Nýja dagblaðið - 03.07.1934, Síða 4

Nýja dagblaðið - 03.07.1934, Síða 4
4 M Ý J A daobladid í DAG Sólaruppkoma kl. 2,16. Sólarlag kl. 10,47. Flóð árdegis kl. 9,55. Flóð síðdegis kl. 10,20.x Veðurspá: Vaxandi suðaustanátt, og rigning. Söln, akrllstofur o. IL: Landsbókasaínið .... opið kl. 1-7 Alþýðubókasa. opið 10—12 og 1—10 þjóðskjalasafnið ........ opið 1-3 þjóðminjasafnið ......... opið 1-3 Náttúrugripasafnið ..... opið 2-3 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 Útvegsbanfrinn opinn 10—12 og 1—4 Útbú Landsb., Klapparat. opið 2-7 Fósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststoían ..... opin 10-5 Landssíminn ............ opinn 8-0 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t 10-12 og 1-5 Samb. lal. samvinnufél. 0-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 0-12 og 1-6 Gimskipafélagið ......... opið 0-6 Stjómarráðsakrifst .. 10-12 og 1-4 Sölusamb. ísl. fiskframlaiðsnda opið 10—12 og 1—6 Skrifst bœj&rins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. iögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skriíst lögrnanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Tryggmgarst ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 BaiauAknartiml sJákrahÚM: Landsapítaiinn ........... kl. 3-1 Landakotaspitalinn ........ kL 3-6 Laugameaspítali ...... kl. 12%-2 Vifilstaðahœlið 12^-1% og 8ft-4ft Kleppur ................. kl. 1-6 Fseðingarh., Eiriksg.37 kl. 1-3 og 8-8 Sólheimar..................kl. 3-6 Sjúkrahús Hvltabandsina .... 2-4 Farsóttahúaið ............... 24 Nœturvörður í Reykjavikurapóteki og Iðunn. Næturlœknir: Jón Norland Lauga- veg 17. Sími 4348. Samgðnffnx og póatfarðir: Suðurland til Borgarness og frá. Norðan og vestanpóstur fer. Cxullfoss til Kaupmannahafnar. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregn- ir. Tilkynningar. 19,25 Grammófón- tónleikar. 19,50 Tónleikar. Auglýs- ingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Kristnin og píslar- vottarnir (Valdimar V. Snævarr skólastjóri). 21,00 Tónleikar: a) Píanó-sóló (Emil Thoroddsen). b) Grammófónn: Beethoven: Kvartet Op. 18, No. 4, í C-moll. c) Danslög. Hreðavatn Eins og- kunnugt er, er þar einhver yndislegasti sum- ardvalarstaður sem völ er á hér á landi, vegna náttúrufeg- urðar. Þeir, sem vilja tryggja sér verustað í bænum Hreða- vatni, ættu að gera það sem allra fyrst, en þeir, sem vilja liggja í tjöldum, fá ókeypis tjaldstæði á fegurstu stöðun- um og geta þeir þá fengið sér fæði, hvort þeir vilja heima á bænum, eða í veit- ingaskálanum, sem er þar við þjóðveginn norður. Allar nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Islands Ingólfshvoli. Simi 2939. Annáfll 4. landstundur kvenna var sett- ur kl. 8Yz í gærkvöldi í Iðnó. Um- ræðufundir verða í Varðarhúsinu næstu daga milli kl. 1—7. Öllum er velkomið að hlusta á umræð- urnar. Margir Reykvikingar fóru aust- ur að Markarfljótsbrú á sunnu- daginn. Mátti kalla, að ekki væri hægt að fá neina bifreið hér í liænum mestallan daginn. Námskeið við Núpsskólann. Við héraðsskólann á Núpi hafa staðið yfir námskeið undanfarið. Hið fyrsta hófst 16. maí og lauk 17. júní. Nemendur voru 15, allt ung- ar stúlkur, og var kennd ýmis- konar hagnýt handavinna, og mat- reiðsla, kennslukonur voru Amý Filipusdóttir, og Gunnhildur Sveinsdóttir. Húsmæðranámskeið hófst 13. júni og stóð til þess 23. Veitt var tilsögn í matreiðslu og ýms uþví, er að hússtjóm lýtur. Neinendur vom 20, og kennslu- konur Helga Sigurðardóttir og Ar- ný Filipusdóttir. Loks hófst sund- námsskeið við héraðsskólann 25. júní, og er ætlast til að það standi í þrjár vikur. Menn eru vinsamlega minntir á að greiða blaðið við hver mán- aðamót. Happdrættið. Menn eru áminntir um að endurnýja miðana í happ- drætti háskólans. Næsti dráttur fer fram 10. júlí. Dánarfregn. pann 29. f. m. and- aðist að heimili sínu á Akureyri ekkjan Jóna Jónsdóttir frá Mýri i Bórðardal 96 ára gömul. Hún var elzti íbúi Akrueyrar. Skipafréttir. Gullfoss kom að vestan og norðan í fyrradal; fer til Kaupmannahafnar í kvöld. Goðafoss fór frá Hull í gærkvöldi kl. 12 áleiðis til Hamborgár. Brúarfoss kom til Leith í gær- morgun. Dettiíoss er í Reykjavík, en fer vestur og norður á morgun. Lagarfoss var í Kaupmannahöfn í gær. Selfoss fór frá Færeyjum 29. f. m. áleiðis til Kaupmanna- hafnar. Fró kennaraþinginu, sem staðið hefir undanfarna daga verður sagt í blaðinu fljótlega. Hefir það verið fjölmennt og tekið mörg inerkileg mál til meðferðar. Skólabörn á þingeyri fóru ný- lega í ferðalag til Breiðafjarðar- eyja og voru 9 daga í ferðalag- inu. Formaður fararinnar var Sveinn Guðmundsson skólastjóri. Fjár til ferðarinnar öfluðu börnin sér sjálf með skemmt.unum, sem þau héldu í vetur. Skólasýningin í Austurbæjar- skólanum er opin daglega frá kl. 2—10 e. h. Sýning þessi er stór- merkileg og ættu sem flestir að kynna sér hana. En hún verður aðeins opin í nokkra daga ennþá og fer því að verða hver síðastur að sjá hana úr þessu. Tilneíning í útvarpsráð. Eins og kunnugt er eiga fimm menn sæti i útvarpsráðinu. Tilnefna útvarps- notendur sjálfir einn mann', kennarasambandið einn, prestar einn, háskólaráðið einn og einn er stjórnskipaður. Kennarar hafa á þingi sínu nú kjörið Guðjón Guð- jónsson skólastjóra til að vera fulltrúa sinn áfram. Háskólaráðið hefir valið Bjama Benediktsson prófessor til að vera þess full- trúi í stað dr. Alexanders Jó- hannessonar. Um útnefningu presta og ríkisstjómarinnar er enn 4ðalfundur Samb. Isl. samvinnnfél. Frá Mahatma Oandhi # Odýru $ Framh. af 2. síðu. anylýsingarnar. settnr i gær. Aðalfundur Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga var settur á Laugarvatni rétt eft- ir hádegi í gær. Er fundur vel sóttur og munu vera niættir fulltrúar frá öllumj eða næst- öllum félögunum, sem eru í Sambandinu. Fundur mun standa fram eftir vikunni og verða ýms merkileg mál snertandi sam- vinnufélagsskapinn í landinu tekinn þar til meðferðar. Verður síðar sagt frá fund- inum hér í blaðinu og afkomu samvinnufélaganna á seinasta ári, samkvæmt skýrslum þeim', sem forstjórar og stjórn Sam- bandsins munu gefa á fundin- um. ókunnugt Um tilnefningu út- varpsnotenda er kunnugt af fyrri írásogn hér í blaðinu. Pýzku sendisveitarmennirnir, dr. Rechenbach og dr. Gauch flytja erindi á morgun í Kaupþingssaln- um. Hefst það fyrra kl. 5. Tryggvi gamli og Hannes ráð herra eru nýfarnir á ísfiskveiðar. Eysteinn Jónsson alþm. kom liingað með Esjunni að austan á sunnudagskvöld. Áætlun um flotabyggingu Banda- rikjanna fyrir árið 1934—35 er nú fullsamin. Á þessum tíma ætla Bandaríkin sér að byggja eitt ný- lízku 10.000 smálesta orustuskip, 3 beitiskip, 6 tundurspilla og 6 neð- ansjávarbáta. — FÚ. Ökuleyfi æfilangt hefir verið tekið af Sveini Jónssyni verzlun- aistjóra í Sandgerði. í Ólafsvík og á Sandi vinna nú um 60 menn að hafnarbótum og i þjóðveginum. Fyrir innan Ólafs- vík vinna um 20 menn við vega- gerð. Gndurskoðun fræðsluiaganna. þriggja manna nefnd starfar nú að endurskoðun fræðslulaganna. Hefir Snorri Sigfússon verið tilnefndur í hana af ríkisstjóm- inni, en skólaráð barnaskólanna hefir tilnefnt þá Sigurð Thorlaci- us skólastjóra og Pálma Jósefs- son kennara. Franklin Roosevelt Bandaríkja- forseta var nýlega veittur sá heið- ur, að vera gerður að doktor i lögum við Yale-háskólann. Er liann sá eini af forsetum Banda- ríkjanna, sem hefir verið heiðrað- ur á þennan hátt meðan þeir gegndu cmhætti, að Georg Was- h.ington undanskildum. Nýtt met var nýlega sett í lang- lilaupi í Bandaríkjunum af Dave Komonen. Hlaupið var 26 mílur og 385 yards og hljóu hann það á 2 klst. og 43 mín, 26,2,5 sek. (Míla er 1,6,09 km., svo vegalengd- in hefir verið ca. 42—43 km.). Heimili Roalds Amundsen hefir verið opnað nýlega sem sýningar- og helgistaður af norsku stjórninni. það er gengið frá öllu, innan hússins og utan, eins og það var, er Amundsen skildi við það, árið 1928, þegar hann fór í flýti heim- an frá sér, áleiðis í norðurhöf í flugvél til að freista þess að bjarga italska könnuðinum Nobile og leiðangri hans. Amundsen og þeir lélagar komu aldrei fram. sökun meinlæta sinna og sum- part er orsökin sú, að hinir menntaðri meðal þjóðarinnar finna, að þarna grípur Gandhi á því meini er verið hefir dekksti bletturinn á siðmenn- ing þeirra. Gandhi var sleppt úr fang- elsi í september síðastl. Þar sem honum var haldið fyrir þátttöku hans í pólitík. Var honum sleppt úr fangelsinu skilyrðislaust, sökum þess, að útlit þótti fyrir, að hann mundi ætla að svelta sig í hel. Gaf hann út yfirlýsingu þess efnis skömmu eftir, að hann hafði verið látinn laus, að hann mundi ekki vinna á móti stjóm eða landslögum meðan hinn upprunalegi varðhaldstími sinn væri ekki útrunninn, en það verður 3. ágúst í sumár. Hefir hann boðað það jafn- framt, 1 þessum predikunum sínum til hjálpar þeim óhreinu, að þessu skyldi ekki blanda inn í stjórnmálin. Biður hann þá menn, er sýna vilja mót- þróa og óhlýðni við lög Breta í Indlandi að taka þetta ekki á þeim grundvelli, þó það sé boðað af sér, og halda þessu nauðsynja. og mannúðarmáli alveg frá öllum slíkum erjum. Hversu mikil ráðgáta, sem hugsanaferill og meinlætalifn- aður Gandhis kann að vera okkur Vesturlandabúum. Þá er það víst, áð orð hans og at- hafnir finna almennan og gagnkvæman skilning hjá landsmönnum hans. (Að nokkru leyti þýtt eftir grein í „Survey of Worlds af- fairs“ eftir Everard Cotes). Englendingar heíðra minningu John Ruskin í Englandi hefir nýskeð ver- ið stofnsett safn til minningar um hinn merka fagurfræðing, rithöfund og dráttlistarsnill- ing, John Ruskin. Safnið er í húsinu Brantwood við Coni- stonvatnið, sem Ruskin átti og bjó í síðustu 30 ár æfi sinnar. í safninu verða fjölmargar útgáfur af öllum ritverkum höfundarins á ýmsum tungu- málum, svo og allar dráttmynd- ir og málverk eftir hann, ásamt fjölda handrita og minnisblaða og ýmissa fullgerðra og hálf- gerðra teikninga. Ruskin var merkur rithöf- undur. Þekktustu bækur hans fjalla um byggingar- og drátt- list og fagurfræði. Á íslenzku er til eftir hann „Kóngurinn í Gullá“, æfintýri gefið út 1891. Kaup og sala Bátur. Trillubátur án vélar, 27 fet, óskast til kaups. Pétur Hoffmann, Ránargötu 10. Grammófónn óskast til kaups. A. v. á. Vörubíll óskast í skiptum fyrir nýjan trillubát. Umsókn: pósthólf 833. Tomatar, agúrkur, radísur, blómkál og rabarbari, fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Nitrophoska IG, algildur á- burður, handhægasti áburður- inn við alla nýrækt, garðrækt og að auka sprettu. Kaupfélag Reykjavíkur. SPAÐKJÖT af úrvalsdilkum alltaf fyrir- liggjandi. S. í. S. — Sími 1080. Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Skúr til sölu. Uppl. í síma 2506 og 1471. Arndal.____________ Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Austurstræti 14, þriðju hæð, opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 8518 (heima). Helgi Sveinsson. Atvinna Duglegur kaupamaður ósk- ast á gott sveitaheimili. A. v. á. Kaupakona óskast norður í Húnavatnssýslu. A. v. á. Tilkynningar Símanúmer Hannesar Jóns- sonar, dýralæknis, er 2 0 9 8. Símanúmer mitt er 4259. Ari Guðmundsson garðyrkj umaður. Munið gullsmíðavinnustof- una Þingholtsstræti 3. Guðl. Magnússon. Húsnœði Góð íbúð, 2 herbergi og eld- hús, í nýju húsi, óskast 1. október n. k. Góð umgengi. Ábyggileg greiðsla. Tilboð merkt „1934“ leggist inn á af- greiðslu Nýja dagblaðsins. Ég vil fá 2—3 herbergi og eldhús méð algengum þægind- um 1. október við Skerjafjöð. Tilboð með sanngjarnri leigu sé merkt pósthólf 276 þarf að vera komið 5. þ. m'. Herbergi óskast til leigu nú þegar. Tilboð merkt „Her- bergi“, leggist inn á afgreiðslu Nýja dagblaðsins. Tapað-Fundið Það ráð hefir fundizt, og skal almenningi gefið, að bezt og öruggast sé að senda fatn- að og annað til hreinsunar og litunar í Nýju Efnalaugina. Röskan dreng, 12—14 ára, vantar til snúninga í sveit. A. v. á.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.