Nýja dagblaðið - 23.05.1934, Side 1

Nýja dagblaðið - 23.05.1934, Side 1
Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Mýra- og Borgarfj.s. Á aðalfundi Framsóknarfél. Borgfirðinga voru ákveðnir frambjóðendur Framsóknarfl. Bjarni Ásgeirsson alþm. Reykj- Framboð íhaldsins í Reykjayik HarOvítugar innbyrðisdeilur hafa staðið hjá íhaldsmönnum út af framboði þeirra í Reykjavík. Skipulag afurðasölunnar Fyrir nokkrum missirum benti Jón Ámason á 1 Tíman- um, að sjálfsagt væri að lög- bjóða að blanda smjörlíki með smjöri, gera smjörlíkið, þessa algengu fæðutegund, hollari og skapa um leið síaukinn markað fyrir smjörframleiðsluna í land- mu. Alþingi tók upp þessa vit- urlegu tillögu J. Á. og gerði lög um þetta efni. En nú vantar smjör í landið. Smjörlíkið er enn lítið blandað og oft ekkert. Ráðagerð Framsóknarmanna um stór aukið landnám, um samvinnubyggðir, byggist ekki sízt á vissunni um þennan mikla innlenda markað fyrir smjör. Jón Ámason tók málið um skipulag afurðasölunnar í heild sinni fyrir í miðstjóm Fram- sóknarflokksins í sumar sem leið, og þeir Eysteinn Jónsson og Jón lögðu þar allan grund- vö'll að þeirri baráttu. Tveir þriðju hlutar af kjötframleiðsl- unni er notað í landinu, og stundum fer meir en helmingur af verðinu í milliliði, marga al- óþarfa. Um mjólkina er það að segja að bóndinn austanfjalls fær oft ekki nema V3 af því verði, sem neytandinn borgar í Reykjavík. Þar er talið að séu 100 mjólkurbúðir, en þyrftu ekki nema 10. Allt hitt eru óþarfa útgjöld fyrir bændur og neytendur. Skipulagningin er í því fólgin að fækka milliliðum og minnka óþarfan kostnað, og láta báða hagnast, bóndann sem framleiðir, og bæjamann- inn, sem kaupir. Gott dæmi um þýðingu skipulags er það, að bændur í Eyjafirði fá meira fyrir hvem lítra af mjólk sinni, heldur en bændur austanfjalls. Þó er mjólkin meir en x/3 ódýrari á Akureyri en í Reykja. vík. Glöggir bændur telja að ágóðinn af skipulagningu kjöt- sölunnar myndi fyrir meðalbú alltaf geta orðið 300 kr. án þess að verðið hækkaði sýni- lega í bæjunum. Bjargráðið, sem allir sáu. Mitt í erfiðleikum kreppunn- ar fundu allir, að hér var um að ræða stærsta hagsmunamál bænda. Tr. Þ. viðurkenndi í blaði sínu, að Kreppulánasjóður væri ekkert framtíðarúrræði, nema ef bóndinn fengi meira f-yrir afurðir búanna. Hann taldi ósennilegt, að íhaldið yrði gagnlegt við þessa löggjöf, af því að hún gengi að nokkru út á að þrengja kost milliliðanna. Tr. Þórhallsson viðurkenndi að þessa löggjöf myndi verða að framkvæma af Fram- sóknarflokknum og Alþýðu- flokknum. Og honum fannst slíkt samstarf geta verið eðli- legt. Allt átti að hækka, Ilærra verð fyrir kjötið til handa Itændum. Hærra kaup handa verkamönnum. Eysteinn Jóns- son og Tr. Þ. unnu um stund að bví að mynda san.bræðslu- stjórn til að hrinda þessu máli í framkvæmd. öll miðstjórn Framsóknarflokksins og lang- samlega mestur hluti þing- flokksins vildi þessa lausn. Það var að hrinda í framkvæmd stærsta atvinnumáli bændanna. Það var að láta rætast þeirra •stóru bón. Tveir þingmenn eyðilögðu • þetta. En á bak við þá stóð Þorst. Briem. Hann átti aðra bón fram að bera, bón hins pólitíska spekulants. Hann vildi fá að lafa í stjórninni fáeinum mánuðum lengur. Hann og Jón vissu, að þeir myndu falla í Dölum og Húnaþingi. Þeim datt sá ófamaður í hug að spekúlera fyrir sig, en skaða umbjóðend- ur sína. Þeir afréðu að setja upp sprengiflokk í því eina skyni að reyna að komast inn sem uppbótarþingmenn. Þeir treystu á vinsældir Tr. Þ. á Ströndum. Hann átti að draga þessa tvo menn inn í þingið. Til að uppfylla þeirra bæn, varð að setja mál bændanna í hættu.' Bændastéttin er beðin að svíkja ' sjálfa sig, dreifa kröftum; sín- um frá sinni lífsbaráttu, og liðsinna tveim spekúlöntum, sem ekki geta komizt að í neinu kjördæmi. Hvað áttu verkamenn að fá? Bændur áttu að fá sína bæn uppfyllta. Þeir áttu að fá skipu- lagningu á innlendum markaði. En verkamenn áttu í sinn hlut að fá það, að samið yrði um kaup þeirra í opinberri vinnu með hliðsjón af taxta atvinnu- rekenda og verkamanna í næsta kaupstað eða kauptúni. Þetta var ekki nema að nokkru leyti mál verkamanna. Það var líka stórmál fyrir bændur, alvey Framh. á 4. síðu. um í Mýrasýslu og Jón Hann- esson bóndi í Deildartungu í Borgarf j arðarsýslu. Stjórnarskifti í Búlgaríu Hin nýja sfjórn situr við stuðn- ing hersins og hefur atnumið jiingræðið og tekið sér einræð- isvald. Grunur leikur á, að konungurinn sé fangi hinna nýju stjórnenda London 21./5. kl. 17. FÚ. 1 1 Búlgaríu er allt rólegt síð- i an nýja stjórnin tók við völd- um á laugardaginn. Stjómin er aðallega skipuð herforingj- um og fyrst og fremst háð hernum, en er í andstöðu við hina gömlu flokka í landinu. Stjórnin hefir þegar afnumið þingið í landinu, en sett á lagg- irnar í staðinn nýja þingsam- komu, og sitja á því þingi 100 fulltrúar, og eru 75 þeirra til- nefndir af stjórninni, en 25 af atvinnusamböndum í landinu. London 22./5. kl. 17. FÚ. Búlgaríufregnir segja, að í Sofia sé allt nokkumveginn eins og það eigi að sér að vera og að herstöðvar séu nú ein- ungis hafðar til öryggis við op- inberar byggingar. London 22./5. kl. 17. FÚ. í gær voru stjórnardeildirnar fengnar í hendur hinum nýju yfirmönnum þeirra. Allt virð- ist vera rólegt í landinu, en menn gera ráð fyrir því, að í Makedoníu muni geta komið til óeirða, en það er erfitt að fá þaðan áreiðanlegar fregnir. Fregnum ber ekki saman urr það, hvernig stjórnarDreyting- in hafi verð framkvæmd. Bor- is konungur tók á móti nýju ráðherrunum í höll snni í gær.' Konungurinn hefir ekki sézt-| opinberlega síðan stjórnarbreyt ingin varð og þessvegna hefir komið upp orðasveimur um það, að hann sé í raun og veru fangi í höll sinni og að hernum hafi tekizt að koma á stjómarbreyt- ingunni einungis vegma þess, að hann hafi umkringt höllna áður. Deilt hefir verið um Guðrúnu í Ási, Sigurð Heimdallarritstjóra, Helga Hermann 0. fl. Þessar innbyrðis róstur sýna, að íhaldið er sundurlyndur, ósamstæður og þar af leiðandi deyjandi flokkur, Á Varðarfundi 18. f. m. var kosin nefnd til að ráða vali manna á lista íhaldsflokksins við Alþingiskosningamar í Rvík. 1 nefndina vom valdir ó- lafur Thors, Guðmundur Ás- björnsson, Vigfús frá Engey, Ámi frá Múla, Sigurður Heim- dallarritstjóri og einhverjir fleiri. Þessi nefnd hefir nú haldið marga fundi og auk þess hafa ýmsar klíkur íhaldsmanna hér í bænum haft fundi um þetta mál. Og útkoman hefir alltaf verið sú sama: Vaxandi ósam- komulag og óánægja. Af fjórum þingmönnum Reykjavíkur á íhaldið nú þrjá, Magnús Jónsson prestakennara, Pétur Halldórsson bóksala og Jakob Möller. En þingmanna- tölu Reykjavíkur fjölgar nú upp í sex. Ihaldsmenn þeir, sem bjartsýnastir eru, gera sér von um að vinna hér fjögur þingsæti. Um fjögur efstu sætin á list- anum hefir því baráttan staðið. Um Magnús og Pétur munu flestir hafa verið sammála. Iiinsvegar hafa staðið megn- ustu deilur um Jakob Möller. Hann er allra íhaldsmanna ó- vinsælastur hér í bænum, þeirra sem við opinber mál fást. 1 bæjarstjórnarkosningunum síð- ustu strikuðu fjölmargir nafn hans út af íhaldslistanum og hans út af íhaldslistanum eða færðu hann niður. — Þeir sem voru á móti honum, sögðu það því mestu óhæfu að hafa jafn óvinsælan mann ofar- lega á lista, þar sem það yrði sérstök heppni, ef hægt væri að vinna fjórða sætið. En Jakob hótaði með sprengiframboði eða kosningabandalagi við nazista. Og nú er það ákveðið að Jakob fari í eitthvert af þrem efstu ' sætum listans. Um fjórða sætið hefir þó að- al rimman staðið. Guðrún Lár- usdóttir gerði þegar kröfu um að fá það sæti. Hún þóttist launa verð fyrir langa og dygga fylgd við íhaldið. Þá mælti það með sér, að hún væri kona og gæti því ef til vill dregið eitt- hvað af kvenfólki, sem kýs eft- • ir kynferði, en ekki skoðunum. ' Jafnframt mun hún hafa hótað með framboði Gísla sonar síns. Sigurður Kristjánsson, ritstj. Heimdallar, sótti einnig fast að 'hreppa sætið. Hann þykir nú óboðlegur í kjördæmum úti á landi og veldur því ritstjórnar- ferill hans. Stuðningsmenn hans sögðu að Reykvíkingar væru svo sanntrúaðir, að það mætti bjóða þeim allt. Sigurður hafði líka talsmann í framboðs- nefndinni, þar sem hann var sjálfur. Þá sótti Jóhann Möller það fast að vera fjórði maður. ■ Ilann var fjórði maður á lista íhaldsins við alþingiskosning. arnar í fyrra, en þá var sætið líka algerlega vonlaust. Ileim- dellingar nokkrir munu hafa stutt þessa viðleitni Jóhanns. Þykir yngri mönnum íhaldsins yfirleitt, að hinir eldri menn sýni sér lítinn sóma. Fyrst var þeim synjað um þátttöku í framboðsnefndinni og svo fá þeir ekki mann í vonarsætið. Þá gerðu nokkrir iðnaðar- menn kröfu um, að fá yfirráð yfir fjórða sætinu. En áður en lengra var komið, urðu þeir ó- sáttir um, hver það sæti skyldi hljóta. Sumir vildu Helga Her- mann, en aðrir Einar Erlends- son byggingarmeistara. Þar með var það framboð úr sög- unni. Um þessa menn og nokkra fleiri hefir verið rifist fram og aftur í herbúðum íorystu- manna íhaldsins. Um miðjan dag í gær stóð það þannig, að Sigurður Kristjánsson var á- kveðinn í fjórða sætið og gömlu þingmennimir þrír í hin efstu. Jafnframt var ákveðið að Guðrún Lárusdóttir yrði í fimmta sæti, en óvísst hvort Jóhann fengi inni á listanum. í gærkvöldi var boðað til fundar í Varðarfélaginu og til- kynnti framboðsnefnd að þar ætlaði hún að skila af sér störf- um. Svo mikinn beig hefir hún af hinum óbreyttu liðsmönnum, . að hún gefur þeim ekki kost á • að sjá listann, fyr en það er orðið of seint fyrir þá að koma Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.