Nýja dagblaðið - 15.08.1934, Side 2
z
N Ý J A
DAGBLAÐI9
Lögtök
Til Borgarilard&r
ogr Borgrarness
Tillögoa*
um st&rfshætti i ekélum
Eftir beiðni tollatjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði, verður lögtak látið fram fara fyrir
ógreiddum bifreiðasköttum og skoðanagjöldum, sem
féllu í gjalddaga 1. júlí þ. á., svo og iðgjöldum fyrir
vátryggingu ökumanna bifreiða fyrir árið 1934, að
átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar.
Lögmaðurinn í Reykjavík, 13. ágúst 1934
Biörn Þórðarson
Opna aítnr
Ijósmyndastofu mina í dag, 15. ágúst
Jón Kaldal
Tillzynxiing
Það tilkynnist hórmeð mínum viðskiptavinum, að
í dag hefi ég selt skó- og gúmmívinnustofu mína á
Vesturgötu 51 B, herra Guðjóni Þórðarsyni. Um leið
og ég þakka fyrir viðskiptin á liðnum árum, vænti ég
þess, að þeir láti hinn nýja eiganda njóta sömu við-
skipta áfram.
Virðingarfyllst
Þorvaldur R. Helgason
Eins og að ofan greinir, hefi ég í dag keypt skó
og gúmmivinnustofu Þorvalds R. Helgasonar, og vænti
ég þess að njóta sömu viðskipta og hann hefir notið.
Allar skó- og gúmmíviðgerðir fijótt og vel af hendi
leystar.
Virðingarfyllst
Guðjón Þórðarson
eru fastar bílferðir alla miðvikudaga
og laugardaga kl. 10 f. h.
Afgr. á Nýju Bitreiðastödinni,
simi 1216.
Finnbogí Guðiauisson
HARO -SJALFBLEKUNGURINN
er sá langhentugasti; með honum er hægt að
taka afrit af því sem skrifað er. Má skipta um
penna eftir vild. HARO sjálfblekungurinn er sér-
lega hentugur við bókfærslu, teikningu o. fl. —
HARO fæst hjá helztu bóksölum
í Reykjavík og út um land
Hjónaskilnaðir i Ameríku
Amerískir skilnaðardóm-
stólar heyra meira af
einkennilegum atvikum
og viðburðum úr lífi fólks
en flestum öðrum gefst
kostur á. Hér er skýrt
frá einni slíkri skilnaðar-
ástæðu.
Ameríka hefir stundum ver-
ið kölluð land hjónaskilnað-
anna, því þar -er meira um
hjónaskilnaði en víðast annars-
staðar, og margvíslegri og
fáránlegri ástæður færðar fyr-
ir skilnaði en í nokkru öðru
landi. Koma þá upp margar og
skrítnar sögur í sambandi við
það. Síðastliðinn vetur sótti
kona nokkur amerísk um skiln-
að frá manni sínum og skal
skýrt hér frá ástæðum þeim,
er hún færði fram til skilnað-
arins.
Hin óhamingjusama kona, er
hét Irene Moe kom fyrir dóm-
stólana í Chicago og krafðist
skilnaðar frá manni sínum,
Haakon Moe, sökum þess að
það væri svo sterkt „Tarzan-
eðli“ í honum. Sagði hún, að
hann eyddi meiri hlutanum af
tíma sínum uppi í trjátoppum,
þar sem hann öskraði mjög
villimannslega, eða þá að hann
héngi í ljósakrónum og á hurð-
unum heima í íbúð þeirra.
Haakon Moe, sem um eitt
skeið var þekktur léttiflokks-
hnefaleikari, var um eitt skeið
vinur og félagi hins mikla
sundgarps og sportsmanns
John Weissmuller, sem leikið
hefir Tarzan í fjölda kvik-
mynda. Varð Moe mjög hrif-
inn af Weissmuller, og alveg
gagntekinn af Tarzan-kvik-
myndunum. Fór hann hvað
eftir annað að sjá þær.
Skömmu eftir að Moe giftist
konu sinni segir hún að farið
hafi að brydda á Tarzaneðlinu
í honum. Hann stökk upp í
ljósakrónurnar í íbúð þeirra
með frábærum fimleik og gaf
frá sér ógurlegt óskur, alveg
eins og Tazan gerir í myndun-
um. Þegar ljósakrónurnar voru
slitnar niður hékk hann á
hurðunum og færði þær allar
úr lagi svo þeim varð ekki lok-
að. En það var ekki nóg með
það. Ilann heimtaði að hún
eins og hver önnur Tarzaníta
klifraði með sér, og hann
hafði það til að æfa hnefaleik
á henni, þegar hún ekki fékkst
til þess.
Þetta orsakaði það, að þau
voru stöðugt að flytja. Þegar
þau höfðu komið sér þægilega
fyrir, var þeim vísað út inn-
an fárra daga, því þá voru
ljósakrónurnar slitnar niður og
hurðirnar hangandi á annari
hjörinni.
Að öðru leyti en þessu var
Moe hinn almennilegasti, en
það greip hann þetta óstjórn-
lega Tarzaneðli.
Eitt sinn síðastliðinn vetur
voru hjónin í boði hjá ná-
grönnum sínum. Sátu þau við
borð og voru að spila bridge,
er Moe varð allt í einu litið
inn í næstu stofu og sá þar
stærðar ljósakrónu úr bronce í
loftinu. Næst þegar Moe lagði
spil sín, stóð hann á fætur,
tók undir sig stökk mikið og
hljóp upp í krónuna. Hékk
hann þar á höndum og fótum
og gaf frá sér regluleg Tarzan-
öskur og sagðist vera hinn
villti Tarzan.
Vorið áður höfðu þau farið
sér til skemmtunar norður í
Kanada og leigt sér bjálkakofa
langt úti í skógi. En ekki voru
þau fyr komln þangað en Moe
klæddi sig úr öllum fötum, batt
handklæði um mitti sér og
hljóp út í skóginn. Tók hann
að kliíra upp í trén og stökkva
á milli þeirra eins og api.
Heimtaði hann að kona sín
gerði slíkt hið sama, og þau
lifðu hreinu Tarzanlífi úti í
skóginum, en til þess fékkst
hún ekki. Færði hún honum
mat út í skóginn, því þar hélst
hann við.
Eftir allar þessar sorgarsög-
ur sá dómarinn sér ekki annað
fært en að gefa konunni skiln-
að. Hr. Moe mætti ekki. Sagði
kona hans að hann væri alltaí
upptekinn af því að klifra á
milli trjáa úti í skógi og
mundi honum finnast þetta
koma sér lítið við.
I sambandi við skólasýning-
una í vor, skipaði fræðslu-
málastjórnin 5 manna nefnd
til þess að athuga neménda-
vinnu á sýningunni og með
hliðsjón af þeim' athugunum
gera tillögur um starfshætti í
íslenzkum skólum'.
1 nefndina voru skipuð: Að-
alsteinn Eiríksson kennari í
Reykjavík, Amfinna Björns-
dóttir kennslukona á Akur-
eyri, Guðjón Guðjónsson skóla-
stjóri í Hafnarfirði, Lúðvíg
Guðmundsson skólastjóri á
ísafirði, Unnur Briem kennslu-
kona í Reykjavík.
Nefndin hefir nú lokið störf-
um og sent fræðslumálastjórn-
inni eftirfarandi tillögur:
I. Að fræðslumálastjórnin
feli hæfum manni að athuga
og gera tillögur um endurbæt-
ur á starfsháttum við skrift-
arkennslu.
II. Að nú þegar á þessu
sumri verði gefnar út almenn-
ar leiðbeiningar um starfsbók-
argerð í barna- og unglinga-
skólum. Ennfremur, að gefnar
verði út hið fyrsta leiðbeining-
ar um kennslu í öllum náms-
greinum, sem kenndar eru í
barna. og unglingaskólum, og
verði bendingar þær endur-
skoðaðar á fárra ára fresti,
svo að kennarastéttin, á hverj-
um tíma sem er, hafi í hönd-
um ábyggileg skilríki um
reynda og góða starfshætti í
hverri grein.
III. Að verklegt nám í kenn-
araskólanum verði þegar á
hausti komandi aukið að mun.
IV. Að hið bráðasta verði
stofnuð, í sambandi við kenn-
araskólann, sérstök deild, er
veiti kennslu í handavinnu
þeim kennaraefnum, er hafa í
hyggju að gera kennslu í
handavinnu að sérgTein sinni.
V. Að kennsla í hagnýtri
matreiðslu og umgengni og
hirðingu húsa verði almennt
tekin upp í efstu bekkjum
bamaskóla kaupstaða, kaúp-
túna og heimavistarskólum
sveitanna.
VI. Að jafnan sé til í land-
inu nægilegt úrval af efnum og
kennslutækjum, sem nauðsyn-
leg eru til kennslu í íslenzkum
skólum.
VII. Að nú þegar verði haf-
inn undirbúningur að stofnun
skólasafns í Reykjavík.
VIII. Að fræðslumálastjórn-
in taki til yfirvegunar hvort
eigi sé ástæða til að koma á í
skólum1 landsins daglegri
skýrslugerð um nám og starfs-
háttu almennt.
Er þetta ekki í fyrsta sinn
að kvikmyndir og lestur reyf-
ara hefir komið almennilegu
fólki til að hegða sér á eitthvað
sviplíkan hátt og hér hefir ver-
ið frá skýrt. Sérstaklega er
það svo, þar sem fólk býr við
lík skilyrði og lýst er í sögun-
um og hefir tækifæri til þess að
lifa á eitthvað svipaðan hátt
og kvikmyndirnar lýsa.