Nýja dagblaðið - 03.08.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 03.08.1934, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLABIB ÍDAG Sólaruppkoma kl. 3^2. Sólarlag kl. 9.24. Flóð árdegis kl. 11,20. , Flóð síðdegis kl. 24.00 Veðurspá: Norðan kaldi. Úrkomu- laust. kjósatími hjóla og bifreiða kl. 21.10 —1.55. Sttfn, skrilstofur o. fL Alþýðubókasafnið .. 10-12 og 1-10 pjóðskjalasafnið ....... opið 1—4 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7 Pósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan ......... 10-5 Skrifstofa útvarpsins 10-12 og 1-6 Landssíminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (Skrifst.t.) 10-12 og 1-5 Samb. ísi. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins .... 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið .............. 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Sölusamband íslenzkra fisk- framleiöenda ..... 10-12 og 1-6 Skrifst. bæjarins .... 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustjóra 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Skrifst. tolistjóra .... 10-12 og 1-4 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6 Skipaskoðunar og skráningarst. rikisins ............ 10-12 og 1-6 HalmBÓknartínii sjúkrahúsa: Landupitalinn ............ kl. 2-4 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspitali .... kl kl. 12VÍ-2 Vífilstaðahælið .. 12%-2 og 3Mt-4V% Kleppur .................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiriksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sjúkraliús Hvítabandsins ..... 2-4 Sólheimar ............... opíð 3-5 Elliheimilið ................. 1-4 Næturvöröur í Reykjavikurapótekl og lyfjabúðinni IOunn. Næturlæknir: Daníel Fjeldsted, Aðalstræti 9, sími 3272. Samgttngur og póstferöir: Suðurland til og frú Borgarnesi. Sunnanpóstur fer. Norðan og vestanpóstar koma. Nova norðan um land frá Noregi. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10.00 Veðurfregnir. 12.15 Há- degisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. — Tilkynning- ar. 19,25 Grammófóntónleikar. 19.50 Tónleikar. Auglýsingar. 20.00 Klukkusláttur. Beethoven-tónlist, með skýringum (Jón Leifs). 21.00 Fréttir. 21.30 Grammófónn: Lög úr óp. „Faust" eftir Gounod. Ferðafélagið áformar þrjár ferð- ir nú um helgina. Eina að Hvít- úrvatni og verður lagt upp í hana á laugardag kl. 5, en farmiða verð ui' að tryggja sér fyrir kl. 5 í dag. Aðra á Snæfellsnes með Ægi kl. 8 á laugardagskveld og verð- ur að vitja farmiða fyrir þá ferð f.vrir kl. 6 í dag. þá þriðju á Esju á sunnudagsmorgun kl. 8 og kom- ið aftur kl. 7 um kvöldið. Faraiið- ar að þeirri ferð verða seldir til kl. 5 á laugardag. Farmiðar eru seldir á afgreiðslu Fálkans, Banka stræti 3 og þar fást frekari uppl. Emil Walters málari er nýlega kominn til bæjarins, en hann hef- ir dvalið nokkurn tíma undanfar- ið i Mývatnssveit og málað þar landslagsmyndir. Bjarni Björnsson leikari hefir verið í för með hon- um. í Félag ungra Framsóknarmanna fer skemmti- ferð til Borgarfjarðar um helgina. — Farið verður á bílum og lagt á stað frá Sam- bandshúsinu kl. 5 e. h. á laugardaginn. Gist verður á Hreðavatni, 1 tjöldum, aðfara- nótt sunnudagsins. Á sunnudaginn verður farið víða um Borgarfjörðinn og m. a. geng- ið á Baulu. Um kvöldið verður farið til Reykholts og gist þar um nóttina. Á mánu- dag verður farið heimleiðis um Kaldadal, ef fœrt þykir. Fargjaldið verður ótrúlega lágt. — Þátttak- endur hafi með sér nesti til ferðarinnar. Félagsmenn mega hafa með sér gesti. Þeir, sem hafa í hyggju að ganga í félagið, eru líka velkomnir. Askriftarlistar um þátttöku liggja frammi á afgreiðslu Nýja dagblaðsins til hádegis á morgun. Framsóknarmenn! Fjölmennið i beztu skemmtiíerð ársins. Annáli Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Kaupmannaliafnar. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss er væntanleg- ur til Vestmannaeyja í dag. Detti- foss kom til ísafjarðar í gær. Lag- arfoss er á leið til útlanda. Sel- í'oss er á Austfjörðum ú útleið. Einar Kristjánsson söngvari hef- ir kveðjuhljómleika i kvöld kl. 71/2 í Gamla Bíó. Aðgm. fást hjú Katrínu Viðar og í Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar. Happdrættið. Frestur til endur- nýjunar i 6. fl. er framlengdur til laugardags 4. ágúst í Reykja- vik og Hafnarfirði. Félag ungra Framsóknarmanna fer slíemmtiferð til Borgarfjarðar um helgina, sbr. augl. í blaðinu í dag. Nánari upplýsingar eru gefn- ar á afgreiðslu Nýja dagblaðsins og Tímans. Athygli skal vakin á auglýsingu í ijlaðinu í gær um Salmonsens Leksikon (misprentað í gær Salo- monsens). Með vægum afborgun- um er mönnum gert fært að eign- ast þetta ágæta verk, sem hverj- um fróðleiksfúsum manni er hinn mesti ávinningur að eiga í hýbýl- um sínum. Hreðavatn er nú einn af vinsæl- ustu skemmtistöðum landsins, en þar er líka sérstaklega fagurt og „rómantiskt" umhverfi. — Nú um helgina fara ungir Framsóknar- menn og fleiri ferðaflokkar til aö njóta lífsins úti í náttúrunni. Flestir hal'a tjöld með sér og munu tjalda í fögrum skógarrjóðrum eða hraunhvömmum, sem nóg er af við Hreðavatn. Er slíkt tilbreyting armeira og frjálsara á ýmsan hátt einkum þegar veður er gott. Gissur Bergsteinsson fulltrúi hef ir verið settur formaður ríkisskatta nefndar í stað Hermanns .Tónas- sonar forsætisráðherra. Rannsóknarferð á Vatnajökul. Úr Fljótshvérfi fóru urn síðustu helgi úleiðis til eldstöðvaima á Vatna- jökli, þrír þjóðverjar og tveir Sví- ar. Áður en þeir fóru, lögðu þeir svo fyrir, að þeirra yrði vitjað upp að jökli á mánudaginn kemur. Hafnarfjarðarhlaupið fer fram 18. ágúst. pátttakendur eru beðnir að gofa sig fram við stjórn Armanns fyrir 15. ágúst. Farseðlar í skemmtiferð Tré- smiðafélags Reykjavíkur að Hreða vatni fást hjá Zimsen og í Brynju. Frá bæjarstjórnaríundi 1 Framh. af 1. síðu. hefir þó sjálfur sumárfrí“. „Ójá, ríflega það“, kallaði ann- ar. „Hann hefir ársfrí“. Frá bæjarráðinu kom tillaga um það, að í trausti þess að lán fengist hjá lánsstofnunum, skyldi byrjað á atvinnubótum. Virðist þessi till. harla óljós, þar sem ekkert er tekið fram um hvað vinnan eigi að vera mikil, hverskonar vinna þetta eigi að vera 0. s. frv. En um þessa væntanlegu lán- töku er það að segja, að í fjár- hagsáætlun fyrir 1934 er gert ráð fyrir 150 þús. kr. lántöku ! til atvinnubótavinnu. Þrátt fyr- I ir fyrirsjáanlegt atvinnuleysi, ! hefir ekkert verið reynt þar til fyrir nokkrum dögum að fá þetta lán. Þá snýr borgarstjóri sér til Landsbankans. Bankinn svarar því, að fyrst þurfi hann að sjá, hvemig bæjartekjumar muni greiðast í ár. Svona aum- lega er nú komið lánstrausti Reykjavíkurbæjar, sem Mbl. sagði fyrir kosnlngamar að væri „betur stjórnað en flest- um bæjum á Norðurlöndum“. Tillaga bægarráðs var sam- þykkt. Kosning fór fram á forstöðu- manni væntanlegrar ráðningar- skrifstofu fyrir atvinnulausa menn. Ihaldið kaus formann Varðarfélagsins, Gunnar Bené- diktsson og fékk hann 8 atkv. Ragnar Jónsson lögfr. fékk 7 atkv. Gunnar þessi hefir áður ver- ið „praktiserandi“ lögfrseðingur Varnir éegn aíbrotum Framh. af 3. síðu. sem fyrst og fremst kallstöðv- ar um allan bæinn og síðan einstaklingar og opinberar stofnanir geta verið í sambandi við, með endastöð á lögreglu- stöðinni, þar sem vakað er all- an sólarhringinn. Þetta skipu- lag, sem virðist hið eina skyn- samlega, hefir einnig þann ómetanlega kost, að það skap- ar aukna tryggingu fyrir því, að varðbjöllukerfið sé jafnan í lagi, því að lögreglan mundi hafa stöðugt eftirlit með því. Kerfið myndi ekki gera varð- mennina óþarfa, en í sambandi við varðmenn myndi það skapa mesta öryggi, sem hægt er að ná, ekki aðeins með því að koma í veg fyrir að innbrot væri framið. Það myndi reyn- ast veruleg't framfaraspor í baráttunni milli lögreglunnar og glæpamannanna og áorka miklu í þá 'átt að koma í veg fyrir afbrot. Þar til þetta kemst á, verða þau ráð, sem lögreglan getur gefið stofnunum, sem jafnan hafa peninga í vörzlum sínum, og öðrum, sem ráða yfir skrif- stofum eða búðum, í stuttu máli þessi: Fáið yður geymslu- 'hólf eða peningaskápa, sem samsvara kröfum tímans, not- ið góða nýtízkulása á hurðir yðar, ekki sízt í bakdyrum og kjallaradyrum, treystið léleg hurðarspeldi, og ef þörf er á kringum bréfakassa og læs- ingu, með stálplötum. Hafið sterka króka á gluggum yðar. Hingað til hefir almenningur ekki sýnt nægilega varúð í því efni. Hinsvegar myndi ráðlegt til þess að draga úr spellvirkj- um, ef innbrot ætti sér stað, að hafa skúffuT í skrifborðum og skápum ólæstar. Hafið næturvörð ef kostur á. Hjá einstökum mönnum kemur vitanlega ekki til greina að jafnaði að hafa margbrotin varðbjöllukerfi eða trygg geym'sluhólf. En ofurlítil um- hyggja á þessu sviði getur þó jafnan komið að góðu haldi. Góðir smekklásar, sem gengið er úr skugga um að séu full- komlega traustir, bæði fyrir aðaldyrum og bakdyrum, traustlegur dyraumbúnaður, og ef að heiman er farið ekki allt of glögg merki þess, t. d. krít- aðar rúður, niðurdregin glugga- tjöld eða bréfakassi troðfullur af blöðum, aðgæzla á öllu þessu og eftirlit með íbúðinni á óákveðnum tímum mundi oft koma í veg fyrir að innbrot væri framið. og haft lítið að gera. íhaldið vill nú launa honum þjónustuna með því að útvega honum þessa atvinnu. Launin eiga að vera 400 kr. á mánuði. Annað gerðist ekki markvert á fundinum. Einar Olgeirsson var mættur og skiptist á um að skamma „kratabroddana“ fyrir svik, eða bjóða þeim samfylk- ingu til að beygja íhaldið „með krafti síns eigin máttar“ eins og hann orðaði það. Es. Suðurland fer til Breiðafjarðar mánu- daginn 6. þ m. Viðkomustaðir samkvæmt ferðaáætlun. Flutningi veitt móttaka á morgun og laugardag. 0 Odýrn 0 Mflýiinfarnftr. Nýr lundi í dag á fisksölutorginu við Tryggvagötu. Sími 2266. Jóhann og Haraldur. Nýtt hvalrengi af ungum hvölum fæst hjá Hafliða Bald- vinssyni, Hverfisgötu 123, sími 1456 og á planinu við höfnina, sími 44022. Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Tyggigúmmí, Disseto, Át- súkkulaði o. fl. ítalskt sælgæti nýkomið. Kaupfélag Reykjavíkur. Freðfiskur undan Jökli, og glænýtt ísl. smjör, komið í verzlun Kristínar J. Hagbarð. Freyju kaffibætir er beztur. Ef þið hafið ekki notað hann áður, þá reynið hann nú um helgijia, því ekki er sízt þörf að fá gott kaffi á sunnudögum. í nestið: Sælgæti, tóbak, öl ávextir, nýjir og niðursoðnir. Niðursoðið kjöt, fiskur og sar- dínur. Einnig góður harðfisk- ur, riklingur 0. m. fl. Kaupfélag Reykjavíkur. Sími 1245. Dmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Knupfélagi Reykjavlkur. Húsnœði Skemmtilegt herbergi með nokkru af húsgögnum til leigu strax. A. v. á. I B Ú Ð vantar mig frá 15. sept. eða 1. okt. n. k. Leiga greiðist mánaðarlega. Samning- ar skriflegir. — Tilboð sendist til afgr. Bamablaðsins Æskan, Hafnarstræti 10. Friðrik Ásmundsson Brekkan Tilkynningar Til Borgarfjarðar og Borg- arness eru fastar bílferðir mið- vikudaga og laulgardaga kl. 10 f. hád. Afgr. á Nýju bifreiða- stöðinni. Sími 1216. Finnbogi Guðlaugsson. Hannes Jónsson, dýralæknir. Sími 2096. Bragi Steingrímsson, dýra- læknir. Eiríksgata 29 Sími 3970 Til Stykkishólms hvern mánudag og fimmtu- dag. Aðalstöðin. — Sími 1383. Beztu og ódýrustu sunnu- dagaferðirnar verða nú eins og áður frá Vörubílastöðinni í Reykjavík. Sími 1471.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.