Nýja dagblaðið - 03.08.1934, Side 1
Hundruðum þúsunda af fé bæjarbúa
er er eytt í haldlausa malbikun og ó-
nýta grágrýtis-»púkkningu« í stað þess
að nota járnbenta steinsteypu, sem að
líkindum myndi vera ódýrari.
Viðtal við Tón Gunnarsson verkfræðing
Tilfinnanlegur útgjaldaliðu)’
hjá bæjarsjóðnum ér viðgerð
og viðhald gatna og er t. d. á
yfirstandandi ári ætluð helm-
ingi hærri fjárupphæð til við-
gerðar á götum, en til nýrra
götulagninga. En þó má hik-
laust gera ráð fyrir, að áætl-
unin muni hvergi nærri geta
staðizt í þessum efnum a. m. k.
ekki ef viðgerðir eiga að vera
framkvæmdar alstaðar þar,
sem þeirra verður að teljast
brýn nauðsyn.
Þrátt fyrir hundruð þús-
unda króna framlög árlega til
viðhalds gatna og götugerðar,
eru margar götumar óviðun-
andi, blautar og forugar í rign-
ingum, rykugar í þurkurn og
holóttar og ójafnar til stór-
kostlegs baga fyrir umferð
iijóla og bifreiða. í margar
þessar götur er búið að leggja
tugi þúsunda, bæði til frum-
lagningar og viðgerða. Hlýtur
hver og einn að geta séð, að
hér er ekki allt með felldu og
orsökin liggur að miklu leyti í
óhyggindum og þekkingar-
skorti þeirra manna, sem haft
hafa þessar framkvæmdir með
höndum.
Nýja dagblaðið hefir snúið
sér til Jóns Gunnarssonar
verkfræðings og leitað hans
álits um götulagningar hér í
bænum. En Jón hefir stundað
verkfræðinám og kynnt sér
vegagerð árum saman, bæði á
Norðurlöndum og í Bandaríkj-
unum.
Hefir hann leyft blaðinu að
hafa eftir sér þau ummæli,
sem hér fara á eftir:
Um götumar, sem lagðar'
hafa verið hér í bænum má
segja yfirleitt, að í þær hafa
f f
verið notuð léleg efni, onot-
hæft grjót (grágrýti) og lé-
leg tjara. Blöndun efnanna hef-
ir líka auðsjáanlega verið í
mörgum tilfelluml röng.
Hér er höfð tvennskonar
gatnagerð. T. d. Laugavegur-
inn og Hverfisgata eru dýrasta
tegund af malbikuðum götum
(sheet asphalt pavement).
Slíkar götur eiga að geta ver-
ið endingargóðar, ef notuð eru
rétt •fni og þeer vandlega
Jón Gunnarsson
lagðar. Þær eiga að geta enzt
í 15—20 ár með litlu viðhaldi.
En hér er verið að rífa þær upp
með stuttu millibili. Á næst-
seinasta ári var t. d. Lauga-
vegurinn og Hverfisgata brot-
in upp að miklu leyti og lögð
að nýju. Þetta á ekki að geta
átt sér stað. Ef efnin væru góð
og göturnar réttilega lagðar,
hefði slíkt ekki komið xfyrir.
Hér er einnig önnur tegund
af malbikuðum götum. Má þar
t. d. benda á Njálsgötu og
Grettisgötu, milli Klapparstígs
og Frakkast. Þessar götur eru
„púkkaðar“ og þunnt lag af
tjörubornum mulningi haft
efst. Þessar götur eru alger-
lega haldlausar og koma í þær
stórar holur rétt eftir lagning-
una. Viðgerðirnar eru fram-
kvæmdar þannig, að þegar hol-
urnar eru orðnar stórar, þá er
yfirborðið rifið upp og borið
ofan í þær laus grágrýtissalli.
Eftir þetta er naumast hægt
að sjá að gatan hafi verið
;,púkkuð“ og malbikuð og get-
ur þannig löguð viðgerð varla
talizt til bóta.
Þessar götur verða alltaf
rykúgar og vondar yfirferðar
fyrir hjól og bifreiðar. Þær
hafa enga kosti fram yfir venju
legar malargötur, en eru miklu
dýrari.
— Hvernig álítið þér, að
bezt mundi vera að haga. götu-
lagningunni ?
— Það er mitt álit að þar
sem umferðin er mest t. d. við
höfnina og í miðbænum, eigi að
leggja göturnar úr járnbenti’i
steypu.
Steyptar götur eru ekki dýr-
ari o g miðað við erlenda
reynslu ættu þær að vera 10
—15% ódýrari, heldur en dýr-
ustu malbikuðu göturnar (t. d.
Laugavegur, Ilvevfisgata o fl.).
En þar að auki eru steyptar
götur mikið endingarbetri og
þurfa mikið minna viðliald. Það
er auðvelt að hat la þeim ryk-
lausum og þær eru skemmti-
legri umfei'ðar en hinar.
Það ætti þvi að vera krafa
bæjarbúa, að aðalgöturnar vrðu
steyptar. Fyrsta sporið í þá
átt er að færa mulningsvél
bæjarins inn fyrir Laugai’nes
og mylja þar blágrýti. Grágrýti
er ekki hægt að nota í steypt-
ar götur, til þess er það of hald
lítið. Þar sem reynzla er fengin
í gatnagerð og tillit tekið til
rannsókna á traustleika og end-
ingu efnisins, er grágrýti talið
ónothæft til gatnagerðar.
Fjárráð bæjarins, a. m. k.
fyrst um sinn, leyfa ekki, að
steyptar séu nema aðal göturn-
ar. Aðrar götur eiga að vera
malbomar. Það sem þarf að
gera þeim til viðhalds, er að
bera í þær vegolíu á vorin. Með
því er nokkurn veginn öruggt,
að þær drekka i sig lítið af
vatni og verða algerlega ryk-
lausar. Þessar götur verða bæði
þrifalegri, betri til umferðar og
margfalt ódýrari heldur en þær,
sem lagðar eru á sama 'hátt og
t. d. Njálsgata, Grettisgata,
Bárugata, öldugata o. fl.
Nú er unnið að því að rífa
upp Skólavörðustíginn. Ætla
bæjarbúar að láta sökkva þar
60 þús. kr. í sömu vitleysuna
og áður?
Einar Kritfjámon
Iiinn ungi og efnilegi söngvari
sem er staddur hér heima á
æskustöðvunum stuttan tíma,
heldur kveðjusöngskemmtun í
Gamla Bíó í kveld kl. 7!/4.
Fyrir nokkrum dögum hélt
hann söngskemmtun hér fyrir
fullu húsi og hlaut mikla að-
dáun áheyrenda. Og svo mún
aftur verða í kveld.
Er það vel þegar bæjarbúar
meta að verðleikum list landa
sinna, er brjótast áfram úti í
heimi méð dugnaði og elju.
Hlýjar viðtökur og samúð heim
an af æskustöðvunum er það
veganesti sem framar flestu
léttir íslenzka listamanninum
gönguna á erfiðu listabrautinni
meðal stórþjóðanna. V.
Bæjarsíjópnapfundup
í gazp
íhaldið fellip 400 kp. slypk fil mæðpaslypksnefndap-
innap og synjap vepkamönnum hjá bænum um eins
dags sumapleyfl.
Formaður Vapðapfélagsins fæp bitling
með 400 kp. mánaðaplaunum.
Bæjarstjórnarfundur var hald
inn í gær kl. 5 í , Kaupþings-
salnum.
Fá mál voru a dagskrá og
skal hér skýrt frá þeim, sem
umræður urðu um.
Mæðrastyrksnefnd hafði sótt
um 400 króna styrk til bæjar-
ins til skýrslusöfnunar. Sýndi
frú Aðalbjörg Sigurðardóttir
fram á nauðsyn þessa verks.
Ilafa tvær konur starfað að !
jæssu í tvo mánuði og er verkið
fólgið í því, að afla upplýsinga
um kjör bágstaddra mæðra í I
bænum. Á þessari skýrslugei’ð |
ætti síðar að vera hægt að
byggja frekari umbætur í þess-
um málum, sem allir hljóta að
viðurkenna nauðsynlegar.
Nafnakalls var óskað um til-
löguna. Hún var felld með 8 :7
atkv. íhaldið allt á móti. Jakob
Möller rak lestina. „Hann ætti
að sitja yzt en ekki innst, ræf-
illinn sá arna“ varð gömlum og
stillilegum verkamanni að orði,
I svo Hiátt, að greinilega heyrð-
ist um salinn.
1 bæjarráðinu hafði komið
fram tillaga þess efnis, að
verkamenn, sem unnið hefðu í
sex mánuði hjá bænum, fengju
eins dags sumarfrí með fullu
kaupi. Þessi tillaga var nú bor-
in undir bæjarstjórn og felld
að viðhöfðu nafnakalli með 8 : 7
atkv. íhaldið sameinað á móti
eins og áður. Þegar Jakob Möll-
er greiddi atkvæði, kallaði ein-
hver af áheyrendunum: „Hann
Framh. á 4. síðu
Hindenburg látinn
Hann lézt ki. 7 í gærmorgun. - Hitler
tekur forsetavaldið í sínar hendur.
. London 2./8. FO.
Ilindenburg Þýzkalandsforseti
rnissti meðvitundina síðast-
liðna nótt og andaðist í morg-
un kl. 9 eftir þýzkum' tíma, 86
ára gamall.
1 útvarpserindi, sem hófst
þegar á eftir þeirri þögn, sem
gerð var í útvarpinu eftir að
dauði forsetans hafði verið til-
kynntur í gegnum allar þýzkar
stöðvar, gerði dr. Göbbels út-
breiðslumálaráðherra Þýzka-
lands, grein fyrir því, að Hitl-
er ríkiskanslari væri nú kjörinn
bæði forseti og kanslari Þýzka-
lands. Hann mælti á þessa leið:
„Þýzka stjórnin hAir gefið út
lög, sem ganga í gildi við dauða
Hindenburgs forseta og mæla
lögin svo fyrir, að embætti for-
setans skuli sameinað embætti
ríkiskanslarans. Þar af leiðir,
að það vald, sem Hindenburg
ríkisforseti hefir hingað til haft
og vald það, sem Hitler hefir
nú sem ríkiskanslari, verður
iivorttveggja sameinað héreft-
ir í höndum Hitlers, sem sjálf-
i ur hefir vald til þess að til-
nefna sinn eigin varamann,
Alþjóðaatkvæðagreiðsla um hin
nýju lög mun fara fram hinn
19. ágúst“.
Að svo mæjftu tók Göbbels að
skýra frá ráðstöfunum þeim,
sem gerðar hafa verið til þess
að haldin verði 14 daga þjóð-
arsorg í Þýzkalandi í tilefni af
andláti forsetans og mælti að
lokum nokkur minningar- og
saknaðarorð um Hindenburg
forseta.
Hitler hefir sent sonum Hind
enburgs samhryggðarbréf, sem
hann lýkur með þessum orðum:
„I djúpri sorg sameinast ég
gjörvallri hinni þýzku þjóð yf-
ir fráfalli forsetans og bið yður
að veita viðtöku þessum votti
minnar eigin samhryggðar og
allrar hinnar þýzku þjóðar“.
Jarðarför Hindenburgs for-
seta fer fram á þriðjudaginn
kemur.
Eitt af helztu blöðum Bret-
lands ræðir um Hindenburg for-
seta og fráfall hans á. þessa
leið í dag: „Á hinum erfiðu
tímum, sem gengið hafa yfir
hina þýzkú þjóð undanfarið,
hefir fjöldi Þjóðverja og út-
lendra manna engu síðifr verið
þakklát fyrir það, að æðsti
maður Þýzkalands skyldi vera
maður, sem sákir staðfestu,
heiðarleika og trúmennsku
mátti treysta á hverju sem
gekk. Hann virðist hafa verið
eini maðurinn, sem1 pólitískar
árásir, illvilji og hatur náðu
ekki til. Jafnframt þvi sem
hann var einn fyrirferðarmesti
maður Þýzkalands meðan á ó-
friðnum stóð, hefir hann síðan
verið álitlegasti valdsmaður
þess“.