Nýja dagblaðið - 12.08.1934, Blaðsíða 1
Bráðabirgðalög
Or lifl Hindenburgs
um ráðstafanir tii þess að greiða fyrir
viðskiftum með sláturfjárafurðír og
ákveða verðlag á þeim.
Hermann Jónasson, forsætis
ráðherra, hefir gefið út .bráða-
birgðalög um sölu sláturfjáraf-
urða innanlands og verðlag á
þeim. Hlutu þau staðfestingu
konungs 9. þ. mán.
Lögin eru í 15 greimun og
svo hljóðandi:
1. gr.
Til þess að greiða fyrir inn-
anlandsverzlun með sláturfjár-
afurðir skipar ríkisstjómin 5
manna kjötverðlagsnefnd tii
eins árs. Samband íslenzkra
samvinnufélaga tilnefndir einn
rnann, Sláturfélag Suðurlands
og Kaupfélag Borgfirðinga til-
nefna í sameiningu einn,
Landssamband iðnaðarmanna
einn, Alþýðusamband Islands
einn og landbúnaðarráðherra
einn mánn í nefndina, sem
jafnframt er fomiaður hennar.
Nefndin ræður fulltrúa, sem
annast dagleg störf. Hún getur
valið sér trúnaðarmenn eða
skipað eftirlitsnefndir, eftir
því sem þörf krefur.
Kostnaður við störf nefndar-
innar greiðist úr ríkissjóði.
2. gr.
Kjötverðlagsnefndin ákveður
verðlag á kjöti á innlendum
markaði í heildsölu og smásölu.
Enginn má selja eða kaupa
kjöt við öðru verði en því sem
nefndin ákveður á hverjum
stað á hverjum tíma.
3. gr.
Enginn má slátra sauðfé til
sölu, né verzla með kjöt af því
í heildsölu, án leyfis kjötverð-
lagsnefndar. Leyfi til slátrunar
skal veitt fyrir eitt ár í senn.
Leyfi skal veita lögskráðum
samvinnufélögum, sem nú eru
starfandi, svo og þeim sam-
vinnufélögum, sem stofnuð
kunna að verða á viðskipta-
svæðum félaga, sem hætta
störfum án þess að bændur á
viðskiptasvæðinu gerist með-
limir ánnara félaga. Ennfrem-
ur getur nefndin veitt leyfi
þeim verzlunuih öðrum, sem
árið 1933 áttu eða starfræktu
sláturhús, seni fullnægðn
ákvæðumi laga urn kjötmat o.
fl. frá 19. júná 1^33.
I leyfi getur nefndin ákveð-
ið fjártölu þá að hámarki, sem
leyfishafi má slátra til sölu
innanlands. j| L
4. gr.
Greiða skal verðjöfnunar-
tillag af öllu slátruðu sauðfé,
nema því sem framleiðendur
nota til heimilisþarfa. Upphæð
tillagsins má nema allt að 8
aurum á hvert kg. af kjöti,
eftir nánari ákvörðun kjöt-
verðlagsnefndar. Heimilt er
nefndinni að ákveða mismun-
andi verðjöfnunartillag eftir
kjöttegundum.
Verðjöfnunartillagið hefir
lögtaksi'étt til loka næsta árs
eftir að slátrun fór fram.
5. gr.
Samvinnufélög og aðrir, sem
slátra fé til sölu, skulu gefa
kjötverðlagsnefnd skýrslur um
daglega slátrun, staðfestar af
kjötmatsnönnum o g standa
skil á verðjöfnunartillaginu til
nefndarinnar. Gjalddagi er
þegar slátrun fer fram.
Nefndin geymir verðjöfnun-
arsjóð á tryggum stað, þann
tímá sem hún hefir hann undir
höndum.
6. gr.
Verðjöfnunarsjóði skal var-
ið þannig:
a Til endurgreiðslu verðjöfn-
unartillagsins af því kjöti,
sem út er flutt.
b. Til að greiða fyrir sölu
sláturfjárafurða innanlands.
c. Til verðuppbótar á útflutt
dilkakjöt. Verðuppbótin má
þó ekki verða svo há, að
nettóverð útflutta kjötsins
verði hennar vegna fylli-
lega eins hátt og nettóverð
sömu tegunda af kjöti, sem
selt er á verðhæsta innlend-
um markaði. Það verð sem
Samband ísl. samvinnufé-
laga greiðir deildum sínum
fyrir útflutt kjöt af fram-
leiðslu hvers árs, telst út-
flutningsverð á því ári.
Verði afgangur í verðjöfn-
unarsjóði, þegar greitt hefir
verið samkvæmt framansögðu,
skal honum varið til uppbótar
á öllu seldu kjöti, þannig, að
sá verðmismunur, sem nefnd-
in hefir ákveðið, raskist ekki.
1. gr.
Greiða skal jafnháa verð-
uppbót samkvæmt ákvæðum 6.
gr. á hvert kg. sömu tegundar
af útfluttu dilkakjöti, hvaðan
sem það er af landinu.
Frarah. á 4. síðu
Áðsóknin að leg-
stað Hindenburgs.
Kalundborg, 11./8. FÚ.
Ennþá er mikill fólksstraum-
ur til legstaðar Hindenburgs í
Tannenberg minnismerkinu. I
járnbrautum og bílum; streym-
ir fólkið þangað og bíður í stór
hópum fyrir utan Hindenburg-
minnismerkið, til þess að kom-
ast þar inn og ganga fram hjá
kistu forsetans. — Legstaður
bans er sífellt skrýddur 8000
iifandi rósum.
Nýjung
í Landsbákasafainií
Það er svo að segja dagleg-
ur viðburður í Landsbókasafn-
inu að komið er og spurt um
grein, kvæði, sögu eða þýð-
ingu, sem; birzt hefir í ein-
hverju tímariti eða blaði. AI-
gengt er og að um það sé
spurt, hvað til sé ritað um
þennan eða hinn, hvað sé til
af þýðingum eftir þetta eða
hitt erlent skáld o. s. frv. Oft
er örðugt að svara þesskonar
spurningum og kostar ekki
ósjaldan míkla og stundum
árangurslausa leit í öllum' þeim
sæg íslenzkra tímarita og
blaða;J sem til greina geta kom-
ið. Ór þessu hefir landsbóka-
vörður viljað bæta og hefir
hann látið vinna að því undan-
farið að semja spjaldskrá yfir
hann hluta af efni ísl. blaða
og tímarita, sem einkum er um
spurt. Er nú þegar búið að
gera skrá yfir efni 40 tímarita
og blaða og er hún til afnota
fyrir almenning í lestrarsal
Landsbókasafnsins. Efnisskrá
tímaritanna nær frá 1900—
, 1930, en til er eldri skrá fram
að 1900, þó méð nokkuð öðru
sniði. Skráin yfir efni blað-
anna er frá byrjun þeirra til
1930. Úr nokkrum tímaritum
er allt efni tekið (Skírnir, Ið-
unn, Eimreiðin, óðinn o. fl.),
en annars tekur skráin yfir
skáldskap, frumSaminn og
þýddan, greinar er varða bók-
menntasögu, málfræði og ís-
lenzka sögu, æfisögur íslenzki’a
manna, þjóðtrú, þjóðsagnir,
lýsing lands og þjóðar, ferða-
sögur. Efninu er raðað eftir
stafrófsröð föðumafna og
fyrirsagna á sama hátt og í
bókaskrám safnsins. Á spjöld-
Efri myndin er af Hindenburg yfirhershöfðingja þýzka
hersins. Hún er tekin af honum ásamt herforingjaráði hans
af hæðinni við Tannenberg, þaðan sem hann stjórnaði hinni
miklu orustu við Rússa og vann sinn frægasta sigur.
Neðri myndin er af Hindenburg ríkisforseta, er hann
tekur á móti heillaóskum æðstu embættismanna ríkisins á
nýjársdag.
unum er flokksmark eftir
Dewey-kerfinu, sem segir nán-
ar til um efnið en titillinn
kann að gera. Allt seni snertir
hvern einstakan höfund finnst
raeð því að fletta upp föður-
nafni hans og er röðunin þann-
ig: 1) frumsamið efni (raðað
! í stafrófsröð eftir fyrirsögn-
| um), 2) þýðingar (raðað eftir
| nöfnum þeirra, sem þýtt er
eftir), 3) greinar og kvæði uin
höfundinn, 4) greinar ura verk
höfundar (ritdómar, raðað eft-
ir fyrirsögnum rita og nöfnum
þeirra, er ritdómána hafa
skrifað). — Fyrirhugað er að
halda verki þessu áfram unz
fengin er heildarskrá yfir þann
hluta af efni allra ísl. tímarita
og blaða, sem skráin tekur yfir.
Eftir þessari skrá verður síðan
auðvelt að gera sérskrár um
ákveðin efni, sem nauðsynlegt
ei' að fá, t. d. fullkomna skrá
um allar þýðingar á íslenzku af
erlendum skáldskap, sem birzt
hafa í tímáritum og blöðum o.
s. frv.
Finnur Sigmundsson bóka-
vörður h@fir samið skrána.
15 baír eyðast
af eldi
Kalundborg 11./8. FÚ.
Eldur kom upp í nótt í þorpi
einu í Mechlenburg og brunnu
15 bæir eða alls 48 bæjarhús,
þar af 11 stórhýsi, margt af
kúm og hestum brann inni.
Talið er að eldurinn hafi komið
upp af manna völdum og hefir
áður orðið þarna stórbruni,
einnig af mannavöldum að tal-
ið er, þótt ekki hafi náðst í
brennuvarginn.
Brunaslys
á Raufarhöfn
9. þ. mán. kom eldur upp í
vélbátnum Fálkinn á Raufar-
höfn. Kviknaði í vélarhúsinu og
brenndist vélamaðurinn mikið á
höndum og í andliti. Hann heit-
ir Þorsteinn Gestsson, og var
fluttur á sjúkrahús á Þórshöfn.
Eldinn tókst að slökkva áður
en stórar semmdir urðu.