Nýja dagblaðið - 26.05.1934, Side 3

Nýja dagblaðið - 26.05.1934, Side 3
N Ý J A DA0BLAÐIÐ 3 NÍJADAGBLAÐIÐ ÍTtgefandi: „Blaöaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjamargötu 39 Sími 4246. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Simi 2323 Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. f lausasölu 10 aura oint. Prentsmiðjan Acta. Sagan endurtekur síg. Fyrir mannsaldri var Skúli Thoroddsen djarfasti umbóta- maðurinn í hópi íslenzkra sýslu manna. Hann lét lögin ganga jafnt yfir alla. Hann vemdaði lítil- magnann fyrir yfirgangsmönn- um. Útlenda og innlenda íhaldið hataði Skúli og ofsótti. Hann var í þann veginn að leysa við- bjóðslegt morðmál, þegar þá- verandi landstjóm fann upp auðvirðilegar tyllisakir á hend- ur honum, setti hann frá em- bætti, ofsótti hann með rálát- um málaferlum og ætlaði að eyðileggja á stjómmálasviðinu þann mann, sem þá barðist ein lægast og djarfast fyrir fram- förum fátækari stéttarinnar í landinu. En Skúli sigraði. Fólkið við Djúpið fylkti sér um! Skúla Thoroddsen. Hann varð hinn fremsti stjórnmálaleiðtogi ís. firðinga. Útlenda og innlenda í- haldið gerði Skúla enn frægari og áhrifameiri mann heldur en hann var áður. Og hæstiréttur Dana sýknaði Skúla af hinum upplognu tyllisökum pólitískra fjandmanna. Nú hefir Hermann Jónasson sömu aðstöðu og Skúli Thor- oddsen, þegar hann var lög- reglustjóri á ísafirði. Hermann er einn hinn þekktasti leiðtogi í umbótamálum landsins. Hann lætur lögin ganga jafnt yfir alla. íhaldið, hið útlenda og inn lenda hatar Hermann af því það óttast þrek hans og vilja að vera öruggur hjálparmaður fátækari stéttanna 1 landinu. Skurðsmálið ísfirska og fjár- svikamál Björns Gíslasonar eru hliðstæð. Allir vissu á þeirri tíð hver var morðinginn í Skurðsmálinu. Allir vita nú að Bjöm Gíslason er sekur. Út af því að Hermann Jón- asson dæmir í fjársvikamáli Bjöms, hefst ljúgvitnamálið 'gegn Hermanni. íhald nútím- ans notar Bjöm, félaga hans og jafningja, sem verkfæri við upplognar tyllisakir. Tilgangur- inn sá sami og fyr, að hnekkja framgangi pólitísks umbóta- manns. Sagan endurtekur sig. Milli Strandamanna og Isfirðinga er aðeins lítill fjallgarður. Hið spillta íhald er enn hið sama og á dögum Skúla. Skurðsmálið og mál Björas Gíslasonar eru eðlisskyld. Ofsóknimar á Skúla og Hermann eru hliðstæðar og af sömu rótum runnar. Hér á við að sagan endurtakizt. Ljúgvitnamálið Björn Gíslason hóf ljúgvitna. málið, þegar hann sá, að Her- mann Jónasson, lögreglustjóri, var fyrsti lögfræðingurinn, sem ekki lét bugast af brögðum hans og vinafylgi við fjársvika- málin. Bjöm byrjaði að rita um málið í Storm. Lygasaga B. G. gleymdist, þar til leið að kosningum til bæjai-stjórnar í vetur. Her- mann var efsti maður á lista Framsóknarmanna. Þá tekur allra heimskasti og ómenntað- asti maðurinn á lista íhaldsins sögu Björns Gíslasonar upp sem kosningaúrræði í Mbl. Litlu síðar tekur Oddgeir nokkur Bárðarson upp söguna og kær- ir til Magnúsar Guðmundss. Og Magnús bregður við. Maðurinn, sem hafði svæft hið mikla fjárglæframál Islands- banka, málið um fjármála- óreiðu hjá borgarstjóra í Reykjavík, sama sem sezt á sviknu síldarmálin á Hesteyri, þar sem sjómenn höfðu skaðast um tugi . þúsunda, maðurinn sem breiddi yfir skjalafölsun Isleifs Briem, og heldur vernd- arhendi yfir Birni Gíslasyni. Þessi maður vaknaði nú og skipaði setudómara í málið út af gömlu sögunni um æðarkoll- una. Nú byrjaði leikurinn. Hver vitnaröðin kom eftir aðra. Hver lygasagan tók við af annari. En Hermann Jónasson lét sann- prófa vitnin. Þá rákust þau öll á. Enginn framburður tveggja vitna varð samhljóða, af því þau sögðu ósatt. Setudómarinn er einn hinn lítilfjörlegasti maður með lagaprófi, sem til er í bænum. Framkoman var yfir- leitt hlutdræg og lítilmannleg. Hann neitaði H. J. um afrit af prófunum, og nú síðast um að málafærslumaður hans fengi að bera fram vöm. Stærsta sök þessa pilts er þó að eið- festa vitnin hvert á móti öðru. Einn eiður vitnanna stangar annan. I stað þess að bera vit fyrir þessum ólánsmanneskjum var eins og hinn lítilmótlegi dómari hefði ánægju af að láta þetta fólk sverja hvað á móti öðru. Þau sóru á móti veður- stofunni. Þau sóru um snjó og auða jörð, þau sóru móti stað- festum vitnisburði lögreglunn- ar. Þau sóru, að þau hefðu þekkt mann í sjón í þrefaldri fjarlægð við það, sem meðal- skyggnir menn þekkja fólk. Þau sóru að hinn dauði „æð- arfugl" hefði verið blóðugur og blóðlaus. Þau sóru að hann hefði fundist á landi og úti á sjó. Þegar ein sagan var orðin uppvís ósannindi var önnur bú- in til. Loks kom til greina ástand vitnanna. Þau voru yfirleitt illa merkt á mannorði. Eitt þeirra Egill skögultönn réðst í myrkri á járnsmið í Reykja- vík, og barði hann í andlitið og gekk sem næst lífi hans, en tvær stúlkur björguðust á flótta undan illmenninu. Litlu síðar réðst Egill á gamlan mann, braut 1 honum jaxl, en barði ungling niður í götuna og sparkaði í hann. Egill þessi er homsteinn í baráttu M. G. 1 ljúgvitnamál- inu. Annað vitnið er Oddgeir Bárðarson. Hann stal sprengju í Kveldúlfi fyrir nokkrum ár- um og sprengdi við hús gam- alla hjóna til að hræða þau eða skaða. Mbl. kallaði Oddgeir þá „ódáðamann“, en Vísir „ill- virkja“. Nú er Oddgeir aðal- hjálparhella íhaldsins í ljúg- vitnamálinu. Þegar „rannsókninni“ var lokið sá setudómarinn, að hann var orðinn að athlægi og undri. Málefnið, upphafsmaðurinn, til- efni hans, vitnin, ósamræmið í vitnaframburðinum, svardag- arnir, þar sem hver framburð- urinn eyðilagði annan,allt þetta dró setudómarinn niður, svo að hann treystist ekki til að höfða ljúgvitnamál. Þannig leið um stund. Her- mann Jónasson var frambjóð- andi á Ströndum. Hann hafði ferðast um kjördæmið, og feng_ ið þar ágætar viðtökur. Allt benti til að hann félli Stranda- mönnum í geð qg yrði líkleg- astur til að verða þingmaður þeirra. Þá afréðu þeir, sem stjórna M. G., að ljúgvitnamál- ið skyldi ganga til dóms, rétt áður en Hermann færi í fram- boðsferð. Hæstiréttur yrði ekki búinn að ómerkja ofsóknina fyr en eftir kosningar. öll þjóðin veit, að þetta er ein göngu pólitísk ofsókn. Jafnvel íhaldið veit, að þessi ofsókn er vonlaus. Jafnvel það skammast sín fyrir sínar eigin gerðir í þetta sinn. Hermann Jónasson Nýkomið Ostar og Smjör frá Akureyri Egg á 12 aara Odýrt bögglasmjör KJötbúð Reykjavílcur Vesturgötu 16 Sími 4769 heíir geri; þjóðinni allri stór- kostlegt gagn með því að leysa framburðinn í ljúgvitnamálinu upp í það, sem hann er — and- styggilegan skrípaleik. Það er jafnhættulegt eins og að blanda eitri í drykkjarvatn, ef ofsókn- ir með vitnaframburði, þar sem öll efni eru vitanleg og sannan- leg ósannindi, færu að tíðkast. Allur þorri manna stæði varn- arlaus gegn þeim ófögnuði, líf, æra, starf, heimilisfriður, allt sem sæmilegu fólki er kært, er í veði, ef byrjað er að blanda eitri í brunna réttarfarsins. En aðalvitnið, Oddgeir Bárð- arson „ódáðamaður“ og „ill- virki“ á máli Mbl og Vísis hefir þó bætt fyrir nokkuð af synd- um sínum rétt áður en dómur féll. Hann vildi ekki eiðfesta lýgina. Hann fann hina al- mennu fyrirlitningu á vitna- framburðinum og málinu. Hann gengur úr kristnu kirkjufélagi til að sleppa við að vinna eið að framburði sínum. Jafnvel Oddgeir Bárðarson vill ekki ákalla þríeinan guð til vitnis um lygina. Setudómarinn var miskunnsamur. Hann dæmdi Oddg. nærri 13.00 í uppljóstrar laun. Launin eru lítil, sem Odd- geir fær. En íhaldið á að fá enn minna. M u n i ð að bezta kjötið táið þið i Kjðtbúð Reykjavíkur Vesturgötu 16 Sími 4769 Beztu rakblöðin Þunn, flug- bíta. Raka hina skegg. sáru tilfinn- ingarlaust. - Kosta að- eins 25 aura Fást í nær öllum verzlunum bæjarins. — Lagersími 2628. Pósthólf 373. Takið etftir Norðlenzkt frosið Dilka kjöt Hangikjöt af Hólsfjöllum 1. flokks Saltkjöt Nýlagaðar Miðdags og Vinar pylsur Ennfremur allskonar álegg-spylsur Kjötverzlunín Herðubreið i íshúsinu Herðubreið Sími 4565. © @ (@ (@ (@ (@ (@ Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Bíðjíð kaupmann yðar um B.B. munntóbak Fæst allsstaðar. ^j^) 0 0i 0i ^J) c

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.