Nýja dagblaðið - 17.06.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 17.06.1934, Blaðsíða 4
4 W Ý J A DAGBLAÐXÐ í DAG Annáll „Amatörar“, Athugið # Odýrn # Sólaruppkoma kl. 2.03. Sólailag kl. 10.54. Flóð ái'degis kl. 8.30. Flóðsíðdegis kl. 8.45. Veðurspá: Austankaldi. — Dálítil rigning öðru hvoru. Listasafn Einars Jónssonar kl. 1—3 Höggmyndasafn Ásm. Sv.s. .. 1-7 pjóðminjasafnið ........ opið 1-3 Náttúrugripasafnið ..... opið 2-3 Hósthúsið.................10—11 Landssíminn ........... opinn 8-9 Lögregluvarðst opin allan sólarhr. Hoimsóknartími sjákrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 2-4 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali .... kl kl. 12Vi-2 Vífilstaðahælið .. 12^-2 og 3^-4}4 Kleppur .................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sjúkrahús IIvítabandsins ..... 2-4 Sólheimar ............... opið 3-5 Ellihwmilið .................. 1-4 Messnr: í Fríkirkjunni kl. 5 sr. Ámi Sig- urðsson. í Dómkirkjunni kl. 11 sr. Fr. Hallgrímsson. Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og Iðunn. Sunnudagslæknir Bergsv. Ólaís- son. Suðurg. 4. Sími 3677. Næturlæknir: Ólafur Helgtison, lngólfsstr. 6. Sími 2128. Skemmtanir og samkomnr: Skemmtun Bjarna Björnssonar i lðnó kl. 9 s,ðd. Ahsherjarmót í. S. í. á íþrótta- vellinum Samgöngur og póstferðir: Suðurland frá Borgarnesi. Dagakrá átvarpalna: Kl. 10,40 Veðurfregnir. 10,50 Er- indi: Agnes og Nathan (Grétar Ó. Fells). 15,00 Mið- degisútvarp: a) Tónleikar frá Hó- tel ísland b) Grammófónn: ísl- enzk lög. 17,00 Messa í Frikirkj- unni (sr. Árni Sigurðsson). 18,45 Barnatími (Aðalsteinn Sigmunds- son). 19,10 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 19,25 Grammófónn: íslenzk kórlög. 19,50 Tónleikar. Auglýs- ingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Upplestur: Sögukafli (Hall- dór Kiljan Laxness). 21,00 ísl. hljómleikar: Útvarpshljómsveitin, Iíristján Kristjánsson, pórarinn Guðmundsson og Emil Thorodd- sen leika og syngja íslenzk lög. Danslög til kl. 24. Mánudagur 18. júní: Ki. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregn- ir. — Tilkynningar. 19,30 Fréttir. 20,00 Klukkusláttur. — Stjóm- málaumræður. Bæjarbúar, sem verðið fjarrer- andi á kjördegi, kjósið áður en þér farið (hjá fulltrúa lögmanns í Pósthússtræti, gömlu símastöð- Skrifstofa Framsóknarmanna er i Sambandshúsinu, sími 2979, op- in 9—7 daglega. par fást allar uppl. viðvíkjandi kosningunum. íþróttakennsla vestra. Sundnám- skoið standa yfir Súgandafirði og Bolungarvík, en þar verða þrjú mánaðarnámskeið i sumar. pátt- takondur í yfirstandandi nám- skeiðum er milli 50 og 60. íþrótta- skólinn i Reykjanesi byrjar um mánaðamótin. Verður fyrst mán- aðarnámskeið, sem er þegar full- skipað. Síðan er ákveðið að halda að það er ekki nóg að filman yðar sé rétt lýst, hún verður líka að vera rétt framkölluð, og pappírstegund- irnar rétt valdar. Trygging fyrir því verðnr ávallt ör- uggust hjá mér. því allt er unnið af þaulvönu starfsfólki Munið! Framköllun, kopiering, stækkanir. LJósmyndastofa Sig. Guðmundssonar Lækjargötu 2 — Sími 1980 Skipafréttir. Gullfoss fór frá Kaupm.höfn i gærmorgun á leið til Vestm.eyja. Goðafoss kom frá Hull og Hamborg í gær. Brúnr- foss kom að vestan og norðan í gæi'. Dettiíoss er á leið til Hull frá Vestmannaeyj um. Lagarfoss var á Hólmavík í gær. Selfoss er á leið til Vestm.eyja frá Leith. Allsherjarmót í. S. í. verður haf- ið i dag á íþróttavellinum. — íþróttirnar hefjast með fimleika- sýningu kvenna úr íþróttafélagi Reykjavíkur. Svo verður 100 m. hlaup og þá hástökk. Síðan 5 km. hlaup. Meðal keppenda í því \erða Borgfirðingarnir, þeir er iinnu víðavangshlaupið í vor. par næst verðui' keppt í 4X100 m. boðhlaupi. Síðan í 800 m hlaupi. Að þessu loknu verður hlé. Kl. 8y2 um kvöldið verður mótið haf- ið á nýjan leik. Til skemmtunar þá verður reipdráttur, hnefa- leikar, söngur hjá Karlakór Reykjavíkur og dans. Auk þessa verður ýmislegt fleira iiaft til skemmtunar á vellinum. Sigurður Eggerz bæjarfógeti á Ísaíirði hefir nýskeð yerið skip- aður bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu frá i. n. m. að telja. Fyrirlestur flytur Sæmundur G. Jóhannsson kennari í Vaiðarhús- inu kl. 5 í dag. Efni: „Gerði Jes- us- Kristur kraftaverk í raun og veru?“ Allir velkomnii og skorað á kennara að koma. Á bókamarkaðinum er rétt kom- in út ný þýðing aí Davíð syggna eftir Jónas Lie. Sagan heitir „Den fremsynte", á norek- unni. Davíð skygni er íslending- um að góðu kunnur frá eldri þýð- ingunni, er kom í sögusafni ísa- foldar á dögum Björns Jónssonar. þýðing sú er nú löngu uppgengin og mun þvi yngstu kynslóðinní sagan fremur lítið kunn. þýðing- in er gerð af Guðmundi Kamban. Hæstu útsvör á Akranesi hafa: Haraldur Böðvarsson útgerðarm. 14.265 kr., Bjarni Ólafsson skipstj. 2.613 kr., þórður Ásmundsson út- gerðarmaður 1.614 kr., Oliuverzl- un íslands, B. P. útsala 1.320 kr., Bjarni Ólafsson og company 1.259 kr., Frón, verzlun 1.117 kr., Olíu- verzlun Shell, útsala 1.110 kr., Ólafur Pétursson, kaupm. 1.036 krónur. Frá' Norðfirði. 13. þ. m. var hleypt af stokkum á Norðfirði vélskipinu Stellu, sem byggt hef- ir verið þar að nýju úr eik og brenni, og stœkkað mjög. Kjöl- lengd þess er 72 fet, og er eitt hið stærsta skip, sem smíðað hefir \ erið hér á landi. Dómhæfir menn telja skipið fallegt og á- gætlega smíðað og vel vandað til þess að öllu leyti. Eigandi skips- ins er Sigfús Sveinsson kaup- maður, en yfirsmiður Pétur Wige- lund skipasmiður á Norðfirði. (Samkv. útvarpsfi'étt). Frk. Ásta Jósefsdóttir syngur einsöng á samkomnuni í Betaníu (Laufásveg 13) í kvöld kl. 8Yz, sem haldin er itl ágóða fyrir hús- sjóð kristniboðsfélaganna. Auk þess syngur blandað kór og er- indi verður flutt, eins og getið \ ar um í blaðinu í gær. — Að- gangur er ein króna. Með íslandi síðast kom Jóhann Kallsoy kennai'i og lögþingsmað- ur í Gjógv á Færeyjum. Var hann sendur sem fulltrúi Fær- eyinga á kennaranámskeiðið. Mun hann flytja fyrirlestur síðar á námskeiðinu. Kallsoy er einn af þingmönnum Færeyinga og annar lielzti sjálfstæðisforingi þeirra. „Neyðarflaggið“ örfarnar þrjár, baráttu- merki jafnaðarmanna, sem staðið hafa aftan við nafn Al- þýðublaðsins á framsíðunni, eru nú horfnar með öllu. 1 stað þeirra setur nú blaðið auðmjúka bænarskrá til Fram- sóknarmanna og sinna gömlu samherja, kommúnistanna, um að þeir veiti sér lið og kjósi jafnaðarmenn. — Fúslega skal það viðurkennt, að Alþýðu- blaðið hefir rétt fyrir sér í því, að óhugsandi er að jafn- aðarmenn komi að nema tveiin mönnum í Reykjavík. Einu líkindin til þess að fella fjórða mann íhaldsins eru þau, að Framsóknarflokkurinn fái einn mann kosinn. Hver kjósandi sem aumkvaði sig yfir Alþ,- blaðið og yrði við bænarskrá þess, mundi með þvi einung- is styðja að kosningu fjórða manns íhaldsins. Bænarskrá Alþýðublaðsins er almennt kölluð „neyðarflaggið“ og þyk- ir ekki sigurvænlegt og nokkuð seinheppilegt, að hafa dregið það að hún einmitt þar sem baráttumerkið var áður. Nazistar handsatnaðir Berlin kl. 8.00, 16/6. FÚ. I Salzburg í Austurríki voru í gær handsamaðir fimm naz- istar, sem grunaðir eru um, að hafa varpað sprengjum á kat- ólskum æskulýðsfundi. Þeim var stefnt fyrir skyndirétt, en dómur var ekki fallinn þegar síðast fréttist. Pólskur ráðherra myrtur London kl. 17, 16/6. FÚ. Pólski innanríkisráðherrann Piraki dó í gærkvöldi af til- ræði því er honum var sýnt, er hann var að ganga inn í klúbb sinn í Warschau í gær- kvöldi. Hann var skotinn með skammbyssu, og er gert ráð fyrir því, að morðið hafi ver- ið framið af stjómmálaástæð- um, sennilega að undirlagi hins nýja nazistaflokks í Pól- landi. Þjóðverjar hafa í hótunum London kl. 17, 16/6. FÚ. Svar Þjóðverja við yfirlýs- ingu Chamberlains um stofn- u.n viðskiftabanka til þess að annazt viðskifti Breta og Þjóðverja var birt í dag hjá þýzku fréttastofunni. í svar- inu er sagt, að yfirlýsingin sé Sundhöllin í Reykjavík Framh. af 1. síðu. Öll þjóðin verður synd á næsta mannsaldri. Um skilning almennings og áhuga hér í Reykjavík, má nefna hina óhemjumiklu að- sókn að sundlaugunum, ekki burðugri en öll aðbúðin þar er. Konur, og það jafnvel margra bama mæður, keppast um að komast á sundnám- skeið, sem stofnað er til við litlu laugina í Austurbæjar- skólanum. Álafosslaugin er mjög fjölsótt af Reykvíking- um, ekki ódýrara en það er að komast þangað. Allir verða eins og nýir og betri menn. Nýtt skap, ný gleði og- bætt heilsa fylgir þessari dásamlegu íþrótt inn í heimilin. Ellegar börnin! Er nokkur námsgrein sem eykur þeim meiri gleði og sjálfstraust en einmitt sundið. Og samt láta íhaldsöflin sundhöllina í Reykjavík standa ófullgerða árum saman. Enginn veit hvað átt hefir fyr en misst hefir. En að þessu sinni hlýtur að mega' snúa þesu spakmæli við. Þegar sundhöllin verður full- gerð, þá og þá fyrst skilja Reykvíkingar það til fulls hvers þeir hafa farið á mis. Þá skilja þeir bezt hvaða sakir þeir eiga á íhaldið, sem hefir staðið í vegi fyrir þess- ari framkvæmd. Ætlar æskan í Reykjavík að þola það öllu lengur, að í- haldsöflin haldi sundhöllinni fyrir henni. Ætla borgararnir í Reykja- vík ekki að minnast þess 24. júní næstkomandi, að það er ekki holt að hafa þann stjórn- málaflokk við völd í þessu landi, sem lætur jafndýrt og jafn mikilsvert menningartæki og sundhöllina standa ófull- gert árum saman og það í því ástandi, sem glöggt sézt af myndinni, sem fylgir. Og vart bætir það úr, þótt heita vatnið, sem búið er með æm- um kostnaði að dæla inn í bæ- inn, sendi mekkina upp úr skólpræsunum rétt utan við veggi sundhallarinnar. hótun um það, að hlutast til um, viðskifti þjóðanna með valdi, en þó að svo geti verið, að Englendingar einir græddu á þessu nú sem stendur, gæti það einnig vel hugsast, að viðskiftajöfnuðurinn yrði þannig, að enska valdið í heild sinni tapaði á þessu. au^iýsinga rnar. 1 sala Góðar varphænur til sölu. Uppl. í síma 2506 og 2507. Gæsir fullorðnar og ungar til sölu . Laugardal við Engja- veg. Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjarnabrauð frá Brauðgerð Kaupfélags Reykja- víkur? Atvinna Stúlku vantar nú þegar hálf- an daginn. Þarf helzt að kunna eitthvað í ensku. Af- greiðslan vísar á. Kaupakona óskast upp í Borgarfjörð. Góðar engjar og sérherbergi. Kaup eftir sam- komulagi. Uppl. á Lokastíg 5, kjallaranum. Tilkynningar Rímanúmer mitt er 4259. Ari Guðmundsson garðyrkj umáður. Símanúmer Hannesar Jóns- sonar. dýralæknis, er 2 0 9 6. Knattf pyrnumót Islands Framh. af 1. síðu. son og fór honum það vanda- sama en vanþakkláta starf vel úr hendi. Eftir kappleikinn afhenti forseti í. S. I. leikmönnum K. R. bikarinn og ellefu minnis- peninga. Vinningar og markafjöldi á mótinu varð eins og hér segir: K. R. vann K. V. með 5:1 K. R. vann Víking með 3:1 K. R. vann Val með 3:2 K. R. jafntefli við Fram 1:1 Valur vann Fram með 2:1 Valur vann K. V. með 6:0 Valur vann Víking með 13:1 Fram vann Víking með 6:1 Fram vann K.V. með 3:1 Frarii jafntefli við K. R. 1:1 K. V. vann Víking með 3:1 Mörk Mörk K. R. vinnur 12 en tapar 5 Valur — 23 — - 5 Fram — 11 — — 5 K. V. — 5 — — - 15 Víkingur — 4 — — - 25 Samtals 55 55 Alls hafa þá verið skoruð 55 mörk á mótinu. K. R. hefir fengið 7 stig, Valur 6, Framl 5, K. V. 2 og Víkingur 0 stig. Knattspyrnubikar Islands er gefinn 1912 af Knattspymu- félaginu Fram og hefir Fram unnið hann 10 ár, K. R. 9, Valur 2 og Víkingur 2 ár. A honum eru nú 22 silfurskildir með nöfnum félaganna og bætist nú sá 23. við með nafni hins sigursæla K. R. M. G.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.