Nýja dagblaðið - 25.08.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 25.08.1934, Blaðsíða 1
2. ár. Reykjavík, laugardaginn 25. ágúst 1934. 200. blað Rannsóknir á síldar- göngum og sjávarhita. Tv»r síldargöngur hata komið tii landsins i snmar. Yiðtal yið Arna Friðriksson fiskifræðing. Árni Friðriksson fiskifræð- ingur er nýkominn heim eftir mánaðardvöl nyrðra. Hefir hann fengizt þar við rannsókn- ir viðkomandi síldveiðunum, sjávarhita o. fl. Varðskipið Þór hefir veitt honum aðstoð við rannsóknirnar. Nýja dagblaðið hefir haft tal af Áma eftir heimkomuna cg fengið hjá honum eftirfar- andi upplýsingar: Sildarstærðin Síldin, sem veizt hefir í sumai- er stærri en verið hefir fjögur undanfarin ár. 1 fyrra var meðallengd hafsíldar varla nokkursstaðar yfir 35 cm'. f sumar er meðallengd hafsíldar á Húnaflóa, Skagafirði og Eyjafirði um og yfir 35.50 cm. Á Skjálfanda hefir síldin ver- io minni, meðallengd hafsíldar hefir verið þar 34,17 cm. Millisíld hefir verið töluvert meiri á Skjálfanda en á hinum stöðunum. Á Húnaflóa, Skaga- firði og Eyjafirði hafa 1—2 millisíldar(fæstar á Eyjafirði) verið í hverju þúsundi hafsíld- ar, en á Skjálfanda ein af hverjum þrjátíu. Af þessu virðist mega draga þær ályktanir, að aðeins tvær síldargöngur hafi komið til landsins í sumar. Til þess bendir stærðarmunur hafsíld- arinnar og fjöldi millisíldar- innar á áðurgreindum stöðum. Af hverjn gengar sildin i tortnm? i Á Húnaflóasíldinni gerði ég athuganir um, á hvaða aldri hún væri og sýnir bráðabirgða- rannsókn þessar niðurstöður: 6 vetra .. .. 5.1% 7 — . . . . 5.1— 8 — . . . . 24.4— 9 - .. .. 21.7— 10 — . . .. 28.3— 11 — .. . . 7.7— 12 — . . . . 5.1— 18 — .. 1.3— 14 — .. . . 1.3— Ég gerði einnig rannsóknir á síldarátu. 1 lok júlímánaðar var hún allsstaðar mjög jöfn, en undanfarin ár hefir hún verið misjöfn, þ. e. a. s. mis- munandi mikil á ýmsum stöð- um. Mér virðist rétt að álykta, að þegar síldarátan sé jöfn, sé síldin miklu dreifðari, en gángi ekki í stórum torfum og því verra að fá mikla veiði í herpinætur. Er þetta ég bezt veit, fyrsta tilraunin, til þess að skýra það, að síldin gengur stundum í torfum, en stundum ekki. Þegar kom fi-am í ágúst- mánuð breyttist þetta. Átan fer að étast upp á ýmsum stöðum og þéttast á öðrum. En þá fer síldin líka að ganga í stórum torfum og afli að aukast. Dæmi til hins sama eru frá ágústmánuði 1931. Hinn mikli síldar- afli vid Langanea Þá hefi ég einnig gert mæl- ingar á sjávarhita fyrir norð- an land, frá yfirborði til botns, eða niður á 250 m. dýpi. Er ljóst af þeim mælingum, að fyrir öllu Vesturlandi og Norð- urlandi fellur Golfstraumur, en við Langanes brýzt hann austur um mjótt hlið milli Pól- straumsins að norðan og landsins að sunnan. Á þessum miklu straumamótum þjappast síldin saman í torfur og virð- ist hin mikla veiði á þessum stöðum stafa af því. Striðið ylirvotandi milli Ráasa og Japana? London 24/8. FÚ. Harðorður boðskapur, sem Sovét sendiherrann í Tokio af- henti japanska utanríkisráð- herranum í dag, hefir nú ver- ið birtur. I boðskapnum er talað um handtöku 19 Sovétborgara og starfsmanna austurkínversku jámbrautarinnar, og er kom- izt svo að orði, að til þess að réttlæta löglausar og ástæðu- lausar handtökur hafi verið komið á kreik uppspumium getsökum í garð Sovétborgara, en skipulagðar árásir á kaup- sýslumenn, trúboðsstöðvar og járnbrautir. Ennfremur er sagt, að yfirlýsing, sem jap- anski utanríkisráðherrann gaf nýlega opinberlega um þessi mál sé „dæmalaust plagg“, þar sem ósæmilega sé sveigt að Sovétstjórninni. Að lokum er sagt svo í orðsendingunni, að Sovét-stjómin vænti þess, að japanska stjómin sé fær um að draga af þessari orð- sendingu allar nauðsynlegar á- lyktanir. Flugsýning í Kaupmannahöfn Þann 17. þ. m. var opnuð í K.höfn alþjóðaflugsýning í einum stærsta samkomusal borgarinnar, Forum. Sýna þar margar þjóðir nýjustu gerð flugvéla og annara farar- tækja loftsins. — Á myndinni hér að ofan sézt efst til vinstri: rússneskur ísbátur, búinn með loftskrúfu, neðar samá megin: rússnesk svifflugvél. Til hægri að ofan hest- ur með gasgrímu og að neðan nýjasta gerð fallbyssa til varnar í loftárásum, hvort- tveggja úr danska hernum. Meistaramót I. S. I. Þátttakendur eru milli 30 —40 frá sex félögum. V estmannaeyingar og Hafnfirðingar taka þátt í mótinu. Meistaramót í. S. I. hefst í dag. í því taka þátt 30—40 valdir íþróttamenn frá sex félögum, K. R., Ármann, 1. R., Víking, Fimleikafélagi Hafnar- fjarðar og Knattspymufélagi V estmannaey j a. Vestmannaeyingamir eru sjö og Hafnfirðingamir þrír. Er gott til þess að vita, að utan- bæjarmenn taka þátt í mót- inu, en svo hefir ekki verið oft áður, og er vonandi að þátttaka þeirra fari vaxandi hér eftir. Það þarf ekki að taka fram, að í mótinu taka þátt, flestir okkar beztu íþróttamenn og' ekki er ólíklegt, að í sumum íþróttunum verði sett ný met. Þó íþróttamenn okkar sýndu lítil afrek á allsherjarmótinu í vor, er þess að gæta, að síðan er liðinn góður tími, ágætlega fallinn til æfinga. Með tilliti til þeirrar aðstöðu, sem í- þróttamenn hafa hér, má gera sér meiri vonir um góð úrslit á haustmóti en vormóti. Mótið hefst kl. 5.45 í dag. í dag' verður keppt í þessuní í- þróttum: 100 m. hlaupi. Sex keppend- ur. Islenzkt met er 11.8 aek. Norðurlandamet 10.5 sek. og | heimsmet 10.3 sek. Búast má við harðri keppni í þessu hlaupi milli methafans, Garðars S. Gíslasonar (K.R.) og Daníels ; Loftssonar (K.V.), sem báðir ■ hafa náð íslenzka methraðan- um í sumar. 800 m. hlaup. Átta kepp- endur. Islenzkt met (Geir Gígja)er 2 mín. 2.2 sek., Norð- urlandamet 1 mín. 52.3 sek. og heimsmet 1 mín. 49.8 sek. Gera má ráð fyrir harðri keppni í þessu hlaupi. Á Alls- herjarmótinu í vor var Gísli Kærnested (Á.) sigurvegarinn, og er hann einn af keppendum nú. Þrístökk. Átta þátttakend- ur. ísl. met er 13.08 m., Norð- urlandamet 15.48 m. og heims- met 15.72 m. Methafinn, Daní- 1 el Loftsson (K.V.), sem.tekui' þátt í stökkinu á þama ýmsa skæða keppinauta. Kringlukast. Sex keppendur. Isl. met er 38.58 m., Norður- landamét 50.29 m. Heimsmet 51.73 m. Methafinn, Þorgeir Jónsson (K.R.) tekur þátt í kastinu, en kunnugir segja, að vel megi hann standa sig, ef hann á að vinna. 4X100 m. boðhiaup. Tvær sveitir keppa. K. R. á ísl. met- ið, 47.3 sek. 5000 m. hlaup. Átta þátt- takendur. Isl. met (Jón Kal- dal) er 15 mín. 23 sék. Norð- laiandamet og heimsmet 14 mín. 17 sek. íslenzka metið er orðið 12 ára gamalt. Það væri óneitanlega gaman, ef ein- hverjum tækist að yngja það upp í kvöld. K. R. sér um mótið. Það ætti að vera trygging fyrir því, að undirbúningurinn væri í lagi. Mótið heldur áfram á sunnudaginn. Víðskiftabann á Þýzkaiand Þýzkir (íj'ðingar hræddir London 24/8. FÚ. Alþjóðafundi Gyðinga var lokið í Genf í dag. Fundurinn samþykkti í einu hljóði álykt- un um það, að haldið skyldi áfram viðskiptabanni á þjóð- ernisjafnaðarmenn í Þýzka- landi. Ennfremur var sam- þykkt, að skora á félög, sem ekki eru Gyðingafélög, t. d. verklýðsfélög, að styðja þetta viðskiptabann. Landsamband þýzkra Gyð- inga hefir mótmælt þessum samþykktum, og í yfirlýsingu, sem afhent hefir vérið Hitler, er komizt svo að orði: Þessir ofstopafullu og einsýnu Gyð- ingar tala ekki f yrir munn þeirra Gyðinga, sem sezt hafa að í Þýzkalandi og sannað hafa þar þjóðernislegt gildi sitt.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.