Nýja dagblaðið - 26.06.1934, Page 2

Nýja dagblaðið - 26.06.1934, Page 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ Hreðavatn Þar er yndislegasti staður á Islandi, segja margir. — Skógar, sléttar grundir, hraún, fjöll, hlíðar, dalir, fossandi lækir og ár — og stöðuvötn. Silungsveiði í vötnunum og laxveiði í Norðurá. Á Hreðavatni er tekið á móti dvalargest um og Veiticg’askálixm við þjóðveginn norður hefir nú verið opnaður. Nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Islands Ingólfshvoli, sími 2939 Bændur um íand allt eru beðn ir að athuga: seljum einungis nýjustu sláttuvélum — - með sjálfvirkri smurningu, Vélarnar eru með öllum nýjustu endurbótum. Samband ísl. samvinnufélaga 8 Lækjarforgi 1 Síini 4250 Forstjóri: Jón ölaisson § Býður yður hagkvæmar líftryggingar. — Spyrjist fyrir um ýmsar líftryggingar á skrifstofu félagsins eða hjá tryggingamanni þess Kristjáni Póturssyni Vesturgötu 67 Sími 2150 Höfum enn til og ágæta sáðhafra Samband isl. samvinnufélaga Er það tflviljon? Á sama tíma og jarð- skjálftinn hófst norðan- lands, varð jarðskjálfta vart víða í Evrópu, og í stórum stíl í Indlandi. Ensk stórblöð skýra frá því, að laugardaginn 2. júní hafi geysisnarpur jarðskjálfti gert vart við sig í Muzzaffapur í Indlandi. Hafi fólk flúið hús sín og íbúðir, og heil bæjar- hverfi hafi hrunið saman fyr- ir augum þess. Á sama tíma, um hádegi þess laugardags, urðu íbúar Dalvíkur að flýja hús sín og' íbúðir í þeim mesta jarð- skjálfta, er þar hefir gert vart við sig. Ásamt jarðskjálftanum í Indlandi reið yfir hvirfilbylur, er gerði geysilegan skaða, og að því búnu steyptist regnið úr loftinu, svo stórkostlega sem það aðeins getur gert í hitabeltislöndum. Varð af þessu myrkur um hádaginn, svo sem um miðnótt væri. Þennan sama eftirminnilega laugardag varð allmikils jarð- skjálfta vart í Fez í Marocco, og einnig í Ancona á Italíu, án þess þó að verulegar skemmdir yrðu af á þeim stöð- um. Einnig varð nokkurs jarð- skjálfta vart á jarðskjálfta- mæla í Lundúnum og. Brom- wich í Englandi þennan sama dag. Hvort þama sé um samband að ræða milli þessara mörgu jarðhræringa víðsvegar í heim- inum þennan sama sólarhring, verður ekki dæmt um af leik- mönnum, en óneitanlega virð- ist þetta einkennilegt mjög og ekki ólíklegt að þarna sé um samband að ræða. Væri gaman að heyra álit þeirra, er vit hafa á slíkum hlutum, á því hvort líkur séu til að hér sé aðeins um svo margfalda tilviljun að ræða, eða hér sé um einhver sam- bönd milli þessara ægilegu jarðhræringa að gera. Fímmburar Kanadisk bóndakona eignast fimmbura. Maður hennar fyllist örvæntingu. Kanadisk bóndakona, Olivia Dionne að nafni, eignaðist fimmbura fyrir stuttu síðan. Voru það allt stúlkur og heils- ast þeim' vel, að sögn. Áður áttu hjónin fimm börn og var það elzta þeirra sjö ára, svo nú eiga þau tíu barna hóp innan átta ára ald- urs. Mælt er að faðirinn hafi orð- ið mjög áhyggjufullur út af þessum alls óvænta barnahóp. Talið er að þessi fimm- burafæðing sé met fyrir Kan- ada, og þó víðar væri leitað, en þetta hefir þó þekkst fyrri, og fyrir fáum árum átti kona í Buineos Aires í S.-Ameríku sexbura. BRUSLETTO Hvað er „BRUSLETTO“ ? Það er ljáaverksmiðjan norska, sem fram- leiðir hina góðfrægu handsmiðuðu stál- ljái. — Eylandsljái. Þessir ljáir eru eingöngu smíðaðir fyrir oss. Athugið að nafnið „Brusletto“ standi á þjóinu á ljánum. Samband ísl. samvínnufélaga LITUN - HRftOPRCffUN HRTTRPREÍÍUN - KEMIIK FRTR OG JKINNVÖRU = HReiNJ un - Afgrfciðsla og hraðpressun Laugaveg 20 (inngangur Jt | frá Klapparstíg). — Verksmiðjan Baldursgötu 20. & p ’p Sent gegn póstkröfu um allt land. p 1 £ Sími 4263. — Pósthólf 92. o.Móttaka hjá Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1. g bc V Sími 4256. — Afgreiðsla í ITafnarfirði í Stebbabúð, •£ ° H Linnetsstíg 1. — Sími 9291. ■§ § § Ef þér þurfið að láta gufuhreinsa, hi-aðpressa, Iita g .S $ eða kemisk-hreinsa í'atnað yðar eða annað, þá getið Jj J2 p, þér verið fullviss um, að þér fáið það hvergi betur so ^ g né ódýrara gert en hjá okkur. — Mmiið, að sérstök 2 biðstofa er fyrir þá, er bíða meðan föt þeirra eða g § | hattur er gufuhreinsaður og pressaður.. Sendum. — Allskonar viðgerðir. — Sækjum. Duglegur veiðimaður Fimm ára gamall drengur í Hjörring 1 Danmörku, kom inn til mömmu sinnar nýskeð allur eitt bros og sagðist hafa veitt marga, marga fiska. Svo dró hann upp úr vasa sínum átta smá höggorms- unga, vel lifandi, og lagði á gólfið. Ormamir hópuðu sig saman á gólfinu í vamar- stöðu. Móðir drengsins hraðaði sér út með hann og fékk höggormana drepna. Þeir voru orðnir nokkuð vaxnir, ca. 6—8 þuml. langir, og eitraðir. Þykir það mésta mildi að enginn þeirra skyldi bíta drenginn. Danir selja land Ein af fegurstu eyjum Danmerkur til sölu. Eyjan Faney er til sölu. Hún er í Litla-belti mílli Fjóns . og Jótlands. Sund, V% km. breitt, skilur hana frá Fjóni. Faney hefir verið kölluð fegursta perlan í Danska eyjakranzinum. Siglingaleiðin eftir Litla-belti gegn um Fan- eyjarsund, er mjög rómuð. Eyjan er um 400 hektarar á stærð, mjög gróðursæl og góð (írsmiðavlnnustnfa mín er í Austurstræti 8. Haraldnr Hagan Sími: 8890. undir bú. Allt sem á eyjunni er, annað en fólkið, fylgir í sölunni. Margir smábændabæ- ir, ásamt tveim stórum bú- görðum, ferðamannahóteli, kirkju, skógi og ökrum, hjört- um og dádýrum og stórri hjörð af hérum, 120 kýr, svín, alifuglar og ótal margt fleira. Ferjurnar, sem ganga yfir sundið að Fjóni, eru líka í kaupunum1. Húsið, sem fóget- inn býr í, er það eina sem eiganda eyjarinnar tilheyrir ekki, svo og tæpt hundrað manna, sem eru leiguliðar eigandans. Stórbóndinn Lawaetz hefir átt eyjuna síðastliðinn áratug, og ríkir sonur hans þar. eins og kóngur. En þeim gengur illa að láta búskapinn bera sig, svo ef ein- hver er til með að gefa þeim eina litla miljón króna fyrir eyjuna, þá ætla þeir að selja hana. Spumingin er: verður nokk- ur til að bjóða eina miljón króna 1 Faney og standa við boðið.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.