Nýja dagblaðið - 07.06.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 07.06.1934, Blaðsíða 4
* H t J A BABBliiBII t DAG Sólaruppkoma kl. 2,17. Sólarlag kl. 10,38. Flóð árdegis kl. 1,30. Flóð síðdegis kl. 2,00. ^ Veðui-spá: Hægviðri. Sennilega létt- skýjað. Sitn, akrlfatoiDT o. IL: Landsbókasafnið .... opið kl. 1-7 Alþýðubókasa. opið 10—12 og 1—10 þjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 þjóðminjasafnið ........ opið 1-3 Náttúrugripasafnið ...... opið 2-3 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn opinn 10—12 og 1—4 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10 6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landssíminn .......... opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskiíél.... Skrifst.t 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-ð Skipaútg. ríkisina opin 9 12 og 1-6 Eimskipaíélagið ......... opið 9-6 Stjómarráðsskriíst .. 10-12 og 14 Sölusamb. ísl. fiskframlsiðanda opið 10—12 og 1—6 Skrifst bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skriíst. lögreglustj. opin 10-12 og 14 Skrifst lögmanns opin 10-12 og 14 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 14 Tryggingarst ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Skipaskoðunar og skráningast. ríkisins 10-12 og 1-6 Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8 Bæjarstjórnarfundur kl. 5. Helmsóknartíml sj&krahúaat Landsspitalinn ........... kl. 34 Landakotsspítalinn ........ kL 3-6 Laugameaspítali ...... kl. 12%-2 Vifilstaðahælið 12^-1^ og 3%4ya Kleppur ................ kl. 1-6 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl.l-3og8-9 Sólheimar..................kl. 3-6 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 24 Elliheimilið .................. 14 Næturvðrður i Reykjavikurapótaki og lyíjabúöinni Iðunn. Næturlæknlr: Gísli Fr. Petersen, Barónsstig 59. Sími 2675. Skemmtanir og samkomnr: Inðó: Á móti sól kl. 8. DagskrA Atvarpains: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,25 Lesin dagskrá næstu viku. Grammófónn: Bizet: Carmen-Suite. 19,50 Tónleikar Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er- indi: Um þunglvndi (Helgi Tómas- son). 21,00 Tónleikar: a) Útvarps- hljómsveitin. b) Grammófónsöngur (Jussi Björling). c) Danslög. Símar Nýja ðagblaðslns: Eitstjórl: 4373. Fréttaritarl: 2353. Aígr. og angL: 2323. Gerist kaepetidur að Nýja dagblaðinu, ef þið viljið fylgjast vel með lands- málum og lesa ábyggilegasta fréttablaðið. — Dvöl fæst enn- þá frá byrjun með sérstaklega góðum kjörum fyrir nýja kaup- endur að blaðinu. Afgreiðsla Nýja dagblaðsins veit- ið viðtöku samskotafé til handa bágstöddu fólki norðanlands, er orðið hefir fyrir tilfinnnrxlegu tjóni aí völdum jarðskjálftans. Annáll Vegavinnudeilan. 1 tilefni af deilum þeim, sem standa miili Al- þýðusambandsins og ríkisstjórnar- innar út af kaupgjaldi í opinberri vinnu munu vegavinnumenn á þó nokkrum stöðum á landinu hafa lagt niður vinnu í gær. Eftir öll- um líkum er hér aðallega um að ræða kosningaauglýsingu fyrir íhaldið og sósíalista. Sumstaðar koma þeir sér saman strax, t,- d. í Ólafsvík, þar sem Thor Thors og •lón Baldvinsson telja síg hafa meiri hagnað af gagnkvæmum friði en stríði. Mun alvöruleysið í þessari viðureign sannast því bet- ur, sem lengur líður. Bæjarstjórnaríundur er í dag í Kaupþingssalnum kl. 5. Á dagskrá ■eru 5 mál, þar á meðal Sogsveg- urinn. Samskotin til fólksins á land- skjálftasvæðinu. Veitt viðtaka á af- greiðslu blaðsins í gær: Hugull og fjölskylda kr. 5,30, Alhert kr. 5,00, Kon. Kr. 10,0Ó, p. B. kr. 10,00, H. Clxr. kr. 10,00, G. G. kr. 5,00, Ketill kr. 7,00, ,T. J. kr. 10,00, O. H. ltr. 5,00. pegar kunnugt var um samskot- in til hinna húsvilltu á land- skjálftasvæðunum, ákváðu þeir harmonikusnillingai’nir Gellin og Boi’gström, sem hér eru á vegum Hljóðfærahúss Reykjavíkur, að gefa helming nettóhagnaðar af Ixljómleikum 5. þ. m. til hinna bág- stöddu. í kvöld spila þeir ókeypis við sýningu þá, sem Gamla Bíó heldur, í sama tilgangi. Leiðrétting. í gær hafði misi’itast i tilkynningu um happdrætti skólabai’na. þar stóð: „Dregið verð- ur um hjólhest", en á að vera r e i ð h e s t. Skipafréttir. Gullfoss fór frá Vestmannaeyjum í gærmorgun á leið til Kaupmannahafnai’. Goða- foss kom til Hamborgar í gær- morgun. Brúarfoss er á leið til Vestmannaeyja frá Leith. Dettifoss fór vestur og norður í gærkvöldi. Lagarfoss var í gærmorgun á leið til Borgai’fjarðar frá Seyðisfirði. Selfoss er í Antwerpen. Esja fer í hringfei’ð á laugardaginn. Austurfjarðarbátar, sem stundað haía veiðar frá Hornafirði voru allir famir heim til sín 25. f. m. Aðeins einn bátur réri þá stöðugt og aflaði dável. Farþegar með Dettifoss frá Reykjavík í gær vestur og norður: Frú Sigrún þonnóðs, Frú Anna Jónsdóttir Hjartarson, Áslaug Thorlacius, Sig. Kristjánsson, Páll Sigui’ðsson, Grímur Bjarnason, tollþjónn, Sigtryggur Klemensson o. m fl. Framsóknarkjósendur, sem þurf- ið að kjósa hjá fulltrúa lögmanns oftir vinnutíma þessa dagana, talið við skrifstofu flokksins strax. Sími 2979. Til ágóða fyrir bágstadda á land- skjálítasvæðinu heldur Ása Han- son danssýningu í Iðnó annað kvöld. Allui' inngangseyi’ir rennur til hinna bágstöddu. Sjá nánara augl. i blaðinu í dag. Hjúskapur. Ungfrú Hrefna Kol- beinsdóttir og Leifur Ásgeirsson skólastjóri á Laugum í þingeyjar- sýslu giftu sig hér í bænum og tóku sér far til Kaitpmannahafnar tneð Gullfossi sama dag. Happdrættið. Menn ættu ekki að draga endumýjun fram á síðustu stundu, þvi að nú þegar er leyfi- legt að selja miða þá, sem ekki hafa verið endurnýjaðir. Sjá ann- ars auglýsingu happdrœttisins í ixlaðinu í dag. Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjónleikinn „Á móti sól“ í kvöld kl. 8. Agóðanum verður varið til hjálpar bágstöddum á jarðskjálfta- svæðinu. Bæjarstjórnarfundur verður hald- inn í dag kl. 5. Verður þar felld- ur.úrskurður um kærur út af kjör- skrá. „Sá, sem týndur var, er fund- inn“. Málgagn „bændanna" til- kynnir í gær, að glataði sonurinn sé fundinn. Prentmyndagerðinni er nú kennt um, að námspiltur úti í Kaupmannahöfn var sagður vera „bóndi" og frambjóðandi þeirra í Eyjafii’ði og' kallaður ann- ars manns nafni. þetta er m. ö. o. yfirlýsing þess, að „bændavinir" þekki ekki frambjóðendur fyrir- tækisins og leggi þær allan vand- an í hendur prentmyndastofunnar. Dánarfregn. Sigurbjörn Einars- son, faðir Björns gjaldkera á Sel- fossi og' þeirra systkina, andaðist á Selfossi 3. þ. m. Sigurbjörn bjó á yngri árum i þingeyjarsýslu og fluttist þaðan til Akureyrar til að ciga hægra með að veita börnum sínum skólagöngu. Sigurbjörn heitinn var myndai-maður hinn mesti, þj-ekmikill og vinsæll. Lík hans verður fiutt norður til Akui’- eyrai’ og jarðsett þar. Fjölmennur fundur mun verða ltáður á Borðeyri í dag. Er það síðasti fi’amboðsfundurinn í Strandasýslu. Búizt er við að þang- að komi menn að úr sex sýslum: Húnavatnssýslum báðum, Barða- strandarsýslu, Dalasýslu, Borgar- firði og Mýrum. Fjársöfmm handa fólkinu á jarð- skjálftasvæðinu. Klukkan 3 í gær var fundur haldinn í nefnd þeirri, sem á að annast samskotin til fólksins á landskjálftasvæðinu Norðanlands. Nefndin kaus sér for- mann, síra Friðrik Hallgrímsson. Nokkur félög í Reykjavík hafa þegai’ boðið nefndinni aðstoð sína við fjársöfnunarstarfið. En viðbúið er, að fleiri félög hafi hug á því, en þessi, er þegar hafa gefið sig fram. það eru því vinsamleg til- mæli nefndarinnar, að félög, eða félagsstjórnir, er hugsa sér að taka þátt í þessu starfi á einhvern hátt, gefi sig fram við formann nefndar- innar, síra Friðrik Hallgrímsson, eða eitthvert dagblaðanna sem fyrst, — helzt fyrir kl. 5 í dag. — Nefndin biður alla þá, sem fjár- söfnun haaf með höndum í þessu skyni, að afhenda þá peninga sem safnast, jafnóðum til Stefáns þor- varðssonar, fulltrúa í utanríkis- ráðuneytinu, sem er til viðtals í stjórnarráðinu kl. 10—12 daglega. Fólksfjölgun Dana. Árið 1811 var fólksfjöldi í Danmörku 1.050 þús- und. Árið 1881 eða á 70 ái'um hef- ir fólksfjöldi þjóðarinnar tvöfald- ast, en árið 1911 eða á 100 árum hefir hann þrefaldast. Nú eru Danir 3 miljónir 590 þús. Hæðarhlutföll heimsálfanna er sem hér segir: Undir Yfir Meðal- 200 m 2000 m hæð F.vrópa .. .. 57% 1% 300 m Astralía .. .. 36— 1— 360 — S.-Amer. .. .. 43— 6— 580 — Afríka. .. .. 15— 3— 670 — N.-Amer. .. .. 33— 6— 730 — Asía .. .. .. 26— 14— 940 — Oll jörðin .. 29— 8— 710 — Mesta dýpt heimshafanna, sem tnæld hefir verið, er sem hér segir: Norður íshafið.............. 3850 m Suður íshafið............... 5733 — Atlanzhafið................. 8525 — Kyrrahafið.................. 9780 — Er Vísls-Páll tagl- hnýtingnr Jónasar?! Ég- sé að -Vísir talar mikið og’ illa um J. J. og telur marg- ar hans syndir. Ég vil bæta við einni mjög þungri ásökun á J. J. Ég hefi heyrt frá góðum heimildum, að hann sé einskon- ar lífgjafi Páls, og mun sú vitneskja ekki auka vinsældir J. J. í Reykjavík. Eftir því sem kunnugir herma var Páll lengi búinn að hírast í pósthúsinu hjá Sigurði Briem við lítið kaup, mikla vinnu og í óhollum starfsherbergjum. Var Páll þá mikið á móti Briemunum og Thorsurunum og öllu þesskon- ar fólki. Út úr þessari eymd og vesöld er talið að J. J. hafi dregið Pál, útvegað honum frí úr þrælkuninni, utanferðar- styrki, og loks átt þátt í að koma honum að Vísi, í því skyni að forða honum um nokk- ur ár frá að verða að mæta fyrir dómstóli í öðrum heimi hjá þeirri þrenningu,sem jafn- ingi Páls, Oddgeir Bárðarson, hefir nú nýverið sýnt bersýni- legan ótta við. Ég álít að það þurfi rannsóknar við, hvort J. J. beri raunverulega ábyrgð á þeirri mánnspillingu, sem líf og starf Páls Steinsgrímssonar við Vísi hefir flutt inn í þjóðlífið. Kári. Eyðsla eða umbætur Pramh. af *. sí6u flokki, metur meira en annað hve því finnst notalegt að lifa eyðslu- og óhófslífi á kostnað annara. En hefir Alþingi og menn almennt gert sér grein fyrir, hvað lengi þjóðin getur risið undir að flytja inn eins mikið af vörum og slungnir kaupsýslum’enn geta náð til landsins og síðan lokkað lítt þroskað fólk til að kaupa? Þar er þó hættulegasta eyðsL an. Það er ekkert álitlegt og ber ekki vott um búhyggindi þjóðarinnar og allra sízt þeirra, sem' fara niest með fjármagnið, að skuldir lands- manna erlendis skuli vera orðnar um 80 milljónir króna. Þeir vita, að mikill hluti þeirra og kannske allar eru orðnar til vegna erlends varn- ings, sem' ýmist hefði v erið liægt að spara sér að skaðlitlu eða framleiða innanlands. Einstaklingsframtakið og hagsmnnir almennings. Það er a. m. k. alveg víst, hvað sem hin 10—20 blöð í- haldsmanna segja, að mestu eyðsluna og ráðleysið er að finna í utanríkisverzluninni. Þar hefir „einstaklingsframtak- ið“ fengið um of að „njótasín“ heildinni til skaða. Þar hefir fólk það sem myndar kjarna í- haldsflokksins gengið langt á undan. Og það „einstaklings- framtak“ verður aldrei lagað nema með hefting þess og breyttu uppeldi fólksins, svo það fái óbeit á tildrinu. Með auknum iðnaði í landinu, með efling sjávarútvegsins og rækt- Q Odýrn § auglýsingarD&r. Svefnpoki úr loðskinnum til sölu ódýrt. Hjörtur Björnsson, Bankastræti 14 B. Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Tólg fæst hjá S. í. S. I'lús og' aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Austurstræti 14, þriðju hæð, opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 8518 (heima). Helgi Sveinsson. Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. Smjör fæst hjá S. I. S. Sími 1080,_______________________ Útsvarskærur og skattkærur ritar Jón Kristgeirsson Loka- stíg 5. Reiðhjólin Hamlet og Þór eru þau beztu segja allir, sem reynt hafa. Fást hvergi landinu nema hjá SIGURÞÓR. Tilkynningar Símanúmer Hannesar Jóns- sonar, dýralæknis, er 2 0 9 6. ORÐSENDING. Tek að mér innheimtu, skriftii' og samningagerðir. — Annast einnig kaup og sölu fasteigna. Sanngjörn ómaks- laun. Gerið svo vel og tala við mig. Er heinxa kl. 6—9 e. m. Með virðingu Haraldur Blöndal, Vesturgötu 48. Röskur maður óskar eftir at- vinnu í 2—3 mánuði. Upplýs- ingar í síma 4242 eftir kl. 12 í dag. H Húsuæði 0 Stofa með húsgögnum til leigu í miðbænum. A. V. Á. un landsins, þar sem fjöldinn, sem vinnur, fær aðaluppsker- una. Með sterku skipulagi á ínnflutningi erlendra vara og útflutningi og sölu á því er við framleiðum. En þetta fæst aldrei nema með stórauknum samtökum hinna vinnandi og vakandi mánna um land allt og hlífðar- lausri baráttu á móti þeim stefnum, er draga einstakling- ana, sem betur méga, út í „yfirstéttar“- og eyðslulifnað, en gera flesta menn snauða og getulausa. Veiti Framsóknar- mennirnir ekki sterkt viðnám og sæki móti brekkunni, er ekki sjáanlegt annað en halli áfram undan fæti, þar til þessi litla þjóð steypist ofan í ó- sjálfstæði, volæði og eymd. Það er hennar, að velja milli ráð- leysis- og óhófseyðslu útlends varnings eða almennra víð- tækra umbóta landsins og far- sæld sona þess og dætra. Vigfús Guðmundsson.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.