Nýja dagblaðið - 03.07.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 03.07.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLABIÐ 8 Islandsglíman 1906-1934 Yfirlit utn síðasta aldarþriðjung Framh. Árið 1911 , þann 16. júní, Jaröaríör móður og tengdamóður okkar, Guðrúnar Lýðsdóttur, fer fram frá þjóðkirkjunni fimmtudaginn 5. júli og hefst með bæn á elliheimilinu „Grund“ kL 1 e. h. Anna og Einar. M. Einarsson. III BEZTU CIGARETTURNAR í 20 stk. PÖKKUM, SEM KOSTA kr. 1.10 — ERU Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá TÓBAKSEINKASÖLU RlKISINS Búnar til af Westminster Tobacco Gompany Ltd. LONDON. ---------------------------1 NtJA DAGBLAÐIÐ | Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjamargötu 39 Simi 42á5. Ritatjómarakrif stofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstrœti 12. Sími 2323. Askriftargj. kr. 2,00 á mánuði f lausasölu 10 aura oint Prentsmiðjan Acta. Þreifað eftfr hálmstránm Það er dálítið aumkunarlega skoplegt, að hlusta á tal í- haldsmanna þessa daga og lesa pólitíska leiðara í blöð- um þeirra. Nýja dagblaðinu kom' á engan hátt til hugar, að halda á lofti ósigri íhalds- manna, ef þeir hefðu fallið í drengilegum leik og með vopn- um, sem engin ósæmd fylgir. En íhaldsmenn finna, að hvor- ugt hefir verið þeirra föru- nautar í kosningunum. Þeir skilja, að þeir hafa fallið á eigin vopnum, í baráttu, sem háð var með blekkingum fyrir hraklegum málstað. Og nú svíður þá frá eitri úr eigin sverðseggjum. Nú er vonlaust að geta lengur haldið „pexaranum“ í ráðherrastóli til endemisverka. Og önnur íhaldinu ekki með öllu ógeðþekk öfl, sem þar hafa dottað yfir málefnum þjóðarinnar undanfarið, eru nú að kveðja valdasætin. Og kveinstafir íhaldsins eru sárir. Kvíðvænleg eymd rollu- blaðsins s. 1. sunnudag, er á- takanleg. Hatrið og hræðslan haldast þar í hendur og bein- ist hvorttveggja gegn Fram- sóknarflokknum, en þó eink- um að formanni hans Jónasi Jónssyni. Rollublaðsmennimir skjálfa fyrir þeirri tilhugsun, að for- ystumaður Framsóknarflokks- ins muni eiga einhvem hlut að myndun stjórnar, sem vinm fyrir almenningsheill og láti lögin ganga jafnt yfir alla. Til J. J. og væntanlegrar stjómar umbótaflokkanna beinir rollublaðið þessum orð- um, m. a.: „Hvert einasta níðingsverk, sem! hann léti þræla sína framkvæma, yrði skrifað hjá honum sjálfum“, þ. e. J. J. Og svo er dylgjað um hermd- arverk, sem íhaldið búi yfir. Það eru hinir nýkjömu full- trúar, er þjóðin hefir kosið á þing, sem blaðið kallar „þræla“. Og hér þarf heldur ekki í neinar grafgötur að leita eftir því, við hvað er átt með „níðingsverk- inu“, sem! eigi að framkvæma. Á bak við skín í smetti „bankaeftirlitsmannsins“, sem er farinn að óttast um! fram- tíðargreiðslur á ómagameðlag- inu. Fyrir því jarmá þeir svo aumkvunarlega í rollublaðinu. Og íhaldið er að þreifa eft- ir hálmstráum. Það er að búa sér til ýmiskonar tyllivonir var Islandsglíman háð í Rvík. Aðeins 7 menn gáfu sig fram til þess að taka þátt í glím- unni. Sigurjón Pétursson vann beltið, en næstur Sigurjóni gekk Kári Arngrímsson frá Ljósavatni. Árið 1912 var sendur héðan flokkur glímumanna á 01- ympiuleikana í Stokkhólmi og var Íslandsglímunni frestað þar til Stokkhólmsfararnir komu aftur eða fram til 15. ágúst, en þrátt fyrir þann mikla glímuáhuga, sem hér var þá og sennilega hefir að einhverju leyti verið tengdur við þá för, þá fengust þó ekki nema 7 menn til þess að keppa um beltið þetta ár og' aðeins þrír af Stokkhólmsförunum tóku þátt í Íslandsglímunni. Voru það þeir Sigurjón Pét- ursson, Guðm. Kr. Guðmunds- son og Kári Amgrímsson. Sigurjón vann beltið og Kári gekk næstur honum eins og árið áður. Árið 1913 hafði komið til orða að Íslandsglíman færi fram vestur á ísafirði, en þá fengust engir þar til þess að taka þátt í henni og fór hún því fram í Reykjavík 24. sept. það ár. Sigurjón Pétursson vann þá beltið í fjórða sinn. Keppendur voru aðeins 4 og glíman þótti takast fremur illa, enda var nú svo komið, að illmögulegt var að fá menn til þess að glíma um beltið og íslandsglíman lagðist nið- ur. Árið 1919 tókst svo að koma Islandsglímunni á aftur, aðal- lega fyrir dugnað Sigurjóns. Kom nú fram nýr maður, sem lítið hafði borið á allt til þessa, en sem um næstu ár var fjöl- hæfasti íþróttamaðurinn og sennilega einn af beztu í- þróttamannaefnum, sem völ var á þá, en það var Tryggvi Gunnarsson, sem að þessu sinni vann beltið. Keppendur voru aðeins 5 og lagði Tryggvi þá alla. Glíman fór fram 17. júní. Árið 1920 fór Íslandsglíman fram 20. júní. Voru keppend- ur þá 15, en 2 af þeim gengu úr vegna meiðsla. Tryggvi Gunnarsson vann beltið og um það, að einhver þau öfl vekist upp innan umbótaflokk- anna, sem leiki svipaðan leik og Hannes og Jón í Dal gerðu 1 s. 1. ár og haldi á þann hátt | verndarhendi yfir þóknanlegri deyfð konungsstjórnarinnar og hneykslanlegu athæfi M. Guðm. Ihaldinu er vorkunn þó það þreifi eftir pólitískum hálm- stráum. Hitt verða einungis ný vonbrigði, að það finnur þau ekki innan Framsóknar- fiokksins. hafði hann 11 vinninga, en næstur var Sigurjón með 10 vinninga. Það var á þessari glímu, sem Guðni Á. Guðna- son frá íþróttafélaginu „Stefn- ir“ í Súgandafirði gat sér beztan orðstír. Hann lagði bæði Sigurjón og Tryggva og var af því nefndur „kónga- bani“. Guðni var góður glímu- maður og afburða kraftamað- ur, en hann neytti ekki krafta sinna nema sterklega væri glímt og því féll hann fyrir þeim sem aflminni voru en hann. Árið 1921 fór Íslandsglíman fram 20 júní. Keppendur voru 13, en 2 af þeim gengu úr leik. Beltishafi varð Hermann Jónasson, nú lögreglustjóri í Reykjavík. Hafði hann tekið þátt í Islandsglímunni 1920 og þótti glíma vel, en hafði þá ekki marga vinninga. Árið 1922 fór Islandsglíman fram 25. júní á Iþróttavellin- um í Reykjavík. Voru kepp- endur aðeins 5. — Signrður Greipsson frá Haukadal í Biskupstungum! lagði alla keppinauta sína og vann þar með íslandsbeltið. Eins og skýrt var frá í fyrra hluta þessarar greinar vann Guðmúndur Stefánsson Íslandsglímuna árið 1909, á Akureyri, og þótti Reykvík- ingum mikils um vert, að fá beltið hingað suður. Hafði það ekki fluzt úr Reykjavík síðan fyr en Sigurður vann það. Árið 1923, 22. júní fór Is- landsglíman fram í Reykja- vík. Keppendur voru 8 og vann Sigurður Greipsson beltið í annað sinn. Þessi glíma þótti ekki takast vel, enda var glím- an allþung, og ekki svipmikil. Árið 1924, þann 23. júní fór Íslandsglíman enn fram í Reykjavík. Keppendur voru 7 og vann Sigurður Greipsson beltið í þriðja sinn. — Á þessu ári gaf Steinn Emilsson steinafræðingur Iþróttasam- bandi íslands verðlaunagrip. Var það horn, silfurbúið, og var nefnt „Stefnuhomið" og skyldi það vera til verðlauna handa þeim manni, sem að dómi dómnefndar glímdi bezt á Íslandsglímunni. Skyldi það vinnast til eignar, ef sami maður ynni það þrem sinnum í röð eða 5 sinnum í allt. Var nú glímt um það í fyrsta sinni og vann Ágúst Jónsson frá Varmadal það. Árið 1925 fór Íslandsglíman fram í Reykjavík þann 2. júlí. Keppendur voru 6. Varð Sig- urður Greipsson enn hlut- skarpastur og vann beltið í fjórða sinn, en Ágúst frá Varmadal vann Stefnuhomið í annað sinn. Árið 1926 var Islandsglím- an háð í Reykjavík þann 17. júlí. Keppendur voru 5. Sig- urður Greipsson vann beltið í fimmta sinn, en næstur hon- um gekk Jörgen Þorgergsson. ! Illaut hann Stefnuhomið. Árið 1927, þann 22. júní, var íslandsglíman enn háð í Reykjavík. Keppendur voru 7, en 2 gengu úr vegna méiðsla. Þorgeir Jónsson frá Varmadal vann beltið, en næstur honum varð Jörgen Þorbergsson og hlaut hann Stefnuhomið í ann- að sinn. Sigurður Greipsson glímdi ekki. Árið 1928 var íslandsglíman háð þann 24. júní í Reykja- vík. Keppendur voru 8 og vann Þorgeir Jónsson að þessu sinni hvorttveggja: beltið og Stefnuhornið. Er það eins- dæmi enn sem komið er, en næstur honum með vinninga var Sigurður Thorarensen. Árið 1929 fór Islandsglíman fram í Reykjavík þann 23. júní. Keppendur voru 9. Belt- ið vann að þessu sinni Sigurð- ur Thorarensen. Næstur hon- um varð Þorgeir Jónsson en Jörgen Þorbergsson vann Stefnuhomið í 3. sinn. Árið 1930 var að mörgu leiti mikið merkisár í sögu í- þróttanna hér á landi og svo sem að líkum lætur, var mik- ill undirbúningur um það, að Íslandsglíman yrði sem til- komumest og glæsilegust, þar sem ákveðið var að hún skyldi verða einn þáttur í íþróttasýn- íngum á alþingishátíðinni á Þingvöllum, en þangað var von margs stórmennis frá mörgum þjóðum. Má fullyrða, að aldrei hafi eins verið vandað til þessarar glímu. Hófst glíman í Reykjavík en endaði á Þingvöllum þann 28. júní og var þar glímt til úr- slita. Keppendur voru 16. Sig- urður Thorarensen vann belt- ið, en Þorsteinn Kristjánsson hlaut Stefnuhomið. Árið 1981 fór Islandsglíman fram í Reykjavík þann 21. júní. Keppendur voru nú að- .eins 6. Sigurður Thorarensen vann beltið í þriðja sinn, en Georg Þorsteinsson hlaut Stefnuhomið. Árið 1932 var Íslandsglím- an háð í Reykjavík 27. júní. Keppendur voru 8, en 2 gengu úr leik vegna meiðsla. Lárus Salomonsson vann. beltið, en Þorsteinn Einarsson hlaut Stefnuhomið. Árið 1933 fór Íslandsglíman fram í Reykjavík 23. júní. Keppendur voru 6. Lárus Salomonsson vann beltið í annað sinn, en að þessu sinni hlaut Sigurður Thorarensen Stefnuhomið. Um Íslandsglímuna 1934 hefi ég áður skrifað hér í blaðið og verður ekki við það aukið nú að sinni. Það er að sjálfsögðu ekki tilhlýðilegt í svona örstuttri yfirlitsgrein, að fella neinn dóm um þessa árlegu glímu- hátíð íslenzku þjóðarinnar. Það eitt skal fullyrt, að Is- landsglíman er ekki í þeim há- vegum höfð, sem æskilegt væri. Hvað þar um v eldur, verður ekki rakið hér að þessu sinni, enda er það ölluan ljóst, sem glímu kunna, að það er margt, og verður ef til vill vikið að einhverju af því síð- ar. Á tveim skjöldunum á Is- landsbeltinu eru rangar dag- setningar og ætti að laga það sem fyrst, því að beltið á að geta verið sú bezta heimild um Íslandsglímuna, það sem það nær. En enginn vafi er á því, að rétt væri að láta bók fylgja beltinu, þar seml væm skráð öll þau aðalatriði, sem máli skifta um þessa glímu. Magnús Stefánsson.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.