Nýja dagblaðið - 13.06.1934, Side 2

Nýja dagblaðið - 13.06.1934, Side 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ listinn er listi Framsóknarflokksins Ferðaskrifstofa Islands Ársfundur hefir nú opnað afgreiðslu sína í Ing- ólfshvoli, sama stað og 1 fyrra. Ferðaskrifstofan gefur allar upplýsing- ar um ferðalög og sumargistihús eins og að undanförnu. Sirui 2939 Sláttuvélar Bændur um land allt eru beðnir að athuga: Að vér seljum ein- ungis nýjustu gerð af sláttuvélum — Herkúles og Detring - með sjálfvirkri smurníngu, Vélarnar eru með öllum nýjustu endurbótum. Samband ísl. samvinnufélaga •REYKJAVIK • __— LITUN - HRftÐPRLffUN HRTTRPRE/7UN KEMITK FRTR OG iKINNVÖRU = HRE.INJ UN - Afgreiðsla og hraðpressun Laugaveg 20 (inngangur frá Klapparstíg). — Verksmiðjan Baldursgötu 20. Sent gegn póstkröfu um allt land. Sími 4263. — Pósthólf 92. Móttaka hjá ITirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1. Sími 4256. — Afgreiðsla í Hafnarfirði í Stebbabúð, Linnetsstíg 1. — Sími 9291. Ef pér þui-fið að láta gufuhreinsa, hraðpressa, lita eða kemisk-hreinsii fatnað yðar eða annað, þá getið þér verið fullviss um, að þér fáið það hvergi betur né ódýrara gert en hjá okkur. — Munið, að sérstök biðstofa er fyrir þá, er bíða meðan föt þeirra eða hattur er gufuhreinsaðnr og pressaður.. Sendum. — Allskonar viðgerðir. — Sækjum. Mynda og nammavenzl. FREYJUG. 11 Sími 2105 Í5LENZK MflLVERK Ursmiðavinnustofa mín er í Austurstræti 8. H&raldur Hag&n Sími: 8890. Sambands sunnlenzkra kvenna Sjötti ársfundur sambands sunnlenzkra kvenna ei- nýlega afstaðinn. Var hann haldinn í nýja barnaskólahúsinu í Braut arholti á Skeiðum. Fundinn sátu 14 fulltrúar frá 10 sam- bandsfélögum. í sambandinu eru alls 13 félög. Lögð var fram skýrsla um störf sambandsins á síðast- liðnu ári. Fyrir tilhlutun þess voru haldin tvö ’saumanám- skeið og tvö vefnaðarnámskeið við Reykjahæli. Þá beittu fé- lagskonur sér fyrir því, að handavinna væri kennd við bamaskólana á sambandssvæð- inu. Ennfremur stóð samband- ið fyrir leiðbeiningum í garð- yrkju og fékk Jarðþrúði Ein- arsdóttur til að gegna því starfi. Nokkur námskeið í mat- reiðslu á- grænmeti hélt það einnig á síðastliðnu hausti. Hefir starfsemi sambandsins verið hin myndarlegasta og fé- lagskonunum til mesta sóma. í sambandi við ársfundinn var haldin handavinnusýning. Voru þar sýndir ýmsir munir, sem unnir höfðu verið á náms- skeiðunum eða konurnar höfðu unnið sjálfar á heimilum sín- um. Mesta athygli vakti handavinna frá barnaskólanum í Biskupstungum. Kom þar til greina bæði fjölbreytni og vandvirkni. Meðal þess sem rætt var á fundinum var húmæðrastofnun á sambandssvæðinu- Var skor- að á félögin að halda málinu vakandi og afla til þess fjár. Skorað var á fræðslumálastjóra að koma því til leiðar, að handavinna væri kennd við kennaraskólann og haldin handavinnunámskeið fyrir kenn ara, sem ekki hefðu hlotið þá fræðslu. Frú Aðalbjörg Sigurðardótt- ir flutti fyrirlestur einn fund- ardaginn, er hún nefndi: Heim- ili og skólar“. Kosnir voru fulltrúar á lands- fund kvenna. Kosnar voru: Fyrir Rangárvallasýslu: Oddný Guðmundsdóttir, Stórólfshvoli. Fyrir Árnessýslu: Herdís Ja- kobsdóttir, Eyrarbakka. Margar konur sóttu fundinn, auk fulltrúanna, 0g var hann áreiðanlega góð hvatning í þjóðnýta starfi. FlioiirBkt (inriíi Þar eru ræktaðar flugur handa sportmönnum, er stunda veiðai- í hinum fiskisælu stórám suður- ríkjanna. I Georgía ríkinu í Bandaríkj- unum er stundaður margskon- ar landbúnaður og margvísleg’ ræktun. Eitt af því allra ein- kennilegasta og fágætasta, sem ræktað er þar, eru flug'ur. Georgia ríkið er eitt af suð- urríkjunum. Þar er heitt lofts- lag. Eftir því falla margar fiskisælar ár, og þyrpast sport- menn þangað á sumrum til veiða. Þeim er hin mesta nauð- syn að fá flugur og borga þær háu verði. Er það orsök þess, að sumir bændur þar tóku það ráð að fara að rækta flugur, og telja það borga sig miklu betur en það er þeir hafi áður fengizt við, svo sem hveiti-, baðmullar. eða baunarækt. I júlí er beztur márkaðurinn íyrir flugumar. Þá eru þær sendar út um allar jarðir í litl- um stokkum úr smáriðuðu vír- neti. Eru þær sprelllifandi, feit- ar og- fjörugar, þegar veiðimað. urinn fær þær og stingur þeim á öngulinn. Stundum kemur það fyrir, að veðráttu hagar þannig, að egg- in ónýtast, og- það verður lítið sem bóndinn fær af flugum. Verður hann þá að taka það tíl bragðs að fara á flugnaveiðar með háf og net, svo hann missi ekki viðskiptavinina. Að vísu eru það ekki eins girnilegar flugur, sem hann nær í á þann hátt, en þó getur það verið bót í máli og hjálpað út úr. þeim vandræðum, sem verða kynnu, ef márgir sport- menn yrðu flugnalausir. Annars virðist svo sem það væri töluvert mikið „sport“ fyrir þessa góðu veiðimenn, ef þeir byrjuðu á því að veiða flugurnar, sem þeir síðan beita fyrir fiskinn, í stað þess að fá þær sendar, vel upp aldar, feit- ar og gljáandi, heiman af bændabýlunum til þess að lenda í kviði hinna gráðugu fiska.' Skaðlaust tóbak Undanfarin ár hafa þýzkir og amerískir vísindamenn gert mjög merkilegar tilraunir, sem álitið er að hafi tekist að lok- um að ná góðum árangri í. Þeir hafa verið að reyna að framleiða tóbaksplöntur, sem væru lausar við nicotinið, þenn- an erkifjanda, og þeim hefir tekist það. Álit manna hefir jafnan verið, að það myndi engin nautn fylgja neyzlu slíks tó- baks, en tilraunir, sem þessir vísindamenn hafa gert, benda ákveðið í þá átt, að áhrifin séu þau sömu. Fjöldi tóbaksmanna er hefir reykt þetta nicotin- lausa tóbak, telja að það veiti þeim sömu ánægju og annað tóbak. í haust verður fyrsta upp- Áskornn til Rangœinga Daglega heyrum við sagt frá þeim hörmungum, sem gengið hafa yfir Norðurland nú að undanförnu, þar sem eru jarðskjálftarnir og það eigna- tjón, er þeim hefir verið sam- fara. í Dalvík og nágrenni hafa 65 íbúðarhús skemmst að meira eða minna leyti og 12 eyðilagzt. Geta menn af þessu séð, hversu geysilegt eigna- tjón hefir verið jarðskjálftun- um samfara; enda er talið eftir lauslegri áætlun, að tjónið muni nema minnst 400 þús- undum króna. Við Rangæingar, sem búum hér svo nærri eldfjöllunum og höfum oft orðið fyrir þungum búsifjum af völdum jarð- skjálfta, ættum manna helzt að geta sett okkur í spor fólksins nyrðra nú. Og okkur ætti að vera það bæði ljúft og skylt að leggja þeim, sem fyrir tjóninu hafa orðið, þá hjálp, er okkur er unnt. Ég veit, að flestir okkar eiga nóg með að sjá fyrir sér og sínum á þessum tímum, og þess vegna ekki um stórar fjárhæðir að ræða, þótt leitað væri almennra samskota. Mér hefir því komið til hugar leið, sem við ættum að fara til þess að safna allverulegri fjár- hæð ef vel væri á haldið. Það mun vera í ráði, að hinn 1. júlí n. k. verði haldin brúarvígsla eða héraðsmót við Markarfljótsbrú. Við komum þar saman til að gleðjast yfir því mannvirki, er þar hefir verið unnið og þeirri sam- göngubót, er öldurrl og óborn- um hefir þar hlotnast. Til þess að sjá um undirbún- ing og framkvæmdir þepnan dag höfum við kosið okkur nefnd. Ég vil nú leyfa mér — og þar veit ég að fjöldinn er mér sammála — að skora á þessa framkvæmdanefnd að sjá um að allur ágóði af hér- aðsmótinu vei’ði látinn ganga til þessa fólks, sem orðið hef- ir fyrir tjóni á jarðskálfta- svæðinu. Og ég vil ennfremur skora á alla Rangæinga, er þess eiga kost, að koma til þessa móts, þar sem þeir gera með því tvennt í einu: að gleðja sjálfa sig, um leið og þeir gleðja aðra. Amarhvoli í Hvolhreppi. 8. júní 1934. Ágúst Einarsson. skeran (svo heitið geti) af þessari dýrmætu jurt. Er það í Kentnaky ríkinu í Bandaríkj- unum, sem þessar tilraunir hafa farið fram, svo og í Þýzkalandi. Vísindamenn, er við þetta hafa fengizt, bíða þess nieð óþreyju að sjá og reyna fyrsta ávöxt þessara merkilegu tilrauna.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.