Nýja dagblaðið - 21.06.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 21.06.1934, Blaðsíða 1
Störf og stefnumál Framsóknar- flokksins í Reykjavík Dýrtíðin er að eyðíieggja fjárhag og at- vínnulif Reykjavíkur Framsóknarflokkurínn er eini flokkurinn, sem berst fyrír þvi, að útrýma dýrtiðínní, skapa arðbæra framleíðslu, ódýrt húsnæði og meirí likamsmenningu i Reykjavik Ihaldsmenn og' jafnaðar- menn lýsa því ótæpt yfir, að þeir einir eigi Reykjavík — fólkið eigi að fylgja þeim — aðrir stjórnmálaflokkar hafi hér í Reykjavík, engan til- ‘ verurétt. Framsóknax'flokkurinn er | annai1 mannflesti stjórnmála- ' flokkurinn. Sýnist það því al- : veg óhugsandi, að jafn fjöl- J mennur stjórnmálaflokkur hafi | ekki fullkomið erindi, til höf- i uðstaðarins, sem telur nálægt I V3 hluta kjósendanna í land- i inu. Það er auðsætt, að Fram- j sóknarflokkurinn, sem hefir j jafn almennt og eindregið fylgi ' um land allt, þarf og hlýtur að fá fylgi í Reykjavík meðal annars til þess að tengja saman hagsmuni höfuðstaðar- ins og alls landsins, svo ekki verði tvö ríki í ríkinu. Hags- munir alls almennings í höfuð- staðnum og almenningur utan Reykjavíkur, eru svo skildir, að löggjafarstarfið þarf að miðast jafnt við báða. Til þess hefir Framsóknarflokkurinn betri aðstöðu en nokkur annar st j órnmálaf lokkur. „Reykvíkingar** í gæsa- löppum. Daglega munuð þið, kjósend- ur góðir, samt hafa heyrt raddir um það, bæði frá jafn- aðarmönnum — en þó einkum frá íhaldsmönnum — að Framsóknarflokkurinn .væri fjandsamlegur Reykjavík. En þá bið ég ykkur að gæta þess vel, að þegar íhaldið talar um Reykjavík og Reykvíkinga, þá eiga íhaldsmenn við tiltölu- lega fáa menn í Reykjavík, sem eru máttarstólpar íhalds- ins og raunverulega ráða öllu í þeim flokki og sem hafa um- ráð yfir mestum hluta af fjár- Ettir Hannes Jónsson Hannes Jónsson. munum Reykjavíkur, atvinnu- tækjum, húsum og lóðum. Þessir máttarstólpar íhaldsins eru Reykvíkingar, það skal játað, en það eru aðeins ör- fáir menn af öllum fjöldan- um. — Það eru Reykvíkingar í „gæsalöppum“, menn, sem hafa allt aðra hagsmuni og aðra aðstöðu en allur almenn- ingur í bænum. Og Fram- sóknarflokkurinn hefir orðið að vinna gegn hagsmunum þessara mánna, til þess að geta verndað og unnið fyrir hagsmuni almennings í Rvík. Því að hagsmunir máttarstólpa íhaldsins og alls almennings í Reykjavík rekast á. Það verð- ur að vernda allan almenning i'yrir þessum máttarstólpum, sem fyrst og fremst vinna fyrir sína eigin hagsmuni og hagsmuni flokks síns á kostn- að hinna. Verk flokksins taka af öll tvímæli um það hvaða hug Framsóknarflokkurinn ber til alls almennings í Reykjavík. Þau eru ekki svo fá málin, sem Framsóknarflokkurinn hefir beitt sér fyrir og hrund- ið fram til hagsbóta fyrir all- an almenning í Rvík. V erk Framsóknarflokks- ins í menningarmálum Ég vil minna á menningar- málin. Stjórn Framsóknar- flokksins flutti frunivarp um byggingu háskólans og það var fyrir áhrif menntamála- ráðherra flokksins, að komið var í veg fyrir, að háskólinn yrði reistur í Skólavörðuholt- inu, þar sem strax hefði orðið of þröngt um hann. Þar hafði íhaldsmeirihlutinn í bæjar- stjórn Reykjavíkur ætlað hon- um stað, og mun enn mega sjá þar í holtinu gryfju, sem kostaði um 20 þús. kr., sem átti að verða grunnur fyrstu byggingar háskólans. Ihaldið varð að játa, að þetta var vanhugsað — allir sáu það, eftir að Framsóknarmenn höfðu bent á það — þangað til var sem allir hefðu bundið fyrir augun. Menn urðu sam- dóma um, að skifta um stað. Nú er fyrsta húsið — stúd- entagarðurinn — byggður og bjargað úr 20 þús. kr. gryfj- unni í Skólavörðuholtinu. Og þar sem háskólinn nú verður reistur, er nóg landrými til þess að hann geti vaxið eðli- lega í aldaraðir, án þess að landþrengsli kreppi að. Reykjavík hefir fengið sinn gagnfræðaskóla, sem hundr- uð Reykvískra unglinga stunda nám á vetrum. Enn vantar þó húsnæðið — það er starf fyrir flokkinn að bæta úr í nánustu framtíð. Framsóknar- flokkurinn endurbætti mennta- skólann og kennaraskólann. Áður var menntaslcólinn lé- legast útbúinn af öllum sams- konar skólum á Norðurlönd- Framh. á 2. síðu. I Einræðisboðun foringjanna „þeir, sem vilja vinna að framgangi stefnu þjóðernislireyfingarinnar, geta ekki gert það á annan hátt betur, en með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn44. Jón Þorláksson í útvarpsumrœðunum 1 gœrkvöldi. Afnám prentfrelsis „Er þá m. a. vert að drepa á hve skaðleg áhrif ósvífin blaðamennska hef- ir á andlegt líf þjóðaiinn- , ar, og hver nauðsyn er að löggjöfin taki í taum- ana“. (Úr Ávarpi ólafs Thors tii landsfundar íhalds- , manna 1934. Morgunblað- ið 22. apríl). „Hver maður á rétt á að láta í ljósi hugsanir , sínai- á prenti, þó verður hann að ábyrgjast þær : fyrir dómi. Ritskoðun og 1 aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög- leiða*. (67. gr. stjórnarskrár- innar). ’ Hínn dýri friður „Friðurinn er dýimæt- ur, já, líklega dýrmætari ( en menn gera sér grein fyrir, meðan þeir hafa Ialdrei haft kynni af öðru. En friðurinn getur þó verið of dýru verði keyptur . . . Sjálfstæðis- , flokkurinn verður að snúa sér að þessu verk- efni með fullri alvöru, , festu og karlmennsku, enda þótt það sé ekkert tilhlökkunarefni“. , (Úr ávarpi Ólafs Thors til landsfundar íhalds- manna 1934. Morgunblað- iið 22. apríl). Ihaldsmenn deila í Eyjum Kolka læknir gerður ómerkur gerða sinna. Gunnar konsúll gefur út pésa, þar sem hann fer mörgum illum orðum um Kolka og verk hans. Fylgismenn Kolka svara Tangavaldinu með því að neita að kjósa Jóhann. Páll Kolka hefir verið spít- alalæknir í Vestmaimaeyjum undanfarin ár. Jafnframt lækn- isstörfum hefir hann verið dyggur þjónn íhaldsins, full- trúi þess í bæjarstjórn, bygg- ingamefnd, gefið út blað o. s. frv. Þrátt fyrir dugnað sinn í þjónustu íhaldsins hefir Kolka aldi’ei fundið náð fyrir augum Tangavaldsins (Jóhanns þing- manns, Gunnars ólafssonar konsúls) a. m. k. ekki seinustu ái’in. Hafa þó ekki orðið af mjög áberandi deilur, fyr en . nú upp á síðkastið. ! Kolka gerðist héraðslæknir | á Blönduósi í vetur, sem leið, : og réði spítalalæknir í sinn stað. Einar Guttormsson. Þetta bar hann ekki undir Tangavaldið, sem reiddist stór- lega og fékk meii’ihluta spít- alanefndar og bæjarstjórnar til að afsegja Einar. Lauk svo, að Einar varð að fara. Að spítal- anum kom maður, sem áður hefir stundað lækningar í Eyj- um, en ætlun Gunnars konsúls mun sú, að koma syni sínum að spítalanum. Hefir hann þessvegna eytt til miklum tíma og fyrirhöfn, að ógilda ráðstöfun Kolka. En liðsmenn Kolka í Eyjum, sem eru nokkuð margir, hafa tekið þetta óstinnt upp og Framó. 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.