Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 14.08.1934, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 14.08.1934, Qupperneq 2
N Ý J O B B I B Smásöluverð á eftirtöldum tefmndum afcígarettum er: COMMANDER 20 stk. pk. kr. 1,20 ELEPHANT 10 — — — 0,60 MAY BLOSSOM 20 — — — 1,30 PLAYERS 10 — — _ 0,85 DO. 20 — — 1,60 DE RESZKE VIRGINA 20 — — _ 1,30 CRAVEN A 10 — — — 0,80 CAPSTAN 10 — — — 0,85 WESTMINSTER TURK. A.A 10 — — - 0,75 TEOFaNI 20 _ — — 1,35 SOUSSA 20 — — — 1,35 MELACHRINO nr. 25 20 — — — 1,35 DERBY 10 — — — 1,00 PAPASTRATOS 20 — — 1,50 Auk þess er verzlunum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar leyfilegt að leggja á allt að 3°j0 að auki fyrir flutníngskostnaði. Reykjavík, 13. ágúst 1934 Tébakseinkasalfí Rikisins SOREN framtiðar-Permaneníhárliðun, Model 1934 Enginn rafmagnsstraumur S 0 R É N, Permanent liðar alt hár (litað), S 0 R É N, Permanent hárliðun er sérstak- lega þægileg taugaveikluðu fólki, er ekki þolir rafmagns- straum. Með SOREN getum við tekið að okkur Permanenthárliðun úti í bæ. Hárg'reidslustofan Perla Bergsfadastræti 1. Simi 3895. Til Borgarness og Hreðavatps fara bílar alla mánud., fimtud. og kl. 1 á laugardögum Sifreiðastðiin Hekla, LækjargOte 4. Simi 1515. Hötnm til Hverfieteina O* Hverfieteinaiarn Samband ísl. samvinnufélaga Biúarfoss fer héðan til Leith og Kaupmannahafnar í kvöld kl. 8. Farþegar sæki farseðla fyrir hádegi í dag, verða annars seldir öðrum. Ooðafoss fer vestur og norður ann- að kvöld kl. 8. — Auka- höfn Patreksfjörður. Vörum sé skilað fyrir kl. 2 e. h. á morgun. Takið Dvergasteinn, Smiðjustíg 10, tekur að sér viðgerðir á alls- konar landvélum, gerir tilboð í smíði á handriðum, grindum og rörum. Brúnsuða á stálmunum, svo sem byssuhlaupum. Munið að líkkistuhandföngin eru framleidd í Dverg&steini Sími 4094 Pósthólf 385 Sýnishorn úr sálmabókinni afsökunin, ef svo mætti kalla, sem sálmabókarnefndin liefir nú fram að færa fyrir athæfi sínu. Ýms af kvæðum þeim, sem birt eru í bjagaðri mynd í sálmakveri þessu hinu nýja, hafa ekki verið gefin út í ljóða- söfnum. Sum alls ekki prentuð, önnur birzt á víð og dreif í Fiamh. af 1. síðu. blöðum. Er því örðugt oft að ná í rétta mynd kvæðanna. Svo sem til dæmis um vinnubrögð nefndarinnar skal hér sýndur frágangur hennar á einu kvæði eftir skáldkonuna Huldu. Það hljóðar svo í sinni réttu mynd, eins og skáldkonan gekk sjálf frá því: JÓLALJÓÐ. Ó, faðir heiði himinn og hjartkær móðir jörð, enn hjúpar ykkur dýrðin, enn ljómar þakkargjörð. Við fögnum okkar meistara mannsins blíða syni hvert minnsta barn er gerði um eilííð sér að vini. Kom, góði jarðargestur, með guðdóms himinljós að græða undir lífsins, að verma hjartans rós. Kom, draumur kærleiks ennþá að deyfa eggjar bitrai'. Kom, dagur guðs, að hugga hvert strá, er berst og titrar. Á jörðu er ennþá myrkur og heift og hjartasorg. Kom helgur englaskari úr drottins föðurborg. Um duft og tóm er barizt, á duft og tómleik trúað og traustið eitt á kærleikann fær þann helveg brúað. Á kærleik drottins eilífan er oss réttir hönd frá ódauðleikans ríki að baráttunnar strönd; sem kallar oss og laðar til ljóssins, gegn um aldir þess ljóss er sigrar myrkrið, þó tímar séu kaldir. Kom enn með kærleiksboðskap, þú æðsti jarðarson, kom enn til þjáðra bræðra með kærleik, trú og von. Þín einföld lijartans boðorð er allt, sem þarf að halda svo Edin sé á jörðu og kraftþrot myrkurvalda. — Ó, mannleg sál, þú mæðist og leitar langt um skammt. Þín lausn er friður hjartans, ei heljaraflið rammt. Hann skildi frið sinn eítir að allir mætti finna um eilífð ró og blessun og stríði jarðar linna. Og miljomr hann fundu — og finna enn í dag, þótt íjarri virðist sigur, var skipt um mannsins hag' frá þeirri stund er guðdómsins geisli skein á foldu, því gatan var þá sýnd er til himins lá úr moldu. Frá dögun lífs á jörðu mörg dýrðleg stjama skein, margt dásamlegt var hugsað, mörg trú og ást var hrein; en Kristur þú ert sólin, ert króna lífs á meiði. Þinn kraftur oss til ljóssins frá skugga duftsins leiði. Hulda. Þetta kvæði er nr. 677 í sálmabókarviðbætinum. Breyt- ingar nefndarinnar eru sýnd- ar með feitu smáletri, og eru þær allar gerðar í fullu heim- ildarleysi. Auk heldur hefir nefndin ort alveg nýtt upphaf á kvæðið. Tveim! erindum er alveg sleppt (3—4) og er það auðvitað hátíðlegt hjá því að flekka erindin með leirburði nefndarmanna sjárfra: í dag vér hátíð höldum í helgri gleði og þökk og hmmaiöður prísa(!) vor hjörtu(!) barnsleg klökk. Vér fögnum vorum meistara, mannsins blíða syni, hvert minnsta barn sem gerði um eilífð sér að vini. Kom, góði jarðargestur, með guðdóms himinljós að grœða undir lífsins, að verma lijartans rós. Kom, dagur kærleiks, ennþá að deyfa eggjar bltrar. Kom, dagur guðs, að verma hvert strá, sem bei-st og titrar. Næstu tvö erindin hefir nefndin fellt niður. Kom enn með kærleiksboðskap, þú æðsti jarðarson, kom enn til þjáðra bræðra með kærleik, trú og von. þín einföld boðorð drottiun er allt sem þarf að halda svo Eden verði á jörðu og kraftþrot myrkurvalda. Síðustu þrjú erindin eru svo lítið bjöguð, að ekki þykir taka að sýna meðferð nefndar- innar á þeim. Þetta dæmi um vinnubrögð nefndarinnar er af handa- hófi tekið og víst ekki það versta. Nú hafa ráð- stafanir verið gerðar til þess að bókin verði gerð upp- tæk og er það sízt að lasta og kynni að verða til þess, að bet- ur yrði vandað til manna í næstu sálmabókamefnd og tekin upp sómasamlegri vinnu- brögð við öflun efnisins. En vel á minnst — dýrt mun drottins orðið! Hver ber kostn- aðinn af þessari einstöku framkvæmd. Kirkjuráðið verð- ur að sjá til þess, að því fé, sem varið hefir verið til verks- ins, verði skilað aftur refja- laust. Heyrzt hefir, að það hafi verið tekið úr — prestsekkna- sjóði! Þ. /

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.