Nýja dagblaðið - 12.08.1934, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 12.08.1934, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBIAÐIB l I Iihíiíu nazisla Hokkrir kaflar úr bók þýzka ríkis- þingsmannsins Gerhart Seger, sem hann netnir Oranienbnrg. ^4«^ Xsi#r /tc AÆ+W&' Ég sver, að segja eftir beztu vitund og samvizku, hreinau sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann. Gerhart Seger. i NÝJA DAGBLAÐIÐ | Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, | Tjarnargötu 39. Sími 4245. Ritstj órnarskrifstofumar | Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. | Afgr. og auglýsingaskrifstofa: | Austurstrœti 12. Sími 2323. | Áskriftargj. kr. 1,50 á mánuði. i í lausasölu 10 aura eint. | Prentsmiðjan Acta. Hlutverk íhaldtblaðanna Það er ákveðið og afmarkað. Það er ekki einungis í því fal- ið að níða sérhverjar fram- kvæmdir umbótamannanna, og halda uppi vömum og eggjun- um fyrir síngjörnum hlut- drægum athöfnum íhalds- manna þeirra, er liafa átt þess kost að ráða um framkvæmd- ir í hagsmuna og menningar- málum almennings, heldur einnig að dásama bein lögbrot þeirra og skaðsamlega og heimildarlausa eyðslu á fé rík- isins. Nægir í því sambandi að minna á vein íhaldblaðanna yfir því, að lögbrot Magnúsar Guðmundsonar um stofnun og viðhald heimildarlausrar vara- lögreglu skuli ekki fá að halda áfram, sem hingað til. Um lögreglumálin sem veiga- mikinn lið í mönnuðu þjóð- félagi skiptir íhaldið engu. Það vill Oddgeirs Bárðarsonar lið; hóp manna með ákveðnar, pólitískar skoðanir, er því séu þóknanlegar og tiltækir eru þegar hagsmunum íhaldsins kemur vel. Sönnunin fyrir þessu blasir hverjuni manni við augum. Sjálfur æðsti mað- ur þeirra mála, fyrv. t fulltrúi íhaldsins í ríkisstjórninni, leggur það á sig að þríbrjóta lögin á einu ári, til þess að koma lögreglumálunum í þókn- anlegt íhaldshorf. Framsóknarflokkurinn mun iiér eftir sem hingað til vinna á móti spillingu íhaldsins á þessu sviði sem öðrum. Fyr- verandi lögreglustj. í Reykja- vík og núverandi forsætisráð- herra, Hennann Jónasson, hefir öllum mönnum fremur unnið að því, að hér komi upp myndarlegt og æft lögreglulið, ekki í líkingu við æfintýra- kenndar málaliðssveitir, eins og íhaldið vill, heldur fast gagnmenntað og nægilega fjöl- mennt lið, sem hefði fullkomna tiltrú borgaranna. Þetta hefir tekizt, nema að því leyti, sem fasta lögregluliðið kann að vera fámennara en æskilegt væri. Fyrirmyndirnar að slíkri skipan eru teknar úr riá- grannaríkjum okkar, en eink- um þó frá Svíþjóð, sem stend- ur framarlega um skipun þeirra mála, og þar sem ákvæði eru um 2 fasta lögregluþjóna á hverja 1000 íbúa. Eitt það, sem lögreglu bæj- arins vantar er lögreglustöð með þeim útbúnaði og skilyrð- um, er gera verður kröfu til í sStormaveitarliðið og langfabúðirnar Varðmenn fangabúðanna voru oftast milli 80 og 100. Það voru stormsveitarmenn, er voru að mestu leyti úr ná- grenni Berlínar, en nokkrir frá ýinsurn öðrum hlutum lands- ins. Langfæstir þeirra voru úr hinum svokölluðu „menntuðu stéttum“. Flestir voru synir bænda og verkamanna og oft í andstæðri stjórnmálastöðu við foreldra sína. Fæstir höfðu þeir notið menntunar né stundað neina sérstaka iðjugrein. Og nær all- ir ókvæntir. Flestir þessir menn til- heyrðu þeirri kynslóð, er vaxið hafði upp eftir ófriðinn mikla, menn, sem höfðu naumast kynnzt öðru en atvinnuleysi og sem í fullkominni vanþekk- ingu uni hagfræðilegt og stjórnarfarslegt ástand gleyptu við falskenningum nazismans. Það væri fullkomlega rangt myndarlegum1 bæjum. Og þannig mætti fleira nefna. En þessir hlutir skipta engu í augum íhaldsins. Það gerir ekki kröfu til myndarlegra manna, sem hafa kunnáttu í sínu starfi. Því er sama, hvort þeir eru sæmilega eða illa laun- aðir. Því kemur ekkert við, hvernig að þeim er búið, hvort búnaður þeirra er snotur eða afkáralegur. Og því er sama hvort nokkur sæmileg lög- reglustöð er til eða ekki. Það óskar einungis eins: Verið til þegar við þurfum á ykkur að halda. En íhaldið fær ekki óskir sínar uppfylltar. Lögbrotaráð- hei-rann M. G. var dæmdur úr stóli og þjónkuninni við íhaldið lokið. Framsóknai’flokkurinn vill skipa þessum málum sem öðr- um eftir þörfum almennings. Hann vill fasta og nægilega fjölmenna lögreglu, lið, sem eigi sér traust og tiltrú. Lög- reglu, sem skapi réttlæti. að halda því fram, að venju- legur S.A.-maður hafi nokkra sjálfstæða pólitíska skoðun. Þar sem þessir gæzlumenn gáfu sig á tal við fangana — er helzt kom fyrir úti á vinnu- | stöðvunum —, kom það í ljós, að þátttaka þeirra í storm- sveitunum var — með fáum undantekningum — af atvinnu- þörf. Þeir höfðu gengið inn í nazistahreyfinguna eins og æfintýn, æfintýri, sem tengd voru nætursvalli, ræningja- og hennannaleikjum, rómantísk- um blekkingjaleikjum við lög- regluna og sem leiddust út í það að hleypa upp mannfundum. Smátt og smátt breyttust svo þessir hópar í launaðar varð- sveitir Iiitlers með liðsmanna- form og heniaðarblæ, er féll í skap þessum ungu mönnum. Vöntun á stjórnmálaáhuga — svo ekki sé minnst á stjórn- málaþekkingu — er alveg furðulega mikil hjá S.A.-mönn- unum. Þegar kosningar til ríkis- þingsins og þjóðaratkvæða- greiðslan fór fram 12. nóvem- ber, heyrðum við aðeins S.A.- gæzlumennina minnast stutt- lega á væntanleg úrslit at- kvæðagreiðslunnar — og það einungis fáa. Flestir, sem á það mál minntust, töluðu um það líkt og knattspymukapp- leik eða hnefaleika. Að kosn- ingunum loknum: var yfirleitt ekki á þær minnzt, þrátt fyrir þann sigur, sem Hitler vann. Umræður S. A. - mannanna snerust einungis um laun þeirra, skuldir þeirra, drykkju- svall og kynferðismál. Lifnaði þessara stormsveitarmanna er réttilegast líkt við málaliðs- menn miðaldanna og þeirra framkomu. Stormsveitarforingi Kriiger lét dag nokkurn mála eftirfar- andi „djúpúðuga" setningu á herbergisvegg sinn: „Lofum hermönnunum að drekka, spila og kyssa — hver veit hvenær þeir eiga að deyja“. Og það má fullyrða, þetta voru þau eirikunnarorð, sem þeir lifðu eftir. I minni sex mánaða fanga- vist í Oranienburg, kynntist ég mörgum S.A.-mönnum. Og engan þeirra vissi ég nota svo mikið sem eina klukkustund af löngum, daglegum frítíma, til þess að lesa nokkuð né læra af eigin hvöt. Þegar maður úr reynslu síns eigin lífs veit um það vilja- magn og elju„sem æska verka- mannaflokkanna hefir lagt fram til aukinnar þekkingar og menntunar að loknu skólanámi — oft eftir langan starfsdag í verksmiðjum og vinnustöðvum — og ber það svo saman við S.A.-fólkið — drottinn minn dýri, hVílíkur munur. Hversu margir stormsveitarmenn hafa ekki við kynni sín af okkur föngunum, fengið í fyrsta skipti hugmynd um, að til væru fleiri hugðarefni en byssur, kylfur, spil og kynferðismál. Það er ekkert undrunarefni, þótt í slíkum lýð hittist nægi- lega mörg mannhrök, er til þess séu búin að taka að sér hlutverk böðuls og böðuls- þjóna. En órétt væri að dæma alla S.A.-menn á þennan hátt. Meðal gæzlumannanna í fanga- búðunum í Oranienburg voru til sæmilegir menn, sem höfðu viðbjóð á glæpaathæfi félaga sinna og sýndu það í breytni við fangana. Það fundust þar góðviljaðir menn og dreng- lundaðir, sem við fangamir eigum marga bærilega stund að þakka. Og þess mega þeir menn vera vissir, er auðsýndu okkur mánnúð mitt í siðleysi og þrælmennsku fangabúðanna, að slíku gleyma. fangamir ekki. En þegar ég ætla að vera eins réttlátur og mér er fram- ast unnt og ræða um andstæð- inga mína algerlega hlut- drægnislaust og ætla ekki að fylgja ljótum dæmum nazista gagnvart okkur, þá hlýt ég að fullyrða þetta: Þessir síðast- nefndu S.A.-menn eru undan- tekning — gleðileg, athyglis- verð undantekning. Innan stormsveitanna er ruddaháttur langtum algengari en mannúð, tillitsleysið almennara en nær- gætni, misþyrmingar stórum tíðari en réttlát framkomá. Þetta er ekki einungis af- leiðingar af upplagi manna, heldur — það sem. er enn við- Kominn heim Jónas Sveiasson iæknir. „Amatörar" Verið vandlátir með vinnu þá er þér kaupið. — Látið mig framkalla, kopiera og stækka myndir yðar og berið það saman við það, sem þér áður hafið reynt. Ljósmyndastofa SIG. GUÐMNUDSSONAR Lækjargötu 2 Sími 1980 Takið eftir! Dvergasteinn, Smiðjustíg 10 tekur að sér viðgerðir á alls- konar landvélum, gerir tilboð í smíði á handriðum, grindum og rörurn. Brúnsuða á stálmunum, svo sem byssuhlaupum. Munið að líkkistuhandföngin eru framleidd í Dvergasteini Sími 2049 Pósthólf 3885 bjóðslegra — árangurinn af skipulögðu „uppeldi“ til of- beldis og morða. Þegar foring- inn dáir hið hræðilega morð í Potempa, þegar hann sendir samúðarskeyti þeim! dýrslegu glæpamönnum, sem fimm í flokk troða mann til bana með stígvélahælunum — að móður hans ásjáandi, hvers er þá að vænta af undirmönnum hans? Þegar yfirmennimir skemmtu sér við píslir fanganna, hví skyldu þá ekki óbreyttir S.A.- menn leika sama leikinn? Og ýmsir þeirra hafa líka morð á samvizkunni, aðrir hafa aðstoðað við pyndingam- ar í no. 16, en þó langtum fleiri gert sig seka um mis- þyrmingar og ofbeldisverk á ýmsum öðrum stöðum fanga- búðanna. Og afarmargir hafa látið fangana sæta siðferðileg- um misþyrmingum, sumir af heimsku og óviti, en miklu fleiri af ódrengskap og hrak- mennsku. Framh.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.