Nýja dagblaðið - 12.07.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 12.07.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLA9IB 3 ÍNÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, | Tjarnargötu 39. Sími 4245. Ritstjórnarskrifstofumar ILaugav. 10. Símar 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Hvernig er fjármálaátlitið ? íhaldsmenn segjast vera fjármálamenn. Þeir hafa haft öruggan meirahluta í bæjar- stjóm Reykjavíkur um langan tíma. Samt hefir bæriim safn- að skuldum ár frá ári, og nú verður Jón Þorl. að fleyta sér rneð skyndilánum í hinutm fá- tæku bönkum landsins. Jón Þorl. er að sigla til að taka lán í Sogið. En hann veit ekki hvort hann fær lán- ið, eða hvort kjörin verða við- ráðanleg. Jón lætur þess vegna í veðri vaka, að hann sé að fara sér til heilsubótar suður í Rínardal. Ef hann get- ur ekki fengið lánið, verður sagt, að haxm hafi ekki reynt að taka lán, aðeins verið að taka sér hvíld að sið heldri manna, við baðstað í fjarlægu landi. Ihaldið sagðist ætla að hjálpa við fjárihálum landsins. En hvernig hefir það efnt það loforð? Jón Þorl. sagði í út- varpsræðu sinni, að ríkið væri stórskuldugt í Landsbankan- um á sama hátt og bærinn. Allir vita, að ríkið hefir orðið að taka bráðabirgðalán í Lond- on til að annazt venjulegar greiðslur til útlanda. Jón Þorl. og lið hans neitaði stjóminni um skatta, ef þeir kæmu við pyngju efnamannanna. Þeir hækkuðu skatt á kaffi og sykri á fátæklingana, en þeir felldu skattinn á 'háar tekjur. Þess vegna er ríkið í vandræð- um með lausaskuldir sínar. Ef litið er á markaðshorf- umar, þá eru þær ekki glæsi- legar. Eftir því sem fróðir menn telja, hefir landið nú misst þriðjunginn af markaði sínum á Spáni, og allmíkil hætta á að takmarkanir verði líka settar á Italíu og í Portúgal. Grikkland er að mestu lokað fyrir útlend- um saltfiski. I Þýzkalandi eru takmarkanir á innflutningi bein línis gífurlegar og öll aukning er samningslega útilokuð í Englandi. Það lítur út fyrir, að það verði óhjákvæmileg nauðsyn fyrir bændurna að leita nýrra markaða og að nýjum verkun- araðferðum. En í því efni hafa leiðtogar íhaldsins, sem telja sig stýra fiskiveiðum vorum og fisksölunni, verið alveg at- hafnalausir. I þeim efnum verða aðrir menn að koma til skjalanna, ef bót á að verða ráð in á aðkallandi meinum. Ihaldið hefir verið og er hin Prír höfundar i einum anda I fyrradag kom út blað þeirra sprengimanna Jóns í Dal og Þ. Briem, sem legið hefir á líkbörum síðan fyrir kosningar. I því eru tvær greinar, eftir Jón Jónsson og Eirík Albertsson. Þær einar snúast að sumu leyti um kosn- ingarnar síðustu. Og það verð- ur varla á milli séð á hvoru ber meir í þessum skrifum, sárindunum yfir gengisleysi sprengimanna eða gremjunni til Framsóknarflokksins. „Við vonuðum að vöxtur flokksins yrði miklu skjótari en raun er á orðin“, segir Jón. Þetta er efalaust rétt, en það sýnir þá einungis það, að vonir sprengimanna byggðust á djúpu skilningsleysi á dóm- greind kjósendanna og póli- tískum þroska. Fólkið í sveit- um landsins vissi, að úrslit síð- ustu kosninga gátu ráðið ó- yfirsjáanlega miklu um velferð þess, frelsi og lífsafkomu. 1- haldið virtist þess albúið, að taka erlent ofbeldisstjórnarfar til fyrirmyndar, ef það kæm- ist í meirahluta. Sprengiménn- irnir klufu sig úr Framsóknar- flokknum á hættulegustu stundu. Þetta skildi íhaldið. Þess vegna tók það þeim með háværum fagnaðarlátum. Þess vegna sagði Vísir, blað Jakobs Möllers, sem hafði reynt að æsa Reykjavíkurbúa upp til þess að hætta kaupum á land- búnaðarafurðum bænda þeirra, sem sendu Framsóknarmenn á þing, að menn eins og Jón í Stóradal „gerðu mikið gagn á þingi“. Sprengimennimir vissu sitt þjónustuhlutverk. Það skauzt upp úr einum þeirra s. 1. vetur, að nákvæmlega væri sama hvort kosinn væri (í vissu kjördæmi) á þing íhalds- maður eða „bændaflokksmað- ur“. Og af sömu ástæðum gaf annar sprengiframbjóðandi þeirra Jóns og Þ. Briem, sem! var gamáll íhaldsþingmaður, Þá yfirlýsingu á framboðs- fundi, að hann væri enn í sömu pólitísku klæðunum og þegar hann var í íhaldsflokkn- um. mikla eyðslustétt landsins. Hún hefir lifað á verðhækkun stríðs áranna og erlendu lánunum. Nú er sú saga búin. Nú verður tæplega hyggilegt eða fært fyr- ir Reykjavík eða hið íslenzka ríki að lifa lengur á eyðslulán- um. Nú verður þjóðin að skilja, að vegur íhaldsins, hin hóflausa eyðsla og hóflausu lántökur leiða til glötunar. I staðinn verður þjóðin að taka upp hóf- semi og framsýni samvinnu- bændanna, sem í hálfa öld hafa verið máttarstoð í hinni hollu framþróun þjóðarinnar, þar sem saman hefir farið mlkil vinna, hófsemi um eyðslu og víðsýni í öllum félagslegum að gerðum. Þetta hálf opinbera banda- lag við íhaldið, fullt af ofbeld- isdraumum og fjárgræðgi, en hinsvegar einhuga barátta Framsóknarfl. fyrir þingræði og umbótamálefnum þjóðar- innar, var það, flestu öðru fremur, sem skapaði Fram- sóknarfl. traustara fylgi og vaxandi og sem' gerði hann sigrandi flokk í kosningunum. Aftur á móti varð uppskera sprengimanna og íhaldsins að sama skapi vesalli, sem mál- efni þeirra, baktjaldamakk og blekkingar, voru auðsærri og ógæfusamlegri. Eiríkur á Hesti segir það hafa verið „sviplegt, að foringi flokksins skyldi ekki ná því að verða fulltrúi vor á AI- þingi“. En hann huggar sig við það, að þeir hafi samt komið að þrem þingmonnum. Og þetta er ákaflega huggun- arríkt og ánægjulegt fyrir þá, þegar vitað er, hvernig þessir fulltrúar eru inn í þingið komnir. Það er nú marg yfirlýst í samtölum við háttsetta í- haldsménn, að eini sprengi- fulltrúinn, sem náði kosningu í kjördæmi, komst inn á hreinum íhaldsatkvæðum. I i I haldsmenn segjast hafa „lán- að“ yfir á Hannes Jónsson mllii 50 og 60 atkvæði. Þeir sviku sinn formlega fulltrúa, en kusu baktjaldafulltrúann — sprengimanninn. — Þetta er „verzlunin“, sem sprengikandi- datamir gumuðu svo mikið af í blaði sínu. Ihaldið gekk strax inn á viðskiptin. Það lagði fram atkvæðin og „agita- tionina“, en telur sig aftur á móti eiga þingmánninn og m. k. helming þess hlutar, sem út á hann aflaðist í upp- bótarfulltrúum. — Það kom sömuleiðis til heitra umræðna í íhaldsflokknum, hve mikið af atkvæðum skyldi lánað yfir á „foringjann", sem Eiríkur talar um að hafi fallið svo „sviplega“. Ef til vill finnst honum það „sviplegast" hve í- haldsatkvæðin brugðust þar illa eða hrukku honum skammt til sigursins. Og alveg eins og hjá íhald- inu, snýst vonleysi sprengi- manna upp í óvild og ósann- indaþvogl um Framsóknar- flokkinn. Eiríkur segir, að Framsóknarmenn hafi reynt til þess að „gera að engu sam- tök íslenzkra bænda um hags- muna. og menningarmál sín á hinum pólitíska vettvangi“. Hvenær hefir Framsóknarfl. unnið á móti „hagsmUna- og menningarmálum bænda?“ — Hinn klerkvígði maður fleiprar hér með ósannindi, sem á eng- an hátt er einu sinni reynt til að gera sennileg, hvað þá rök- styðja. Allir vita, að verk sprengi- legáta Jóns í Dal og Þ. Briem voru þau ein, að skapa íhald- The Gement Marketing Gomp. Ltd 1. fiokks euskt Portland Oement Samband ísS. samviennfélaga Reykjavík ^SörmT' Efnalaug -j &misk fátaítmtistttt (iftut $aa$t«o 34 <!«“•« iJOO Jftejtbiamfe. Býður ekki viðskiptavinum sínum annað en fullkomna kemiska hreinsun, litun og pressun. (Notar eing-öngu beztu efni og vélar). Komið því þaáigað með fatnað yðar og annað tau, er þarf þessarar meðhöndlunar við, sem skilyrðin eru bezt og reynslan mest. Sækjum og sendum. Gullkaup Baidarfkjanna Sökum þess hve dollarinn hefir verið lágur nú um nokk- urn tíma, hefir gamalt gull streymt inn í fjárhirzlu Bandaríkjastjórnar í tugum miljóna dollara virði. Frá 22. jan. til 22. júní, keypti stjómin gamalt gull fyrir 57miljón dollara á 35 dollara únzuna (ca. 2 lóð). Voru þetta gamlir hringar, armbönd, úr og brjóstnælur, tannfyllingar o. fl. þ. h. — Á sama tíma keypti stjómin gull úr námum fyrir ca. 50 imljónir dollara. Eru þetta miklu meiri gull- lcaup en áður hafa gerð verið á svo skömmum tíma, — í dollara tali að minnsta kosti. inu sem mest líkindi til þing- mannafj ölgunar. Og íhaldið þekkir sína. Jón í Dal skrifar aldrei svo ógeðsleg ósannindi um Framsóknarfl. og stofnanir samvinnumanna, að ritstjórar Morgunblaðsins og Vísis lepji það ekki upp og leggi út af því í álíka langloku þvættingi. I rógburðinum um Fram- sóknarmenn, skifta þessir að- ilar þannig með sér verkum, að Jón semur textann, en í- haldsblöðin leggja út af hon- um. Seinasta „prédikunin" stendur í Mbl. í gær. Textinn er: Jón í Dal: „Eftir kosning- arnar“. Framsókn 28. tbl. 3. síða. Hljöðrsfup fyrir almenning Látið hljóðrita rödd yðar, ættingja yðar og barna. Látið hljóðrita söng yðar og hljóðfæra- slátt, þér getið lært afar mikið af því að heyra hvorttveggja. - Sendið heillaóskir til fjarstaddra ættingja og kunningja með yðar eigin rödd. Látið hljóð- rita sögur, fyndni, hlát- ur o. s. frv. HljóBritunarstifð Hijóðfærahússins Bankastræti 7. Spyrjist fyrir í Hljóðfærahúsinu, Verzlið við þá að öðru jöfnu, sem auglýsa í Nýja dagblaðinu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.