Nýja dagblaðið - 18.08.1934, Qupperneq 1
NYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár.
Reykjavík, laugardaginn 18. ágúst 1934
194. blað
Nokkur dæmi um oyðslu
í ónýtar götur
Það hefir verið bent allræki-
lega á það hér í blaðinu,
hversu háttað er stjórn íhalds-
ins á gatnagerð bæjarins.
I malbikaðar götur er notað
grágrýti, í stað blágrýtis, oft
léleg tjara, og framkvæmd
verksins að öðru leyti ábóta-
vant. Þessvegna verður að rífa
þær upp ár eftir ár til viðgerð-
ar.
Götur eru „púkkaðar“ fyrir
stórfé, án þess þó að ending
þeirra aukist að neinu veru-
legu leyti, en viðhaldið gert
með því mun dýrara.
Ekkert er hirt um að halda
malbomu götunum' ryklausum
með vegolíu, né leggja með
þeim gangstéttir, sem myndi
þó bæta þær stórlega, einkum
fyrir umferð gangandi fólks.
1 þessum efnum er þó ekki
sízt áberandi ráðsmennskan
með „púkkuðu“ götumar.
Aukakostnaðurinn, sem af
„púkkuninni" leiðir, er gífur-
legur, borið saman við það
gagn, er hann gerir.
Hér skulu nefndar nokkrar
götur, sem þannig hafa verið
gerðar, og sá aukakostnaður,
sem „púkkunin" hefir valdið á'
hverri þeirra fyrir sig, eftir
þeim upplýsingum, er blaðið
hefir getað fengið.
Njálsgata vestan Frakkastígs.........
Bergþórugata vestan Barónsstígs . . .
Grettisgata vestan Frakkastígs.......
Frakkastígur milli Laugav. og Njálsg.
Freyjugata austan Njarðarg...........
Garðastræti milli Túng. og Bárug. . .
Ránargata austan Stýrimaxmastígs ..
Bárugata ............................
Ægisgata milli Vesturg. og öldug. . .
Öldugata.............................
Smáragata............................
Skúlagata frá Barónsst. að Sláturf. . .
Seljavegur...........................
Fjólugata............................
Tryggvagata (vestast)................
Þessar 15 götur og götuhlut-
ar hafa þá kostað bæjarsjóð
yfir 130 þús. kr., en margar
fleiri götur mætti nefna, sem
eins eru gerðar, og er því
eyðslan í „púkkaðar“ götur
miklu meiri en þetta. Væri hér
um varanlega gerð gatna að
ræð, væri ekkert við þessu að
segja. En til þess bæjarbúar
geti gert sér nokkra hugmynd
er varið, er rétt að þeir beri
varið, er rétt að þeir beri
saman útlit á nokkurra ára
„púkkuðum“ götum og mal-
boraum götum. Munu þeir þá
komast að raun um, að mun-
uro kr.
8400
12600
6000
4700
10500
4600
8700
12600
5400
21000
5000
15000
6700
8000
6000
urinn liggur einkum í því, að
gangstéttir vantar með mal-
bornu götunum, en þær eru
heldur ekki reiknaðar með í
verði „púkkuðu" gatnanna hér
að framán. Má benda á
Tryggvagötu fyrir neðan vél-
smiðjuna „Hamar“ sem dæmi
um endingu þessara gatna.
Þegar svo „púkkið“ fer að
brotna upp eins og þar er, er
venjulega borinn „salli“ yfir,
og allt jarðað! Er þá komið í
sama farið og áður en gatan
var „púkkuð“, því „púkkun-
ina“ er ekki hægt að nota sem
undirlag undir malbikun.
Olía búin til úr
saltvatni
Lóndon, 17./8. FÚ.
Franskur vísindamaður í
Rouen hefir skýrt frá því, að
sér hafi tekizt að framleiða
olíu eða benzínlíki úr saltvatni,
og hefir boðið uppgötvun sína
til sölu.
Le Matin segir, að franski
hermálaráðherrann, flugmála-
ráðherrann og aðrir leiðtogar
hafi skoðað verkstæði vísinda-
manns þessa í Rouen og reynt
vökvann. í blaðaviðtali segir
vísindamaðurixm, að sér hafi
upphaflega dottið í hug þessi
framleiðslumöguleiki út frá
einfaldri athugun á litlu litlu
náttúrufyrirbrigði, s. s. því, að
umhverfis alla steina eða
kletta, sem olía er í, megi finna
saltvatnslög. Hann reyndi að
endurtaka í rannsöknarstofu
sinni það sama, sem gerðist
úti í náttúrunni, og það varð
til þess, að hann fann mjög
einfalda aðferð til þess að
framleiða bensínlíkið.
Hítler hleypir út
úr fangabúðuin
London, 17./8. FÚ.
Vegna náðunar þeirrar á
pólitískum föngum, sem Hitler
hefir boðað, var þúsundum af
föngum sleppt í Berlín einni í
dag.
Berlín, 17./8. FÚ.
Útbreiðslumáláráðuneytið
þýzka mælir svo fyrir, að
flaggað skuli á öllum opinber-
um byggingum frá deginum í
dag til sunnudagskvölds, vegna
þjóðaratkvæðisins, og er skor-
að á alla borgara ríkisins að
gera slíkt hið sama.
London, 17./8. FÚ.
Þýzka stjórnin hefir sent
stj órnarnefnaum í Saar kvört-
un um það, að sum blöð í Saar
hafi notað andlát Hindenburgs
til þess að óvirða Þjóðverja og
leiðtoga þeirra. Þýzka stjóm-
in lætur í ljósi undrun sína
yfir því, að Saai-nefndin skuli
ekki hafa vítt slíkt framferði.
Ofriðarhættan
í Asíu
London, 17./8. FÚ.
Stjórnin í Manchukuo hefir
sent Sovét-stjóminni kvörtun
um það, að Manchukuoborgur-
um hafi verið rænt, að Sovét-
flugvélar hafi flogið yfir lönd
Manchukuo og að Sovétvarð-
menn hafi skotið á Manchukuo
skip á Amur-ánni.
Talsmaður utanríkismála-
ráðuneytisins í Tokio hefir
sagt, að Japanar telji nóg að
senda Rússum aðvaranir vegna
þessara atburða. Hann segist
ennfremur fullyrða það, að
Japanar hafi á engan hátt í
hyggju að taka austur-kín-
versku jámbrautina.
Kjðtverð hækkar á
heifflsmarkaðinum
London, 17./8. FÚ.
Landbúnaðarráðuneyti Banda-
ríkjanna hefir birt skýrslu
um tjón það, sem hlotist hefir
af þurkunum og hitunum þar
í sumar, og er það talið méira
en nokkru sinni áður hefir orð-
ið þar í landi af völdum þurka.
Kjöt- og nautgripabirgðir eru
sagðar hafa rýrnað mjög, og
er því haldið fram, að kjötverð
hljóti að haldast mjög hátt
fyrst um sinn, og að minnsta
kosti fram eftir næsta ári, og
ennfremur að verð á komi
muni haldast mjög hátt, fi-airi
á næsta vor.
99
Páfi“ Búddahtrnarnianna
talar 1 útvarp
Chicago full af herliði
Vinnadeilur og verkföll magnast
viðsvegar um Bandarikin.
London, 17./8. FÚ.
í Bandaríkjunum gengur sí-
felt á verkföllum og verkfalls-
hótunum. Mest hætta stafar
nú sem stendur af verkfalls-
hótun sambands verkamanna x
klæðaverksmiðjum. Verkfallið
á að hefjast 1. sept., ef ekki
hefir náðst samkomulag fyrir
þann tíma og mun ná til hálfr-
ar miljónar verkamanna. Þeir
krefjast hækkaðs kaups og
styttri vinnutíma, en samband-
ið krefst þess einnig, að mega
skipa fulltrúa í i-áð það, sem
hefir yfirumsjón með þessari
iðngrein í NRA kerfinu.
Meginástæða verkfallanna í
Bandaríkjunum eru deilur um
viðurkenningu á rétti verka-
mannafélaganna. Vinnuveitend-
urnir vilja verksmiðjufélög, en
1 leiðtogar verkamanna vilja
verklýðsfélög. NRA hefir í
heild sinni hallast að verk-
smið j uf élögunum.
Ameríska verkamannasam-
bandið hefir lýst því yfir, að
það styðji klæðaverksmiðju-
menn í kröfum þeirra. Forseti
sambandsins hefir sagt, að
hægt mundi hafa verið að
kornast hjá mörgum deilum og
árekstrum um þessi mál upp á
síðkastið, ef vinnuveitendur
hefðu viljað faílast á það
skipulag að veita verkamönn-
unum ágóðahlut.
Verkfall flutningaverkamanna
í Minneapolis heldur áfram.
Verkamálaráðuneytið hefir
vex-ið beðið þess, að láta flutn-
ingamennina sjálfa skera úr
því með atkvæðagreiðslu, hvort
þeitr vilji heldur vera í verk-
smiðjuíélagi eða verklýðsfélagi.
öflugur lögreglu- og her-
vörður er nú hafður um alla
Chicagoborg til öryggis, og til
þess að verjast því, að trufl-
anir verði af verkfalli bíl-
stjói-a, sem stendur yfir í
borginni.
I Philadelphiu hafa verka-
menn hjá stóru olíufélagi sent
áskorun til verkamálaráðuneyt-
isins, um viðurkenningu á
verklýðsfélagaréttinum, og í
York í Pennsylvaniu hafa
verkamenn í stórri vélsmiðju
boðað verkfall. Á vesturströnd-
inni hafa verkamenn í fisk- og
niðui-suðuverksmiðjuxri í Ore-
gon kx-afizt kauphækkunar.