Nýja dagblaðið - 13.06.1934, Page 3

Nýja dagblaðið - 13.06.1934, Page 3
N Ý J A 9ASBLAÐIB 8 Hversvegna eiga Reykvík- íngar að kjósa C-lístann? I3EZTU CIGARETTURNAR í 20 stk. PÖKKUM, SEM KOSTA kr. 1.10 — ERU III WESTMIN STER. VIRGINIA. CIGARETTUR Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá TÓBAKSEINKASÖLU RÍKISINS Búnar til af Westminster Tobacco Gompany Ltd. LONDON. NÍJADAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaöaútgáfan h.f." Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjamargötu 39 Sími 4245. Rititjómarskrifstofur: Laugav. 10. Sfmar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími ?323. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura uint. Prentsmiðjan Acta. Þegar fhaldið fer í búrið og skammtar vinum sínum. Forstjórar fisksölunnar: Ríkarður Thórs 24. þús. kr. Kristján Einarsson 24 þús. ól. Proppé 24 þús. ólafur Thórs segist hafa 18 þús. kr. við Kveldúlf og eiga erfitt með að lifa af því. Jón ólafsson bankastjóri sagði á fundi á Stórólfshvoli veturinn 1931—32, að hann væri á móti hámarkslaunum og þau 19 þús., sem hann hefði í bankanum, væru ekki of mikil fyrir sig. Jón Hermannsson núv. toll- stjóri komst hjá íhaldinu stundum upp í 120 þús. kr. með öllum aukatekjum. Jóh. Jóhannesson fyrv. bæj- arfógeti komst sum árin með aukatekjum upp í 40 þús. Nú hefir Jóh. Jóh. 8000 kr. í eft- irlaun, af því hæstiréttur taldi að hann hefði farið vel og rétt- látlega méð fé ómyndugra. I- haldið barðist fyrir því, að halda embættunum óbreyttum með háu laununum. Ihaldið var búið að sam- þykkja lög um að borga yfir- mönnum varðskipanna 12 þús. kr. hverjum. Framsóknarflokk- urinn lækkaði launin ofan í 8,500. Ihaldið hefir 4 skip- stjóra á launum nú. Árlegur sparnaður Framsóknarmanna á þessum lið 14 þús. kr. Forstöðumáður Eimskipafél. Islands hefir 23 þús. kr. árs- laun. Eggert Claessen og Jón Þorláksson hafa ákveðið launa- hæðina. Baldvin Einarsson skrif- stofumaður hjá Eimskipafél. hefir 10 þús. kr. Jón Þorl. og Eggert Claessen hækkuðu hann í þetta kaup eftir að Emil Nielsen var farinn og áður en eftirmaður hans tók við. Mik- il óánægja varð við íhaldsleið- togana hjá starfsfólki félags- ins, er það sá Jón og Eggert borga svo hóflaust kaup af persónulegum og pólitískum kunningsskap. Vigfús Einarsson skrifstofu- stjóri fær í bitlingum og alls- konar fríðindum 7 þús. kr. ár- lega í ofanálag á 7 þús. kr. laun. Hvað segir þjóðin um slíka ráðdeild íhaldsmánna? Geta kjósendur sem sýna ráðdeild og sparsemi í daglegri meðferð á fjármunum, trúað þeim flokki fyrir yfirráðum ríkissjóðs, og skattaálöguvald- inu, sem fer á þennan hátt með fé fátækrar þjóðar. Opinberar framkvæmdir og hagur almennings. Eftir liðuga viku eiga Reyk- víkingar að ganga að kjör- borðinu og- velja þingfultrúa til næstu 4 ára. Það veltur mikið á því fyrir hvert heimili í bænum, hvernig þetta val tekst. Því er nú orðið svo hátt- aði, •framlívæm'c^ir bæjarfélag- anna og landsins snerta af- konm hvers einasta mánns, ná- lega eins mikið og hans 'eigin atvinnu. Það þarf ekki að telja sprengiflokkana þrjá: komm- únista, nazista og „bændavin- ina“. Enginn þeirra hefir neitt fylgi eða nokkra tiltrú. Valið stendur milli landsflokkanna þriggja: Framsóknarmanna, Alþýðuflokksins og íhaldsins. íhaldið fellur í heilum fjórðungum. Nú er það einkennilegt að til eru heilir landshlutar,- þar sem hver einasti íhaldsframbj óðandi fellur. Síðasta þing var svo skipað, að frá Öxnadalsheiði, yfir landið norðan og austan- vert og allt að Skeiðarársandi var ekki nema einn íhaldsfull- trúi og hann var kosinn með minnililuta í kjördæminu. Sama var að segja um alla Vestfirði Þar var íhaldið hreinsað út síðastliðið vor. I þessum landshlutum lítur fólkið svo á, að íhaldsmenn kunni ekki að stjórna fyrir aðra. Þeir séu beztir að braska fyrir sig. Ráðsetta fólkið veit hvaða menn hafa gert bönlcun- um mest tjón, stofnað til rík- isskulda og verzlunarskulda er- lendis. Ráðsetta fólkið veit, að Ólafur Thors segist ekki lifa af 18 þús. kr., og að bróðir hans, Ríkarður, tekur 24 þús. kr. þóknun fyrir að hafa sett sjálfan sig' í fisksölunefndina auk launa frá Kveldúlfi, og það finnur að þetta er allt tek- ið af framleiðslu vinnandi manna í landinu, og að þetta er mikið meira en þjóðin get- ur risið undir. Þessvegna hefir fólkið í hin- um dreifðu byggðum, tekið upp þann hátt, að leysa vanda- mál sín án íhaldsins. Það vill ekki hafa íhaldsfulltrúa á þingi, ekki í bæjarstjórnum eða sýslunefndum. Það vill ekki hafa þá við neinar framkvæmd- ir fyrir aðra. Hefir almenningur efni á að láta íhaldsmenn stjórna? Nú er vafaatriðið þetta? Hefir almenningur í Reykjavík efni á að fela íhaldinu umboð fyrir sig? Það er ósennilegt. Hér í bænum eru flestir fá- tækir. Hér er fjöldi fólks at- vinnulaus, býr í lélegum og heilsuspillandi húsakynnum og getur allt of lítið gert til að vanda uppeldi barna sinna- Finnst þessu fólki, að það eigi eða þurfi að trúa spekúlönt- ' um og hálaunamonnum fyrir málum' sínum? Eða eiga ráð- settir menn í Reykjavík að fara að eins og ráðsettir menn í hin- um dreifðu byggðum landsins? Úti á landi hafa menn í verzlun og atvinnumálum trú á samvinnu og í pólitík á Framsóknarstefnunni. Og þetta hefir gefizt þeim vel. I skjóli við þessar tvær stefnur hafa dafnað úti á landsbyggðinni umbætur á lífi fólksins, sem vekja undrun þeirra, sem að koma og kynnast þvi sem sam- vinnumenn liafa gert til að bæta landið.og lyfta þjóðinni í menningu. Menningarstarf Fram- sóknarfl. í Rvík. Framsóknarmennirnir í Rvík hafa flutt inn í þennan bæ að- ferðir sínar, sem svo vel hafa gefizt annarsstaðar. Þeir hafa stofnsett hér sannvirðisverzl- un, sem sparar félagsmonnum tíunda hluta útgjaldanna. Þeir reka brauðgerðarhús, sem býð- ur betri skipti en nokkur samskonar stofnun í bænum. Þeir komu á hinni beztu og ódýrastu fisksölu, sem þekkzt hefir í bænum, þó að íhaldinu tækist að eyðileggja þá fram- kvæmd eftir stjórnarskiptin 1932. Þeir hafa stutt að lög- unum um verkamannabústað- ina, og átt forgöngu um sam- vinnuhúsin. Þeir hafa barizt fyrir íþróttasvæðinu við Skerja-- fjörð, sjóbaðstað þar, en sund- laug inni í l)ænum. Þeir hafa barizt fyrir að efla hinn al- menna gagnfræðaskóla hér í bænum, svo að borgarar bæjar- ins ættu kost á góðri bóklegri og verklegri fræðslu, en þar hefir íhaldið staðið á móti. Þeir hafa útvegað börnum bæj- arins eina grasgróna völlinn inni í bænum, þar sem þau geta látið fara vel um sig á sumr- in. Hitt er annað mál, að Jón Þorl. og lið hans er að gera þennan gróðurblett að flagi. Framsóknarmenn hafa látið bæta og prýða menntaskólann, reisa myndarlegt hús fyrir skrifstofur landsins, keypt lóðir á bezta stað í bænum fyrir framtíðarbyggingar handa stjómfrjálsri menning- arþjóð. Þeir hafa hrundið áfram leikhúsbyggingunni, það sem hún er komin, og prýtt bæinn með því að láta hann eignast þar fegurstu bygg- ingu landsihs. Þeir hafa tekið við byggingarmáli háskólans í rústum, fengið samþykkt lög um háskólabyggingu, og mikið landsvæði til að tryggja fram- tíð hans. Og að síðustu átti Framsóknarflokkurinn aðalþátt í að afla fjár til byggingarinn- ar með happdrættinu, þó að jafnvel einn af starfsmönnum háskólans, eins og Magnús dócent, væri því mótfallinn eins lengi og hann þorði. Það er auðskilið, hvers vegna Reykvíkingar eiga að Valið og metið spaðsalfað dílkakjðt í heilum og hálfum tunnum Sími 1080 Það er fremur óbermilegt upplitið á Magnúsi dósent í hinni aumkunarverðu afsök- unargrein í Mbl. í gær. Ilér var nýlega í blaðinu sannaðar á‘ M. J. mótsagnir hans, hræsni og blekkingaleik- ur. Það var gert méð því, að leiða hann sjálfan sem vitni gegn eigin ummælum. Með þessari Mbl.grein verður hann enn hlægilegri, enn berari í mótstöðu sinni gegn almenn- ingshag og enn auvirðilegri þjónn þeirra hvata í manneðl- inu, sem vill hefjast til auðs og valda á annara kostnað, sem vill „græða á öðrum“, vaxa á annara eymd, lifa á annara böli. Tekjur ríkissjóðs s. 1. ár af þrem ríkisfyrirtækjum voru um 800 þús. kr- Þessar tekjur vill M. J. ekki að ríkið fái — ekki af verzlun. Það er tekið af þegnunum og það er enginn gróði, segir hann. M. J. vill í staðinn að ríkið nái inn fénu með tollum (þá fá kaupm. verzlunargróðann). En af hverjum á að taka toll- ana? Af þegnunum. Og það er álíka mikil vitleysa, eftir kenn- ingu M. J. eins og ágóðinn af ríkisverzlun. Hér er Magnús fylkja sér um lista Framsókn- armanna. Sá flokkur einn vinnur móti dýrtíðinni og fyr- ir menningunni. Stór lóð í vesturbænum til sölu fyr- ir sanngjarnt verð. Uppl. gefur búinn að keyra sjálfan sig í þann gapastokk heimskunnar og mótsagnanna, að það tekur jafnvel fram vitnisburðunum í „æðarkollu“-málinu. Magnús er frambjóðandi til þings. Þingmenn eiga að vinna fyrir heill almennings. Magn- ús berst á móti almennri far- sæld, en fyrir einkagi'óða vissra stétta. Málið liggur skýrt fyrir. Ríkið verzlar með 3—4 vöru- tegundir. Tekjur eru þar um Vs úr miljón kr. á ári. Fyrir féð eru vegir lengdir, símar auknir, brýr reistar, sjúkra- hús byggð, býlum fjölgað o. s. frv. Hinsvegar er spekúlantinn, kaupmaðurinn. Verzli ríkið ekki með þessar vöruteg., ger- ir hann það. Hann græðir þá 800 þús. kr. á ári og stingur í sinn vasa, en ríkið verður að ná jafnri upphæð með almenn- um sköttum. Svo svarið þið lesendur og kjósendur: Hvort er heppilegra fyrir þegnana, sjálf ykkur? Undir hvoru er farsæld þjóðarinnar og lands- ins meir komin? Hér blasa við áberandi þættir í tvennskonar lífsskoð- unum. Önnur er lífsskoðun M. J. og íhaldsins. Hin samvinnu- mannanna og Framsóknar- flokksins. Hvora aðhyllist þú, kjós- andi? Jónafe H. Jónsson Hafnarstræti 15 Sími 3327 Iljaldssjónarmið og almenningshagup Magnús Jónsson dinglar í snöru mólsagnanna.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.