Nýja dagblaðið - 15.08.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 15.08.1934, Blaðsíða 4
N Ý J A DAOBLASIB ÍDAG Sólaruppkoma kl. 4,19. Sóiarlag kl. 8,45. Flóð árdegis kl. 8,05. Flóð síðdegis kl. 8,20. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 9,25—3,40. Sfifn, skrifstolur o. fL Alþýðubókaaafuiö .. 10-12 og 1-10 þjóðskjalasafniö ....... opið 1—4 pjóðminjasafnið ......... opið 1-3 Náttúrugripasafnið ...... opið 2-3 Landsbankinn ................ 10-3 Búnaðarbankinn .... 10-12 og 1-3 Útvegsbankinn ....... 10-12 og 1-4 Útbú Landsb., Klapparst....... 2-7 Fósthúsið: Bréfapóststofan .. 10-6 Bögglapóststofan ........... 10-5 Skrifstofa útvarpsins 10-12 og 1-6 Landssíminn .................. 8-9 Búnaðarfélagið ...... 10-12 og 1-4 Fiskifélagið (Skrifst.t.) 10-12 og 1-5 Samb. isl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Skipaútg. rikisins .... 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið .............. 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Sölusamband íslenzkra fisk- framleiðenda ...... 10-12 og 1-6 Skrifst. bæjarins .... 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustjóra 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns .... 10-12 og 1-4 Skrifst tolistjóra .... 10-12 og 1-4 l'ryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan .... 9-12 og 1-6 Skipaskoðunar og skráningarst ríkisins ............ 10-12 og 1-6 Hslmsóknartimi sjúkrabúsa: Landakotsspítaiinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali .... kl kl. 12^-2 Vifilstaðahælið .. 12(4-2 og 3 (4-4(4 Kleppur ................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sjúkrahús Hvitabandsins ...... 2-4 Sólheimar .............. opið 3-5 Elliheimilið ................. 1-4 Næturvörður í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: þórður pórðarson, Eiríksgötu 11. Sími 4655. Samgtfngur og póstferðir: Gullfoss frá Kaupmannahöfn. Goðafoss tíl Akureyrar. Suðurland til og frá Borgamesi. Brúarfoss til Leith og K.hafnar. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10.00 Veðurfregnir. 12.15 Há- degisútvarp, 15.00 Veðurfregnir 19.10 Veðurfregnir. — Tilkynning- ar 19.25 Grammófóntónleikar. 19.50 Tónleikar. -— Auglýsingar. 20.00 Klukkusláttur. Tónleikar (Út- varpstríóið). 20,30 Erindi: Síldveiði og síldarsala, I (Jón Bergsveins- son). 21,00 Fréttir. 21,30 Grammó- fónn: Schumann: Trio í D-moll. /99 Þar spila ágætir hljóð- færaleikendur frá Revkja- vík n. k. 8unnud«ag og á hverju kvöldi næstu viku. Allir velkomnir JLnná.11 ■ Skipafréttir. Gullfoss er væntan- legur til Vestmannaeyja fyrri part- inn í dag. Goðafoss var í Reykja- vík i gær. Brúarfoss fór til Leith og Kaupmannahafnar i gærkvöldi. Dettifoss frá frá Hull í fyrrakvöld áleiðis til Hamborgar. Lagarfoss kom til Leith í fyrradag. Selfoss var í Kaupmannahöfn í gær. Farþegar með e.s. Brúarfoss til Leith og Kaupmannahafnar í gær: Gunnlaug Briem, Gunnvör Hall- quist, Eggert Claessen og frú, Gunnar Benediktsson og frú, Ámi Helgason, Ása Hansson, Óskar Bjarnason, Jón Sólmundsson, Ól- afur Bjömsson, Gunnar Lejström, Fanney Guðmundsdótir, Eggert Guðmundson og fjöldi útlendinga. Fjölgar kvennaembættum. það hefir þótt í frásögur færandi’ í er- lendum blöðum, að rétt nýlega liafi konur verið gerðar að toll- þjónum í Englandi i fyrsta sinni í sögunni. Botnv. Tryggvi gamli fór á ís- fiskveiðar í fyrrinótt. Botnv. Gull- foss kom í gærmorgun af veiðum og fór í gær áleiðis til Englands með 1000 körfur fiskjar. Hekla kom frá Spáni seinni partinn í gær. Kolumbus var væntanlegur norðan fyrir land í nótt. Jónas Sveinsson læknir er kom- inn heim úr sumarleyfi sínu. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlofun sína ungfrú Inga Kjartansdóttir og Hávarður Valdi- marsson. Trúlofun. Síðastliðinn fimmtu- dag opinberuðu tmlofun sína ung- frú Sveinborg Símonardóttir, Vatnskoti, þingvallasveit, og Stef- án Skúlason verzlunarmaður, Sel- húðum í Reykjavík. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Kristín Björnsdóttir og Pétur Benediktsson Hverfisgötu 61. þórhallur Sigtryggsson kaup- félagsstjóri á Djúpavogi er stadd- ur hér í bænum. Ágúst Jósefsson heilbrigðisfull- trúi átti sextugsafmæli í gær. Grierson lagði á stað á sunnu- dagsmorgun frá Hull, áleiðis til Islands, með botnvörpungnum Derwish, sem er eitt af nýjustu skipum Hull fiskiflotans. Má bú- ast við honum snemma á morg- un hingað. H. G. Wells, enska stórskáldið og rithöfundurinn hefir verið á ferð um Rússland undanfarið. Meðal annars átti hann þriggja stunda tal við Stalin, og einnig átti hann tal við Maxim Gorki og marga aðra af merkustu mönn- um Rússa. Bíða mörg blöð í Eng- landi þess með eftirvæntingu að heyra hvað þessi mikli höfundur hafi að skýra frá í sambandi við dvöl sína i Rússlandi. Misprentast hafði í blaðinu i gær í frásögninni um bifreiðar- slysið númer annarar bifreiðar- innar. Var i blaðinu RE 758, en á að vera RE 753. Við Hreðavatn er eins og kunn- ugt er einhverjir fegurstu og nrómantískustu“ staðir hér á landi. Verzliö við þá að öðru jöfnu, sem auglýsa í Nýja d&gblaðínu j „Suðurlandið" auglýsir ferð til Borgarness um næstu helgi. Er þetta næstsíðasta laugardagsferð þangað í sumar. Sú nýbreytni hef- ir verið tekin upp öðru hvoru undanfarið að hafa „músík um borð“ og gerir það ferðina skemmtilegri. þó að lítið dansrúm sé á skipinu er það vel notað, þegar gott er veður og gefur hug- mynd um hve ánægjulegt muni vera í þessum ferðum á rúmgóðu, skemmtilegu farþegaskipi. Væru greiðar hílferðir norður í land frá Borgarnesi og hraðskreitt þægilegt skip í förum hér á milli er ekki efi á að fjöldi manna kysi helzt að fara þessa leið. Og ætti þá með batnandi vegum norður að verða vel hægt að fara frá Reykjavík til Akureyrar á einum degi. Dánardægur. 19. marz s. 1. lézt vestanhafs Sigurmundur Sig- urðsson frá Stóruvatnsleysu á Vatnsleysuströnd. Var hann fædd- ur þar 12. sept. 1865, sonur Sig- urðar Jónssonar útvegsbónda þar, og Oddnýjar Hannesdóttur frá Hjalla i Ölfusi, en hún var móð- ursystir Sig. Júl. Jóhannessonar. — þá er nýlátin vestra Guðrún Helgad., 93 ára að aldri, ættuð úr Mýrarsýslu. ekkja Einars Kristjánssonar þaðan. Eimreiðin 2. li. þ. á. er nýkom- iö út. þetta er efni hennar: Ljóð eftir Guðmund Kamban, eru það áður prentuð kvæði eftir hann, svo sem hið vinsæla kvæði: Spunakonan o. fl. Við þjóðveg- inn eftir ritstj., Galdrabrenna eftir G. Kamban, er það VI. kafl- inn úr 4. hefti af Skálholt, sem út kom á dönsku fyrir tveim ár- um. Á timamótum, eftir Guðm. Hannesson, Ferð um ísland, (með 15 myndum) eftir Valdemar Er- lendsson lækni í Friðrikshöfn á Jótlandi, Maðurinn frá San Francisco (saga) eftir Ivan Bu- nin, Skutulveiðin gamla eftir Björn Guðmundason bónda í Lóni, Kvæði eftir Ragnar Jóhann- esson, I hjarta Bretlands eftir ritstj., Á Dalamýrum (þættir úr dagbók Bjarna Sveinssonar), Raddir, Ritstjá o. fl. Fyrir skömmu síðan voru þau Jón Eiríksson skipstjóri á Lagar- fossi og frú Guðbjört Einarsdóttir kona hans, á skemmtiferð vestur í Rauðasandshreppi, æskustöðvum þeirra hjóna. Fóru þau á hestum með Patreksfirði út í Örlygshöfn. A leiðinni da1,t hestur sá, er frú Guðbjört reið, en við það féll hún ai baki og handleggsbrotnaði. Hún var þegar flutt á sjúkrahúsið á Patreksfirði. Er hún nú fyrir skömmu komin til bæjarins og líður sæmilega. í Singapore hefir stórkostlegur eldsvoði lagt nokkum hluta bæj- arins í rústir, og eru fleiri þús- undir manna húsnæðislausar. Bókabann í pýzkalandi. Nýskeð var auglýst bann í þýzkalandi á hinni merku nýútkomnu bók „Will War Come in Europe", eftir ameríska íithöf. H. R. Knickerbocker. Einnig hafa verið gerðar upptækar allar þýzkar þýðingar á verkum Uptons Sin- clair. þess utan hefir nýskeð verið sett bann á ýms erlend blöð, s. s. ensk, ungversk og checkoslovak- isk blöð. Fríða Stefánsdóttír úr Ólafsvík nú sundkennari við gistihúsið á Laugarvatni synti nýlega yfir þvert Laugarvatn frá leikfimis- húsinu og yfir að Útey. það mun vera rúmir 2 km. — Fríða tók kennarapróf s. 1. vor í iþrótta- skóla Björns Jakobssonar á Laug- arvatni. Yngsti sonur Alfonso, fyrv. Spánarkonungs, hefir farizt af bifreiðarslysi. Stýrði hann bílnum sjálfur og þykir rannsókn þegar hafa leitt það í ljós, að engan annan sé um slys þetta að saka. Es. Suðurland fer til Borgarness næstk. laug'ardag' og til baka á sunnudagskvöld. Hljémsveit skemmtir á skipinu, í Borg- arnesi á laugardag og að Hreðavatni á sunnudag. Uppl. um dvalarstaði í Borgarf. og farseðlar til helztu staða héraðsins hjá Ferðaskrifstofu íslands Ingólfshvoli, sími 2939 Fjárdráttur, nafna- fölsun og tvíkvæni Sparisjóðsgjaldkeri einn í Kaupmannahöfn, Axel Jensen að nafni, hvarf fyrir skemmstu, og sýndi það sig þá, að í sjóð hans vantaði 12 þús. króna. Hafði hann greitt 6 mánaða húsaleigu fyrirfram rétt áður en hann hvarf, enda var hann kvæntur maður. Hann var bú- inn að vera gjaldkeri þessa sparisjóðs árum saman, og hafði gengið að eiga núverandi konu sína árið 1926. — Við rannsókn þessa máls kom það í Ijós, að gjaldkerinn hafði hlot- ið stöðu sína undir fölsku nafni, og gengið undir því jafnan síðan. Hafði hann skírnarvottorð og önnur skil- ríki manns eins, sem einnig heitir Axel Jensen, og heima á á Odense á Fjóni. Lögreglan hóf þegar leit að Axel Jensen, og gekk lengi svo, að ekkert vitnaðist um hann. Loks var hann tekinn fastur í Árósum, og kom fyrir rétt ný- lega. Hann játaði þegar á sig fjárdrátt, nafnstuld og tví- kvæni; hafði gengið að eiga fyrri konu sína 1908, en strauk frá henni 1911 eftir þriggja ára hjónaband. Þegar Jensen var tekinn hafði hann á sér mikið fé, og hafði ekki eytt nema um 800 kr. af fé því, er hann hafði á brott með sér úr sparisjóðnum. (FÚ) Kappleíkurinn í gærkveldí Fram vann V íking með 8 c 0. Kappleikurinn byrjaði kl. 8. í byrjun var allgóður leikur hjá Víking, en Fram sótti sig fljótt og bar af hinum eftir það. í fyrri hálfleik kenndi Brandur Brynjólfsson, í liði Víkings, lasleika og gekk úr leik. Ætti það að vera venja allra félaga að senda ekki aðra í kappleik en þá, sem hefðu læknisvottorð. Varamaður kom enginn í stað Brands. I seinni hálfleik féll Gunnar Hannesson (Víking) á mark- súlu og meiddist í öxl. Var hann þegar fluttur í Lands- spítalann. Að loknum fyrri hálfleik var orðið alldimmt, og í leikslok var svo að segja komið myrk- ur. Er það vítavert að leikur byrji svo seint, að keppendur njóti sín ekki fyrir myrkri, og að áhorfendur hafi ekki gagn af kappleiknum. f Odýrn § aaglýsingarnar. Kaup og sala Lítið hús í eða við miðbæ- inn óskast til kaups. A. v. á. Nýtt orgel úr mahogni til sölu með tækifærisverði. Uppl. í síma 4423. Nýtt hvalrengi daglega í Saltfisksbúðinni. Sími 2098 Saltpétur til að bera á nýslegin tún, fæst í Kaupfélagi Reykjavíkur. Með tækifærisverði seljast tveir klæðaskápar, tvísettur og þrísettur, úr birki. Uppl. Mið- str. 5, niðri, kl. 7—9 síðd. í nestið: Sælgæti, tóbak, öl, ávextir, nýjir og niðursoðnir. Niðursoðið kjöt, fiskur og sar- dínur. Einnig góður harðfisk- ur, riklingur o. m. fl. Kaupfélag Reykjavíkui' _________________Sími 1245. 4—5 manna tjald, notað, óskast til kaups nú þegar. A. v. á. Gúnimísvampar góðir til að pvo glugga, glasaþurkur, gólf- klútar og tausnúrur. Kaupfélag Reykjavíkur. Freðfiskur undan Jökli, og glænýtt ísl. smjör, komið í verzlun Kristínar J. Hagbarð. Húsntoði Tvö herbergi og eldhús ósk- ast til leigu 1. október eða fyr. Tilboð merkt „Sjómaður“ send- ist afgr. Nýja dagblaðsins. Lítið herbergi í Suðvestur- bænum óskast 1. okt. A. v. á. 1—2 herbergi og eldhús með þægindum óskast 1. okt. Uppl. í sím'a 4259. Tvö herbergi og eldhús með öllum þægindum óskast 1. okt. sem næst miðbænum, handa lít- illi fjölskyldu. A. v. á. 1 herbergi og eldhús eða með aðgangi að eldhúsi óskast strax Uppl. í síma 3328. II Tilkynningar Beztu og ódýrustu skóvið- gerðir fáið þið á skósmíða- vinnustofunni Vesturgötu 51 hjá Guðjóni Þórðarsyni. Til Stykkishólms hvern mánudag og fimmtu- dag. Aðalstöðin. — Sími 1383. Tilkynning. Ég hefi ráð á úrvals töðu. Ef þið kaupið, verð ég feginn. Hún er iðgræn út úr hlöðu, eins og þegar hún var slegin. Jónas Jónsson, Grj ótheimi. „Amatörar“ Verið vandlátir með vinnu þá er þér kaupið. — Látið mig framkalla, kopiera og stækka myndir yðar og berið það saman við það, sem þér áður hafið reynt. Ljósmyndastofa SIG. GUÐMNUDSSONAR I.ækjargötu 2 Simi 1980

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.