Nýja dagblaðið - 29.08.1934, Side 2

Nýja dagblaðið - 29.08.1934, Side 2
2 N Ý J A DACBLAÐIÐ Happdrætti Háskóla Islands Dregið verður í 7. fl. 10. sept. 400 vinningar — 83400 krónur. Hæsti vinningur 20 þúsund krónur. Eftir eru á þessu ári 3350 vinningar, samtals 726 þús. kr. Tveir þriðju vinninganna — sjö tíundu vinningafúlgunnar Nokkrir sölumiðar fást ennþá. í Reykjavík og’ Hafnarfirði er endurnýjunarfrestur framlengdur til miðvikudags 5. sept. 100 króna verilaun. í fyrrinótt voru skorin öll gúmmí á þremur af nýju bílnm Litlu Bílstöðvarinnar. Við greiðum 100 krónur fyrir fullkomnar upplýs- ingar um það hver valdur er að þessu óþokkaverki. Iiitla Bílstöðin Simi 1380. Tvœr nýjar bækur: eftir Sveinbjörn Egilsson Þar segir hann frá ýmsum æfintýrum frá yngri ár- um sínum, en sérstaklega er viðburðarík frásögnin „Vetrarvist á norsku skipi 1898—1899:\ Barnavers úr Passíusálmunum Valið hefir síra Árni Sigurðsson. Nýjar bækur: L&ndnemar, síðara hefti. Þýðfng eftir Sig. Skúlason og Siiturturninn, þýdd af Margréti Jónsd., koma í bókabúðir í dag Aðalútsala bjá barn&bl. „Æskanu, Haínarstr. 10 Friðarskraf Þjóðverja á 20 ára afmæli heimsstyrjaldarinnar 1 sambaudi við tuttugu ára afmæli heimsstyrjaldarinnar og fráfall Hindenburgs forseta var víða í þýzkum' blöðum minnst á styrjaldir og stríð með mik- illi aðdáun.. Meðal annars var í blaðinu „Börsen Zeitung“ grein, er hét „Sál hermannsinsins“ og er þetta þar úr: „Stríð er eins og hinn blá- hvíti hiti bræðsluoínsins, sem einungis hinir dýrustu málmar standast. Stríð birtir hið sanna manngildi. Það er ósatt, að styrjaldir geri menn grimma. Þjóðirnar skiptast í herskáar og friðsamar þjóðir. Hinar herskáu þjóðir eru þær, sem1 leggja út í orrustu gunni’eifar og vígglað- ar. Þær þjóðir eiga að ríkja í þessum heimi og eiga hann. Hinar friðsömu þjóðir eru dæmdar til þess að bíða þess tíma, er hinar herskárri koma og taka það sem þeirra er“. Það getur víst enginn verið í augnabliks efa um það, hvor- um flokknum Þjóðverjar til- heyra að áliti þessa höfundar. En ekki fer þetta vel saman við friðarpólitík Hitlers. Frá uppreisninni í Austurriki Myndin er frá dögum nazistauppreisnarinnar í sumar í Vínarborg. Sjást brynvarðir stríðsvagnar fara eftir götum borgarinnar. Ágrip af Nautgriparæktar- og Mjólk- ursölufélag Reykvíkinga hélt fund 26. ágúst og var fundar- efni mjólkursölumálið. Stjórn félagsins skýrði frá, að hún hefði átt tal við landbúnaðar- ráðherra um málið, og að hann hefði gjört ráð fyrir, að tala aftur við félagsstjórnina áður en málinu yrði ráðið til lykta. Ennfremur skýrði for- maður félagsins frá því, að sér hefði verið boðið að mæta á fundi, sem haldinn var 24. ág. s. 1., að tilhlutun Mjólkur- bandalags Suðifrlands, og að þar hefði landbúnaðarráðherra verið mættur, las formaður upp frumvarp, sem inniheldur tillögur Bandalagsins í málinu, og skýrði lauslega frá helztu atriðum, er komið hefðu fram í umræðum, einnig skýrði hann frá að félaginu hefði verið gerður kostur á, að senda kos- inn fulltrúa á annan fund sem haldinn yrði kl. 10 27. ág. — Um mjólkursölumálið urðu all- miklar umræður og gengu flestar þeirra í þá átt að mót- m'æla gerilsneyðingu, á ný- mjólk þeirri, sem framleidd er hér í bænum, og voru færð mörg rök fyrir því, að geril- sneyðing á henni væri bæði ónauðsynleg og jafnvel að sumu leyti skaðleg. Ennfrem- ur voru færð fram rökstudd mótmæli, gegn verðjöfnunar- skatti, af mjólk þeirri, sem framleidd er á erfðafestulönd- um manna hér, í og við bæinn, og sýnt með órækum tölum fram á hinn mikla mun, á framleiðslukostnaði mjólkur hér, samanborið við alla aðra staði á landinu. Eftir allmiklar umræður voru greidd atkvæði um framkomnar tillögur: 1. Frá frú Ragnhildi Péturs- dóttur, að fara þess á leit við ríkisstjómina, að frestað yrði lagasetningu um mjólkurmálið, þar til nefnd kosin af bæjar- stjórn Reykjavíkur fyrir nokkru hefði látið uppi álit sitt; og ennfremur frá sömu tillaga um tilnefningu þeirra Indriða Guðrnundssonar í Eski- hlíð, Einars Ólafssonar, og Georgs Jónssonar, til að vinna fyrir félagsins hönd, með þess- ari bæjarstjórnarnefnd, þegar hún færi að starfa. Samþ. méð meirihluta atkvæða. 2. Frá félagsstjórninni; til- iaga í 3 liðum svohljóðandi: a) Nautgriparæktar- og mjólkursölufélag Reykvíkinga leyfir sér hérm'eð að benda háttvirtri ríkisstjórn á, að Reykvíkingar sjálfir munu framleiða allt að V3 — einum þriðja hluta — þeirrar mjólk- ur, sem neytt er í bænum. Það telur sig því eiga réttm'æta kröfu á því að fullt tillit sé tekið til félagsins við setningu laga um skipulagningu mjólk- ursölunnar í bænum. b) Þar sem ekki liggja fyr- ir, svo vitað sé, neinar kröfur frá læknum né heldur frá neyt- endum, um gerilsneyðingu mjólkurinnar, sem' hér er fram- leidd, og seld er milliliðalaust til neytenda, krefst félagið þess, að Reykvíkingar séu undanþegnir, gerilsneyðingu á þeirri mjólk, sem framleidd er á bæjarlandinu, og seld beint til neytenda. c) Þar sem viðurkennt er að verkamenn eigi forgangsrétt að þeirri atvinnu, sem fram fer í bæjum eða sveitum, þar sem þeir eru búsettir, þá krefst félagið þeirra forréttinda til handa mjólkurframleiðendum í Reykjavík, að eigi verði lagð- Adeins það bezta er nóg'u gott þegar heilbrigði yðar á i lilnt Epoka-dömubinði Epoka-belti Það langbeztn en þó ekki dyrast. Pæst hjá Ing-óiísapoteki og Reykjavikurapoteki ur verðjöfnunarskattur á þá mjólk, sem framleidd er á bæjarlandinu, og rökstyður þá kröfu, auk þess með því, að mjólkurframleiðslan í Reykja- vík er að miklum mun dýrari en á nokkrum öðrum stað í landinu, og telur að það ætti að vera öllum ljóst, sem vilja með sanngirni líta á þetta mál, og- kynna sér þær ástæður sem að því lúta. — Samþ. í einu hljóði. Að síðustu var formaður fé- lagsins, Einar Ólafsson, ltosinn til að mæta á fundi þeim, sem áður er getið, að halda ætti kl. 10 f. h. 27. ágúst. Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið. Sigurður Þorsteinsson, fundarstjóri. Kristófer Grímsson, fundarritari.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.