Nýja dagblaðið - 17.06.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 17.06.1934, Blaðsíða 1
Sundhöllin í Reykjavík íhaldsöflin í landinu hafa svifí Reykjavík dýr* mætri aðstöðu til sundiðkana, og frá upphafi lagzt gegn málinu. Knattspyrnumót Islands Urslitaleikurina og niðurstttðutttlur Útslitaleikurinn í fyrrakvöld fór þannig, að K. R. vann Val með 3 mörkum gegn 2. . öft fer öðruvís' en ætlað er, má með sanni segja um kapp- leik þenna. Fyrst aðstöðumun- urinn milli félaganna, þar sem Valur þurfti ekki nema jafn- tefli við K. R. til þess að vinna mótið og síðan hin ákveðna sókn Vals, þegar í byrjun leiksins, sem veitti þeim fyrsta markið, eftir 2 mínútna leik. K. R. varð því að sýna tals- verða yfirburði til þess að vinna, enda gjörðu þeir það. Þegar 30 mínútur voru af leik, skoruðu þeir fyrsta markið úr vel tekinni hornspyrnu. Rétt áður meiddist hinn ágæti bak- vörður Vals, Frímann Helga- son, svo hann varð að ganga úr leik, en varamaður var þá elcki kominn í leik í hans stað. 10 mínútum síðar skoraði K. R. annað mark. En þegar 2 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik skoruðu Valsmenn var mark Vals oft í mikilli hættu, en markvörðurinn stóð sig prýðilega og laua svo þess- um hálfleik, að fleiri mörk voru eigi skoruð. Það verður að teljast mikið óhapp hjá Val, að missa úr leik einn bezta leikmann sinn og grunur minn er sá, að K. R. hefði ekki borið sigur af hólmi, ef hann hefði leikið all- an tímann ómeiddur. Dómari var Guðjón Einars- Framh. á 4. síðu. Carnera yfirunninn London kl. 21.15, 15/6. FÚ. Max Beer frá Californiu vann í gærkvöldi heimsmeist- aratitilinn í hnefaleikum, í þyngsta flokki, af Primo Carnera, ítalska risanum. Leik- urinn fór fram í New York. Beer felldi Carnera 10 sinnum, en í 11. umferð gafst Carnera upp. Al|echin heldur velti London kl. 21.15, 15/6. FÚ. Dr. Aljechin er ennþá heimsméistari í tafli. Kapp- tefli þeirra Bogoljubows lauk í dag og höfðu þeir þá teflt 26 skákir. Af þeim hafði Alje- chin unnið 8, en Bogoljubow 3. Hinar voru jafntefli. Ndzistar vílja tneira blóðbað Berlin kl. 8.00, 16/6. FÚ. I Berlin hefir verið tekið upp af nýju málið gegn Eck- stein og Ziegeler, sem á sínum tíma voru sýknaðir af að hafa drepið Horst Wessel, nazista- hetjuna, sem Horst-Wessel- söngurinn er kenndur við. Op- inberi ákærandinn sótti málið í gær og krafðist líflátshegn- ingar fyrir báða þá ákærðu. Verður sett nýtt met í 100 metra hlaupi? Undirbúningshlaup í 100 m. hlaupi fór fram í gærkvöldi á íþróttavellinum. Garðar S. Gíslason (K. R.), sem íslenzkt met setti 1926, náði nú þeg- ar sínu fyrra meti 11,3 sek. Er ekki ólíklegt, að hann verði fljótari í dag. Næstur var Georg L. Sveinsson (K. R.) á 11.7 sek. — Áreiðanlega verð- ur fjölmennt á Iþróttavellin- um í dag. sitt annað mark. Fyrri hálf- leikur endaði því með jafn- tefli. Sjá ekki Reykvíkingar hryggðarmynd ihalds* ins í afstöðu þess til Sundhallarmálsins? Hvad g*erir æskan 24. fúní? Síðari hálfleikur hófst með sókn hjá K. R. og skoruðu þeir mark þegar þrjá mínútur voru liðnar af leiktímanum. í þessum hálfleik var talsverð meiri sókn af hálfu K. R. og Skaðsemi ihaldsstefnunnar blasir óvíðar berar við en í sundhallarmálinu. Fyrsta frumvarpið sem Jón- as Jónsson bai' fram á þingi, var frumvarpið um sundhöll í Reykjavík. Ihaldið lagðist þegar með öllum þunga sínum gegn mál- inu. Og þegar það fékk ekki lengur aftrað því að málið næði fram að ganga á. Alþingi, vegna þess að það hafði misst þar meirahluta 1927, þá reyndu íhaldsmenn að gera þetta mál að rógsmáli við bændur, það væri ekki verið að hugsa um þá, þegar sam- þykkt væri að veita 100 þús. krónur í sundhöll handa Reyk- víkingum. Nú er það segin saga, að þjóðinni í heild sinni' getur ekki staðið á sama um þann þriðjung alls fólksins í land- inu, sem heima á í höfuð- staðnum. Og því síður, sem reynzla er fyrir því, að hætt- ur sem leiða til úrkynjunar eru hvergi meiri heldur en einmitt í borgunum. Og heil- brigðri þjóð er metnaðarmál að höfuðstaður hennar sé bú- inn sem flestum og beztum menningarskilyrðum. — Enda sendir hún þangað mikið af sonum sínum og dætrum til dvalar um lengri eða skemmri tíma. Skilningur á gildi íþrótta og allrar líkamsmenningar fer vaxandi í heiminum. Allar þær þjóðir, sem náð hafa að skipa öndvegi eða átt hafa gullaldar- tímabil í lífi sínu, hafa jafnan verið góðu líkamsatgerfi búnar og frægar að íþróttum. Englendingar, öndvegisþjóð veraldar, iðka íþróttir um- fram aðrar þjóðir og einkum þeir, sem eru sérstaklega undir það búnir að vera í þjónustu þjóðarinnar um öll hin vandamestu störf. Gróandin í nútíma þjóðlífi íslendinga finnur þetta og skilur. 20—30 sundlaugum hefir verið komið upp á heit- um stöðum víðsvegar um land- ið á allra síðustu árum. Og þar sem ekki er jarðhiti fyrir hendi, er tekið að hita sund- laugar með raforku og kola- kyndingu. Framh. á 4. síðu. Allsherjarmót I. S. I. hefst í dag Allsherjarmót íþróttasamb. Islands hefst í dag. Fer vel á því, að helga íþróttum afmæl- isdag Jóns Sigurðssonaiv Verð- ur hans tæplega betur minnst á annan hátt. í mótinu taka þátt sex fé- lög: K. R., Ármann, í. R., Vík- ingur, Danska íþróttafélagið og íþróttafélag Borgfirðinga. Alls keppa 38 íþróttamenn. I dag verður byrjað með fimleikasýningu kvenna úr íþróttafélagi Reykjavíkur. Þá verður keppt í eftirfarandi hlaupum: 100 m. hlaupi (13 keppendur), 800 m. hlaupi (4 keppendur), 5 km. hlaupi, (6 þátttakendur), og 4X100 m. boðhlaupi frá fjórum félögum. Ennfremur verður keppt í spjótkasti (7 þátttakendur), og hástökki (5 keppendur). Eftirfarandi skrá sýniv íslenzk met og heimsmet í þeim íþróttum, sem keppt verður í nú í dag. Hafið blað- ið með ykkur á Iþróttavöllinn. Hástökk: Islenzkt met......... 1.755 m (Iielgi Eiríksson). Heimsmet.............2.061 m Spjótkast: Islenzkt met.........52.41 m (Ásgeir Einarsson). Ileimsmet............76.10 m 100 m. hlaup: Islenzkt met.........11.3 sek. (Garðar Gíslason). Iieimsmet............10.3 sek. 800 m. hlaup: íslenzkt met . . 2 mín. 2,2 sek (Geir Gígja). Heimsmet • • 1 mín. 49.8 sek. 5 km. hlaup: íslenzkt met . 15 mín. 23 sek. (Jón Kaldal). Heimsmet . . 14 mín. 17 sek. 4X100 m. boðhlaup: íslenzkt met.........47.3 sek. (K. R.). Heimsmet.............40 sek.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.