Nýja dagblaðið - 18.08.1934, Blaðsíða 3
M Ý J A
DAOBLA9IB
S
Lögreglumálin fyr og nú
Um nokkra undanfarna daga
hefir Jón Kjartansson *ritstjóri
Mbl. ráðist á Hermann Jónas-
son dómsmálaráðherra fyrir
framkvæmd hans á lögreglu-
málum Reykjavíkur og lands-
ins alls.
Sjaldan hafa meiri undur
gerst en þetta. Jón Kjartans-
son ræðst á Hermann Jónas-
son út af framkvæmd lög-
reglumála.
Ég álít að úr því Mbl. óskar
eftir samanburði á þessum
tveim yfirmönnum lögreglunn-
ar og starfsháttum þeirra, þá
sé rét t að gera það. Og sá
samanburður er meira en
mannjöfnuður. Hann er um
leið samanburður á tveim lífs-
stefnum og tveim flokkum,
Framsóknarflokknum og í-
haldsflokknum.
Jón Kjartansson var um
stund nokkurskonar lögreglu-
stjóri í Reykjavík undir vernd-
arvæng íhaldsins. Aldrei hefir
þekkst aumari lögreglustjóri
en þá var. Jón Kjartansson
naut lítils álits persónulega.
Hann var vitanlega lítið gef-
inn. Hann hafði jafnan tekið
léleg próf. Hann hafði engu
framhaldsnámi sinnt. Þegar
háskólinn lét Jón eins og aðra
nemendur fá utanferðarstyrk,
þá vanrækti hann að nota
styrkinn sér til menningar, en
notaði dvalartímann til að
komast inn á danska kaup-
menn, sem áttu Mbl. og ger-
ast vikapiltur þeirra og verj-
andi að hagsmunamálum
þeirra. Þannig endaði Jón
Kjartansson starf sitt við lög-
reglumál á íslandi.
En meðan Jón var að nafni
til yfirmaður 1 ögreglunnar,
voru öll þau mál í hinu mesta
öngþveiti. Lögreglan var fá-
rhenn, illa búin að klæðum og
tækjum, lítils megnandi til
allra átaka og í fullkominni
fyrirlitningu í bænum. Aldrei
heyrðist frá Jóni Kjartans-
syni eitt orð um endurbætur á
kjörum lögreglunnar, eða ósk
um að auka virðing hennar og
vald. Þetta var skiljanlegt. Jón
skorti algerlega menningu til
að sinna þvílíkum málum.
Hann var algerlega fákunnandi
um allt sem laut að slíkum
málum. Hann var auk þess
eins og íhaldsmenn yfirleitt,
gersamlega áhugalaus um allar
umbætur á löggæzlu og rétt-
arfarsmálum. Fyrirlitningin á
Jóni og starfi hans var svo
rótgróin, að íhaldsmeirihlutinn
í bæjarstjóm Reykjavíkur
vildi alls ekkert gera fyrir
lögregluna, meðan yfirstjórn
hennar væri svo frámunalega
eymdarleg. Ofan á allt annað
vantaði Jón Kjartansson per-
sónulegt hugrekki. Allir vissu
að svo var, eftir að Jón hafði
lagt á flótta yfir skurði og
gaddavírsgirðingar í hinu svo-
nefnda „drengsmáli“, við það
að einn af borgururri bæjarins
potaði með kollóttu priki út I
milli stafs og hurðar á húsi |
sínu. Afleiðingin af bleyðiskap
Jóns varð sú, að bærinn var
settur í umsátursástand, út af
máli sem var algerlega rangt í
sjálfu sér*), landinu bakað
stórkostlegt peninga- og álits-
tjón. Ef Jón Kjartansson hefði
haft þrek eða menningu á við
meðal lögregluþjón eins og þeir
eru nú, þá myndi ekkert hafa
orðið úr því uppþoti.
Þegar Jón Kjartansson
skyldi við lögreglumalin í
Rvík voru þau öll einkskonar
stækkuð mynd af honum. Þar
réði andlegur vanmáttur,
menningarleysi og kjarkleysi.
Jón Kjartansson var skilget-
inn sonur síns flokks og sinn-
ar stefnu. Hann hafði samein-
aða alla eiginleika íhaldsins.
Að því leyti var þessi maður
eiginlega einkar vel fallinn til
að vera höfuðmálpípa síns
flokks, og það hefir hann orð-
ið.
Lögreglumál Rvíkur voru í
jiessu öngþveiti þar til Her-
mann Jónasson tók við for-
stöðu þeirra mála. Undir hans
stjórn og fyrir hans forgöngu
hefir lögreglan í Rvík um-
myndast og endurfæðst, ef
tala mætti á máli Guðrúnar
Lárusdóttur. Skulu nú þau at-
riði rædd í fáum dráttum.
Framsóknarmenn og Al-
þýðuflokkurinn komu fram á
Alþingi 1928 skiftingu á starfi
lögreglustjóra, þannig, að toll-
málin voru aðgreind. Hermann
Jónasson hafði þá um nokkur
ár verið fulltrúi hjá bæjarfó-
geta í Reykjavík. Ég fór þess
á leit við hann, að hann tæki
að sér forustu lögreglunnar í
Rvík og freistaði að koma
henni í nútímahorf. Hermann
tók þetta að sér og hann
framkvæmdi það á þann hátt,
að jafnvel svæsnustu andstæð-
ingar hans hafa orðið að við-
urkenna yfirburði hans og
framkvæmd í þessu efni.
Ihaldsmenn höfðu eins og
rétt var, mikið álit á H. J.
þegar á unga aldri. Þeir buðu
honum inn í flokk sinn, og
vildu gera hann að bæjarfull-
trúa sínum og forgöngumánni.
Hermann neitaði þeirri ósk, og
gaf sig ekki við stjórnmálum
fyr en kynni hans af vanda-
málum þjóðfélagsins sönnuðu
honum að dugandi maður gæti
aldrei unnið með íhaldinu.
En íhaldið hafði samt séð
rétt í þetta sinn. Það vissi að
H. J. hafði unnið fyrir sér
með miklum dugnaði gegnum
menntaskóla og háskólanám,
að honum hafði gengið námíð
vel, að hann hafði tekið há
próf í skóla, að hann var
manna reglusamastur, vilja-
sterkur og ákveðinn, að hann
*) Fyrir nokkrum árum kom
„drengurinn" aftur til landsins
með vottorð frá einum frægasta
spítala í Danmörku um að hon-
um hafði fullbatnað augnsýkin á
nokkrum vikum. Sást þar vesöld
Guðm. Hannessonar. J. J.
Itafði auk þess staðið í allra
fremstu röð íþróttamanna í
landinu, þegar hann var á þeim
aldri, sem menn vinna sigra
í kappleikjum.
Jafnskjótt og Hermann Jón-
asson tók við yfirstjóm lög-
reglumálanna breyttist lög-
reglan og allt viðhorf borgar-
anna til löggæzlumálanna. —
Bæjarstjórn gekk inn á að
fjölga lögreglunni og bæta kjör
hennar. H. J. valdi í lögregl-
una hina vöskustu menn og
glæsilegustu. Ilann kenndi lög-
reglunni og stýrði henni. Hann
gaf lögreglunni trú á gildi
starfsins og virðuleik þess. í
stað þess að Jón Kjartansson
hafði skilið við lögregluna,
sem niðurbrotinn, fyrirlitinn
og útskúfaðan mannhóp, skildi
H. J. við lögregluna í Rvík
þannig, að hún er valinn og
vel menntur hópur, sambæri-
leg við jafnstóran flokk lög-
reglumanna í hvaða landi sem
er.
Aðrir kaupstaðir fundu, að
nú var eitthvað til Reykjavík-
ur að sækja í lögreglumálum
og hafa á síðustu árum reynt
að koma sama sniði á lög-
gæzlumenn annara kaupstaða.
Hermann Jónasson hefir
skapað og mótað lögregluna í
Rvík. Hann hefir hafið ís-
lenzka lögreglu úr eymd og
niðurlægingu þeirri, sem hún
var áður í. Hann hefir gert
lögregluna í Rvík að einum af
þeim þáttum menningarlífs Is-
lendinga, sem þjóðin er stolt af
að vita að hún á í fórum sín-
um.
En H. J. hefir gert fleira
fyrir ísl. lögreglumál. Ihaldið
vildi koma upp her til að
berja á verkamönnum og sjó-
mönnum. Ólafur Thors vildi
vopná í þessu skyni 600 menn
haustið 1932 og láta þá hafa
sundhöllina að bækistöð. Her-
mann Jónasson var þessu al-
gerlega mótfallinn. Hann hafði
kynnt sér skipulag lögreglu-
mála í öðrum' löndum! betur en
nokkur annar Islendingur.
Hann var aðalmaður í nefnd
þeirri, semi undirbjó lögin um
löggæzlumenn á flokksþingi
Framsóknarmanna 1933. All-
ur Framsóknarfl. bæði á
flokksþingi og á Alþingi 1933
sameinaðist um kjarnann í
tillögum Hermanns Jónasson-
ar, þ. e., að hver kaupstaður
hefði 2 lögreglumenn á hverja
1000 íbúa, eins og í öðrum
Norðurlandabæjum, og að ríkið
veitti lítinn, skilorðsbundinn
styrk til þessarar lögreglu, þeg-
ar hún væri svo vel úr garði
gerð. Alþingi 1933 gekk í að-
alatriðinu inn á grundvöll H.
J., en íhaldinu tókst þó að
koma að nokkrum skemmdum
á skipulaginu, sem væntanlega
verða afmáðar á þingi nú í
vetur.
íhaldið ætlaði að koma upp
ríkisher, sem lægi méð ó-
hemjuþunga á almennum
gjaldendum, en sem væri í
raun og veru beint á móti
vinnandi stéttum landsins,
bændum og verkamönnum.
Þessi liðssamdráttur á kostn-
að alþjóðar var birtur í þeirri
áætlun íhaldsins, að afnema
frelsi og lýðræði á íslandi.
Hermanni Jónassyni tókst
meðan hann var utanþings-
maður, að hafa aðalforustu í
þessu máli. Honum mun vænt-
anlega verða enn meira á-
.gengt þegar hann eí bæði
þingmaður og formaður í
stjórn landsins, og hefir í
sinni stjórnardeild einmitt
þau mál, sem hann hefir unn-
ið að með svo mikilli giftu og
manndómi.
Ef kommúnistar eða naz-
istar hyggja á óeirðir, þá
mun hvorugur flokkurinn
þurfa að búast við samskonar
viðhorfi hjá dómsmálastj órn
landsins eins og þegar Jón rit-
stjóri Mbl. flúði undan kollótta
prikinu, sem stungið var milli
stafs og hurðar. Núverandi
lögi-egla í Rvík er sterk og vel
æfð. Stjórnarskráin gefur
hverri stjórn heimild til að
draga lið saman og verja ör-
yggi borgaranna. Lögreglan í
Rvík verður liðsforingjar í
þeirri sveit. Ef íhaldið espar
upp óþjóðalýð til að gera á-
rásir á þjóðskipulagið, þá er
nú sterk aðstaða til að halda
uppi friði í landinu. Að baki
núverandi stjórnar standa lýð-
ræðisflokkar landsins. Þar er
nægilegt mannval til að styðja
hina ágætu föstu lögreglu
sem til ér í Rvík, ef kom-
múnistar eða nazistar vilja
hefja uppreist móti lögum og
rétti í landinu.
líg vona að Jón Kjartansson
sjái, af þessu stutta yfirliti,
að honum er til lítils að þreyta
mannjöfnuð við Hermann
Jónasson um löggæzlumál eða
önnur efni. Munurinn er þar
eins og þegar Bjöm stóð að
baki Kára. Mbl. og íhaldinu
yfirleitt ætti að vera ljóst, að
þögnin hæfir bezt frámkomu
þess í lögreglumálum, og ekk-
ert er hættulegra flokknum
en að haga svo leiknum, að
kastljósið falli á þessa tvo
menn saman, sem fulltrúa
Framsóknar og íhalds í lög-
gæzlumálunum. Því meir sem
vegin eru og métin verk Her-
manns Jónassonar og Jóns
Kjartanssonar, sem yfirmánna
lögreglunnar í Rvík, því
gleggri verður munurinn um
mannaval, stefnumun og
vinnubrögð þeirra flokka, sem
hafa þessa tvo menn fyrir
oddvita í þjóðmálastarfinu.
J. J.
Verzlið
að öðru jöinu viö þá
sem auglýsa í
iNýJa dagblaðinu
INÝJA DAGBLAÐIÐ
Utgefandi: „Blaðaútgáfan h.f."
| Ritstjóri:
Gísli Guðmundsson,
Tjarnargötu 39. Sími 4E45.
Ri tstj órnarskrifstofumar
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353.
Afgr. og aúglýsingaskrifstofa:
| Austurstræti 12. Sími 2323.
| Áskriítargj. kr. 1,50-á mánuði.
| í lausasölu 10 aura eint.
l’rontsmiðjan Acta.
wmtsattfe^x<i»iaengwiipm3a»^3^'?iaMBEMaM
KnattspyrnadéHur
L. S. i Morgunbiaöinu
Ég er hræddur um að leik-
dómari Morgunblaðsins, hr.
Lárus Sigurbjörnsson hafi
farið félaga vilt þegar hann
ritar um fyrsta kappleik
Reykjavíkurkeppninnar, er var
háður milli Fram og Víkings.
Ég býst við að hann hafi ætl-
að að skamma sitt eigið félag,
Víking, en ekki Fram, því í
því hefði eitthvert vit verið,
en að fara að skamma Fram
fyrir ,brutalan“ leik nær ekki
nokkurri átt, og þvílíkri
heimsku eða hlutdrægni, hvort
sem það nú er, má ekki vera
ómótmælt. Ég get fallist á það
að leikurinn var ekki skemmti-
legur, til þess var hann allt
of ójafn. Framararnir höfðu
svo mikla yfirburði yfir Vík-
ingana, að leikur milli þessara
félaga gat ekki orðið skemmti-
legur, en það að Framararnir
hafi leikið ódrengilega eru al-
ger ósannindi. Þeir léku bæði
drengilega og vel, því þó það
óhapp vildi til að tveir menn
meiddust í leiknum, þá finnst
mér það mjög ódrengilegt hjá
L. S. að reyna að koma inn
hjá almenningi að það hafi
verið af völdum Fram-manna.
Það t. d. að annar pilturinn
fær blóðuppgang, getur ekki ■
undir nokkrum kringumstæð-
um verið þeim að kenna. Ef
L. S. vill einhverjum um
kenna, þá ætti hann fyrst og
fremst að ásaka sitt eigið fé-
lag fyrir að láta mann leika í
knattspymukappleik, ef hann
er ekki hraustur fyrir brjósti,
og meira að segja að senda
eftir manninum alla leið til
Stykkishólms, til þess að láta
hann keppa í erfiðum knatt-
spyrnukappleik. Um hinn
manninn er það, að segja, að
hann keniur á kasti og ætlar
sér að henda sér á Frammann
(Friðþj. Thorsteinsson) en
Frammaðurinn er það snar, að
hann getur vikið sér undan og
í staðinn fyrir að lenda alveg
beint á hann kemur Víking-
urinn skáhalt við öxlina á
honum, en þá er krafturinu
svo mikill á Víkingnum, að
hann lendir á annari mark-
stönginni og hún var náttúr-
lega harðari viðkomu heldur
en Frammaðurinn, en því var-
aði Víkingurinn sig ekki á og
því fór sem fór. En út yfir
tekur þó þegar þessi leikdóm-
ari Morgunblaðsins vill lcoma
því inn hjá almenningi, að
sökin hafi verið hjá Fram-
mönnum, þar kemur svo mik-
Framh. á 4. síðu