Nýja dagblaðið - 24.07.1934, Page 3

Nýja dagblaðið - 24.07.1934, Page 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 1-------------------------- NÝJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Tjarnargötu 39. Sími 4245. Ritst j ómarskrif stofumar Í Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. | Afgr. og auglýsingaskrifstofa: IAusturstræti 12. Sími 2323. Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Hvað dvelur? I dag er liðinn mánuður frá kosningum og meira en þrjár vikur síðan seinustu úrslit kosninganna urðu kunn. Stjórn málaflokkamir, sem samkvæmt þeim úrslitum fara með meira- hlutavaldið á Alþingi hafa lok- ið undirbúningi nýrrar stjórn- armyndunar og samið um mál- efnagrundvöll, sem starf hinn- ar væntanlegu ríkisstjórnar á að byggjast á. Eru samkomu- lagsatriðin birt hér í blaðinu í dag. Ástæðan til þess að stjórnar- myndunin er ekki þegar fomi- lega unl garð gengin er ein- göngu sú, að ekki hefir enn fengist frá landskjörstjórn fulln aðarúrskurður um úrslit kosn- inganna. Vita raunar allir, hvernig þau úrslit eru, en form leg útnefning ríkisstjórnar get- ur þó ekki farið fram fyr en gefin hafa verið út kjörbréf allra þingmanna. Landkjörstjórn virðist hafa sýnt furðanlegt seinlæti í störf um. Er enginn vafi á, að hún hefði getað verið búin að fella úrskurð fyrir mörgum dögum. Sézt það á því, að hún hefir látið nægja að fá ýms vant- andi gögn símleiðis, en það gat hún vitanlega eins gert nokkrum dögum fyr. Nú síð- ast hefir úrslitafundur kjör- stjómarinnar verið dreginn þar til kl. 3 í dag, en hefði alveg eins getað verið í gær, þar sem| öll gögn voru komin þegar á laugardag. Út af fyrir sig skiptir þessi dráttur ekki miklu máli. Hitt er aftur á móti mjög athuga- vert, ef rétt er það sem menn fleygja nú sín á milli hér í bænum, að m'eð þesu sé verið að gefa sumum! af fráfarandi ráðherrum tóm til að gera ráð- stafanir, sem þeir að sjálf- sögðu eru ekki réttir aðilar til að framkvæma eins og nú er komið. Það hefir flogið fyr- ir, að Þorsteinn Briem sé í þann veginn að skipa formenn skólanefnda um land allt til næstu þriggja ára. A. ml. k. hefir hann þegar óskað eftir og fengið tillögur setts fræðslu málastjóra um þetta efni. Og orðrómúr gengur umi það, að Magnús Guðmundsson hafi ný bráðabirgðalög á prjónunum. Sé svo, er vonandi að þessir fráfarandi ráðherrar sjái þann kost vænstan, að láta af slík- um! aðgerðum. Þeir eru þegar búnir að framkvæma embætta- veitingar o. fl., sem mjög hæp- ið er, að megi vera á valdi „fun_ gerandi" stjómar. Má þar t. d. nefna veitingu bæjarfógetaem- Stjórn hinna vinnandi stétta undir forustu Framsóknarflokksins Bændur og verkamenn taka hðndum saman Á öðrum stað hér í blaðinu er birtur sanmingur sá, er gerð- ur hefir verið milli Framsóknar flokksins og Alþýðuflokksins um nýja stjórnarmyndun í sam ræmi við kosningaúrslitin og samstarf milli flokkanna um framkvæmd þeirra mála, sem samkomulag hefir orðið um að vinna að meðan samvinna helzt milli flokkanna. Ásgeir Ásgeirs- son, sem kjörinn var utan flokka, gengur og til samstarfs við þessa tvo flokka á grund- velli samningsins. Það samkomulag og sú stjórn armyndun, sem nú er fram- undan, fer fram fyrir opnuni tjöldum, að alþjóð ásjáandi. Þannig er nú gefið eftirbreytn- isvert fordæmi í íslenzkri stjórnmálasögu: Skjalfestir og opinberir samningar milli flokka í stað baktjaldamakks og hrossakaupa. Af hálfu Framsóknarflokks- ins hefir verið lagt til grund- vallar við samningana: Ávarp 4. ílokksþings Framsóknar- manna til þjóðarinnar, sem birt var í blöðum flokksins í síðastl. marzmánuði og stefnuskrá Framsóknarflokksins, er sam- þykkt var á flokksþinginu 1931 og nú er gildandi fyrir flokk- inn. Hafa fulltrúar flokksins í samninganefndinni fengið upp tekin í samningana öll höfuð- atriði í áðurnefndum samþykkt um flokksþinganna. Má segja það fulltrúum Alþýðuflokksins til lofs, að þeir hafa sýnt æski- legan skilning á þeim framfara- og umbótamálum, (einnig í þágu sveitanna), sem Fram- sóknarflokkurinn berst fyrir. Má þar nefna í fyrstu röð meðal höfuðstefnumála Fram- sóknarflokksins: Skipulagning afutrðasölu land búnaðarins, sem nú er brýn- asta hagsmunamál bændanna og nú um skeið undirbúin af Framsóknarflokknum og sam- vinnufélagsskapnum í landinu. Lenging Jénstíma og lækkun vaxta á fasteignalánum bænda- stéttarinnar. Stofnun samvinnubyggða í sveitunum. Það mál hefir tví- vegis á undanfömum þingum verið flutt af þingmönnum úr Framsóknarflokknum og er al- ménnt áhugamál unga fólksins í sveitunum. Erfðafestuábúð á jörðum ríkisins og afnám á sölu þjóð- bættisins á Akureyri, skipun í útvarpsráðið o. fl. En hvað sem líður skilningi að öðru leyti á rétti „funger- andi“ stjómar til stjórnarráð- stafana, sem ekki eru óhjá- kvæmilegar, þá mun því áreið- anlega ekki verða vel tekið af almenningi, að tafir þær, sem stafa af seinlæti kjörstjómar, verði notaðar tii núkilvægra ráðstafana í stjórnarráðinu. og kirkjujarða. Stefna Fram- sóknarflokksins í þeim málum er kunn af skrifum Páls Zoph- oniassonar í Tímanum undan- farin ár. v Eftirlit með veltufé þjóðar- innar, sem lánað er út til at- vinnureksturs og með utanrík- isverzlun landsins. Afnám útflutningsgjalds á landbúnaðarafurðum. Endurbætur á réttarfarslög- gjöfinni, eftir beztu erlendum fyi-irmyndum, sem m. a. hefir verið lýst í erindi Hermanns Jónassonar um dómstóla og rétt arfar á síðasta flokksþingi. Framsóknarmanna. Fjáröflun til almenningsnota með sköttum á hátekjur og stór eign svo og gróða af ríkisverzl- un með þær vörutegundir, sem arðvænlegast er og hagkvæm- ast að verzla méð Fyrir þessari skattamálastefnu hefir Fram- sóknarflokkurinn beitt sér ein- dregið, og hafa blaðagreinar og ræður Eysteins Jónssonar um þau mál vakið almenna eftir- tekt um allt landið, svo sem kunnugt er. Alþýðutryggingarnar eru einnig eitt af stefnuskráratrið um Framsóknarflokksins, enda er fyrirkomulag fátækrafram- færslunnar nú í hinu mesta öng- þveiti og að heita má óbæri- legt fyrir ýms fátækustu sveitarfélög landsins. Það má teljast gleðiefni öll- um almenningi í landinu, að samkomulag hefir nú fengist innan meirahluta Alþingis um samstarf að framkvæmdum þessara mála, er nú hafa nefnd verið, og ýmsra fleiri. Meðal kjósenda Framsóknar- flokksins hvarvetna í landinu mun verða ánægja yfir þess- um byrjunarárangri kosning- anna. En Framsóknarflokknum er það ljóst, að tilgangi hinnar nýju stjórnarmyndunar verður ekki náð nema með fullri festu, drengilegum átökum og miklu starfi. Við það miðar hann kröfurnar til þingmanna sinna og fulltrúa í hinni væntanlegu ríkisstjórn. FREYJU kaffibætir er alltaf að aukast vinsældir. Þykir hann drjúgur, en þó ó- dýr. Einkanlega borgar sig vel að nota Freyju-kaffibætis- duftið, sem er ekkert vatn í, Fæst meðal annars í Kaupfél. Reykjavíkur Simi 1245. » NINON-útsala Engmn hefir ráð á að fara fram hjá útaölu NINONS! Fallegir kjólar í hundraðatali, úr silki, marocain, taft, flamisol, crep-satin, mou- selin, sumar- og ullarefni í feikna miklu úrvali Allt selt með gjatverði. NINON Austurstræt: 12 opifi 2-7 Landsk j örst j órnin kemur saman í Alþingishúsinu, þriðjudaginn 24. júlí þ. á., kl. 3 síðdegis til að úthluta allt að 11 uppbótarþing- sætum og jafnmörgum til vara, tií jöfnunar milli þing- flokka eftir Alþingiskosningarnar 24. júní síðastliðinn. — Umboðsmönnum landslistanna gefst kostur á að vera viðstaddir. Landskjörstjórnin 23. júlí 1934. Jón Asbjörnsson. Magnús Sigurðsson Þorsteinn Þorsteinsson. Vilmundur Jónsson. Eggert Claessen. '."1 Ódýrf saltkjöf í heilum tunnum Simi 4241 Hðtnm til Heyva^na at beztn gerd, bœði tveggja hesta og eins hests. Samband ísl. samvinnufélaga

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.