Nýja dagblaðið - 12.07.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 12.07.1934, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAGBLABIB Snmartötin og S v iffl ug Snmartrakkana íáið þér fallegast og- bezt hjá GEF JUN LUAGAVEG- 10 SIMI 2 8 3 8 SláttuvéSar Bændur um land allt eru beðn^ ir að athuga: Að vér seljum einungis nýjustu gerð af sláttuvélum — i Herkúles og De^riog - með sjálfvirkri smurningu, Vélarnar eru með öllum nýjustu endurbótum. Samband ísl. samvinnufélaga Hötnm til Heyvagna at beztu gerð, bæði tveggja hesta og eine heats. Samband ísl- samvinnuíéSaga RÉYKIÐ TYRKNESKAR CIGARETTUR Ú(DSTK- PAKKINN KOSTAR FAST OLLUM V E RZLUNUM Það hefir löngum fylgt mann kyninu sú þrá, að geta flogið. Geta tekið sig upp líkt og fugl- inn og svifið yfir láð og lög. Þetta hefir mönnunum tékizt. Flugvélar hafa verið fundnar upp, sem flytja okkur yfir fjöll og fimindi og yfir úthöf landa á milli á skömmum tíma. Áður en flugvélar þær voru fundnar upp, sem nú eru not- aðar og ganga fyrir vélakrafti, voru menn að búa sér til vængi, er þeir festu við sig og ætluðu þeir að íljúga á þann hátt. Það eru til gamlar íslenzkar sagnir um unglingsdreng, er bjó sér til flugham úr fugls- vængjum og flaug yfir Hvítá á •Skálholtshamri, eftir að hann hafði getað lyft sér lítilshátt- ar frá jörðu áður. En hamur- inn var tekinn af honum og brenndur. Wright bræðumir heims- kunnu, er fyrstir manna byggðu og stýrðu flugvél (1909), sem knúin var af vélaafli, höfðu! áð- ur byggt svifvélar, er voru án hreyfils, og ferðuðust þeir um og sýndu listir sínar í þeim laust eftir aldamótin og höfðu þá ýmsir verið búnir að sýna af sér mikil afrek í þessu efni á^iur, allt frá miðri 19. öld. ’ Síðan flugvélamar ruddu sér til rúms, hefir svifflug alltaf verið dálítið stundað, sérstak- lega í Þýzkalandi, og þykir góð- ur undirbúningur undir annan fluglærdóm. Svifvélarnar eru aðallega bomar uppi á loftstraumum og með því að „blaka“ vængjun- um, breyta um legu þeirra í loftinu, verður vélinni beint upp eða niður á við, eftir hæfi. Svifvélar þessar eru léttar, 100—200 pund án mannsins og mestmegnis vængir. Svifflugi er þannig hagað, að valinn er til þess allhá hæð, en misfellulítil. Einnig þarf að vera nokkur vindur. Þegar þetta er hvorutveggja fyrir hendi, er vélin dregin upp eftir hæðinni af tveim eða fleiri mönnum, í vindinn. Er upp á hæðina kemur, mætir hún vindinum af kasti nokkru og hefur sig á loft með byr undir báðum vængjum, ef lukkan er méð. Einnig má koma henni upp af sléttu með því að koma henni á allmikla ferð, t. d. dreginni af bifhjóli eða þ. h. tækjum. Hefir á síð- ari árum farið mikið í vöxt svifflug, sérstaklega í Banda- ríkjunum og þá um leið kom það af sjálfu sér, að farið var að setja met í þessu eins og hverju öðru sem að er keppt nú á dögum. Fyrir stuttu síðan var sett heimsmet í svifflugi af Banda- ríkjamanni Richard C. du Pont. Flaug hann 249,50 km. og er það langlengsta flug, sem enn hefir verið flogið á þennan hátt. Flaug hann yfir Alleghanyfjöllin í 3000 feta hæð. Hlýtur það að vera æði ó- líkt venjulegu flugi, að vera í þessum vængjaða smádreka og vera borinn áfram af vængj- um vindanna nær einvörð- ungu. ifl Þótt undarlegt megi virðast, er nú orðið furðu lítið um slys af svifflugi þótt það hafi eins og aðrar uppfyndingar og framfarir, oft valdið slysum. Tveir brautryðjendur svifvél- anna, Otto Lilienthal og Percy Pilcher, töpuðu lífinu við til- raunir sínar um 1870—1880, á eftir þeim komu Wright-bræð- urnir og fleiri. Það hefir ekki tekizt að gera svifflugið verulega gagn- legt, nema hvað það er góð æf- ing fyrir flugmannaefni, og raunar hvern sem er, en það er dýr skemmtun og ekki hættulaus, en þann kost hefir það fram yfir margar aðrar skemmtanir, að henni fylgir ekkert spillandi. Það er hoil •og hraustleg skemmtun. Sumarhótelið Svignaskarði tekur dvalargesti og hefir greiðasölu. í Svignaskarði er fegursta útsýni yfir Borg- arfjarðarhérað, góð húsa- kynni og aðbúnaður. Upplýsingar og afgr. hjá Ferðaskrifstofu Islands Sími 2939. Mynda og rammaverzl. FREYJUG. 11 Sími 2105 ÍSLENZK MRLVERK Flugvóíar knúðar með gufnafli í Klingenbérg verksmiðjun- um í Þýzkalandi er verið að smíða nýja tegund flugvéla. Verða þær með gufuvél í stað hinna venjulegu benzínvéla. Það hefir lengi verið á- hugamál flugvélafræðinga, að geta notað gufuafl til að knýja flugvélar, sökum þess að það er miklu ódýrara, svo og, að talið er, að hægt sé að fljúga ofar í loftinu, þar sem mót- staðan er minni. En gufuvél hefir verið talin of þung til þess, að hún yrði netuð í flug- vélar. Þýzkur verkfræðingur, að nafni Húttner, þykist hafa leyst vandann og kemur þessi nýja flugvél til reynslu ixman skamm'S. Meðalhraði þessarar vélar er áætlaður 380 km. á klst., en eftir að komið er í 9—10 þús. metra hæð, á meðalhraðinn að verða 430 km. Á flugvél þessi að geta flutt ca 1 tonn. Væru flugvélar slíkar sem þessar sérstaklega hentugar til langflugs álfa á milli án viðkomustaða. „Danska Riviera" Fjöldi þjóða hefir nú á síð- ustu árum gert mikið til þess að auka ferðamannastraum hver til síns landá? og þrátt fyrir kreppuna og vandræðin, sem allsstaðar er um rætt, er útlit fyrir að alltaf sé að aukast ferðamannastraumur- inn. Danmörk er eitt þeirra landa er fólk hefir á allra síðustu árum tekið eftir sem ferða- mannalandi. Er að aukast mikið straumur fólksins þang- að yfir vor- og sumartímann og á þessu vori hafa yfir 3 þúsundir manna heimsótt Dan- mörku fram yfir það sem verið hefir undanfarin vor. Er sér- staklega rómuð fegurð strand- arinnar milli Kaupm.hafnar og Helsingjaeyrar, sem farið er að kalla „dönsku Riviera“. Ferðaskrifsfofa Islands veitir ókeypis upplýsingar um ferðalög og gististaði; útveg- ar farartæki, og hefir af- greiðslu fyrir flest helztu sum- argistihúsin úti á landi. Komið í Ferðaskrifstofuna í Ingólfshvoli áður en þið farið í ferðalög. Tíl auglýsenda Með vaxandi gengi Framsókn- aríiokksins eru blöð hans meira keypt og lesin, en við það vex tryggingin fyrir auglýsendur. að auglýsingar þeirra beri góð- an árangur. — Auglýsið í Nýja dagblaðinu fyrir Reykjavík og kaupstað- ina einkanlega Jiér á suður- landi, en í Tímanum það sem á að berast um allt landið' Dvöl í frumskóguni Miss L. E. Cheesemánn, enskur skordýrafræðingur, er nýlega komin úr heils árs rannsóknarferð og dvöl í frumskógum á eyjunni Papúa. Flestir hvítir menn, er til eyjarinnar fara, forðast að hætta sér inn í hina villtu skóga, sem eru alsettir eitruð- um flugum og skorkvikindum og höggormum, en hún fór þangað einmitt til að safna þessþáttar kvikindum. Kom hún með hvorki fleiri né færri en 42 þús. skorkvik- indi, 15 mismunandi froska- tegundir, og álíka margar höggormategundir. Hún elti skorkvikindin um allar trissur. Eitt sinn kleif hún upp 9 þúsund feta hátt fjall. Plátt uppi í fjallinu lá þokubelti, en ofan við það var ofurlítil þokulaus rönd, og síð- an þoka þar fyrir ofan á ný. í þessu þokulausa bili sagði hún að kynstrin öll af flugum og fiðrildum hefðu safnazt fyrir og þar bar vel í veiði. Veiddi hún þar meira en í nokkurt annað sinn. Miss Cheeseman fór þessa ferð á vegum brezka safnsins í Lundúnum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.