Nýja dagblaðið - 07.06.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 07.06.1934, Blaðsíða 3
1 H Ý J A DASBLAÐIB 8 Eyðsla eða umbætur Eftir Yigfús Guðmundsson NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „BlaOaútgáían h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjamargötu 39 Sími 4246. Ritst j ómarskrifstof ur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði í lausasölu 10 aura oint. Prentsmiðjan Acta. Sölutorg í Reykjavík Sölutorg hafa alveg sér- staka hagsmunaþýðingu fyrir alla smáframleiðend- ur í grennd við Rvík. Það er auðsætt að framleið- endurnir í nýbýlahverfunum í kríngum Reykjavík hafa mjög erfíða aðstöðu. Verðlagið á framleiðslu þeirra hefir lækk- að og söluerfiðleikar eru mikl- ir. Ef þeir sjálfir gætu selt nokkuð af grænmeti, eggjum, fuglum og öðru, sem þeir framleiða sjálfir og milliliða- laust á sölutorgum, eins og títt er erlendis, mundi það létta lífsbaráttu þeirra að mun og jafnframt því koma kaupend- jim — neytendunum í Reykja- •vík — til góða. 0g það eru ein- mitt nýbýlahverfin í grennd við Reykjavík, sem hafa lang- bezta aðstöðu til þess að senda vörur sínar á sölutorgin. Sölutorgin eru bæði hags- muna- og menningarmál. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem sér og skilur bölvun dýrtíðarinnar og hefir þegar gert mjög mikið til þess að lækka hana í Reykja- vík. Má þar minna á samvinnu- byggingarnar og Kaupfélag Reykjavíkur, sem hvorutveggja bendir á hagkvæma og sjálf- sagða leið út úr verzlunardýr- tíðinni og húsaleiguokrinu. Því miður er öllum almenningi í Reykjavík þetta ekki nægi- lega ljóst enn. Spor í áttina væri það, þegar húsmæðurnar færu sjálfar að kaupa á sölu- torgunum. Þá mundu þær finna muninn á því að fá mikið eða lítið fyrir peninga sína. Og þetta mundi vekja þær til umhugsunar um ekki einasta að spyrja eftir því í símanum, hvar varan fæst, heldur líka hvað hún kostar. Og þetta mundi einnig opna augu hús- mæðranna fyrir því, að það er nauðsynlegt að hafa svo góð geymslurúm í hverju húsi, að hægt sé að géyma almennar matvörur það lengi, að ekki þurfi að kaupa hverja máltíð um leið og hún er látin í pott- inn. Það er mikil menning fólgin í þvi, að gera sér þetta tvennt ljóst, menning, sem nokkuð getur stutt að því, að létta undir með framfæri heim- ilanna og vellíðan barnanna. Hannes Jónsson. Óhóflegur innflutningur. Þegar nokkuð verulega er farið að hugsa um þjóðarbú- skapinn, er varla hægt annað en að taka eftir óhæfilegri eyðslu og ráðleysi, sem á sér síað méðal þjóðarinnar. Sézt það bezt á aðdráttunum frá út. löndum. Þjóðin kaupir frá út- löndum óafsakanlega mikið af ýmsum varningi, sem ýmist er hægt að vera án að miklu leyti eða framleiða í landinu. Til að sanna þetta ætla ég að nefna nokkur dæmi úr verzlunarskýrslum tveggja ára, 1930 og 1931. En það eru þau árin, sem til eru nýjastar skýrslur um frá Hagstofunni. Á þessum, tveim árum voru fluttar inn í landið eftirtaldar vörur (innkaupsverð talið í þús. króna): Fiskur fyrir 68 þús. kr., kjöt fyrir 174 þús., feiti fyrir 378 þús., mjólkur- afurðir fyrir 873 þús., egg fyrir 378 þús., niðursoðið kjöt, fisksnúðar, sardínur o. þ. h. fyrir 325 þús., rótarávextir og grænmeti (mest kartöflur) fyr_ ir fyrir 993 þús., aldin og ber (þar með rúsínur og sveskjurí fyrir 1804 þús. Vörur úr grænmeti og ávöxtum (nið- ursoðnir ávextir, ávaxtamáuk, lakkrís o. þ. h.) fyrir 824 þús. Kaffi, te, kakao, súkkulaði fyrir 2346 þús., sykur og hun- ang fyrir 2630 þús., tóbak fyrir 2629 þús., krydd fyrir 220 þús., drykkjarföng og vör- ur úr vínanda fyrir 690 þús., óáfeng drykkjarföng fyrir 37 þús., vörur úr vínanda fyrir 65 þús., silkivefnaður fyrir 592 þús., ísaumur, knipplingar o. þ. h. fyrir 324 þús., gólfklútar fyrir 33 þús., silkisokkar fyrir 670 þús., aðrir sokkar fyrir 407 þús., lífstykki fyrir 87 þús., hattar og húfur fyrír 504 þús., hanzkar úr skinni fyrir 143 þús., hanzkar úr öðru efni fyrir 172 þús., húðir og skinn fyrir 326 þús., hár og fjaðrir fyrir 136 þús., skófatnaður úr skinni 2465 þús., strigaskór með leðursólum fyrir 230 þús., skinntöskur og skinnveski fyr- ir 105 þús., burstar og sópar fyrir 99 þús., handsápa og rak- sápa fyrir 165 þús., stangasápa fyrir 199 þús., blautsápa fyrir 194 þús., sápuspænir og þvottaduft fyrir 442 þús., skó- sverta og annar leðuráburður fyrir 37 þús., ilmvötn og hár- vötn fyrir 59 þús., ilmsmyrsl fyrir 82 þús., fægiefni fyrir 103 þús., lifandi plöntur og' blóm fyrir 44 þús., blómlauk- ar fyrir 32 þús., fóðurvörur fyrir 483 þús., legsteinar fyrir 34 þús., píanó fyrir 208 þús., orgel og harmoníum fyrir 160 þús., grammófónar fyrir 190 þús., grammófónplötur og vals- ar fyrir 312 þús., ljósmynda- vélar og hlutar úr þeim1 fyrir 87 þús., barnaleikföng fyrir 103 þúsund. Þetta sýnishorn á innflutn- ingi tveggja ára nemur hátt á 24. milljón króna, og hafa íslendingar borgað þær út úr landinu á þessum tveim árum, eftir að heimskreppan var skollin á erlendis og var þó innflutningur á slíkum vörum miklu minni 1931 en oft áður. Menningarframkvæmdir og fjáreyðsla í erlendan varning. Það hefir mikið verið talað um marg'skonar eyðslu innan- lands á valdaárum Framsóknar- flokksins, svo sem við húsa- byggingar, vegi, síma, brýr, hafnarmannvirki, ræktun, skóla, kaupgreiðslu o. fl. Fyrir þjóðai'heildina er þetta þó ekki tilfinnanleg' eyðsla, samanborið við innflutning misjafnlega þarflegs varnings. Ég ætla að bera saman í nokkrum dæmum eyðslu Fram- sóknarí'lokksstj órnarinnar og eyðslu þá, sem fylgir innflutn- ingnum, og geta menn svo dæmt um, hvor eyðslan muni þjóðinni hollari. Allir héraðsskólarnir, sem byggðir voru í sveitum lands- ins og hitaðir eru méð jarðhita, kostuðu tæplega eins mikið og' sokkar þeir, sem fluttir hafa verið inn á þessum tveim árum sem að framan getur, en lít- ilsháttar meira en borgað hef- ir verið fyrir vörur úr græn- meti, ávaxtamauki, lakkrís og þess háttar. Arnarhváll, ríkisstofnanabygg ingin, sem þótti glapræði hjá stjórn Framsóknarfl., kostaði ekki eins mikið og eggin, sem flutt voru inn í landið þessi tvö ár, en Arnarhváll kostaði eilítið meira en borgað var út úr landinu fyrir vetlinga. Um alllangt skeið deildu í- haldsmenn fast á Jónas Jóns- son fyrir að kaupa Reykjatorf- una í ölfusi með öllum jarðhit- anum, sem þar er. En Reykja- torfan kostaði rúml. eins og greitt var fyrir lífstykki til út- landa þessi tvö ár, svipaða upp- hæð og borguð var fyrir skinn- töskur og skinnveski og álíka upphæð og greidd var úr landi fyrir leikföng. Andvirði 5—6 brúa eins og á Hvítá í Borgar- firði hjá Ferjukoti hefir verið greitt til útlanda þessi tvö ár fyrir kartöflur og grænmeti. Og fyrir tóbak var greitt heldur rneira en sem Útvarpsstöðin og liin stóra síldarverksmiðja á Siglufirði kostuðu samanlagt. Fyrir húðir og skinn hefir ver- ið greitt álíka mikið og fyrir strandferðaskipið „Súðin“. Og næstum Súðar-verð hefir verið borgað fyrir niðursoðið kjöt, fisksnúða og sardínur. En þriðjungi meira hefir verið greitt út úr landinu fyrir ísaum og knipplinga, heldur en fyrir varðskipið ,,Þór“, sem mikið var talað um. Og fyrir sápu- vörur hefir verið greitt til út- landa næstum því jafnmikið og fyrir bæði þessi skip til sam- * ans. Fyrir grammófónplötur og barnaleikföng hefir verið borg- að m e i r a en skólarnir í Reykholti og Reykjuni í Hrúta- firði kostuðu samtals. Og tvo Laugarvatnsskóla hefði mátt bygg'ja fyrir það, sem greitt var út úr landinu fyrir mjólk- urafurðir á þessum tveim ár- um. Nú skulum við taka 1—2 dæmi uni hvað gera mætti á þeásu landi. Hefði verið flutt aðeins 10% minna inn af fram- antöldum vörum (sýnishornið er langt frá að vera tæmandi). Myndi það fé hafa nægt til að rækta og byggja upp ná- lægt 150 myndarleg nýbýli fyr- ir æsku þessa lands. Og fyrir þá álagningu sem kaupmanna- stéttin (mest af þessurn vörum hafa kaupmenn flutt inn og selt) hefir lagt á vörurnar fyr- ir að di’eifa þeim meðal lands- manna, hefði verið hægt að byggja allt að 1000 bæi. Hugs- ið ykkur mismuninn, að fá byggða allt að 1000 vistlega bæi á góðu ræktarlandi fyrir unga fólkið, sem langar til að mynda heimili og framtíð þjóð- ai'innar veltur svo mikið á hvei'nig farnast, heldur en ala nokkur hundi'uð iðjuleysingja, sem rnynda kjai'na íhaldsflokks- ins, en úrkynjast af óhófslifn- aði og vinnuleysi utan lands og innan, meðan þeir eru að eyða þeim fjármunum, sem margfalt betur hefðu verið komnir hjá umbótamönnum landsins. Skaðlegasta eyðslan. Mikill innflutningur og notk- un lítt nauðsynlegra erlendra vara, er lang-skaðlegasta og versta eyðslan fyrir þjóðina. En af hverju minnast íhalds- menn og blöð þeirra aldrei á þessa eyðslu? Af hverju krefj- ast þeir ekki minni innkaupa í landið af: feiti, eggjurn, kar- töflum, kryddi, drykkjarföng- um, silkivefnaði, knipplingum, sokkum, lífstykkjum, vetling- um, húðum og skinnum, hái'um og fjöðrum, ilmvötnum og ilm- smyrslum, fóðurvörum, leg- steinum, barnaleikföngum og ótal mörgu öði'u? Þar væi'i sparnaður. En það er af því að margt áhrifafólkið í íhalds- flokknum hefir ágóða af að vei'zla með þessar vörur og þykir gott að geta skarað fram úr í hverskonar eyðslu og óhófslifnaði. Og svo dirfast þessar eyðsluklær að vera að drótta að Framsóknarmönnum sérstakri eyðslusemi og fjár- bruðli. — Það vita þó allir, sem vilja vita, að Framsókn- arflokkinn skipa aðallega sparsömustu mennirnir í land- inu: efnalitlir og bjai'gálna- bændur í sveitunum og nokkuð af verkamönnum og miðstétt bæjanna. Vill þjóðin missa umbæt- ur Framsóknarflokksins? Og þó að hægc sé réttilega að benda á, að Franisóknarfl.- stjói-nin hafi notað allmikið fé meðan hún fór með völd, þá verður fæst af því nieð réttu talið óþai'ft, sem hún fram- kvæmdi eða var framkvæmt vegna áhrifa hennar. — Ef framfai’inxar hafa verið of ör- ar, þá væri fróðlegt að fá að vita, — ekki sízt hjá þeim, sem staðið hafa að miljónainnflutn- ingnum — hvað þeir vildu missa af framkvæmdurh Fram- sóknartímabilsins. Ég skal svara fyi'ir þá byggð, sem ég á heima í, Borgai'fjörðinn. Við Boi'gfirðingar viljum ekki rnissa hafnarmannvirkin í Borg. arnesi, sem nú eiga bráðlega orðið eins stóra sjóði og skuld- ir hvíla á þeim. Við vilj um ekki missa hina veglegu Hvítárbrú og ekki neitt af öðrum brúm, sem byggðar hafa verið í hér- aðinu. Við viljum ekki missa bílvegina í nági’annahéruðin. Við viljum ekki missa símann, sem lagður hefir vei'ið víðsveg- ar í héraðinu. Við viljum ekki missa sundlaugarnar, sem byggðar hafa verið fyi'ir unga fólkið, svo að nú kann bráðum allt ungt fólk héraðsins að synda. Við viljum ekki rnissa hinn ágæta æskulýðsskóla í Reykholti. Við viljum ekki missa Mj ólkursamlag Kaupfél. Borgfirðinga. Við viljum ekki missa reisulegu byggingarnar og i-æktuðu túnin, sem ukust að miklum mun á nær því hvei'j- um bæ í héraðinu í tíð Fram- sóknai’fl.stjórnarinnar. Og við viljum helzt ekki missa neitt af því sem framkvæmt var, ekki einu sinni hið mikla Hvanneyrarfjós, þó að vérst sé að afsaka þá byggingu, af því hún kemur aðallega til góða einum einstökum manni en ekki almenningi eins og hinar fram- kvæmdirnar. Að því leyti líkt- ist sú framkvæmd íhaldsfram- kvæmduml Menn í öðrum héi'uðum svara fyrir sig', hvort þeir vildu vera án þess sem þar hefir verið gert. Eyðsluki-öfur íhalds- manna. Allir ættu að vita að íhalds- menn með sínu eyðslutali og sparnaðai'hjali meina aðeins aukna möguleika til meiri eyðslu fyrir nokkui-a þá, er mynda kjama íhaldsflokksins og rninni framkvæmdir fyrir almenning víðsvegar um landið. Foi'sprakkar íhaldsflokksins eru varla svo grunnhyggnir, að vita ekki, að það fé, sem fai'ið hefir í umbætur, hefir að miklu leyti farið úr einum vasanum í annan innanlands, en það fé sem látið er fyrir miður þarfar erlendar vörur, kveður þjóðin að mestu í síðasta sinn um leið og vörurnar eru borgaðar. En andvirðið fær hið vinn- andi fólk að greiða fyrst beint og síðan óbeint til peninga- stofnana landsmanna, þegar þarf að halda þeim uppi með háum vöxtum, styrkjum og á- byrgðum, vegna kaupsýslu- mannanna, sem mest hafa flutt inn af vörum, og mestum skuldum safnað erlendis. Kaupmenn og íhaldsflokkur- inn heimta óhindraðan inn- flutning erlendi'ar vöru. Það mun mest vera af því, að fólk það sem mestu íæður í þeim Framh. á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.