Nýja dagblaðið - 12.07.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 12.07.1934, Blaðsíða 1
Færeyski skólaflokkurinn í fremstu röð á miðri myndinni eru þau Rikard Long rithöfundur og Elisabet Rasmussen. Á mánudagskvöldið komu með Lyru frá Færeyjum 28 færeyskir skólanemendur með tveim kennurum, þeim Rikard Long og Elisabet Rasmussen. Eru þau boðin hingað af fé- laginu Færeyjafarar, en það eru drengir, sem Aðalsteinn Sigmundsson fór með til Fær- eyja í fyrra og er su för alkunn. Nýja dagblaðið hefir snúið sér til Aðalsteins Sigmundsson- ar, sem manna mest hefir unn- ið að þessari heinlsókn og feng ið hjá honum eftirfarandi upp- lýsingar: Börnin eru 28, 22 drengir og 6 stúlkur. Hefir þeim' verið út- veguð gisting hér í bænum, einkum hjá foreldrum Færeyja- faranna. Þau dvelja hér til 26. þ. mán. og fara þá heimleiðis með Lyru. Þessa tvo daga, sem þau hafa dvalið hér, hafa þau notað til þess m. a. að sjá skólasýning- una í Austurbæjarskólanum, sem þeim fannst mjög merkileg. í gærmorgun syntu þau í laug Austurbæjarskólans og er það í fyrsta sinn, sem þau hafa komið í heita og yfirbyggða laug og fannst það að vonum æði mikil nýjung. Flest eru þau synd. Seinna um daginn skoðuðu þau söfn Einars Jóns- sonar og Ásmundar Sveinsson- ar og vinnustofu Guðmundar frá Miðdal. í dag fyrir hádegi skoða þau Ölgerðina Egill Skallagrímsson. tJm hádegi eru þau boðin til Sch. Thorsteinsson lyfsala,' en kona hans er dóttir Joannesar Patursonar, hins nafnkunna for ingja í sjálfstæðisbaráttu Fær- eyinga. Síðar vun daginn verð- ur þeim sýnt útvarpið og land- símastöðin. Kl. 5 eru þau boð- in á Elliheimilið af forstöðu- konu þvottahússins þar, sem er færeysk. Sennilega verður þeim sýnd íslenzk glímá í kvöld og er það fél. Ármann, sem gengst fyrir því. % Á morgun skoða þau ein- hverja verksmiðju fyrir hádeg- ið. Eftir hádegið er þeim boðið til Vífilsstaða af frú Signhild Konráðsson, konu Bjöms ráðs- manns Konráðssonar. Á laugardaginn fara þau| í fimm daga ferð austur yfir f jall og skoða Þrastaskóg, Kerið, Geysi og Gullfoss þann dag, tvo næstu daga dvelja þau um kyrt í Biskupstungum. Hefir ver- ið útveg-uð þar gisting á 15 bæjum. Á þriðjudaginn múnu Tungnamenn reiða þau til Laugarvatns, en þar verður gist um nóttina og komið hing- að til bæjarins daginn eftir. Þeim tímá, sem þá er eftir, hefir þegar verið ráðstafað að mestu. Aðalsteinn Sigmundsson og þeir sem hafa aðstoðað hann við móttökur þessara ungu og kærkomnu frænda okkar eiga þakkir skildar fyrir það, að gera þeim dvölina hér sem skemmtilegasta og fróðlegasta. Sundmótið á Akureyri Sundmeistaramótinu á Akur- eyri lauk í fyrrakvöld. Keppt var í 400 m. bringu- sundi og 1500 m. sundi. I 400 m. bringusundinu varð fyrstur Þórður Guðmundsson úr Ægir, 7 mín. 0,5 sék. Ann- ar Magnús Pálsson úr sama fé- lagi, 7 mín. 20,6 sek. 1 1500 m. sundinu varð fyrst- ur Jónas Halldórsson úr Ægi, 23 mín. 10 sek. Annar Hafliði Magnússon úr Ármann, 26 mín. 40,4 sek. í fyrradag var þreytt sund yfir Oddeyrarál. Fyrstur varð Haukur Einarsson, 19 mín. 21 sek. Annar Sigurður Runólfs- son, 20 mín. 6 sek. Báðir úr K. R. Metið í þessu sundi var 21 min 20 sek. og átti það ung , stúlka, Sigríður Hjartar frá Siglufirði. í blaðinu í gær var ranglega sagt frá gamla metinu í 100 metra baksundinu. Það var 1 mín. 26,6 sek., sett af Jónasi Halldórssyni í sundlaugunum hér sumarið 1932 og staðfest af í. S. í. Metið sem Jón D. Jónsson setti í þessu sundi nú er 1 mín. 25,2 sek. Deilan um Memel Berlín kl. 11,45, 11./7. FÚ. Deilan harðnar milli Þýzka- lands og Lithauen um Memel- héraðið. Síðustu daga hafa enn nokkrir þýzkir embættismenn verið settir af, þar á méðal yf- irborgarstjórinn í Memel.. Neu- rath utanríkisráðherra kallaði í gær sendiherra Frakklands, Englands, Ítalíu og Japan í Ben_ lín á fund með sér og krafðist þess, að stórveldin gripu í taum ana gagnvart Lithauen. Hann tilkynnti einnig að málið myndi verða kært fyrir Þjóðabanda- laginu. Dolfuss segiv af sév og mynd* av afíuv síjóvn. Berlín kl. 11,45, 11./7. FÚ. Dolfuss tilkynnti í gær for- seta Austurríkis, að stjórnin væri reiðubúin að segja af sér. Forseti tók afsögnina gilda, en fól Dolfuss að mynda nýja stjórn og hefir ]uið þegar ver- ið gert. Dolfuss verður sjálfur kahslari, utanríkisráðherra og landvarnarráðherra. VarakansL ari verður Stahremberg fursti, en Fey, fyrverandi varakansl- ari, verður ráðherra án sér- stakrar stjórnardeildar. Austurríkska stjórnin Iiefir gefið út nýja tilskipun um, að þeir, sem finnast með sprengi- c fni í vörslum sínum, eigi á hættu að fá líflátshegningu, ef ekki er búið að láta sprengi- efnið af hendi til yfirvaldanna •fyrir vissan tíma. Orsök þess að austurríkska stjórnin sagði af sér og Doll- fuss kanslari endurskipuleggur nú ráðuneyti sitt, er talin vera sú, að landvarnarráðherrann í hinu fyrra ráðuneyti hans sagði af sér embætti sínu vegna örð- ugleika þeirra, sem verið hafa og stöðugt eru á sambúðinni milli Austurríkis og Þýzka- lands. Fey, fyrv. varakanslari Enska stjórnín veitir 3 milj. st.pd. til eOínóar kvikfjárræktar í Bretlandi. London kl. 16, 11./7. FÚ. Walter Elliot, landbúnaðar- ráðherra Breta, skýrði frá því í dag, að landbúnaðarmálaráðu- neytið myndi leggja fram 3 milj. sterlingspunda til viðreisn- ar kvikfjárræktar í búnaði Stóra-Bretlands. Hann skýrði einnig frá fyrirætlunum þeim, sem ráðgerðar væru til þess að hjálpa við þessari atvinnu- grein og sérstaklega með tilliti til aukinnar fleskframleiðslu. í fyrirætlunum ráðherrans er gert ráð fyrir innflutningstolli á allan kjötinnflutning, til þess að styðja verðið innanlands. Er það gert beint til hagsmuna fyrir breska framleiðendur. í fyrirætlunum ráðherrans er einnig gert ráð fyrir skipulagn- ingu kjötsölunnar innanlands. Verðuppbót er ætlast til að bændum verði greidd af hinum fyrirhugaða innflutningstolli, er nemi 5 shillings á hverja vætt, sem1 selt er á fæti, en 9 shillings og 4 pence á hverja vætt af kjöti. Sambandsríkjunum hafa ver- ið tilkynntar þær ráðstafanir, sem stjófnin hefir í hyggju að gera, og ef svo færi, að þau yrðu ófús á að fallast á þessa skipulagningu, þá kvað Elliot stjórnina verða að grípa til þess að takmarka enn innflutning- inn frá brezkum löndum. I morgun átti Walter Elliot fund með fulltrúum sambandsland- anna og samveldisráðherranum í London og ræddi þessi mál. Bannið i Bandaríkjunum. Berlín kl. 11,45, 11./7. FÚ. 1 Bandaríkjunum mun vera í ráði að afnema öll höft á inn- flutningi og sölu áfengra vína frá desember n.k., þar sem tal- ið er að höftin hafi hvergi náð tilgangi sínum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.