fé landsins . 1 heimildarleysi í gagnslausa varalögreglu. En vatnsbílinn, sem! lögreglustjór- inn í Reykjavík lagði til að fenginn yrði, hefir hún ekki viljað kaupa. Reynslan frá Siglufirði sýnir það nú, að slíkt áhald, sem jafnframt er hættulaust, er stórum áhrifa- meira til að koma í veg fyrir óeirðir en nokkur varalögregla. ugt er, einn hinn versti þránd- ur í götu fyrir eðlilegum framförum og starfsemi skól- anna, að bömin koma ólæs og illa undirbúin, þar sem gert er ráð fyrir slíkri undirstöðu. Ekki sízt er þetta bagalegt þar sem farkennsla er eða aðrir skólar, sem starfa skamman tíma. Þar sem skólatíminn er lengri, geta kennararnir frekar bætt úr fyrri vanrækslum. Niðurfærzla skólaskyldunnar til 8 eða 7 ára aldurs á enn langt í land, að minnsta kosti í sveitum. Lenging skólatím- ans er heldur ekki vel séð. 7 mánaða skóli í staðinn fyrir 6 er meira að segja þyrnir í augum margra góðra manna. Hér hefir nú verið drepið á nokkur algeng deiluefni kenn- ara og skólanefnda, einkum í sveitum og ' smærri stöðum. Fátíðara er hitt, en þó langt frá að vera dæmalaust, að skólanefndir séu óþarflega tal- hlýðnar við þá menn, sem bera kennara sökum fyrir ókristi- legt hugarfar og rangfærslur á kristnum fræðum, eða of mikið frjálslyndi í félagslegum efn- mn. En það mætti öllum vera ljóst, að lítil ástæða er til að gefa gaum slíkum ásökunum. Þeir, sem ákafastir eru í þessu efni eru að jafnaði hreinir og beinir hræsnarar eða kyrstöðu- menn, sem eru á verði gegn hverri nýlegri hugsun. Að minnsta kosti þekki ég þess engin dæmi, að kennarar séu bornir sökum fyrir að halda að börnunum dauðum bókstaf úr- eltra kennisetninga eða of mikla fastheldni við gamlar venjur og gamlar hugmyndir, sem þó væri margfalt eðlilegra. Enda þótt kennarastéttin hafi ekki látið það, til sín taka, þótt skólanefndirnar van- ræktu að ýmsu leyti skyldur sínar og væru stéttinni ullt annað en þarfar, og eins fram- förum alþýðufræðslunnar, þá hefir hún þó fyrir löngu fundið hvar skórinn kreppir að. Er nú orðið alllangt síðan, að um- ræður hófust um þessi efni meðal kennara. Kom það fljótt í ljós, að þörf væri einhverra umbóta, og sem tilraun í þá átt voru námstjóraembættin stofnuð árið 1930. Enginn vafi er á því, að þar var stefnt í rétta átt. En þeg- ar þeir byrjuðu störf sín skorti ekki hrakspár úr ýmsum átt- um. Reynt var að gera ný- breytni þessa grunsamlega frá pólitísku sjónarmiði og það var fárast mjög yfir fé því, sem veitt var í þessu skyni. En um sama leyti var létt af ríkis- sjóði kostnaðinum við árleg próf í barnaskólum, og hefir við þá ráðstöfun vafalaust spar- ast meira fé en sem nam eftir- litskostnaði námsstjóranna. Og eitt merkilegt tímarit lét í ljósi þá skoðun sína, að allur þessi kostnaður yrði til einskis, að minnsta kosti væri ekki árang- ur sjáanlegur. En þegar það var ritað, hafði námseftirlitið ekki starfað nema eitt ár og ætti þó hverjum skynbærum manni að vera það fullljóst, að það er nokkuð stuttur tími, þegar litið er á þróun alþýðu- fræðslunnar í heild sinni, eins og hún gerist bæði hér og ann- arsstaðar. En þetta námseftirlit var ekki framkvæmt nema 2 ár, síðan hefir því verið frestaö frá ári til árs í sparnaðarskyni, eins og öðrum óþörfum munaði. Enda hefir víst ýmsum góðum bændum, prestum og jafnvel alþingismönnum fundist námseftirlitið vera óþarfa hnýsni í efni, sem þeim einum kæmi við, þar sem þeir ættu ríkjum að ráða, og ekki ávalt koma þeim þægilega. En þeim, sem höfðu áhuga fyrir framför- um alþýðumenntunarinnar,virt- ist fara mjög vel á því, að nokkru af eftirliti með skólum og skólahaldi væri létt af skóla- nefndunum og fengið náms- stjórunum í hendur. En á hinn bóginn var svo að þeim búið, að útilokað var, að þeir gætu beitt sér eins og æskilegt hefði verið. Þeir voru allir starfandi kennarar og unnu störf sín án endurgjalds, að undanskildum kostnaði þeim, er eftirlitinu fylgdi. Af þessu leiddi, að þeir reyndu að framkvæma eftirlitið á sem skemmstum tíma, en þrátt fyrir það gat ekki hjá því farið, að skólarnir, sem njóta áttu aðal starfskrafta þeirra, liðu við fjarveru þeirra. En þi-átt fyrir galla fyrir- komulagsins, hefði mátt vænta all mikils árangurs af störfum þeirra síðar meir. En engir skynbærir menn búast við miklu af slíkri starfsemi eftir eitt eða tvö ár. Og eins og fór, hefir það ef til vill haft mesta þýðingu, að sýna mönnum fram á að aukið eftirlit frá því opinbera með framkvæmd fræðslulaganna er nauðsynlegt og að þess eftirlits er ekki að vænta frá skólanefndum eða öðrum mönnum.sem láta sig alþýðufræðsluna litlu skifta, heldur frá þar til kjörnum mönnum úr kennarastétt. Undanfarin reynsla hefir líka gefið góðar bendingar um það, hvernig bæta verður aðstöðu námsstjóranna þegar þeir að nýju hefja störf sín. Fyrsta og sjálfsagðasta krafa kennara- stéttarinnar er sú, að námsstjór arnir hafi ekki önnur störf með höndum en þau, sem embætti þeirra leggur þeim á herðar og fái fulla borgun fyrir. Af þessu leiðir, að óþarft er að hafa þá eins marga og áður var. Nægi- legt ætti að vera að skifta land- inu niður á 8 námshéröð. — Hver námsstjóri ætti að ferðast um umdæmi sitt þrisvar sinn- um yfir námstímann, í byrjun skólaárs, um miðjan vetur og undir vor. Þá lituþeir eftir við- haldi skólahúsa, skoðuðu húsa- ! kynni farskólanna, litu eftir að skólarnir hefðu nauðsynleg og lögboðin kennslutæki, prófuðu að vorinu skólaskyld börn, hefðu eftirlit með, að þau væru ekki látin kornast undan skóla- skyldu sinni, einnig yrðu þeir að hafa eítirlit með kennslu óskólaskyldra barna. Þeir yrðu að hafa fullt vald til að banna óhæfa kennslustaði, til að skipa fyrir um viðhald skólahúsa og kaup á nauðsynlegum kennslu- tækjum. Próf þeirra yrðu að vera rétthærri en próf þau, sem prófdómarar og kennarar skólahéraðanna kynnu að halda, enda yrðu þau að mestu óþörf, og fullnaðarpróf nem- enda yrðu að mestu leyti und- ir þeirra umsjá. Ýms fleiri störf og eftirlit liggur beint við, að námsstjór- arnir hafi á hendi, leiðbeini kennurum með eitt og aimað og séu þeim ráðunautar. Einangr- unin, sem fylgir dreifbýlinu er mörgum kunnugum út um land mikið mein, þeir hafa lítil sam- bönd við stétt sína og geta margir ekki aflað sér þeirra blaða og bóka, sem þeim eru nauðsynleg og verða þar af leiðandi aftur úr, þegar frá líður. Þessum kennurum yrðu heimsóknir námsstjórannamik- ill léttir og stuðningur.-- Sjálfsagt virðist ýmsum, að hér sé litið of dökkum augum á ástand fræðslumálanna og að- búnað þeirra á landi hér. En auðveldlega er hægt að nefna ýms dæmi þessu máli til stuðn- ings víðsvegar að. Og það virð- ist sorglega oft verða ofan á. að þeir, sem betur vita og bet- ur vilja styðja framfarir al- þýðumentunarinnar hér álandi, lúti í lægra haldi fyrir hinum, sem hvorki hafa víðsýni né vilja til að styðja þau mál. Veit ég þó vel, að víða má sjá þess merki, að góðir menn hafi verið að verki, og skilningur samfara miklum framkvæmd- um hafi átt sér stað. Og það er vel þar sem svo er. Svo vil ég ljúka þessum lín- um með þeirri áskorun til kennara að taka þetta mál til alvarlegrar athugunar á næsta kennaraþingi á þeim grund- velli, sem hér er bent á og slá ekki af kröfum sínum í því efni. Klébergi í febrúar 1934. Sigurðiu* Helgason.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.