Nýja dagblaðið - 23.08.1934, Síða 2

Nýja dagblaðið - 23.08.1934, Síða 2
1 N Ý J A DAOBLABIB Skagfíeld Einsðngur í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24. ágúst kl. 8Va. P411 Isóltsson aðstodar Á söngskránni verða útlend og islenzk lög. AðgöngumiðaF á kr. 2,00 eru seldir í Hljóðfæraverzlun K. Viðar og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Adeins þetta eina sinn. Til Borg'arffarðar og Hreðavatns tara bílar n. k. laugardag kl. 1. Biíreiðastöðin HEKLA Sími löló — Lækjargötu 4 Sími 1515 Til Akureyrar og við kl. 8 f. hád. Alla mánudaga, þriðjudaga, fímtudaga og laugardaga IRúmbeztu og traustustu lang- ferðabifreiðar landsins, stjórnað af landsfrægum bifreiðastjój'um Afgreiðsluna í Reykjavík annast Bifreiðastöð Islands, sími 1540 Bífreíðastöð Akureyrar Simi 9 ATH. Áframhaldandi fastar ferðír frá Akureyri urn Vaglaskóg, Goðafoss til Mývatnssveitar, Húsavíkur og Kópaskers. Ljósmódir Ljósmóðir getur fengið stöðu í Vestmannaeyjuin. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15, okt. þ. á. ásamt skilríkjum fyrir því að umsækjandi full- nægi settum skilyrðum samkv. ljósmæðralögunum. Staðan veitist frá 1. nóv. þ. á. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 15, ágúst 1934. Kr. Línnet. Þorleifur Jónsson sjötugur Þorleifur Jónsson í Hólum á í dag- sjötugsafmæli. — Þess mun verða minnst víða um land af vinum hans og samherjum, auk þeirra sem nær standa. Á þvílíkum merk- Þorleifur Jónsson. isdegi í lífi eins af elztu og merkustu mönnum í liði Fram- sóknarflokksins, er eðlilegt að samstarfsmenn Þorleifs í Hól- um líti til baka nokkur ár um farinn veg. Þorleifur í Hólum var í ald- arfjórðung þingmaður héraðs síns. Hann beið aldrei ósigur í kosningu. Hann bjó allan sinn búskap á sömu jörðinni, og skildi við hana sem vel hús- að höfuðból. Hann gekk ungur í þann skóla hér á landi, Möðruvallaskólann, sem mótað hefir fleiri af umbótamönnum landsins heldur en nokkur önn- ur menntastofnun. Hann gegndi frá því hann var ung- ur maður og fram til síðustu missira flestum þeim kosnum vandastörfum, sem áhrifa- mönnum eru falin í byggðum landsins. Hann hefir átt mörg og mannvænleg börn, sem hjónin í Hólum hafa gert mik- ið meira til að efla til náms og menningar heldur en for- eldrar eiga auðvelt með að gjöra. Eftir öllu sem menn vita um Þorleif Jónsson í Hólum, hefir hann verið giftudrjúgur ! mw-' Sápuverksmiðjan SJÖFN Akureyri Handsápar: Framleiðir allskonar hreinlætisvörur: Þvottasápur: Möndlusápa. Hárþvottalögur Sólarsápa. Páljuasápa. Blámasápa. Rósarsápa. ' Júgursmyrsl Eldhússápa. Baðsápa. Kristallsápa. Skósverta. CHjáv&x. Reynið Sjafnarvörur og þá munið þér nota þær ávalt síðan, og sannfærast um ágæti is- lenzkrar framleiðslu. Sjafnarvörur fást hjá öllum lcaupfélögum og kaupmönnum landsins. I heildsölu hjá oss og beínt frá verksmiðjunni á Akureyri. Samband ísl. samvinnufélaga. maður hvort sem litið er á uppvöxt hans, heimili og fjöl- skyldulíf, störf hans heima í sveit og héraði, eða hina löngu þingmennskutíð hans og störf fyrir landið allt. Eftir 70 ára baráttu situr Þorleifur Jónsson á friðstóli heima á óðali sínu með vitund þess manns, sem fann að hann hefir langt starf að baki og að í endurminning- unum er ekkert sem þarf að leyna. Ég þekki bezt þá hlið á störfum Þorleifs Jónssonar sem kom fram í landsmála- baráttunni, og um þá hlið á starfi hans vil ég segja nokk- ur orð á þessum merkilegu tímamótum. Mjög fáir stjórnmálamenn 'hér á landi hafa haft stöðug- an meðbyr eins og Hrafnistu- menn nema Þorleifur Jónsson. Hann tekur við umboði hér- aðsbúa þegar hann er á miðj- um aldri og heldur því óslitið í aldarfjórðung. Og þegar hann kýs að hætta pólitískum störfum, þá velja sveitungar hans elzta son hans til að fara með það umboð, sem hinn aldni héraðshöfðingi hafði lengi farið með á giftu- drjúgan hátt. Þegar Þorleifur Jónsson lít- ur yfir farinn veg í landsmál- unum, er margs að minnast. Á síðasta aldarfjórðungi hafa orðið djúptækar breytingar í þjóðlífinu og stjórnmálalífinu. Það þótti furðu sæta um einn af mestu höfðingjum Sturl- ungaaldarinnar, að hann sigldi skipi sínu óbrotnu gegn um brotsjóa þess tímabils. Sama má segja um Þorleif í Hólum. Fáir af samtíðarmönnum hans, sem starfað hafa á landsmála- sviðinu, koma með aldarfjórð- ungsþingsetu að baki heilsu- góðir og lífsglaðir inn yfir þrepskjöld 70 ára afmælis. Þorleifur Jónsson hóf lands- málabaráttu sína 1908, sem einlægur forvígismaður hinnar ítrustu kröfu um fullkomlð stj ómarfarslegt frelsi þjóðinni til handa. Hann var einn af stuðningsmönnum þeirrar stjórnar, sem Björn Jónsson myndaði eftir hinn mikla kosningaósigur |Heimastj órnar- manna haustið 1908. Hann kom inn í stóran flokk eftir mikinn sigur. I fyrstu voru miklar æsku. og þróunarvonir bundnar við hina nýju stjóm, en þær vonir rættust ekki nema að nokkru leyti. Kjósend- ur höfðu sýnt hreystibragð á kjördaginn og í eitt skifti fyr- ir öll kennt mönnum eins og Jóni Þorlákssyni, að enginn afsláttur gæti komið til greina um réttindi lands og þjóðar. En þegar kom til umbótabar- áttunnar inn á við, var flokk- urinn veikur og vanmegnugur, klofnaði brátt í tvo hluta, og sumir leiðtogarnir gengu til nánara samstarfs við fyrri andstæðinga. Allt slíkt undan- hald var fjarri skapi Þorleifs Jónssonar, og á þeim mátt- lausu undanhaldstímúm, sem fylgdu hruni Bjöms Jónsson- ar, var Þorleifur einn af þeim sem leitaði að hreinni og sterkri stefnu, sem gætti landsréttinda út á við, og starfaði á heilbrigðan hátt að framförum inn á við. Þorleifur í Hólum varð þess vegna einn af þeim sem reyndi að safna samvinnumönnum landsins í sérstakan flokk á þingi fyrir og eftir byrjun heimsstyrjaldarinnar. Upp úr kosningunum 1916 fékk sú hreyfing mikinn liðsauka og í þingbyrjun 1917 var Fram- sóknarflokkurinn stofnaður, og Tíminn litlu síðar. Frá þeim degi var Þorleifur Jónsson einn hinn öruggasti og ein- dregnasti forvígismaður þeirr- ar stefnu og um mör-o- ár for- maður flokksins. Á síðasta þinginu sem hann starfaði, aukaþinginu nú í vetur, fól þingflokkurinn honum enn að nýju formennskuna undir vandasömum kringumstæðum. Þegar klofningur varð í flokki Björns Jónssonar 1911, var Þorleifur þeim1 megin sem harðar var sótt fram . móti þeim serh vildu innlimun og undanhald. Þegar ágreiningur var í Framsóknarflokknum um 1920—22 um viðhorfið til Jóns Magnússonar og íhaldsins, var Þorleifur Jónsson ’ enn hinn sami, móti íhaldi og undan- haldi. Og þegar Framsóknar- l'lokkurinn lenti í vanda vorið 1932 og var hlekkjaður saman við hættulegustu andstæðinga, var Þorleifur Jónsson í Hólum einn af þeim mönnum, sem gerðu sitt ítrasta til að losa flokkinn úr læðingi. Og þegar loks kom að því nú í vetur sem leið, að nokkrir fyrver- andi samherjar hugðust að mynda flokk, sem átti að vera varaskeifa og undirlægja í- haldsins, þá var Þorleifur Jónsson enn á verði með hin- um heilbrigða kjama flokksins og átti mikinn þátt í að bjarga flokki sínum yfir hættuleg- asta skerið, áður en hann lagði niður forustu í lands- málabaráttunni. Þegar litið er yfir hina löngu og giftusamlegu stjóm- málastarfsemi Þorleifs Jóns- sonar kemur í ljós, að hann hefir aldrei brugðizt stefnu sinhi kjósendum, samherjum eða héraði, og kjósendur hafa aldrei bmgðizt honujm. Það er örugt samband orsaka og af- leiðinga. Gæfa og gengi Þor- leifs Jónssonar er ekki tilvilj- un, ekki dráttur í tombólu eða happdrætti þjóðmálalífsins. Gifta hans er bein afleiðing af manndómi hans og dreng- skap. Aldarfjórðungsstarf hans á Alþingi er lifandi sönnun þess, að landsmálabarátta á Islandi er enn, hvað sem! ó- kunnugir segja, bezt rekin og með mestri farsæld fyrir land og þjóð, ef eiginhagsmunabar- átta og persónulegir dutlung- Framhald á 8. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.