Nýja dagblaðið - 21.06.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 21.06.1934, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ 1 DAG Sólaruppkoma kl. 2,01. Sólarlag kl. 10,57. Flóð árdegis 11,35. Flóð síðdegis kl. 11,05. Veðurspá: Norðankaidi, léttskýj- að. Söín, sJtriístolur o. CL: Landsbókasafnið .... opið kl. 1-7 Alþýðubókasa. opið 10--12 og 1—10 þjóðskjalasaínið ....... opið 1-3 þjóðminjasafnið ........ opið 1-3 Náttúrugripasai'nið ...... opið 2-3 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 ÚtvejysbanFinn opinn 10—12 og 1—4 Útbú Land&b., Klapparst. opið 2-7 Pósthúsið: Bréfapóstst, .. opin 10-6 Bögglapóststofan ...... opin 10-5 Landssíminn ............ opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t 10-12 og 1-5 Samb. isl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið .......... opið 9-6 Stjómarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Sölusamb. ísl. fiskframiaiðenda opið 10—12 og 1—6 Skriíst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 14 Skrifst lögmanns opin 10-12 og 14 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 14 Tryggingarst ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Skipaskoðunar og skráningast. ríkisins 10-12 og 1-G Hæstiréttur kl. 10. Heimsóknartiml sjúkrahúsa: Landsspítaliim ........... kl. 34 Landakotaspííalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspitali ...... kl. 12Y2-2 Vífilstaðahælið 12%-1% °g 3V4-H/2 Kleppur ................. kl. 1-5 Fœðingarh., Eiríksg. 37 k). l-3og8-9 Sólheimar...................kl. 3-5 Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4 Farsóttahúsið ............... 24 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og Iðunn. NæturJffiknlr: Gísli Fr. Petersen, Bnrónsstíg 59. Sími 2675. Skemmtanir og samkomur: „Fræðslukvöld" í fríkirkjunni kl. 8Vo. Dsgskrá ótvarpslns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðui'fregnir. 19,00 Tónleikar 19,10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,20 Lesin dagskrá nœstu viku, 19,30 Grammófóntón- l.eikar: Schubert: Ófullgerða sym- fónian. 19,50 Tónleikar. Auglýs- ingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Nokkur atriði úr fornsögum (Helgi Péturs) 21,00 Tónleikar: a) Útvarpshljómsveit- in. b) Grammófónn: ítölsk óperu- iög. c) Danslög. Agætar íslenzkar karlöflur fást í heilum sekkjum og lausasölu hjá KJÖtbúðReykJavíkur V'esturgötu 16 Sími 4769 Tilnelitinj] í útuarpsráfl af hálfu útvarpsnotenda • Odýru § anglýsingarnar. Knattspyrnutélag Reykjavikur bar eigur ai hólmi Flest einstaklingsverðlaun hlaut Karl Vilmundsson (Á) Útvarpsnotendur geta feng’- ið einn fulltrúa í útvarpsráð. Tilnefna þeir þrjá menn, sem atvinnumálaráðherra velur um. Kosning hafði farið fram innan útvarpsnotendafélaga víðsvegar um land. Talningu atkvæða var lokið um kl. 2 í nótt. Alls voru tæp 1500 atkvæði greidd: Úrslit urðu þessi: Pálmi Hannesson 627 atkv. Jón Eyþórsson 614 — Helgi H. Eiríksson 552 — Næstur var Maggi Júl. Magnús með 513 atkv. Anu.á.11 Skipafréttir. Gullfoss kom frá Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Goðafoss fór vestur og norður : gærkvöldi. Brúarfoss fór frá Vest- m.eyjum í gærmorgun á leið til Leith. Dettifoss kom til Ham- borgar í gærmorgun. Lagarfoss var í gær á Akureyri. Selfoss var í gær Reykjavík. Friðrik Hjartar skólastjóri frá Siglufirði dvelur nú í bænum. Heimili hans, meðan hann dvelur hér í bænum, er á Sólvallagötu 14, hjá Carli Ryden. Kjósið G-listann „Fræðslukvöld" verður í frí- kirkjunni i kvöld kl. 8% og verð- ur þar fjölbreytt og góð skemmti- skrá, sbr. augl. í blaðinu. Við Hreðavatn er einhver feg- ursti staðurinn milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fyrir þá, sem fara þá leið er þar ákjósanlegur áning- arstaður. Nú hefir verið opnaður veitingaskálinn við þjóðveginn á Hreðavatni og veitir honum for- stöðu í sumar frú þorbjörg Möller i'rá- Sauðárkróki. Blaðið hefir veitt viðtöku til fólksins á jarðskjálftasvæðinu eitt þúsund króna gjöf frá Kaupfélagi Arnesinga. I kvöld kl. 8Yo er samkoma í K. F. U. M. þar verður kórsöng- ur (blandað kór), einsöngur (Ásta Jósefsdóttir) og erindi um Uldine Utley. Aðgangur er ein króna. Nýir kaupendur að blaðinu fá það ókeypis til 1. júlí og Dvöl frá byrjun með sérstaklega lágu verði. Látið afgreiðsluna vita strax um að þér viljið gerast kaupendur, og yður verður sent blaðið heim á morgnana. Til Laugarvatns og að þrasta- lundi eru ferðir nú daglega frá bifreiðastöðvum hér í bænum. Meðal farþega með Brúarfossi í fyrrakvöld var Egild Carlsen danskennari. Fór hann til Kaup- mannahafnar til að læra nýjustu dansa. Er hann væntanlegur í haust aftur. Ferðafélagið ráðgerir skemmti- ferð á Snæfellsjökul n. k. sunnu- dag. Verður farið héðan með Gullfossi á laugardagskvöldið til Ólafsvíkur og gengið þaðan upp að jölcli og gist í sæluhúsinu á mánudagsnóttina, — eða farið til Arnarstapa á sunnudagskvöld, og í gær var síðasti dagur mótsins og var þá keppt í stangarstökki, kappgöngu og fimmtarþravit. I. Stangarstökk: I. Karl Vilmundsson (Á.) 2,75 m. — 2. Georg L. Sveins- son (K. R.) 2,57 m. — 3. Gísli Sigurðsson (Á.) 2,48 m. II. Kappgangan: 1. Haukur Einarsson (K. R.) 55 mín. 28 sek. — 2. Oddgeir Sveinsson (K. R.) 61 mín. 28 sek. — 3. Magnús Guðbjöms- son (K. R.) 64 mín. 13,4 sek. III. Fimmtarþraut: 1. Karl Vilmundsson (Á.) 2504,71 stig. — 2. Gísli Kæme- sted (Á.) 1966,425 stig. — 3. Georg L. Sveinsson (K. R.) 1418.277 stig. í fimmtarþraut er keppt í langstökki, spjótkasti, 200 m. hlaupi, kringlukasti og 1500 m. hlaupi. Úrslit allsherjarmótsins hafa orðið þau, að K. R. vann mót- ið með 143 stigum. Ármann hlaut 129 stig, Iþróttafélag Borgarfjarðar 24 stig og Vík- ingur 2 stig. Flest einstaklingsverðlaun hlaut Karl Vilmundsson (Á.), fékk hann 22 stig, næstur varð Ingvar Ólafsson (K. R.) með 19 stig og þriðji Gísli Kærne- sted (Á.) með 18 stig. Venja er að veita þeim, sent flest stig hlýtur á möt- inu, bikar að verðlaunum, og einnig þeim, sem borið hefir sigur út býtum í fimmtar- þrautinni. Kaup og sala Góðar varphænur til sölu. IJpplýsingar í síma 2506 og' 2507.______________________ Nýir dívanar á 35 krónur, madressur o. fl. fáið þið mjög ódýrt og vandað og einnig rúm með madressum með tækifæris- - verði á Laugavegi 49 A. Freknukrem, Niyeakrem, Igemokrem og Sportskrem fæst hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. Simi 1245. Aktýgi, sem ný, til sölu við Hafnarsmiðjuna. Sanngjarnt verð. Reiðhjólin Hamlet og Þór eru þau beztu segja allir, sem reynt hafa. Fást hvergi landinu nema hjá SIGURÞÓR. STÓRHÖGGIÐ kjöt af dilkum og fullorðnu fé fyrirliggjandi. S. í. S. — Sími 1080. Kalkúnar, fullorðnir og ung- ar til sölu í Laugardal við m Engjaveg. Hús og aðrar fasteignir til sölu. IIús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Austurstræti 14, þriðju hæð, opin ld. 11—12 og 5—7. Sími 4180 o g 8518 (heima). Ilelgi Sveinsson. Störf og stefnumál Framsóknar- flokkslns Framh. af 3. aíöu Kjósendur! Þegar þið at- hugið hinar margvíslegu um- bætur Framsóknarflokksins í Reykjavík, og að það er Framsóknarflokkurinn, sem skilur, að það er dýrtíðin og skipulagsleysið, sem sýgur út hvern pening og skapar at- vinnuleysið, þá mun ykkur verða það ljóst, að hagsmUnir ykkar byggjast á því að styðja þennan flokk. Reyndar getur Framsóknarflokkurinn ekki, frekar en aðrir flokkar, komið málum sínum fram, nema í samvinnu við aðra flokka. Framsóknarmenn geta unnið með jafnaðarmönnum af því að þeir hafa sýnt, að þeir styðja umbótastarfsemi Framsóknar frekar en allt standi í stað. En það eru Framsóknarmenn, sem ráða því, hvað langt verður farið í hvert sinn. Haldið þið ekki, að það væri styrkur fyrir ykkur, umbóta- menn í Reykjavík, að eiga þingmann úr Framsóknar- flokknum, sem skildi mál bæj- arins úr því að það er Fram- sóknarflokkurinn, sem mestu ræður í samvinnunni. Haldið þið, að það væri ekki vinning- ur fyrir ykkur að vera í sam- I starfi við slíkan flokk. Ihaldsmenn deila í Eyjum Framh. af 1. síðu. taldi Tangavaldið breyta mjög óheiðarlega við Kolka. Hafa fjölmargir íhaldsmenn lýst yf- ir, að þeir muni ekki kjósa Jó- hann á þing framar né styðja Tangavaldið á annan hátt. Hef- ið þetta verið mikið hitamál í Vestmannaeyjum og' er vitan- legt, að íhaldið tapar á því fjölmörgum atkvæðum til and- stæðinganna, en aðrir munu sitja heima, sem kosið hafa með því áður. En , Gunnar konsúll hefir ekki látið hér við sitja. Hefir hann nýlega gefið út pésa um „Svartakofamálið“, sem rnjög hefir aukið á þann innbyrðis eld hjá íhaldinu, sem fyrir var. Skammar hann Kolka þar óbótaskömmum og skulu hér tilfærð nokkur ummæli hans: „Kolka var, svo sem' kunn- ugt er, þeirra (þ. e. kommún- 1 ista) maður fram yfir nýjárið, | en hann skildi við þá í bili fyr- ir bæjarstjómarkosningarnar og réði sig hjá Sjálfstæðis- mönnum. En þar er hann, eins og vitanlegt var, laus í skip- rúmi, sérstaklega ef illa aflast, enda ekki eftirsóttur af öllum sjálfstæðismönnum“ (bls. 5). Kolka var á lista íhalds- manna í vetur við bæjar- stjórnarkosningarnar. Um starf hans í byggingamefndinni seg- ir Gunnar: KJósið G-listann verður þá Búðahraun og urnhverfi Stapa skoðað á múnudaginn. j Farið verður með Goðafossi til I Heykjavíkur á mánudagskvöld. „ .. . hann var leiðtogi hinna í nefndinni og mun bærinn bera þess lengi merki, því að óvíða ætla ég, að byggingarmál bæjar hafi farið í eins miklum handaskolum eins og einmitt í þessum bæ ...“ Ennfremur segir Gunnar: „Ég dreg hann (þ. e. Kolka) hér sérstaklega fram á sjónar- sviðið í þessu máli, af því að mér hefir fundizt hann vaða þennan aur manna dýpst, þeirra er annars vilja teljast með mönnum. Kommúnistar eru auðvitað í þessu sem öðru, er ver fer, honum samsekir og vel það, en það verður ekki sagt um þá, að þeir sigli undir annara merkjum". Loks segir Gunnar: „Það er ekki heppilegt, eða viðeigandi að dragast með þá menn í opinberum störfum, er ekki geta kallast trúverðugir, eða hafa þá í valdastöðu, sem sí og æ sitja um að kæra ná- ungann fyrir engar eða tilbún- ar sakir. En því miður virðist þessi svonefndi byggingarfull. trúi (þ. e. Kolka) ekki gæta sín sem skyldi í þessum efn- um“ (Bls. 82). Mörg fleiri ummæli mætti tilgreina, þar sem Gunnar ófrægir mjög Kolka og finnur honum ýmsa lesti til foráttu. Er fylgi Jóhanns í mikilli hrömun í Eyjum, og veldur þar miklu þessi ósætt hjá íhaldsmönnum sjálfum. Er eðlilegt, að Vestmannaeyingar, sem verið hafa liðsmenn Kolka, gremjist, að Gunnar skuli ráð- ast á hann með drengskapar- leysi og oforsi, þegar hann er farinn í burtu, en nota hann Tangavaldinu til framdráttar, meðan hann var í Eyjum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.