Nýja dagblaðið - 26.05.1934, Síða 2

Nýja dagblaðið - 26.05.1934, Síða 2
2 If Ý J A DAOBLABID Þrastalundur veitinga- og gistihúsið verður opnað i dag, Laugardaginn 26. maí Theódór Johnson. Hðfum enn til: Ódýrt grasfræ og góða sáðhafra Samband ísi. samvínnufélaga Harðfiskur, freðýsa, / nýkomin. Sömuleiðis er dálítið eftir af hangikjötinu góða. Kaupfélag Alþýðu Vitastíg' 8 A Sími 4417 V erkamannabústaðirnir Sími 3507 Lækjartorgi 1 Sími 4250 Forstjóri: Jón ölaisson & Býöur yður hagkvæmar líftryggingar. — r* Spyrjist fyrir um ýmsar líftryggingar á skrifstofu félagsins eða hjá tryggingamanni þese Kristjáni Pétnrssyni Vestnrgötn 67 Siml 215 0 Hverjfr hafa stofnað rikisskuldirnar? 2.6 rr*///. MÚ /. 2,6 y Z4 zz zz 2- O Zo 1« ia 16 16 «4 14 U Em ii 12. IO 10 8 8 '*> 6 4 4 fc I z O O Svörtu sólurnar 1 línurltinu sýna: I. ltíbisskuldir 1916: l'vær miljónlr. Mestmegnia vegna símalagninga. II. Tuttngu og sex. mlljónir ríkisskulda, sem urðu til á stjórnartíma íhaldsráðherranna Jóns Magnússonar, Sig- urðar Eggerz og Jóns Þorlákssonar, til að borga: a. Embættiseyðslu, b. Skuldatöp íslandsbanka. c. Skrauthýsin í Reykjavík. III. Tólf miljónir rikisskulda, sem urðu til árin 1928—1930 undir stjórn Framsóknarflokbsins. Til að borga: a. Stofnfé til banka: Búnaðarbankans (3,6 milj.), Lands- bankans (3 milj.), Útvegsbankans (1,5 milj.). b. Umbótafyrirtæki: Síldarverksmiðjuna á Sigluflrði, Landsspítalann, Arnarhvol, Súðina, útvarpsstöðina, landsímastöðina nýju. Þetta línurit með ofanrituðum skýringum, sýnir annarsvegar 26 miljónir króna óarðbæra eyðslu íhaldsmanna, sem fóru með völd f fjár- og landsmálum frá 1916—1927 — að vísu undir gerv- um margskonar flokksheita, en alltaf með ódulið innræti hins eyðslusama og fjárgráðuga íhalds. Hinsvegar lántökur Framsóknarmanna, sem teknar eru til atvinnuveganna og óumflýjanlegra menningarframkvæmda í landinu. Hvort flnnst mönnum betra: ausa fé í fáeina glæframenn og braskara eða verja því til arðberandi verka og menningar al- mennings? önnur stefnan er íhaldsins, hin Framsóknarmanna. Hvora aðhyllist þér, kjósandi? Lítilþægur maður Framh. af 1. síðu. an og 1933 gengið af honum dauðum. Þá koma tekjurnar af gæzl- unni. Þegar M. G. skilur við 1927, eru þær um 388 þús. En með sama skipakosti hækka þær 1928 upp í 550. þús. kr. Síðan smá minnka þær meðan gæzlan var góð, ofan í 155 þús. árið 1931, og var það að lang- mestu leyti Einar Einarsson, sem vann þær inn. En 1933 eru þessar tekjur ekki nema 56 þús. M. G. talar um hinar miklu tekjur 1926, er Óðinn kom nýr. Árstekjur af allri gæzlu voru þá 624 þús. kr. En um það leyti innvinnur Einar Einar.s- son yfir 100 þús. á einum mán- uði á gamla Þór, samhliða netagæzlu í Vestmannaeyjum. Þá mátti smala togurum í land. helginni. Tekjur af sektum eru nú að hverfa, þó -að gæzlari sé í einu ónýt og dýr fyrir ríkis- sjóð. Sama er um björgunar- tekjur síðan E. E. var rekinn í land til að þóknast brotlegum togaraeigendum. Árið 1931 fær ríkissjóður 57 þús. kr. fyrir björgun og 1932 48 þús. kr. Auk þess hafa íslenzkir menn á skipunum fengið ca. 33 þús. kr. í sinn hlut. Þar að auki er nú verið að innborga 34 þús. kr., sem unnið var fyrir af E. E. 1932. En tekjur af björgun hjá M. G. 1933 eru 21 þús. kr. Þá verður ekki gengið fram hjá því, að gæzluköstnaðurinn fyrir hvern vinnumánuð skip- Gullfoss fer á mánudagskvöld 28. maí í hraðferð vestur og norður. Aukahafnir: Ólafsvík, Patreksfjörður og Sauðar- krókur. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á mánu- dag, annars seldir öðrum. Mynda og rammaverzl. FREYJUG. 11 Sími 2105 ÍSLENZK MALVERK anna hefir margfaldast hjá M. G., enda játar hann það með þögninni. Kostnaður við gæzlu- mánuð hvers varðskips var áriS 1930 tæp 19 þús. kr., 1981 tæpt 21 þús. kr., 1932 35 þús. kr. og 1933 er hver mánuður orðinn rúmlega 36 þús. kr., eða allt að því helmingi hærri en 1930. Þá kemur M. G. að hestum ríkissjóðs. M. G. skildi eftir fullt hesthús af lélegum reið- skjótum, sem hann og J. M. höfðu keypt og haldið á kostn- að landhelgissjóðs. Einn þeirra, „Skjaldbökuna“, höfðu þeir keypt af Þórarni á Hjaltabakka á 700 krónur. Ég endumýjaði hestastofninn með betri og ó- dýrari hestum. J. M. og M. G. notuðu þessa klára í kosninga- leiðangra. Þannig var M. G. sóttur á Skjaldbökunni norður í land, til að spara honum! ferða- kostnað. Ef M. G. hefir lagt niður hestahald, er hann að breyta fyrri venju sinni og í- haldsins. Og engin lög heimil- uðu íhaldinu þessi útgjöld. Næst kemur bílakostnaður. M. G. telur mig hafa eytt í hesta, bíla og risnu, um 22 þÚ2. kr. árlega meðan ég var í stjóm. Hestahaldið var arfur frá honum. Og bílaeyðsla mín var stórum minni en hans. M. G. og stjórn hans hefir nefnilega tvo bíla fasta, auk allra leigubíla. Og sjálfur stjórn arbíll M. G. komst árið 1933 upp í 16 þús. 444 kr. í rekstrar eyðslu og virðist þó ekki hafa verið notaður í almenningsþarf ir, nema fyrir ferðir ráðherr- anna og þeirra nánustu. Árið 1932 borgar M. G. úr landhelg- issjóði fyrir þennan bíl þeirra félaga nærri 11 þús. kr. Að þeir ekki settu bíl þennan á sjóðinn 1933 kom af þeirri á- stæðu, að þá var M. G. að þurka sjóðinn til íulls. En auk þess er þessi bílareikningur M. G. mér óviðkomandi. Umræddur bíll var til afnota fyrir Tr. Þ. forsætisráðherra og gesti og starfsmenn landsins. Alþingis- hátíðarárið og endranær voru hin almennu not af bíl forsæt- isráðherra mjög mikil. Samt var hann t. d. árið 1931 nokk- ur þús. kr. ódýrari í rekstri heldur en bíll M. G. árið 1933. Það er ekki stórmánnlegt, að bera eyðsluna við þann bíl, sem ég hafði afnot af árin 1930—1931 og 1932, saman við eyðsluna á stjórnarbíl M. G. Ég er nefnilega til jafnaðar nið ur á 8000 kr. en M. G. uppi á 17. þús. Auk þess var sá bíll, sem ég notaði fyrst og fremst löggæzlubíll, eins og Björn Blön dal hefir nú. Auk þess fór hann þrásinnis ferðir með em- bættismenn í ríkisþjónustu. Þannig var biskupinn t. d. eitt sinn hálfan mánuð í stjórnar- bíl og vísiteraði allflestar kirkj ur í Árnessýslu. Hann sparaði sér hesta og fylgdarmenn, sem annars var reiknað sérstaklega. í öðru sinni var Jón ólafsson þm. Rangæinga 3 vikur í lög- gæzlubílnum austur í Ámes- sýslu vegna atvinnumálaráðu- neytisins. Ég hefi enn til lista yfir starfsmenn ríkisins, sem fóru i löggæzlubílnum í erind- um landsins og spöruðu ríkis- sjóði stórfé með því. Ég hefði gaman af að vita hvort M. G. vill bera samán hin almennu not af núverandi stjómarbíl við þá ráðdeild, sem ég sýndi. — Eitt falsið hjá M. G. er það, að hann telur með eyðslu 12 þús. kr. bíl, sem keyptur var vegna Alþingishátíðarinnar ’30 og ári síðar seldur fyrir 8000 kr. eftir mati bílfróðra manna. Bílasagan er þess vegna sú, að M. G. hefir dýrara bílahald en fyrverandi stjóm, og þó til lít- illa eða engra almennra mála. Afnot mín af löggæzlubílnum voru með ítrustu sparsemi sam einuð þörfum biskups, Jóns Ól. bankastjóra og fjölda annara manna í opinberri þjónustu. Loks er risnan. Á reikningi mínum, sem M. G. kallar, er fyrst allur kostnaður við bíl forsætisráðherra og sem nú er á 17. þús., en í fyrra var 16 þús. Síðan koma hestamir, sem Framh. á 4. slflu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.