Nýja dagblaðið - 26.05.1934, Side 1

Nýja dagblaðið - 26.05.1934, Side 1
Kosningabomban verður tilrædísmönnunum að tjóni Lítilþægur maður Nýjar myndir úr lífl Magnúsar Ouðmundssonar Eftir Jónas Jónsson Ihaldið skilur nú fyrst, að hin pólitíska ofsókn þess á Hermann Jónasson verður því sjálfu til tjóns og smánar. Aðal vitníð, sem Mbl. og Visir hötðn kallað ódáða- mann og illvirkja, gengur úr trúariélagi kristinna manna til þess að þurfa ekki að sverja við þri- einan guð. Arnljótur Jónsson var lát- inn kveða upp dónl í hinu svo- nefnda „kollumáli“ daginn eftir að Hermann Jónasson var far- inn úr bænum á kosningafundi norður á Strandir. Hermann fékk fregnir af dóminum, er hann var staddur á ísafirði. Samstundis sendi hann Magn úsi Guðmundssyni ráðherra símskeyti, þar sem hann skorar á ráðherrann að mæta sér á þrem fundum í Skagafirði í júnímánuði, þar sem umræðu- efnið yrði: Dómsmálastj órn Magnúsar Guðmundssonar, og skyldi ræðutími vera jafn. Það fordæmislausa hneyksli hafði gerst í þessu máli, að Hermanni Jónassyni var neitað um að bera fram vörn í málinu. En aðal vitnið, Oddgeir Bárð arson, gekk úr trúarfélagi kristinna manna til þess að komast hjá því að staðfesta framburð sinn með eiði. Lét þá dómarinn sér nægja, að Oddgeir legði við „drengskap sinn“. Málinu verður vitanlega á- frýjað. Ihaldsmenn skammast sín Jafnskjótt og dómsúrslitin urðu kunn, birti Nýja dagblaðið þau í glugga sínum, eins og venja er hjá Reykjavíkurblöð- únum, þegar „söguleg“ tíðindi gerast. Aftur á móti þorði hvorki Mbl. né Vísir að birta fregnina í sínum gluggum. Svo sárnöpur er fyrirlitning- in og háðið, sem íhaldsblöðin og flokkur þeirra hafa áunnið sér í öllum þessum ljúgvitnaleik. Háttsettir íhaldsmenn lauma nú út orðróm um það, að þeirrj þyki minnkunn að málarekstr- inum, dóminum og því, að Her- mann Jónasson skyldi ekki fá að bera fram varnir í málinu. Og nú er reynt að kjína ósóm- anum á lögfræðingsnefnu þá, sem Magn. Guðm. lét fara með málið. Þetta eru einkenni hinnar kjarklausui klækimennsku. En það, sem vakti einna mesta athygli og spott þess fólks, sem þyrptist saman utan við glugga Nýja dagblaðsins, voru uppljósturslaun Oddgeirs Bárðarsonar. Þau voru: 12 krónur og 67 aurar Svo margir voru hans „silf- urpeningar“. Bændavinunum sagt tíl vegar Tilgangur „bændavinanna“ opinberaður af bandamönnum þeirra. Gísli Sveinsson lýsir eignarrétti ihaldsins á „einkafyrirtækinu14. Leyniþræðir íhaldsmanna til beggja handa eru nú sem óðast að koma 1 ljós. Miðstjórn flokksins stóð sjálf að stofnun nazistahreyfingar- innar. Það hefir nú sannast. Hitt sannaðist og austur i Vík fyrir fáum dögum, að íhalds- flokkurinn telur sig eiga Jón í Dal og Hannes frá Hvamms- tanga með húð og hári, og að ekki væri nema tímaspursmál þar til Tr.vggvi hyrfi inn í hjörðina. Gísli Sveinsson, sá sem allra þingmanna mest lagði opinber- lega lag sitt við nazistana, þakkaði Jóni í Dal, sem mætt- ur var á fundinum af hjartans feginleik fyrir svikin við Fram- sóknarflokkinn. Sagði hann í því sambandi, að Jóni þýddi ekkert að vera með nein láta- lætismótmæli, hann og þeir kumpánai' gætu bókstaflega ekkert annað við sig gert en að fara inn í íhaldsflokkinn. Og Jóni, aumingjanum, þrutu allai' varnir. 1 augum Skaftfell- inga varð hann að skoplegu og aumkunarverðu undri, sem enginn gat fengið sig til að leggja liðsyrði. Auk frambjóðanda Framsókn arflokksins, Guðgeirs Jóhanns- sonar, mætti á fundunum í Vík og Kirkjubæjarklaustri Jörund- ur Brynjólfsson alþm. Á fundunum gaf Gísli Sveins son alveg frá sér að verja ger- ræðisfyrirætlanir íhaldsins um það, að leggja niður hinar arð- sömu ríkisstofnanir til einka- gróða fyrir kaupmenn og heild. sala. Á Víkurfundinum áttu „bændavinirnir“ alls ekkert fylgi og í austursýslunni finnst héraðsbúum fremur torskilin og óvænt framkoma hins gamla fulltrúa þeirra, Lárusar í Klaustri. Framsóknarmenn boðuðu til fundanna og höfðu allir flokk- ar jafnan ræðutíma. Þegar Glaessen ferðast Hin „fína“ fjármála- mennska. Björn Gíslason er skjólstæð- ingur og að því er virðist mik- ill vinur Eggerts Claessen hæstaréttarmálaflutningsm. og fyrverandi stjórnanda íslands- banka. Bendir margt til þess, að Björn hafi numið lögspeki hjá Claessen, til þess að kunna skil á hvar lægju takmörk milli þess sem1 er rétt og- rangt í við- skiftalífinu. Og víst er um það, að oft tókst Birni að sigla kæn lega milli skers og báru. En þar kom þó að lokum, að Björn reyndist að hafa siglt of nærri blindskerjum og endaði með því að sjálfur hæstiréttur dæmdi hann sekan við að kalla allar greinar svikakaflans í íslenzkri hegningarlögg j öf, þrátt fyrir lengstu vörn í réttinum, sem sögur fara aí' og E. Cl. fram- kværndi. En seinustu fregnirnar af Framh. á 4. síðu. Það er lán fyrir íhaldið að eiga í fórum sínum jafn lítil- þægan mann og M. Guðrn. Hann er ánægður með öll sín axarsköft og þau eru mörg. Hann sýiiist jafnvel vera á- nægður með landhelgisgæzluna, sem hann þó hefir lagt í rústir. M. G. tók við gæzlunni í því ástandi, að þjóðin var ánægð með hana. Skipin voru örugg- lega á verði. Þau, einkum Æg- ir, sinntu mikið bjöi'gun, og gerðu þannig stórgagn, en juku um leið hróður landsins. Skips- hafnirnar lögðu sig vel fram og gættu ströngustu reglusemi um áfengi. Hvað gerir svo M. G? Hann hefir að jafnaði eitt skip á verði af þrem, en heldur þó fjórum skipstjórum á fullu kaupi og fjölda annara yfir- manna. Hann rekur í land og ofsækir með upplognum tylli- sökum sjóhetjuna Einar Einars- son, eingöngu til að þóknast togaraeigendum, sem óttuðust dugnað hans og ósveigjanlegan heiðarleik í starfinu. Kostnað- urinn óx stórum fyrir hvem gæzlumánuð, eftir því sem fleiri aðgerðarlausir menn voru á launum í landi. Togaratökur urðu fátíðar. Sektir í ríkissjóð stórminnkuðu. Björgun lagðist niður, nema þegar skip lágu laus og hvorki þurfti sjó- mennsku eða dugnað til að bjarga. Einar M. Einarsson tók með berum höndum skip út af söndunum eystra, sem Ægir og Óðinn undir yfirumsjón M. G. voru gengnir frá. Drykkjuskap- ur fór í vöxt í sambandi við gæzluna (sbr. hinn fræga dans. leik á Siglufirði). Eitt af fyrstu verkum M. G. var að taka á skipin aftur yfirmann, sem bú- ið var að þrautreyna að lækna, en án árangurs. Sú fram kvæmd sannaði skipshöfnunum, að M. G. tók eklti hart á því, þó að áfengi væri notað á varð- skipunum. Niðurstaðan er því sú, að landið eyðir stórkostlegu fé í gæzlu, en allsstaðar logar óá- nægja fiskimanna út af því, að innlendir og útlendir veiðiþjóf- ar vaði uppi og sópi fiskimiðin. M. Guðm. hafði sýnt hug sinn til landhelgisvarnanna er hann spillti ár eftir ár fyrir því, að eftirlit væri með misnotkun loftskeyta til íslenzkra togara- flotans. Þetta er hin almenna hlið málsins. Landhelgisgæzlan er eins og allt, sem íhaldið fram- kvæmir, dýrt, gagnslítið, með húsgangskenndum aumingjablæ enda fyrirlitið af öllum skyn- bærum mönnum, sem til þekkja. En þó að ekki sé skemmti- legt að taka af M. G. þá illa grundvölluðu ánægju, sem hann þykist hafa af yfirstjórn gæzl- unnar, þá hefir hann sama sem beðið um að það væri gert. Hann talar um landhelgissjóð. Þegar ég tók við þeim málum af M. G. 1927, var öll bókfærsla á ringulreið, sumt hjá sendi- herra, sumt hjá Ól. Sveinssyni, sumt í dómsmálaráðuneytinu. M. G. gerði engan heildarreikn- ing yfir sjóðinn. Ég fékk Svav- ar Guðmundsson til að finna botn í þessu feni og gerði hann það. Kom þá í ljós, að M. G. og Jón Magn. höfðu haft geysi- mikla risnu t. d. við byggingu Óðins í Kaupmannahöfn. Þeir höfðu gefið gullúr og dýra muni til útlendinga. Hvort gullpísk- arnir, sem M. G. keypti 1921 handa útlendingum voru þar bókfærðir, man ég ekki. M. G. segir að landhelgissjóð ur hafi verið IV2 milj. er hann fór frá. Fyrir sjóðinn var Ægir byggður 1929 fyrir ca. 920 þús. Þór keyptur og breytt 1930 fyr ir 210 þús. Óðinn og Ægir end- urbættir fyrir 100 þús. Sjóðs- eign í landhelgissjóði í árslok 1931 tæp 300 þús. kr.. Skipa- aukningin var gerð eftir beinu fyrirlagi Alþingis. — Síðasta gæzluskipið, Þór, keypt eftir kröfu íhaldsins og sósíalista móti atkvæðum Framsóknar- manna. Landhelgissjóður rann þann- ig, eftir vilja þingsins, í að koma upp flota. Og vorið 1932 átti landið 3 vel útbúin skip, til gæzlu og björgunar. Auk þess lagði landhelgis- sjóður á þessum tíma í rekst- ur skipanna: 1930 . . 340 þús. 1931 .. 300 — 1932 .. 291 — 1933 .. 268 — Tölurnar eru teknar í heil- um þúsundum. Landhelgissjóð- ur hefir lagt nálega eins mikið fram eftir að M. G. tók við og hafði eitt skip á floti, eins og meðan skipin störfuðu þrjú. M. G. tók við 300 þús. kr. og var búinn að éta það gjörsamlega upp nú um áramótin. Hann hef_ ir ekki keypt eða byggt skip, en eytt því meira í sjómenn á landi. M. G. hefir þannig 1927 skilið við sjóðinn bókhaldslaus- Framh. á 2. aíðu.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.